En ég ætla ekki að predika fyrir frið á jörð hér og nú, ég get gert það á öðru áhugamáli, heldur ætla ég að byrta grein um Dalai Lama sem ég orti sem ritgerð fyrir ekki svo löngu síðan.
14. dalai lama, viska gegn vopni
Í fallegu landi langt, langt í burtu, í landi sem krónir á toppi veraldarinnar. Þar sem himalæjafjöllin skarta sínu fegursta og teigja sína vanga langt upp í himingeimin. Land þetta ber nafnið Tíbet og endur fyrir löngu í því landi var maður að nafni Gedun Drub kveðin vera hinn fyrsti dalai lama. Er þessi merki maður lést endurholgaðist hann, samkvæmt tíbetskum-búddisma og nokkru síðar fæddist Gedun Gyatso (2. dalai lama) og hafa þessir æðstu prestar haft völdin í Tíbet allt fram í miðja 20. öld.
Undanfarna áratugi hefur verið barátta milli Kínverja og Tíbeta um hvor þeirra eigi að bera völdin í landinu Tíbet. Á tímabili hefur þessi barátta verið mjög blóðug og margir hafa farist. Þegar Kínverjar tóku Tíbet yfir sig árið 1950, voru örlög heillar þjóðar undir einum manni komið sem þá var aðeins lítill unglingsstrákur. Strákur þessi fæddist þann 6. júní 1935 í litlu þorpi sem heitir Taktser í Norðaustur-Tíbet. Þessi strákur, sem þá bar nafnið Lhamo Dhondrub, fannst af munkum sem höfðu leitað hans lengi, lengi og var nefndur á ný Jetsun Jamphel Ngawang Lobsang Yeshe Tenzin Gyatso, hinn 14. dalai lama.
Uppgvötun
Dalai lama þýðir haf viskunar og maður sem ber þann titil er einnig andlegur sem og veraldlegur leitogi tíbesku trúarinnar. Þar í bæ er heitið lama notað yfir presta og er dalai lama æðstur þeirra. Frá því að einn dalai lama deyr er um leið hafin leit að honum að nýu, í þeirri von að hann sé endurholdgaður.
Eftir dauða Thubten Gyatso (13.dalai lama) var hafin leit af nýum dalai lama. Henni lauk svo stuttu eftir fæðingu Tenzin Gyatso í litlum bóndabæ í áðurgreindu smáþorpi. Þegar prestur einn kom í heimsókn er sagt að Tenzin Gyatso hafi þekkt talnaband sem hafði verið í eigu 13. dalai lama og hafa getað sagt rétt til um nafn og stöðu prestsins sem heimsótti hann þrátt fyrir að hann væri dulbúinn.
Spádómur
Stuttu fyrir dauða 13. dalai lama, sem einnig þurfti að kljást við máttugri utanaðkomandi völd (þá við bretana), sagði hann:
„Brátt í þessu landi munu blekkjandi verknaðir aðhæfast innan sem og utan þessa lands. Er það skeður, og ef við dyrfumst ekki að vernda vor yfirráðasvæði, munu okkar veraldlegu eignir, sem og hinir sigursælu faðir og sonur (dalai lama og panchen lama), verða útrýmt með einu og öllu, einnig munu eignir og yfirráð vorum hæstráðendum svipt frá okkur. Þar að auki mun okkar eigið stjórnarkerfi, sem hinir 3 miklu dharma konungar þróuðu, algjörlega hverfa á braut, án nokkura agna. Eignir alls fólks, frá hæstu toppum niður til neðstu dala, mun verða stolið og fólkið þvingað til þrælahalds. Hver lifandi vera mun þurfa að þola þá óendanlegu daga sem þjáningarinnar henni, slegin bæði ótta sem og hræðslu. Slíkir tímar eru yfirvofandi.“(http://en.wikipedia.org/wiki/Thubten_Gyatso%2C_13th_Dalai_Lama)
Þrem árum seinna hófst seinni heimsstyrjöldin með allri sinni dýrð.
