Æska:
Alexander mikli fæddist 20. eða 26. júlí árið 356 f.Kr. og var sonur Filipposar annars Makedóníukonungs og Ólympíasar sem var frá eyjunni Samóþrake. Snemma í æsku mátti sjá að Alexander átti eftir að verða mikill maður sem kannski einn dag átti eftir að vinna marga sigra í þágu föðurlands síns. En til er saga um hugrekki og hreysti Alexanders, þegar vinur Filipposar gaf honum hreinræktaðan svartan graðfola, en engum hafði tekist að róa hann og lét hann öllum illum látum og að lokum fyrirskipaði Filipos að taka hestinn í burtu en þá kom Alexander og sagði “Þvílíkur hestur fer hér forgörðum vegna þess eins að þeir vita ekki hvernig á að fara með hann eða vita það ekki” “þykist þú ráða betur við hesta en þeir?” spurði faðir hans “Ég ræð örruglega betur við þennan en þeir gera” svaraði Alexander“. Hvað heldurðu að ósvífni þín hafi í för með sér, ef þú ræður ekki við hann?” hreytti Filippos út úr sér. “Þá skal ég borga hestinn” svaraði Alexander öllum viðstöddum til mikillar skemmtunar. Tók þá Alexander í beislið á honum og sneri honum á móti sólu en hafði hann tekið eftir því að hesturinn hafði hræðst sinn eigin skugga, og stökk svo hann á bak hestsins við mikinn fögnuð viðstaddra og grét Filippos af gleði og stolti, og í framhaldi af þessu mælti Filippos þau fleygu orð “Sonur minn, þú verður að finna þér konungsríki sem hæfir metnaði þínum, Makedónía er of lítill fyrir þig”. Alexander fékk svo að eiga hestinn og nefndi hann Búkífalos og hafði hann með sér í öllum þeim orrustum og bardögum sem hann leiddi þegar hann hóf að sigra heiminn.
Þegar Alexander var sjö ára var hann tekinn úr umsjá fóstru sinnar og var hann settur til náms hjá frænda sínum sem bar nafnið Leónídas. Fannst Alexander frændi sinn afar harður og strangur. Þegar Alexander var þrettán ára gat hann farið að stunda æðra og frekara nám. Filippos fékk í hendur sínar heimspekinginn Aristóteles en “þá hittust mesti lærdómsmaður og mesti sigurvegari sögunnar”. Filipos útvegaði Aristótelesi vandað hús í Mieza sem bærinn Naoussa stendur nú. Aristóteles kenndi Alexandri margt um læknisfræði, nátturufræði og barasta efldi áhuga Alexanders á vísindalegum rannsóknum. Alexander hafði mikinn áhuga á grasafræði, dýrafræði og svo framvegis og þegar Alexander var í herleiðangrum sendi Alexander Aristótelesi sýnishorn úr ríki náttúrunnar.
Ungur hermaður:
Þegar var orðinn 16 ára var hann kallaður frá Mieza og var hann gerður ríkisstjóri í Makedóníu og í framhaldi af því var hann lýstur krónprins, útvalinn eftirmaður föður síns. Alexander sýndi strax að hann var afbragðsgóður hermaður þegar hann sigraði Meda í Þrakíu og ”lagði undir sig borg þeirra og rak íbúanna á brott”. “Í staðinn flutti hann Grikki til borgarinnar og gerði hana að makedónsku vígi og nefndi borginna Alexandrópólis en þetta var ein borg af mörgum sem hann nefndi eftir sjálfan sig, má t.d. nefna eina borg sem ber titilinn enn og heitir Alexandría og er í Egyptalandi. En árið 336 f.Kr. gerðist sá harmleikur að Filippos annar frá Makedóníu var drepinn í leikhúsi. Morðinginn hét Pásanías en lífverðir konungs náðu manninum samstundis áður en hann náði að fara á hestbak og drápu þeir hann á staðnum. Alexander krónprins varð nú að Alexander þriðji konungur af Makedóníu.
Konungur Grikkja:
Fyrsta starf Alexanders sem konungur var að tryggja yfirráð sín í Makedóníu. Hann hélt inn í Þessalíu og sigraði án bardaga. Því næst hélt Alexander suður á bóginn með her sinn og urðu Grikkir afar hræddir þegar þeir fréttu að her Alexanders væri á leiðinni og sendu þeir sendimenn á fund hans til að biðjast vægðar. Að vísu hófu Spartverjar, Argosmenn og Þebverjar uppreisn en mótstaða þeirra féll í tóma gryfju þegar Makedónski herinn kom að borgarhliðunum. Á næstu tveimur mánuðum hlotnaðist Alexander öll völd í helstu borgríkjum Grikklands án blóðsúthellinga, en Spartverjar og Persar stungu nefjum saman vegna þess að Spartverjar voru þeir einu sem viðurkenndu ekki yfirráð Alexanders og kröfðust þeir sjálfir að stýra her Alexanders. En endaði öll þessi mótsspyrna í garð Aexanders á því að Alexander vann sigur á Þrakverjum og felldu Makedóníumenn 1.500 óvinahermenn. Næst hélt Alexander inn í lönd Tribballa þar sem 3.000 óvinahermenn féllu fyrir sverði Makedóníumanna en dóu aðeins 51 maður af Makedóníumönnum. Alexander vann sigur á Getum, og vann hann Kleitos frá Illyríu og hans menn. Eftir alla þessa bardaga og orrustur við borgríkin gat hann loks farið að beina augum sýnum í austur og farið að undirbúa hinn mikla herleiðangur gegn Persum.
Haldið austur:
Árið 334 f.Kr. Var Alexander tilbúinn að berjast gegn Persum, var hann með 40.000 fótgönguliða og 6.000 manns riddaralið. Fyrsta orrusta Alexander í Asíu var orrustan við Graníkus þar sem um 20.000 Persar voru vegnir af Alexander og hans mönnum. Her Alexanders fór suður á bóginn eftir Litlu-Asíu og hertók fjölmargar borgir eftir strandlengjunni má nefna: Pergamon, Smyrna, Efesos, Míletos, Halikarnassos, Xanþos og Side. Eftir að Alexander hafði hertekið allar ofangreindar borgir hafði hann tryggt alla strandlengju Litlu-Asíu og koma hann á fót lýðræði í öllum þeim borgum sem hann hertók. Árið 333 f.Kr. kom Alexander til Gordíon og leysti hann þar Gordíonshnútinn með því að höggva hann í sundur.
Orrustan við Issus:
Dareios þriðji Persakonungur var með í förum sér um 600.000 menn aða tíu sinnum fleiri en í her Alexanders og því reyndi Dareios að velja vígvöllin af kostgæfni, hinar miklu sléttur Sýrlands þar sem Dareios gat notað mannaflan sinn mun betur en Alexander vegna fjölda hermanna sinna. En Dareios hélt að Alexander væri enn þá veikur (en Alexander fékk hitasótt um skeið) og hélt Dareios með menn sína norður á bóginn sem olli því að herirnir fóru hvor sínum megin við Amanusfjöll og sáu ekki hvor til annars. Alexander sigraði en Dareios flúði af hræðslu þegar Alexander nálgaðist hann og yfirgaf herinn sinn.