Ég skrifaði eina allra skelfilegustu ritgerð sem ég hef gert núna um páskana, væri flott að fá ykkar álit á þessu, bæði málfar, stafsetning og staðreindir. Fyrir fram þakkir og afsakið lengdina.
Saga og uppruni leyniþjónusta á óaldarsvæðinu er kallast Mið-Austurlönd.
Hér á eftir mun ég kynna til sögu og uppruna leyniþjónusta, frá fyrstu leyniþjónustunni í nútímalegum skilningi til sérhæfðar stofnunar sem fæst við ákveðið viðfangsefni hverju sinni. Ég mun reyna að varpa ljósi á hugmyndafræðina bak við njósnir, kynna óaldarsvæðið Mið-Austurlönd. Ég mun fara í hvert og eitt ríki sem byggir Mið-Austurlönd og reyna að grenslast fyrir um starfsemi og sögu hverrar stofnunnar fyrir sig. Sögulegir sigrar og töp frægrar leyniþjónustu verða einnig kynnt sem og tilraun gerð til að annað hvort réttlæta eða fordæma almenna hugmyndafræði sem býr að baki leyniþjónusta. Allir vita að leyniþjónustur eru dýrar í rekstri og það býr mikill hetjuljómi yfir njósnara starfinu, enda hafa skemmtanaframleiðendur grætt fúlgu fjár á sögum og kvikmyndum af njósnurum, sem og allskyns sölumenn á ýmsum njósnara græjum og tengdu drasli.
Uppruni njósna
Njósnir og njósnarar eru ekki ný hugtök. All flestir hafa eflaust séð kvikmynd bygða á njósnara hugmynd eða lesið njósnara bækur. Hægt er jafnvel hér á okkar ástkæra litla íslandi að ráða til liðs við sig njósnara, einkaspæjara, sem vinnur að upplýsingaöflun fyrir þig, gegn gjaldi, með aðferðum sem eru á gráu svæði innann merkja laganna. Persónufrelsi er einn af grunnstólpanum í stjórnarskrá okkar sem og í flestum lýðræðislegum ríkjum. Það er bannað, bæði samfélagslega og lagalega að liggja á gæjum og fylgjast með einkalífi einstaklings. En þegar einstaklingur er hugsanlega hættulegur samfélaginu og ríkisstjórn þá er í lagi að hlera og hljóðrita samtöl hans og mynda atburði sem hann fæst við dags daglega. Með nútíma tækni er létt að vera njósnari. Það er hægt að panta alls konar ómissandi njósnara græjur á netinu eða versla við hátæknilegar njósnara búðir. Það er hægt að kaupa sjónauka, nætursjónauka, hljóðgrípara og örmyndavélar til að koma fyrir og þar með auðvelda njósnir.
Hugmyndin um að njósna um náungan er langt frá því að vera ný af nálinni og er ómögulegt að segja frá fyrsta njósninu. En það má finna í ritum Sun-Tzu mikilvægi blekkinga og dulúðar, forn Egyptar voru með flókið og vel þróað kerfi við upplýsingaöflun og Ninjur voru uplýsinga safnarar Japanskra keisara. Erfitt er að segja nákvæmlega hvað njósnir eru, en í dag er litið á njósnir sem að fylgjast með einhverjum án hans vitneskju. Þetta er opið og skemtilegt hugtak og með þessari skilgreiningu eru allir án efa sekir um njósnir að minsta kosti einhvern tíman á lífsferlinum. Að líta út um stofugluggan og fylgjast með nágrananum slá blettin er þar af leiðandi njósnir, að gefa óvinveittu landi nákvæmar hernaðarlegar upplýsingar, eins og varnaráætlanir og stærð heraflans er einnig njósnir. Eini munurinn er afleiðingar sem njósnin veldur.