Erfiðir tímar
Inn í þessa tíma þurfti núverandi dalai lama að ganga. Það krefst mikilla þjálfunar að vera dalai lama og þetta voru ekki bestu tímarnir til að veita honum þeirra þjálfunar sem krafist er. Fjagra ára gamall tók hann formlega við embætti dalai lama, eða þann 22. febrúar 1940. Sex ára hóf hann nám og lauk því með doktorsgráðu í búddískri heimspeki nítján árum síðar.
17. Nóvember 1950 eignaði hann sjálfum sér algjört vald yfir landi og þjóð. En skömmu áður höfðu 80.000 kínverskir hermenn ráðist inn í landið.
Nokru síðar hélt dalai lama til Kína í þeim tilgangi að ræða málin við Mao Tse-Tung og aðra kínverska leiðtoga.
Dalai lama lagði ofur áherslu á að friðsamleg lausn næðist á þessari deilu, þrátt fyrir vægðarlausa og beinskeitta stefnu Kínverja í Austur-Tíbet. Þessi stefna Kínverja reyndi mjög á taugar Tíbeta og þó svo að dalai lama tækist að halda reiði sinni teymdri tókst öðrum tíbetum það ekki. Mikil uppreisn var háð, miklar sprengjur sprungu og enn meiri sprengjur sprungu í Lhasa (Höfuðborg Tíbet). Margir lágu særðir og margir lágu dánir. Þessi uppreisn var svo loks bæld niður á hrottafengin hátt með hjálp tugþúsunda kínverskra hermanna.
Afleiðingar uppreisnarinnar voru þó meiri en svo, því dalai lama varð þá gerður útlægur frá kínverska stórveldinu. Þetta átti sér stað á því herrans ári 1959, dalai lama leitaði sér skjáls hjá nágrannaþjóð sinni Indverjum. Indverjarnir tóku á móti honum ásamt 80.000 öðrum Tíbetum.
Davíð gegn Golíat
Nú dvelja um 120.000 Tíbetar í þessari pólitísku flóttamannaborg á Indlandi. Þaðan hefur dalai lama einnig leitt þjóð sína og stjórnað og barist hetjulega með friðin einan sem vopn og skjöld.
Þessi barátta hans hefur ekki enn unnið stríðið, en hún hefur unnið hjörtu heimsbyggðarinnar og alveg frá árinu 1959 hafa alheimsstofnar þrýst á kínversk stjórnvöld að fara eftir almennum mannréttindum. Góðgerðarsamtök hafa veitt honum hjálparhönd og hjálparstofnanir hafa veitt honum verðlaun fyrir baráttu sína.
Með allan þennan stuðning varð dalai lama að halda áfram. Spádómar hans fyrirvera voru í þann mund að rætast. Honum varð það ljóst að ekkert stóð í vegi kínverja að uppfylla þennan spádóm, nema eitt ljón.
Dalai lama varð einhvernvegin að stöðva þennan risa sem traðkaði ofaná þjóð hans. Með stuðningi heimsins tókst honum samt að fresta því að spádómurinn rættist. Hann byggði mikið menningar og menntasetur á Indlandi fyrir pólitísku fylgjendur hans. Skólar risu og yfir 200 hof voru vígð á ný til að viðhalda menningu, tungumáli, menntun og lífstíl tíbetsku þjóðarinnar.
Með orð að vopni
Árið 1987 lagði dalai lama fram stjórnarskrá byggða á heimspeki og lífsreglum búddismans saman með „alþjóðamannréttinda-yfirlýsinguna“ sem móta átti fyrir hið framtíðar-frjálsa Tíbet. Síðan þá hefur hann stuðlað að lýðræðisvæðingu í Tíbet og hefur heitið því að hann mun ekki halda uppi neins konar póltískar stofnanir eftir að Tíbet öðlast sjálfstæði.
