Flestir þeir báðu til hans voru sjómenn og voru að byðja um góða ferð yfir hafið. Margir sjómenn drekktu hestum með því að henda þeim í sjóinn sem fórn til hans. Hann bjó niðri í sjónum í höll, sem var búin til úr kórali og gimsteinum. Hann fór um hafið í hestakerru sem tveir sjóhestar dróu. Poseidon var ekki rólegur guð og þurfti mjög lítið til þess að gera hann reiðan og fór það oft út í átök. Þegar Poseidon var rólegur og í góðu skapi, þá bjó hann til ný lönd og sléttan sjó. En þegar hann var í vondu skapi, þá notaði hann stafinn til þess að láta flæða yfir löndin og olli jarðskjálfta, skip eyðilögðust og margir drukknuðu.
Poseidon var eins og bróðir sinn Seifur að nota krafta sína á konum og átti hann margar konur og mörg börn. Poseidon giftist einu sinni hafmeyju og þá bjó hann til lífveru sem var hálfur maður og hálfur fiskur. Hann gerði líka Gorgon Medusu ólétta og fæddi hún Krysaor og Pegasos (hestinn sem flýgur.)
Poseidon átti einu sinni í átökum við gyðju stríðs Aþenu um borgina Aþenu. Voru þau bæði að reyna vinna fólkið yfir í sitt lið. Poseidon henti staf í jörðina og kom lækurinn Acropolis. En Aþena gerði stórt ólívutré fyrir fólkið og vann. Poseidon var það reiður að hann lét flæða yfir akrana í borginni. Eftir það unnu þau tvö saman og sameinuðu krafta sína. Þótt Poseidon væri guð hesta, þá bjó Aþena til fyrstu hestakerruna (chariot) og bjó hún líka til fyrsta skipið sem sigldi yfir höf þar sem Poseidon stjórnaði.
Poseidon notaði oft jarðskjáfta, vatn og hesta til að hræða fólkið og refsa þeim. Þótt hann væri mjög reiður og erfiður, þá hjálpaði hann líka til, og það var hann sem hjálpaði Grikkjum þegar þeir voru í Trójustríðinu.
Poseidon var einn af þeim sem sáu um véfréttina í Delfí áður en hinn ólympski Apollon tók við af honum.
There's a fungus amungus !