Daniel Defoe, sem er höfundur Robinson Crusoe, njósnaði fyrir Englendinga í byrjun 18. aldar. Englendingar voru að sameina Skotland inn í Breska-heimsveldið með sameiginlegum lögum fyrir bæði lönd. Skotar voru mjög andsnúnir þessu og talið er að meiri en 95% Skota væru andvígir samningnum. Defoe mútaði samningamönnum Skota, þegar Englndingar og Skotar sameinuðust í Stóra Bretland 1707. Einnig hafa margir verið sakaðir um njósnir og misst lífið eða setið inni fyrir vikið. Alfred Dreyfus var herforingi af gyðinga ættum í franska hernum og 1894 var hann sakaður og dæmdur fyrir njósnir. En árið 1896 kom í ljós að ákæran átti ekki við rök að styðjast, en Dreyfus sat samt sem áður í fangelsi til 1899 á hinni íllræmdu Djöflaey (Île du Diable) sem er staðsett fyrir utan frönsku Gíneu í Suður-Ameríku og fékk ekki heiður sinn sæmdan aftur fyrr en 1906.
Fornir keisarar og konungar sem og fjandmenn þeirra stunduðu leynibrask til að hrifsa til sín völd eða halda aftur að fjandmönnum sínum. Oft áttu valdhafar vini sem höfðu rótgróin sambönd við undirheiminn. Einnig voru þjófahringir oft skæðir, bæði sem aftökuaðilar sem og upplýsingaþjófar. Í raun má fullyrða að njósnir í hagsmuna tilgangi hafi verið frá því að menn hófu að setjast að og mynda ríki. Allar snjallar uppfinningar sem borist hafa um allan heimin eru sönnun á þessu, bæði hjólið og notkun elds, sem og stálvinnsla og púður. Espionage eða njósnir er skýrt sem skipulegt kerfi njósnara til að ná hernaðar- eða stjórnmálaleyndarmálum. Það er nýtt, miðað við sögu njósna, að lönd hafi opinbera stofnun tiltölulega óháða valdhafa, en lúti valdi hans samt sem áður.
Ríkisreknar leyniþjónustur
Fyrsta nútíma varanlega leyniþjónustu stofnuninn var sett á laggirnar 1909 í Englandi. Stofnuninn var sett upp sem upplýsingakerfi fyrir land- og sjóher, en fljótlega komst skýr verkskipting á þar sem landher sá um innanríkismál og sjóherinn um utanríkismál. Breski herinn skipti deildum sínum upp með MI-kerfi, þar sem hver deild innan kerfisins var tölustafur á eftir MI, þannig var innanríkis leyniþjónustan kölluð MI-5 en utanríkis leyniþjónustan kölluð MI-6. Fljótlega urðu gagnnjósnir helsta hlutverk MI-5 en venjuleg njósnastörf voru í höndum MI-6. Þetta eru tveir burðarstólpar bresku leyniþjónustunnar, sem var eins og kom fram áður fyrsta eiginlega leyniþjónustan í þessum skilningi. Eftir þörfum hafa verið starfræktar aðrar MI deildir innan Bresku leyniþjónustunnar, en fáar voru varanlegar og lutu þær stjórn annað hvort MI-5 eða MI-6. Sem dæmi má nefna MI-7 sem var áróðursdeild breska hersins í fyrri heimstyrjöldinni, MI-9 sem sá um leynileg sérverkefni svo sem heimta aftur stríðsfanga og að lokum MI-10 sem er vopna og tækjaþróunnar svið bresku leyniþjóustunnar.
Hugmyndinn fór eins og eldur í sinu um Evrópu og margar stórþjóðir komu á fót leyniþjónustum fáeinum árum síðar. Stórveldi svo sem Frakkland, Þýskaland, Rússland og Bandaríkin. Hlutverk þeirra var svipað um allan heim, fást við gagnnjósnir og reyna að spá fyrir um fyrirætlan óvinveitra aðila, en leyniþjónustur hafa einnig verið notaðar sem löggæsluaðili innanríkis. Þessar stofnanir voru frekar dýrar í rekstri og skiluðu litlu af raunverulegum upplýsingum á sínumfyrstu árum og má segja að þær hafi oft valdið meira tjóni en þeir komu í veg fyrir.
