Ljós fyrir þjóðirnar [Hluti I af II] “Ljós fyrir þjóðirnar” [Hluti I]


Hin þjóðsögulega fortíð hefur verið skráð í elstu bókum biblíunnar, vakti hinum ólíku ættbálkum sameiginlega samfélagsvitund. Guð (Jahve) gerði sáttmála við Abraham og umbunaði hann Abraham með heimkynnum í Kanaanslandi og fjölda afkomenda. Ísraelsmenn yfirgáfu síðan Egyptaland undir forystu Móse og komu til Sínaífjalls þar sem þeir gerðu eilífan sáttmála við Guð. Í gyðingdómi markar þessi atburður upphaf eingyðistrúar.

Ísraelsmenn voru ekki nógu heilir í trúnni og reikuðu um í Sínaíeyðimörkinni í 40 ár þangað til fyrirheitna landsins var komið. Þar voru þeir í 12 ættbálkum en neyddust til þess að sameinast undir eina konungsstjórn. Fyrstur var Sál, síðar Davíð og Salómon, sonur Davíðs.

Allri sögu gyðinga hefur verið lýst sem endalausri röð hörmunga. Íslömsk stjórnvöld ofsóttu iðulega gyðinga en í hinni kristnu Evrópu varð andstaða gegn gyðingum stefnumarkandi viðhorf. Því hafa gyðingar á síðari árum hneigst til að leggja áherslur á hinar jákvæðu hliðar gyðinglegrar tilvistar. Eitt lykilatriði í enduruppgötvun jákvæðs gyðingdóms hefur verið að skapa og byggja upp Ísraelsríki.

Ekkert af helstu trúarsamfélögum heims nú á tímum er jafn fámennt og gyðingdómur er, en aðeins um 13 milljónir manna játa hann. Flestir búa í Bandaríkjunum, eða um 5,8 milljónir og næstflestir í Ísrael, 4,7 milljónir.

Gyðingdómur hefur breiðst út meira en stærð rúarsamfélagsins virðist gefa til kynna. Uppruna hans er að finna í ríkistrú hins forna Júdaríkis sem leið undir lok 586 f. Krists burð. Þaðan kemur nafnið “Judaism”, en það er nafn gyðingdóms á enskri tungu.

Þeir sem af lifðu voru sendir í útlegð og dreifðust víða um lönd allt frá Egyptalandi til Mesópótamíu. Gyðingdómur hafði mótandi áhrif á tvö helstu trúarbrögð heimsins í dag, kristni og íslam.

Gyðingar hafa verið liðtækir við að flytja með sér þekkingu og breiða hana út. Hinn trúarlegi kjarni gyðingdóms var þríþættur. Guð, lögmálið og fyrirheitna landið, þ.e.a.s. Ísrael. Gyðingatrú boðar trú á einn eilífan Guð. Skapara og drottinn alls sem er og verður. Guð hefur gert sérstakan sáttmála við eina þjóð, gyðinga eða Ísrael og fengið henni það verkefni að vera “ljós fyrir þjóðirnar”. Guð gætir þjóðar sinnar og í staðinn eru gyðingar skuldbundnir til að hlýða lögmálinu, eða Tórah. Orðið Ísrael merkir sögulega og stjórnarfarslega heild, menningarsamfélag.