Á víkingaöld drottnuðu norrænir menn (víkingar) yfir norðurhöfunum og herjuðu víða auk þess að ræna, ruppla og skilja eftir algjöra eyðileggingu sorg og ótta í þeim smábæjum sem þeir fóru um eða þannig var ýmind þeirra á þessum tíma og vel er hægt að segja að þeir hafi verið sjóræningjar síns tíma. Víkingarnir höfðu lært að beita seglum og notuðu sólina og stjörnurnar til að rata eftir. Víkingarnir voru einnig margrómaðir fyrir mikla kunnáttu í skipagerð og stóð engin þjóð þeim framar á víkingaöld í skipasmíðum.
Gaukstaðaskipið er sennilega þekktasta víkingaskip sem að sigldi um Atlantshafið á víkinga öld. Skipið var langskip að gerð, úthafsskip og ætlað til hernaðar. og þótti mjög tignarlegt, fallega útskorið og sá hver maður það sem augum leit myndarlegt skip sem jafnframt var stolt og sómi víkingaflotans. Fræðimenn álíta að Gaukstaðaskipið hafi verið byggt um árið 870 á sama sögulega tíma og Ingólfur Arnarsson fann Ísland og flestir víkinganna herjuðu aðallega á Bretland og Frakkland.
Sérfræðingar eru á eitt sammála um það að Gaukstaðaskipið hafi verið mjög tæknilega séð fullkomið og fær í flestann sjó. Þó skipið sé í dag barn síns tíma þá var það mjög fullkomið miðað við önnur skip sem sigldu um norðurhöfin á víkingaöld. Gaukstaðaskipið risti grunnt í sjóinn og var því mjög hentugt og meðfærilegt við innsiglingu í ám, þröngum fjörðum og einnig var helsti kostur langskipanna að geta siglt meðfram fjörum. Þrátt fyrir stærð skipsins var skipið mjög hraðskeitt þrátt fyrir að vera 30 tonn að þyngd. Hægt var að róa þeim styttri vegalengdir og hafði hver maður pláss við sína ár þar sem hann bæði vann og hvíldist.
Gaukstaðaskipið var allt að 23, 33 m að lengd og 5, 25 m metrar að breidd en risti þó ekki nema um 1 m dýpst, fullhlaðið. Borðstokkurinn á Gaukstaðaskipinu var einnig nokkuð hár og voru alls 16 áragöt í hvorri hlið skipsins. Stýrið var svo stór ár hægra megin á skipinu. Fræðimenn hafa einnig reiknað út í seinni tíð að Siglingarhraði Gaukstaðaskipsins hefur verið allt að 10 hnútar á fullu lensi og hægt að beita því allt að 6° upp í vindinn sem telst eftir því sem mínar bestu munnlegu heimildir góður hraði miðað við önnur skip frá þessum tíma en þessi hraði væri nú samt sem áður ekki öfundsverður á okkar dögum.
Í skipinu fundust 64 skildir og þ.v bendir allt til þess að að í skipinu hafi verið fleiri en 64 menn(fræðimenn telja 70) eða alls tvær áhafnir og gefur því augaleið að áhafnirnar tvær hafi skipst á vöktum. Vistarverur víkinganna var ein stór káeta þar sem að víkingarnir höfðu lagst til hvílu til að hvíla lúin bein eftir amstur dagsins á meðan hin áhöfnin púlaði áfram við róður uppi á dekki.
Gaukstaðaskipið ásamt Ásubergsskipinu eru án efa merkilegustu skip sem hafa verið grafin upp við fornminnjaleit í seinni tíð. Gaukstaðaskipið fannst fannst í Gokstad í Noregi árið 1880. Við Noregstrednur hafa fundist ógrýnin öll af víkingaskipum frá tímum víkinga. Fjörðurinn Gokstad var þekktur verslunarstaður víkinga á víkingaöld og fór mikil skipaumferð um fjörðinn. Gaukstaðaskipið telst vera allra best varðveitta og heillegasta víkingaskip sem fundist hefur. Við uppgröftinn þegar að skipið fannst var skipið bæði búið seglum og árum en einnig voru skildir víkinganna festir á borðstokkinn. Við nánari fornleifa rannsóknir á skipinu kom fljótt í ljós að í skipinu voru sennilega jarðneskar leyfar af eiganda skipsins sem að sennilega hafði verið jarðsunginn í skipinu og því síðan sökt. Það sem að bendir til þess að þarna hafi verið um að ræða útför eiganda þess eru þær vísbendingar að í skipinu fundust margir hlutir og munirmá þar nefna snjósleða, litla árabáta, vopn, rúm, bein af hestum, hundum o.fl en mjög algent er að þeir sem jarðsungnir voru á þessum tíma tóku með sér vopn sín og dýr til að hafa hjá sér því trú manna var þá háttað í samræði við nprræna goðafræði um að þeir þyrftu á þeim að halda á ferð sinni til Valhallar.
Gaukstaðaskipið er núna geymt á safni í Osló og koma þangað ferðamenn frá öllum heimshornum til að bera þetta stolt norðurhafanna á víkingaöld eigin augum.