Njósnir og starfsemi leyniþjónusta var fremur brussuleg á fyrri árum en í fyrri heimstyrjöldinni sönnuðu margir njósnarar sig og festu leyniþjónustur betur í sessi með upplýsingum um herafla og ferð hans. Eftir fyrri heimstyrjöldina ríkti gleði og nauðsyn njósna reyndist ekki vera jafn mikil, en strax upp úr 1930 varð þörfin fyrir upplýsingar meiri, enda mikið um að vera í Evrópu. Síðar er seinni heimstyrjöldin braust út voru njósnarar í sífeldri hættu og spiluðu gífurlega mikilvægt hlutverk í frammvindu styrjaldarinnar. Breska leyniþjónustan náði að brjóta dulmál Þjóðverja með átaki sem kallaðist ULTRA, þeir komu á fót XX nefnd, þar sem tvöfaldir njósnarar, sem voru bæði á mála Englendinga og nutu trausts Þjóðverja, mötuðu Þjóðverja af röngum og hentugum réttum upplýsingum. Einna frægasti tvöfaldi njósnarinn í seinni heimstyrjöldinni var Juan P Garcia, sem gekk undir dulnefninu Garbo. Hann komst í kynni við fasisma í heimahéraði sínu, Katalóníu á Spáni, og fyrirleit nasisma. Hann gerðist njósnari fyrir Þjóðverja að sjálfsdáðum og gekk svo til liðs við Englendinga, sem var eina Evrópu aflið sem barðist við nasista. Upplýsingar Garbos til Þjóðverja voru megin ástæðan afhverju Hitler bjóst við innrás bandamanna seinna og annarstaðar en raun bar vitni. Garbo er einn fárra sem fengu bæði þýska Járnkrossinn fyrir hetjuskap og breska MBE krossinn, sem veitir rétthafa inngöngu í konunglegu bresku riddarareglunna.
Eftir seinni heimstyrjöldina voru njósnarar og leyniþjónustur áberandi í kalda stríðinu sem skipti heiminum í austur og vestur. Þar var hlutverk njósnara að fanga hernaðarlegar upplýsingar sem og að ná afritum af allri tækni- og vopnaframförum og var þar kjarnorkuvopna njósnir all oft á vörum gagnnjósnadeilda.
Syrjaldar svæðið Mið-Austurlönd
Sextán lönd teljast til Mið-Austurlanda; Barain, Egyptaland, Írak, Íran, Ísrael, Jemmen, Jórdanía, Katar, Kúveit, Kýpur, Líbanon, Óman, Palestína, Sameinuðu Arabísku furstadæmin, Sádi Arabía og Sýrland. Einnig teljast Afganistan og Norðu-Afríkuríkin með af menningarlegum og sögulegum ástæðum, sem dæmi má nefna, Egyptaland sem telst með sökum tilraunar Nassers, leiðtoga Egypta, til að sameina arabalöndin bak við sig. Miklar deilur hafa verið í Mið-Austurlöndum alveg frá stofnun Ísrael ríkis og svo virðist sem deilur séu frekar að magnast en að minnka. Ef við byrjum talninguna á Frelsisstríði Ísraels 1948-1949, þá erum við að tala um 25 stríð á svæði sem er 53 sinnum stærra en Ísland og hýsir 200 milljón íbúa. Þetta stóra landsvæði hefur átt í vopnuðum átökum, bæði inbyrðis og við aðra alls 26 sinnum frá 1948. Helst ber að nefna Ísrel – Araba stríðin sem hafa verið alls 6 og 2 skæruliða stríð, Intifada, milli Palestínu-araba og Ísraela en seinna Intifada er búið að vera í gangi frá september 2000. Allmörg borgarastríð hafa einnig átt sér stað og hafa sum verið ansi þrálát. Það var borgarastríð í Líbanon 1958 og svo aftur 1975 sem lauk ekki fyrr en 1990. Yemmen hefur