Jörgen Jörgensen

Árið 1780 fæddist maður að nafni Jörgen Jörgensen. Fyrstu ár ævi hans voru honum erfið og ekki áttu þau eftir að batna mikið. Móðir hans tók alltaf eldri bróðir son sinn Urban fram yfir Jörgen. Móðir hans veitti honum litla sem enga ást. Jörgen var fæddur inní ætt úrsmiða en sökum þess að honum gekk ekki svo vel í skóla og var frekar dreyminn en einnig hugsanlega ofvirkur, þá taldi faðir hans ekki vera neitt uppúr því að kenna honum fjölskyldu iðnina. Jörgen var alltaf að lenda í slagsmálum við aðra drengi, alveg uppúr fjögur ára aldri.

Þegar Jörgen var orðinn fjórtán ára, flosnaður uppúr skóla ákvað faðir hans að senda hann á lítinn búgarð sem hann átti fyrir utan kaupmannahöfn. Jörgen var einn þar, ráfaði um skóginn, honum fannst hann ekki eiga samleið með neinum. En hann þráði að sýna heiminum hvað í hann var spunnið. Í skóginum hitti hann frænda sinn sem hjálpaði honum að finna sér tilgang. Jörgen ætlaði að komast á spjöld sögunnar, láta taka eftir sér, verða eilífur.

Jörgen sigldi á enskum togara í fjögur ár áður en hann lagði feril sinn sem fiskimaður að baki. Hann var opinn fyrir nýjum tækifærum, hann ætlaði að gera eitthvað stórt, fara til London…en þetta gekk ekki alveg eins og hann ætlaði. Jörgen var tekinn fanga af enska hernum og var skikkaður í enska sjóherinn. Með einskærri heppni, reyndar smá hæfni líka, þá tókst honum mjög fljótt að komast upp í valdastöðu innan sjóhersins. Jörgen stýrði mörgum leiðungrum á skipum sínum en einnar helst má nefna þær ferðir sem hann átti til Ástralíu. Þar tók hann þátt í því að stofna nýlendur Breta. Þótt að Jörgen hafi ekki gengið sjálfviljugur í breska sjóherinn, var þessi lífsreynsla honum mikil og styrkti þetta aðeins afstöðu hans til englands sem fyrirheitna landið.

Jörgen hafði nú siglt tvisvar hringinn í kringum hnöttinn, kynnst erfiðum sjó, undursamlegum íbúum Tahiti(aðalega kvenfólkið þá) og sætt fangavistar í Perú, en komist burt frá þessu öllu heill. Hann var komin framar nokkrum dönskum manni í sögu danmerkur…fannst honum.. Þótt að hann væri orðinn hátt settur innan breska sjóhersins fannst honum framtíð hans ekki búa þar, hann vildi vera einn af fræðimönnum Lundúna. Hann vildi standa við hlið þeirra frægustu og gáfuðustu. En hvernig?

Eitt helsta átrúnaðargoð Jörgens var Sir Joseph Banks, formaður breska vísindaráðsins og ráðgjafi krúnunar. Það sem Jörgen stefndi einnar helst að..var að standa við hlið hans sem jafningi. Jörgen hafði tekið með sér úr sjóferð sinni fjóra drengi, sem hann hafði ekki hugmynd um hvað hann átti að gera við er hann kom til Lundúna. Hann sendi Joseph bréf og bauð honum að taka drengina undir verndarvæng sinn. Joseph gerði það og hófst þannig langt skrítið samband milli þeirra Jörgens.

Þrátt fyrir ferðir sýnar um heimin og sú staðreynd að hann var orðinn nokkuð hátt skrifaður sem afreksmaður í lundúnum, villdi hann sýna Dönum þetta. Jörgen snéri til Danmerkur. Hann byrjaði á því að heimsækja fjölskyldu sýna og er ekki hægt að segja að faðir hans og móðir hafi ekki verið stolt af herramanninum. Það var fljótt að berast út hversu mikill afreksmaður Jörgen. Hann var hinsvegar síður en svo glaður með afstöðu dana til englands, faðir hans bölvaði englendingum í sand og ösku. Jörgen var ekki lengi að taka upp hanskann fyrir England og lofaði hann þetta fyrirheitna land sitt við hvert tækifæri.

