Þann 26. Apríl fyrir 20 árum varð heimsbyggðin vitni af hörmulegasta kjarnorku slysi á jörðinni sem um getur í bænum Tsjernóbyl í Úkraínu sem þá tilheyrði gömlu Sovétríkjunum. Bærinn Tsjernóbyl er í dag friðsæll 800 ára gamall staður í miðri Úkraínu nánar tiltekið 130 km norður af höfuðborg Úkraínu Kiev. Það var laust eftir miðnætti þann 26. Apríl 1986 klukkan 01:23 að staðartíma þegar líf fólksins í Tsjernóbyl umturnaðist á einni nóttu. Á þessari umtöluðu stundu var fólk í fasta svefni eða hvíla lúin bein og byggja sig upp fyrir átök morgundagsins. Þegar heyrðust miklar drunur frá kjarnorkuverinu sem að vöktu upp íbúa Tsjernóbyl greip um sigmikil geðshræring í Tsjernóbyl. Þvílík og önnur eins hljóð höfðu aldrei heyrst áður í manna minnum svo að fólk greip öndina á lofti og bjóst við því allra versta eða því að nú væru kjarnaofnarnir í stærsta kjarnorkuveri Sovétríkjanna hreinlega sprungnir. Grunur íbúanna reyndist á rökum reistur og það sem allir höfðu óttast var orðið að veruleika og þeirra versta martröð var orðin að veruleika.
Fólkið hélt fyrst um sinn til í heimahúsum á meðan að öll ósköpin dundu yfir. Mikil hræðsla bjó innan í hjörtum fólksins um hvað biði þeirra á næstu mínútum og klukkustundum. Fólkið dó þó ekki aðgerðarlaust og skipaði börnum sínum að bera sængurverin upp fyrir varir og nef á meðan að kjarnorkan skreið út í andrúmsloftið.
Orsök þessa hræðilega slyss má rekja til þess að verið var að gera tilraunir með kjarnaofn í Tsjernóbyl þegar ofninn sprakk og kælingin í honum brást. Í kjölfar sprengingarinnar í verksmiðjunni breiddust geislavirk ský yfir stór svæði Sovétríkjanna fyrrverandi og fleiri lönd Evrópu.
Þegar að ríkisstjórn Sovétríkjanna var gert viðvart um slysið skipaði hún fleiri en 350.000 manns í nágrenni Tsjernóbyl að yfirgefa heimili sín. Mikil ringulreið hófst svo í landinu og allt í einu var fólk frá tugum þorpa og bæja á flótta frá sínum eigin heimilum. Þrátt fyrir það voru sumir sem vildu ekki yfirgefa heimili sín og en aðrir höfðu sýkst áður en þeir yfirgáfu heimili sín. Nokkur hundruð björgunarmenn voru sendir á vettvang í þeirri von um að bjarga því sem bjarga varð en allt kom fyrir ekki. Björgunarmennirnir réðu lítið sem ekkert við útrás mengunarinnar og hlutu meira að segja nokkrir björgunarmenn varanlegan skaða af og jafnvel létu lífið.
Ekki er vitað fyrir víst hversu margir létust af völdum slyssins eða hversu margir sköðuðust á einn eða annan hátt hvort sem um var að ræða líkamlega eða andlega af völdum slyssins. Þó heldur Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni því fram að allt í allt hafi um 9.300 manns látið lífið og yfir 200.000 manns borið andlegan eða líkamlegan skaða frá slysinu. Einnig báru náttúran og móðir jörð mikinn skaða af þessu hörmulega slysi og eyðilagðist stórt ræktunarlandsvæði í kjölfar kjarnalosunarinnar. Beitilönd eyðilögðust í slysinu sem verða ekki nothæf aftur fyrr en eftir nokkur hundruð ár sem og gróðurfar eyðilagðist af miklu leyti. Eitraðar loftgufur bárust síðan með vindinum og hafstraumum alla leið upp af ströndum Ameríku og varð mjög mikill skaði af þeim sérstaklega meðal íbúa Lapplands en mikil geislavirkni fannst síðan í hreindýrunum þeirra og af þeim sökum brást öll sala á hreindýrakjöti til útflutnings í kjölfarið. Fyrir þá var þetta mjög mikið áfall enda höfðu þeir þar með misst lífs viðurværi sitt og jafnframt sína aðal útflutningsvöru. Mikið bar einnig á því á næstu árum eftir slysið að börn sem fæddust á svæðinu í kringum Tsjernóbyl fæddust mjög fötluð upp til hópa og var mjög algengt að útlimi vantaði eða börnin voru mjög andlega sköðuð.