alls 5 sinnum háð borgarastyrjöld frá 1979-1998, og einnig hafa vestur veldin verið dugleg að skarast í leikinn og ráðist inn í ýmiss lönd, svo sem Bretland inn í Oman í Dhofar uppreisninni, milli 1964 og 1976. Bandaríkjamenn voru með fingurna í fyrra Persaflóastríðiðinu sem hófst með inrás Írak inn í Íran 22. september 1980 og stóð til 1988, og svo aftur tveimur árum seinna þegar Írak réðst inn í Kúveit, en þá voru Sameinuðu Þjóðirnar einnig með. Frá 1998 stóðu Bandaríkjamenn í óreglulegu stríði við skæruliðasveitir Osama bin Ladens, en það stríð er í gangi í dag. Þeir börðust við skæruliða sveitir í Kenía, Sudan, Yemen og í Afganistan, þar sem þeir steyptu Talíbana-stjórninni af stóli 2001. Árið 2003 var svo gerð innrás í Írak í þriðja skiptið og eru Bandaríkjamenn í dag þar en. Stríðinu er tæknilega lokið en erfiðlega gengur að berja niður stríðandi skæruliða fylkingar og koma á lýðræði.
Eins og sjá má hér að ofan þá er talað um 25 stríð á seinustu 60 árum, talið er að 103 stríð hafi byrjað og endað á þessum 60 árum, og má sjá að eitt af hverjum fjórum er á þessu mikla styrjaldarsvæði. Þessi mikla tíðni stafar vissulega af miklum trúarágreiningi sem og spillingar innann ákveðna ríkja. Þetta langvarandi ófriðarástand hefur skapað mikla togstreitu og tortryggni á þessu svæði, svo virðist sem deilan milli Ísraela og Araba ætli engan endi að taka. Í dag er Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti í mikilli deilu við Alþjóðlegu kjarnorkustofnunarinnar (IAEA), um rétt til að auðga úran, sem er eitt af grunnefnum framleiðslu á kjarnorkuvopnum, og hefur það vakið ótta margra. Góðu fréttirnar eru í málefnum Ísraela og Palestínu-Araba, þar sem Ísrael menn hafa yfirgefið hluta hernumdu svæðana og aukið heimastjórn Palestínu-Araba. Í gegnum tíðina hafa margir haft mismunandi skoðanir á málefnum í Mið-Austurlöndum. Henry Kissinger var utanríkisráðherra í stjórn Richards Nixons og Nobels friðarverðlaunahafi. Hann sagði eitt sinn um frið í Mið-Austurlöndum; „You can't make war in the Middle East without Egypt and you can't make peace without Syria”. Með þessu átti hann við að Egyptar voru í raun mjög mikilvægir fyrir vestrænar þjóðir og að Sýrland væri óútreiknanlegt vegna þáttöku sinnar í deilum innann Arabalandanna.
Leyniþjónustur Mið-Austurlanda
Vegna þessarar tortryggni og ófriðar sem er ráðandi á Mið-Austurlandasvæðinu, hafa lönd þar lagt mikla áherslu á eigin leyniþjónustur til að geta brugðist við allri ógn sem sem hugsanlega gæti steðjað að landi þeirra. Mukhabarat (مخابرات) , er arabíska og merkir leyniþjónusta, í þeim skilningi að leyniþjónustan sé ríkisrekin. Sem dæmi má nefna Al-Mukhabarat al-´Ammah, er sama og CIA, eða Central Intelligence Service, sem er sama og gamla breska MI-6 eða leyniþjónusta fyrir njósnir erlendis. Öll Mið-Austurlönd eru með starfanda leyniþjónustu, en frægust er án efa Ísraelska leyniþjónustan Mossad, eflaust vegna þess að Mossad hefur mikið látið á sér hveða.