Á meðan Jörgen var í danmörku réðust englendingar að kaupmannahöfn, Jörgen horfði á úr fjarlægð og hafði lítið um atvikið að segja, annað en að hann hafi vingast við þá ensku skipsmenn sem komu í land. Danir ætluðu svo sannarlega ekki að sitja á sínu, þeir tóku í hvelli saman fé og fengu Jörgen eitt stykki skip sem hann átti að sigla með erindi til Frakklands. Það var erfitt að fá Jörgen til þess, en danir tóku nei ekki gilt svar. Viljandi, sigldi Jörgen nálægt ströndum Englands og hringsólaði þar fram og til baka þar til Enskt herskip kom að þeim, lítill bardagi var háður og danir, ásamt Jörgen, voru teknir fanga. Þetta var upphaf haturs dana á Jörgen. Ef að Jörgen skyldi stíga fæti á danska jörð var honum lofað lífláti fyrir landráð. En Jörgen var settur í fangelsi í Englandi, honum var sleppt þar sem að hann átti sér sögu innan breska sjóhersins og var vinur Sir Joseph Banks. Hann fékk að ganga laus, einu skilirðin voru sú að hann héldi sig á englandi.

Jörgen fer til Íslands. Jörgen hafði heyrt að gera mætti góð kaup við litla eyju sem átti bágt vegna einokun dana. Ísland hét landið og ætlaði Jörgen sér að frelsa landið undan oki dana og versla örlítið við þá. Þegar Jörgen kom til hafnar á Íslandi árið 1809 var landið þögult. Ekki var hægt að lýsa því mikið auðrivísi. Þeim var ekki leyft að versla með vörur sýnar og ráðlögðu danir þeim að fara sem fyrst. En þegar Jörgen sá hversu kúgaðir Íslendingar voru, þessi fallega þjóð, undan okri og illsku dana sá hann að einhver þurfti að gera eitthvað.

Og það vildi svo heppilega til að Jörgen var ekki að gera neitt spes á þessum tímapunkti þannig að hann ákvað að taka bara landið að sér í einskærri góðvild sinni og örlæti. Jörgen byrjaði að láta handtaka Trampe greifa, stiftamtmann og hæstráðanda á íslandi, til að hann færi nú ekki að vera fyrir.

Á stuttum tíma náði Jörgen að gera Ísland að ágætasta ríki, flesti höfðu nóg að bíta og brenna þegar hann var við stjórn og þannig var högum háttað að annaðhvort hötuðu menn þennann danska „bjargvætt“ eða lofuðu öll hans verk. Og Jörgen í hag voru þeir síðarnefndu fleiri, um tíma. En ekki stóð þetta ævintýri hjá honum Jörgen okkar lengi. Breskt skip kom í höfn í reykjavík og eftir miklar umtölur, rifrildi, fáein hatursfull bréf, móðursýkisköst og svo algjört þunglyndi og lítlækkun hjá vini okkar Jörgen Jörgensyni. Jörgen var fluttur í járnum til englands.

Jörgen hafði ekki sungið sitt síðasta. En vonir hans um að Sir Joseph Banks og enska ríkið mundi sýna honum þann skylning sem hann taldi sig eiga svo innilega eiga verðskuldaðann urðu að engu. Jörgen var varpað í fangelsi, eitt af mörgum fangelsum sem að hann átti eftir að heimsækja. Þegar Jörgen sat í fangelsi skrifaði hann, hann skrifaði og skrifaði. Líklega helstu ritverk hans Jörgens hafa komist fyrst á pappír í einhverju fangelsinu. En pappírin, bókmenntirnar og bréfin frá vini hans Hooker héldu í honum lífinu. En það sem stakk mest í hjarta Jörgens var sú vitneskja að Sir Joseph Banks, hetjan hans, hafði snúið baki við honum. Á þessum tímapunkti var Jörgen hataður af öllum dönum, hann var bara óhrein rotta á englandi og misskilið, einfalt skáld í fangelsi.


