
Hegðun leikhúsgesta á þessum tímum hefði verið talinn skandall í dag því gestirnir létu oft í sér heyra , gerðu hróp að leikurum og yfirgáfu sýningar ef þeim líkaði illa.
Á ensku leiksviði voru öll hlutverkin í höndum á karlmönnum og ungum piltum. Kvenhlutverkin voru þá leikin af ungum piltum en það er afar frábrugðið sem tíðkaðist í öðrum löndum. Til að mynda í Frakklandi, Spáni og á Ítalíu höfðu leikkonur verið á sviði frá því um miðja 16.öld og þóttu púrítönum á Englandi afar ósmekklegt að sjá unga pilta leika konur. Einnig var sú leikhúsmenning í Englandi gagnrýnd fyrir að fylgja engum reglum varðandi klæðaburð, leikarar af lágum stéttum gátu alveg eins klæðst drottinga- og kóngaklæðum.
Á endurreisnartímanum komu fram mörg þekkt leikskáld og þá má helst nefna hinn fræga William Shakespeare (1564-1616). Fyrsta útgáfa á heildarverkum Shakespeares var gefin út 1623, og þar voru leikritin hans skipt niður í gamanleiki, söguleiki og harmleiki. Alls skrifaði hann 34 leikrit. Af öðrum enskum leikritarskáldum var það helst Christopher Marlowe sem samdi m.a. Doktor Fástus, John Webster sem skrifaði Hertoguynjan af Malfí og Ben Jonson sem þekktastur er fyrir Volpone og Gullgerðarmanninn. Frá spáni kom hinn frægi Lope de Vega sem var gífurlega afkastamikill og skrifaði um 1800 verk og Calderón sem samdi u.þ.b. 100 verk.
Í Ítalíu blómstraði leikhúsformið sem kallaðist commedia dell’arte, og byggðist á einföldum efnisþráðum og fastmótuðum persónum og var texti verkanna að mestu spunninn af leikurunum. Commedia dell’arte leið undir lok á 18.öldinni en þá hafði verið sett upp svoleiðis verk m.a. í Frakklandi, Spáni og Englandi.