Mossad var stofnað í desember 1949, strax eftir stofnun Ísrael ríkis. Mossad er samstarfsstofnun milli ísraelska hersins, ísraelsku innanríkis leyniþjónustunnar og utanríkisdeildar lögreglu Ísraela. Orðspor Mossad er fremur gott, flestir líta á stofnunina sem mjög áhrifamikla og skilvirka, en þeir hafa misstigið sig nokkrum sinnum illa á alþjóðavettvangi og mikið er deilt á um hve mörg mannrán og manndráp Mossad hefur framkvæmt. Kjörorð Mossad er „Where no counsel is, the people fall, but in the multitude of counselors there is safety” (Proverbs XI/14).
Merkasta afrek Mossad er án efa þegar þeir fundu og handsömuðu Adolf Eichman, en Eichman var háttsettur í þýska nasista hernum. Hann var foringi í S.S sveitunum og var einn af aðal frumkvöðlum Helfararinnar, þar sem 6 milljón gyðingar voru teknir af lífi. Eichman var kallaður Yfirböðull þriðja ríkisinns og þess vegna lagði Mossad mikið kapp á að finna hann. Eichmann slapp úr höndum bandamanna vegna þess að þeir vissu ekki hvar hann var, leyndist í Þýskalandi og fór til Argentínu 1950. 11. maí 1960 var Eichman rænt af Mossad og fluttur til Ísrael 10 dögum seinna, eftir stórt og mikið réttarhald var Eichman hendur 1 júní 1962.
Umdeilt en samt mikið verk sem Mossad vann var svokallað „Verkefnið reiði guðs”, þar sem Mossad elti uppi og drap þá sem voru ábyrgir hryðjuverkaáras Palestínuaraba, þeir kölluðu sig Svarta september, á ísraelska Íþróttamenn á Ólympíu leikunum í Munic 1972. Svarti september höfðu þá áður drepið forsætisráðherra Jórdaníu í nóvember 1971, eyðilagt rafkerfi í vestur Þýskalandi og Hollenskt gasfyrirtæki. Svarti september drap 2 gísla og hélt eftir 9, og var á flugvelli á leið til Egyptalands þegar Þjóðverjar reyndu misheppnaða björgunartilraun. Jim McKey var íþróttafréttamaður fyrir ABC bandarísku sjónvarpsstöðina, staðsettur í Munic til að fylgjast með OL 1972. Hann fór í loftið og sagði ; „Our greatest hopes and our worst fears are seldom realized. Our worst fears have been realized tonight. They've now said that there were eleven hostages; two were killed in their rooms yesterday morning, nine were killed at the airport tonight. They're all gone.” Það sem Mossad gerði eftir þetta var ótrúlegt. Þeir settu í gang sérverkefni til að fynna alla ábyrga fyrir atburðinum, heimildir tala um 20 til 35 nöfn, ýmiss PLO meðlimir eða Svarta September meðlimir, og svo var farið út í það að finna þá og drepa. Mossad menn gerðu mistök eins og öllum mönnum er tamt að gera og drápu Ahmed Bouchiki, sem var saklaus rithöfundur, en Mossad hélt að þeir hefðu drepið Ali Hassan Salameh, sem var einn að leiðtogum Svarta September. Tengsl milli Kanada og Ísrael hafa versnað vegna Mossad, en njósnarar Mossad hafa í tvígang verið gripnir með ólögleg Kanadísk vegabréf er þeir hafa verið í launmorðs leiðangri.
Mossad tengist Indversku leyniþjónustunni vinaböndum alveg frá 1968 þegar RAW, eða Rannsóknar og greininga stofnun Indverja var stofnuð. Indira Ghandi var forsætisráðherra Indlands á þessum tíma, bað Formann RAW að tala við Mossad um samstarf venga þeirra sameiginlegu ógnar er stafaði að báðum löndunum. Þessi sameiginlega ógn voru múslimar. Mossad og RAW, voru með heimildir frá samstarfi Pakistana, Norður Kóreu og Kína, þar sem Pakistanar voru sagði þjálfa Írani og Lýbíumenn til að meðhöndla Kínverskan og Norður-Kóreskan herbúnað.