Á þessum tíma hafði viðhorf Jörgens til kvenna breyst örlítið, hann hafði ekki óbeit á þeim lengur. Þvert á móti, hann hafði átt nokkrar heitt elskaðar, en ævintýraþráin hafði alltaf rifið hann frá þeim, frá Tahíti, frá Enlandi…og frá þýskalandi. Jörgen var orðinn spilafíkill. Hann drakk mikið og spilaði frá sér alla peninga og bjó í Fleet fangelsinu. Jörgen komst á snoður um að nokkur amerísk skip ætluðu að valda tjóni á hönd englendingum og því, sem heiðvirður borgari..og gestur í fangageymslu englendinga, sendi hann ríki bréf sem varaði þá við yfirvofandi ógn. Hann var ekki virtur viðlits. En þegar þetta kom á daginn, varð tjónið svo mikið að Jörgen fékk loks svar við aðvöruninni sem hann hafði sent. Honum var boðið starf, peningur og umfram allt lausn úr fangelsi og frá öllum skuldum sínum! Jörgen Jörgensen skáld, landkönnuður, afbrotamaður og nú leiniþjónustumaður ensku krúnurnar. Jörgen ferðaðist um evrópu, hann varð vitni að falli Napóleóns og þá hlakkaði í honum, þótt að hann teldi sig eiga margt skilt með smáa landráðamanninum frá korsíku.

Jörgen var rændur í frakklandi og síðar hefur hann halltmælt því syndabæli þar sem ekkert hreint þrífst og allt illt dafnar. Hann gekk frá frakklandi til þýskalands þar sem honum var tekið vel, hann var klæddur í ný föt og heimasætann varð ástfangin af honum. Þetta var enginn skækja eins og flestar konur sem Jörgen hafði umgengist, hún virkilega leit upp til hans, dáðist að honum. Hún var af ríkum ættum og kom það sér vel fyrir Jörgen, þau trúlofuðu sig nokkrum vikum seinna. Unnusta hans hélt til Edinborgar þar sem hann mundi koma til hennar og giftast henni. Jörgen var samt sem áður enn fíkill fjárhættuspilana. Hann þvældist örlítið um evrópu, það fór alveg eftir dögum hvernig fjárhagslegt ástand hans var. En hann kom sér til sinna heitt elskuðu Lundúna.

Hann kom sér á strik, hann sendi Hooker vini sínum bréf…en hann fékk ekkert svar. Jörgen gaf út ferðabók, en hún var rökkuð niður..eins og svo margt annað á ferli hans. Jörgen hélt sér góðum, sótti veislu heldri manna og var að búast til þess að fara til Edinborgar og giftast unnustu sinni. En þá datt honum í hug að kíkja í West End spilavítið…hann féll.

Jörgen hafið óbeit á fjárhættuspilum, sértaklega afþví að hann vissi að hann gæti ekki hætt ef að hann byrjaði, hann var þræll, þræll í sínum eigin heimi. Jörgen tapaði öllu. Hann leigði herbergi sem var vel búið góðum innanstokksmunum með öðrum spilafíkils “vini” hans. En spilafíklar þurfa peninga til að spila..og þeir voru búnir með sína. Svo þegar húseigandinn fór burt í nokkra daga nýttu þeir sér tækifærði og fengu innanstokks muni hennar „lánaða“ og skiptu þeim út fyrir beinharða peninga hjá veðmagnara, nokkuð einfalt, þegar þeir ynnu svo peninginn aftur mundu þeir bara leysa húsgöngin aftur út og enginn tæki eftir neinu….. Jörgen vann aldrei neina peninga, hann fékk aldrei að hitt Hokker vin sinn, hann giftist aldrei sinni heitt elskuðu unnustu í Edinborg….Jörgen gerði ekki neitt.