Slysið hörmulega er mesta kjarnorkuslys sem orðið hefur. Tsjernóbyl-slysið hafði í för með sér ofanfall geislavirks sesíums sem olli mengun fóðurjurta á tilteknum svæðum Norður-Evrópu. Til að vernda heilbrigði manna og dýra og gera forvarnarráðstafanir til að berjast gegn mengun af völdum geilsavirkra sesíum-kjarnategunda.
Slysið í kjarnorkuverinu í Tsjernóbyl opnaði augu margra fyrir því að geislamengun í þéttbýli í kjölfar kjarnorkuslyss væri vandamál sem takast þyrfti á við í komandi framtíð og má með sanni segja að kjarnorkuslysið í Tsjernóbyl hafi sýnt fram á mikilvægi þess að auka skilning manna á skelfilegum afleyðingum geislavirkra efna í borgarumhverfi og almennt. Þessi þekking sem fræðimönnum þóknaðist eftir þetta afdrifaríka slys er forsenda fyrir réttum viðbrögðum og varúðar ráðstöfunum komi aftur til geislaslysa af svipuðu tagi.
Sú mengun sem hlýst að framleiðslu kjarnorku, sýndi greinilega þau gríðarlegu umhverfisspjöll sem urðu í Tsjernóbyl við losun kjarnorkuúrgangs og svo að sjálfsögðu sú hætta sem fylgir allri vinnslu kjarnorku sem er að sjálfsögðu hættan á öðru Tsjernóbyl og þar af leiðandi ónýt náttúra og þúsundir glataðra mannslífa.
Í kjölfar kjarnorkuslyssins á sínum tíma var fjöldinn allur látinn yfirgefa heimili sín fyrir fullt og allt. Flestir komu ekki aftur til Tsjernóbyl ekki nema þá í stuttar heimsóknir en bærinn í dag er einungis skugginn af sjálfum sér.
Kjarnorkan er ekki ennþá farinn og verður sennilega til staðar næstu hundrað árin eða svo, bærinn er gott sem ónýtur og er nánast rústir einar og enn standa húsarústir og auð hús. Ef það þetta sýnir okkur ekki hættu geisla mengunarslysa yfirhöfuð getum við hugsað um afleyðingarnar í Úkraínu en landið mun sennilega aldrei bera slyssins bætur.
Í dag búa um 4.000 manns í Tsjernóbyl, en aldrei lengur en í tvær vikur í einu vegna hættu á að verða fyrir kjarnorku eitrun. Þetta fólk hefur ýmist atvinnu í dag af hreinsunarstörfum á svæðinu sem og ferðamennsku.
Íbúar Tsjernóbyls minntust síðan dagsins á þann veg að halda minningarathöfn um slysið og var fjöldi manna var viðstaddur við útimessu með logandi kerti og táknrænar rauða nellikur til að minnast atburðarins.
Viktor Júsjenkó, forseti Úkraínu var mættur til Tsjernóbyl þann 16. Apríl 2006. 20 árum síðar eftir kjarnorku slysið og hitti hann fólk sem vann í kjarnorkuverinu og hættu lífi sínu við björgunarstörf. Júsjenkó var föðurlandslegur í máli og blés þjóðarstolti í þjóð sína þegar hann minntist atburðanna og kallaði á samstöðu meðal þegna sinna við að fyrirbyggja það að þetta hendi aldrei aftur. Forsteinn afhjúpaði síðan minnisvarða og upplýsti síðan kjósendur um það að þingið myndi svo halda sérstakan fund þar sem orsakir slyssins verða ræddar.
Þegar að kirkjuklukkum var hringt klukkan tuttugu og þrjár mínútur yfir eitt að staðartíma, sem er nákvæm tímasetning slyssins sást votta fyrir tári á hvörmum íbúa Úkraínu. Þessi stund var mjög dramatísk og tilfinningaþrungin sérstaklega fyrir fólkið sem að lifði af foreldra sína, maka eða börn í slysinu.