Islömsk ríki og leyniþjónustur
Barein er ekki með skráða leyniþjónistu en landið er inn í Sádí-Arabíu og varnarsamingar þar á milli tengja leyniþjónustuna við Barein, en það er litið á Barein sem fylki eða fríríki inni í Sádí-Arabíu. Lögregla Barein sér um innanríkis öryggismálin.
Egyptaland er með fjórar leyniþjónustur en sameiginleg yfirstjórn heitir Mukhabarat al-Aama. Nasser kom þessari stofnun á fót strax eftir byltinguna 1954-1956 og eftir sex daga stríðið við Ísrael 1967 gerði Nasser miklar breytingar á yfirstjórn Leyniþjónustunnar, til að gera hana samkeppnishæfari Mossad, CIA og Rússnesku KGB.
Egypska leyniþjónustan er með sér deild GIB, sem á að vernda og fyrirbyggja Ísraelskar tilraunir á Egyptaland og önnur arabísk lönd.
Leyniþjónusta Írak er ný af nálinni með vestrænu sniði, enda var hún stofnuð 2004 eftir innrás Bandaríkjanna í Írak og upplausn gömlu Mukhabarat hans Saddams Hussains. Helsta hlutverk hennar eins og staðan er í dag er að berjast gegn stríðandi fylkingum, ofbeldis- og hryðjuverkahópum sem eru innan Íraska landsvæðisins. CIA vinnur náið með leyniþjónustu Íraka enda er leyniþjónustan rekin af Bandaríkjamönnum.
Íranska leyniþjónustan, وزارت اطلاعات , heitir VEVAK eða Vezarat-e Ettela'at va Amniat-e Keshvar. Hún var ekki stofnuð fyrr en 1984, en fyrrvera hennar er ógerlegt að finna þó svo að vitað að slík stofnun var til. Vitað er að meðlimir Írönsku leyniþjónustunnar gengu í raðir vinstrisinna í Írak, og er talið að bæði lönd hafi njósnara á háttsettum stöðum bæði í her og stjórnunarstöðum.
Lítið sem ekkert er vitað um innanríkismál Jemmen, enda hafa áralangar og tíðar innbyrðis valdabaráttur farið illa með landið seinustu 60 ár. Í dag er talað að margir hryðjuverkahópar hafi einhverja aðstöðu í Jemmen, enda hafa Mossad menn farið oft til Jemmen til að drepa Hryðjuverkamenn. Herinn í Jemmen sér um innanríkislögreglu og gagnleyniþjónistu en það er ógerlegt að fá frekari upplýsingar um það.
Jórdania er með virka leyniþjónustu sem heitir Dairat al-Mukhabarat og er í þjónustu konungsins. Stefna hennar er að vernda konung og land sem og að berjast gegn hryðjuverkum. Ekki er gefið upp um stofnun hennar né yfirmenn en fólk hvatt til að skrá sig í leyniþjónustuna á heimasíðu þeirra.
Líbanon er með leyniþjónustu sem heitir Moukhabarat-al Jaish og er jafnframt eina leyniþjónustuheimasíðan sem er með auglýsngum á. Leyniþjónusta Líbanon er mjög umdeild en landið leyfir mörgum hryðjuverkahópum að hafa aðsetur í landinu og er Hamas hvað stærsti hryðjuverkahópurinn sem er með aðstöðu í Líbanon. Ísraelar gagnrýna Líbanon mjög mikið fyrir sinnuleysi og hversu auðveldlega fólk kemst inn í Ísrael frá Líbanon.
Palestína er í raun ekki með leyniþjónustu en þeir eru með PLO og Hamas sem eru virkar í andspyrnu og eiginlegri leyniþjónustu svo sem hryðjuverk, launmorð og margt fleyra, Þeir berjast fyrir sjálfstæði og frelsi, og allar sóknir þeirra beinast gegn Ísraelsmönnum.