Hann var handtekinn fyrir þjófnað og var stungið inní Newgate fangelsið. Pitturinn, nú var botninum náð. Héðan voru aðeins nokkrar leiðir..náðun, nei alls ekki inní dæminu að þessu sinni….lífstíðar fangelsi, of lítið pláss…..dauða refsing, hver veit menn höfðu verið hengdir fyrir minna…en svo var það fjórði kosturinn…útlegð. Jörgen fór ekki í útlegð..hann var fangi á sjúkrahúsi, “aðstoðarmaður” hann lúsaðist áfram í lífinu, ekkert virtist hafa gengið að óskum.
Jörgen Jörgensen var fjörtíu og fimm ára þegar hann var fluttur með skipinu Woodman til Van Diemens-lands sem fangi. 26. apríl 1826 kom hann til Hobart-borgar.

Hann hafði sjálfur fyrir tuttugu og fjórum árum stofnað til landnáms þar..margt hafði breyst. Jörgen kom þangað sem fangi. En enn og aftur tókst honum að styrkja mannorð sitt og koma sér í valdameiri stöðu. Þarna voru menn oftast ekki fangar..nema þá að nafninu til. Jörgen endaði ævi sína þarna eftir að hafa gengið í gegnum margt. Þarna á þessari eyju, hafði hann einnig orðið landkönnuður, bókhaldari, stofnandi bókasafna og annara menntastofnana og einnig lögreglumaður, og hver má sjá kaldhæðnina í því.

Árið 1841 þann 20. janúar andaðist Jörgen Jörgensen vegna lungnabólgu. Hann var þá sextíu og eins árs. Ekki er vitað um hvar hann ku vera grafinn.

Ég held að flestir ungir menn..og ungar konur finni einhverstaðar lítinn Jörgen inní sér. Drengurinn var áhrifagjarn, hann neitaði að verða fullorðinn..nei..hann neitaði að sætta sig við það litla sem hann hafði. Var þetta græðgi? Hann stökk úr einu í annað. Það var ekki fyrr en á dánarbeðinu að hann uppgötvaði að hann hefði í raun lifað. Að lifa, eitthvað sem sumir menn gera..en aðrir missa alveg af.

Við gætum öll lært af Jörgen, bæði af því sem tókst og síður en ekki svo því sem misfórst. Hversu oft hefði venjulegur maður ekki gefist upp þegar það gekk ekki svo vel, að sætta sig bara við þetta..hugsa..„svona er lífið..“ Fjandinn! NEI! Það áttu ekki að hugsa, ef þér líkar ekki við lífið, þá skaltu svo sannarlega ekki sætta þig við það, þú átt að gera þitt besta til að breyta því. Þannig lifirðu lífinu. Settu þér markmið, hugsjónir..finndu þér hetjur og finndu þér fólk sem þú getur litið niður á. Þú þarft þetta allt til að halda lífi.

Jörgen sá endirinn oftar en flestir menn hafa séð hann. Hann sá hann á íslandi. Hann skrifaði um endirinn þegar hann sat í biðskýli(fangelsi) og beið eftir endinum. Og Jörgen sá þennann endir og fann sér nýtt upphaf. Því að auðvitað….er endirinn aðeins bara upphafið á einhverju stórkostlegu.
Þetta er endirinn.

Heimildir:


Öldin sem leið, minnisverð tíðindi. 1809, bls 30-40. Gils Guðmundsson tók saman. Forlagið Iðunn, Reykjavík 1955.

Rhys Davies. 1943. Jörundur Hundadagakongur. Hafsteinn Pálsson íslenskaði. Bókfellsútgáfan H.F, Reykjavík.

Gunnar Þór Bjarnason og Margrét Gunnarsdóttir. 2001. „Íslenska byltingin.“ Íslands- og mannkynssaga NB II, bls 31-34. Nýja Bókafélagið ehf, Reykjavík 2004.

Helgi P. Briem. Sjálfstæði Íslands 1809. Hið Íslenzka þjóðvinafélag, Reykjavík 1936.