Ljós fyrir þjóðirnar [Hluti II af II]
Í gyðingdómi er guð álitinn æðri öllu, yfir alla veröld hafinn. Guð er skaparinn og þannig hinn æðsti veruleiki að baki allri jarðneskri tilveru. Sá guð sem ljær allri sögu mannsins siðferðislegri merkingu. Kjarni guðdómsins er gæskan. Guð er álitinn bæði skapari góðs og ills. Gyðingdómur leggur áherlsu á að mannkyninu sé sá einn kostur búinn að nota ófullkomið tungumál og myndlíkngar til að gera sér mynd af guði sem er þó í raun ólýsanlegur. Tveir helstu eiginleikar guðs eru réttléti og náð.
Jhwh (Jahve), þannig er guð Ísraels táknað. Eftir biblíutímann var það of heilagt til að nefna það upphátt. Návist guðs í veröldinni nefnist shekkina sem er kvenkyns nafnorð og hefur orðið tilefni mikillar umræðu innan dulhyggjunnar hvað varðar karl- og kvenlegar hliðar guðs. Guð gyðingdómsins hefur enga ákveðna mynd. Hann er ósýnilegur og handan alls þess sem manneskjunni er fært að skilja
Hugmyndin um Messías þróaðist í gyðingdómi sem svar vfið ólukku. Vakti von í brjósti fylgjenda gyðingdóms. Messías myndi sjálfur frelsa gyðinga eða koma á guðsríki. Undir ógnarstjórn Heródesar komu fram nokkrir sem kölluðu sig Messías. Einn þeirra var simeon bar Kokhbahh sem leiddi gyðinga í misheppnaða uppreisn gegn Rómverjum, sem þá réðu yfir Gyðingalandi á þessum tíma. Þetta stríð var kallað Gyðingastríðið síðara.
Óljóst er hvort Jesús frá Nasaret taldi sig Messías. Sannarlega svaraði hann svo þegar fræðimenn og farísear spurðu hann. Og á krossi hans stóð INRI, sem er skammstöfun fyrir Jesús frá Nasaret, konungur gyðinga. En margir fylgismenn hans nefndu hann Christos, sem er gríska yfir Messías og þaðan kemur orðið kristni, Christianity og Christ.
Ein kenningin segir að frelsari hefði verið skapaður í upphafi veraldarinnar og biði hjá guði eftir stund endurlausnar. Önnur kenning segir að frelsarinn hafi gengið meðal okkar. Sú þriðja er að holdsveikur og betlandi frelsari sitji við hlið Rómar og bíði eftir að hans tími komi.
Almennt séð leggur gyðingdómur áherslu á hvernig menn skuli lifa í þessum heimi fremur en að þeir undibúi sig fyrir annað tilvistarsvið. Boðorðin 613 mynda siðferðislegan grundvöll í lífi mannanna. Samfélög gyðinga hafa gegnum tíðina rekið háþróað velferðarkerfi sem öllum hefur verið skylt að gefa í af launum sínum (eins og hjá múslimum). Annar þáttur er hugmyndir um betrumbót heimsins en í henni felst að maður skilji við heiminn aðeins betri en þegar maður fæddist í hann. Gyðingar aðhyllast ekki kenninguna um erfðasyndina heldur trúa því að með hverri manneskju búi getan til bæði góðs og ills þegar hún fæðist. Einstaklingurinn verður að axla ábyrgðina af gerðum sínum og lífshlaupið markast af átökum milli góðra og illra. Frjáls vilji er mikilvægur í gyðingdómi. Tveir flokkar siðaboða eru ríkjandi í gyðingdómi: samband guðs og manna og þau sem snúa að gagnkvæmum samskiptum manna. Guð gefur sér ekki vald til að fyrirgefa yfirsjónir sem emnn drýgja hver gegn öðrum, aðeins þær sem menn drýgja gegn guði sínum.