Sýrland rekur alræmda leyniþjónustu er kallast Idarat al-Mukhabarat al-Amma. Kúrdar í Sýrlandi hafa mótmælt þessari leyniþjónustu mikið enda verða oft fyrir barðinu á henni þar sem Kúrdar eru mikill minnihlutahópur í Sýrlandi. Talið er að þessi leyniþjónusta hafa gífurlegt tök í daglegu lífi Sýrlendinga og eru þeir ábyrgir fyrir stórum Palestínskum fangelsum, þar sem þúsundir palestínska fanga er haldið án dóms og laga.
Katar, Kýpur ,Kúveit, Óman, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Sádi-Arabía hafa sína leyniþjónistu í hernum, eins og margt tengt herleyniþjónustum er ekkert gefið upp. Flest öll hin löndin eru með sér leyniþjónustu sem er ótengd hernum, en herir þessara landa hafa meiri ítök en annarstaðar og þar með er skiljanlegt að leyniþjónusta hersins sé fyrir ríkið einnig. Það var gerð kvikmynd sem hét Hangar 18 og var ekki ýkja merkileg en næginlega merkileg til að það var gert framhald, Return to hangar 18. Eina sem stóð upp úr þessum myndum var setning sem aðalsöguhetjan segir í sambandi við leyniþjónustur hersins. „ Military Intelligence, two words combined that can’t make sense” – Hanger 18, og í seinni myndinni segir hann; „ And Military intelligence, is still two words that can’t make sense”.
Nauðsyn eða óþarfi ?
Við botn Miðjarðarhafsins er landsvæði sem er 53 sinnum stærra en Ísland og byggt um 200 miljón íbúum. Þetta svæði er gífurlega auðugt að olíu og er langmesta framleiðsla af olíu þaðan, samt er þörfin heilmingi meiri en eftirspurnin. Sum lönd búa við óútskýranlegan auð meðan önnur lifa í sárri fátækt. Þessi mikli mismunur knýr fólk til róttækra aðgerða til að bæta kjör og hag sinn, eins og sjá má með hvernig fylgi við hryðjuverkahópa fer hækkandi, hryðjuverk tíðari og stærri, og umfjöllun fjölmiðla verður sífelt meiri. Við vestrænu ríkin erum leiðandi í persónufrelsi og lífsgæðum, en við skynjum og hræðumst ógnina úr austri, hryðjuverkin sem tegja sig inn fyrir þröskuld landa okkar eins og sjá má með árásinni á Tvíburaturnanna 11. september, og sprengjunum á lestarstöðinni á Englandi í fyrra. Þessi mikla og nýja ógn sem stafar að okkur dags daglega hefur breytt hlutverki leyniþjónusta, og flestar ef ekki allar leyniþjónustur í heiminum beita sér fyrir því að berjast gegn hryðjuverkarstarfsemi og hefur persónufrelsið skerts vegna þessar sífeldu og gríðarlegu gæslu sem er nú í og um kringum vestræn lönd. Kostnaðurinn við vernd gegn hryðjuverkum er gígantískur, á hverju ári er eytt stjarnfræðilegum upphæðum í baráttu gegn hryðjuverkum og fer mikið af þessari upphæð í að kosta leyniþjónustur og aðgerðir þeirra. Hvers vegna hafa flest vestræn ríki sætt sig við þessa gífurlegu kostnaðaraukningu og skert persónufrelsi, spyr ég? Hvers vegna er ekki ráðist frekar á vandann þar sem hann liggur, í vesæld, sulti og óhamingju þeirra sem standa að hryðjuverkum. Ég tel að þegar fólk í þessum þjáðu löndum verði hamingjusamara og ánægðara með líf sitt, séu minni lýkur á að það skrái sig í sjálfsmorðsárasar kúrsa og sprengi sig og nokkra aðra einstaklinga sem eru kanski alveg jafn óhamingjusamir. Það myndi eflaust borga sig fyrir okkur, vestrænu þjóðirnar, að sleppa því að eyða skviljörðum króna í varnaraðferðir og reyna frekar að tækla vandann með því að gefa öllum óhamingjusömum sjálfshjálparbók Dr. Phils, og gefa fjölskyldum sjónvarp og móttakara svo það gæti séð Phillinn sinn á skjánum.
Við Íslendingar þekkjum leyniþjónustur frá Bond myndunum, þar sem hetjan er ávalt Bond og skúrkurinn ávalt frá landi sem er mótfallið vestrænni heimsmynd. Ég tel að í þessu hryðjuverka samfélagi sem við búum við, að við séum vondi karlinn, en við erum ekki tilbúin að viðurkenna það. Heldur viljum við eyða pening í tæki og tól, góma einstaklinga sem eru að reyna berjast fyrir bættum kjörum og skella skuldinni á þá, það er eins og við hugsum ekki lengra en nef okkar nær. Ég er almennt á móti leyniþjónustum vegna þess að þær byggja á tortryggni við nágranna okkar, en ég skil vel hvers vegna þeirra hefur verið þörf á 20. öldinni. Allir verða að gæta hagsmuna sinna, en það er eflaust betra fyrir okkur og okkar hagsmuni að fara að hugsa um náungakærleikann. Varðandi deiluna á Mið-Austurlandsvæðinu sé ég einga lausn næstu 100 árin, það er eins og P.J O´Rourke sagði „ The Middle Eastern states aren't nations; they're quarrels with borders.” Það sem veldur mér áhyggjum áður en ég fer að sofa er ekki málefni Mið-Austurlanda, þeir hafa það ágætt. En eftir einhver ár fara Afríku þjóðirnar að sporum þeirra til þess að berjast gegn fátækt og misréttlæti, og þá verður ennþá dýrara að reka leyniþjónustur.
_____________________________
Heimildir
(allar netslóða heimildir eru sóttar 3 apríl 2006 )
Mikið er tekið upp úr www.wikipedia.org en það er alþjóðleg gagnvirk alfræðibók á netinu, þar sem margir virtir vísindamenn, allt frá raungreinum til fræðigreina, eru umsjónarmenn. Vefurinn hefur meira en 1 miljón greina á ensku, en fjöldinn allur er til af þýddum greinum á ótal mörgum tungumálum, þar á meðal meira en þúsund greinar á íslensku.
Uppruni njósna
http://en.wikipedia.org/wiki/Espionage
Allt um alfred dreyfus
http://en.wikipedia.org/wiki/Alfred_Dreyfus
Hlutverk og skilgreining á njósnara
http://en.wikipedia.org/wiki/Spy
Um njósnir á 20. öldinni
http://www.questia.com/PM.qst?a=o&d=104262552
Æfi Juan Pujol eða Garbo
http://en.wikipedia.org/wiki/Juan_Pujol_%28alias_Garbo%29
Listi yfir stríð háð í mið-austurlöndum
http://www.historyguy.com/War_list.html
og http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_conflicts_in_the_Middle_East
Síða með öllum tölfræðilegum staðreindum
http://www.internetworldstats.com/middle.htm
Encyclopedia of Espionage, Intelligence, and Security
http://www.espionageinfo.com/Int-Ke/index.html
Allt um reiði guðs
http://www.fas.org/irp/eprint/calahan.htm
Allt um sögu Hamas
http://www.cfr.org/publication/8968/
Allt um sögu PLO
http://www.fas.org/irp/world/para/plo.htm
Heimasíður Leyniþjónusta
Breska MI6
http://www.mi6.gov.uk/output/Page79.html
Bandaríska CIA
http://www.cia.gov/
Sjá einnig ótrúlega góða staðreynda síðu sem þeir halda um öll lönd í heiminum
http://www.cia.gov/cia/publications/factbook/index.html
Ísraelska Mossad
http://www.mohr.gov.il/Mohr/MohrTopNav/MohrEnglish/MohrAboutUs/
Jórdanía
http://www.gid.gov.jo/
“Keep smiling, it makes people wonder what you're up to.”