Þetta var alls ekki seinasta yfirlýingin sem dalai lama kynnti því á mannréttindaþingi í Washington, BNA kynnti hann til sögunar svokallaða fimmstiga-friðaráætlun sem var fyrsta skrefið í áttina í að bjarga Tíbet frá þeim hrottalegu örlögum sem biðu hennar þjóð og menningu. „Þetta kerfi fólst í fyrsta lagi í því að yfirlýsa Tíbet sem friðarsvæði, í öðru lagi stöðva fjöldaflæði kínverja yfir til Tibet, endurvekja grunvallarmannréttindi og stjórnarfarlegt sjálfstæði, algjört bann Kínverja við notkun Tíbet sem kjarnorkuvopnaframleiðanda og stöðvun á losun kjarnorkuúrgangs og, síðast en ekki síst, eggja sanna tíbetska þjóðarsinna áfram til framtíðar-Tíbet.“(Gyatso, Tenzin. 1990:125)
Í Frakklandi ári seinna útfærði hann þessa áætlun og lagði fram tillögu um sjálfstjórnarríkið Tíbet í samstarfi við Kína. En þessari tillögu var hafnað af hæstráðendum í útlegð vegna þröngsýni Kínverja á hugmyndum Tíbeta.
Í október kvaðst dalai lama svo vilja heimsækja Tíbet í þeim tilgangi að hindra að önnur vargöld skapist, hann sagðist óttast um að allt syði uppúr á þessum tímum þar sem allt hangir á bláþræði, hann sagðist vilja gera allt sem í valdi hans stendur til að koma í veg fyrir hið versta og að viðvera hans í Tíbet myndi hrinda af stað grundvelli fyrir friðsamar samningsleiðir.
Varmenni í Austri, dýrlingur í vestri
Það var margt sameiginlegt við 14. dalai lama og samtímamanns og kollega hans í vestri (Jóhannes Páll páfi II) helst munurinn á þeim var þó aðalega að þjóðir páfans voru ekki hrjáðar af risa í austri á þessum tímapunkti. Báðir ferðuðust þeir mikið og báðir boðuðu þeir boðskap friðarins ofar öllu. Fundir þeirra voru ófaáir í gegnum tíðina og afar mikilvægir fyrir þroska þeirra og visku sem andlegir trúarleiðtogar miljóna manna. En alls urðu fundirnir 5 á tíu ára tímabili 9. áratugsins auk fyrstu heimsókninar sem var árið 1973. Dalai lama sagði að fundirnir væru mikilvægir fyrir báða aðila þar sem undirrót friðarins sé skilningur milli ólíkra menningaheima.
Eftir þessar heimsóknir dalai lama opnuðust augu vesturlandabúa sem hver á fætur öðrum heiðruðu þennan mann með allskonar verðlaunum og stuðningi. Vestrænar mennta- og mannréttinda-stofnanir kepptust við að verðlauna hann. En á tindinum tróna þó sjólf Nóbelsverðlaunin sem voru veitt honum þann 10. október 1989 fyrir friðsamlega baráttu í átt til friðar. Jarðarbúar dáðu hann og allir voru reiðubúnir að leggja baráttu hans lið, að undanskyldum Kínverjum sem enn stóðu sem fastast á stefnu sinni.
Dalai lama lét ekki af orðfærni sinni er hann þáði friðarverðlaun Nóbels og sagði að verðlaunin ítrekuðu að með sannleika, hugrekki og ákveðni mun Tíbet verða frjálst land á ný, að lokum sagði hann að baráttan yrði að vera laus við allt ofbeldi sem og hatur. Einnig notaði hann tækifærið og sagði sitthvað um atbuðin á torgi hins himneska friðar, sem lauk með þeim orðum að Kínverjar geta ekki flúið andlit frelsisins.
Baráttan gegn baráttum
Ástandið í Tíbet er stöðugt þó svo að enginn árangur hefur náðst. Tenzin Gyatso lifir enn í þeirri von að friðsamleg lausn náist á deilunum. Hann reynir ekki einungis að vinna bug á vanda sinnar þjóðar, heldur reynir hann að vinna bug á vanda heimsins. Hann er mótfallin allskyns ofbeldis- og stríðsverknaði og hefur ítrekað lagt orð í belg þegar hin ýmsu stríð á þessari jarðkringlu brjótast út. Þó svo að boðskapurinn sé góður eru sumir sem eru gagnrýnir á baráttu hans, en það eru aðallega svarttsýnismenn eða íhaldsamir Kínverjar. Því hefur verið skotið á hann að þrátt fyrir ást hans á friði og óbeit hans á stríði, eyði hann mörgum stundum í að skoða og fræðast um stríðsmynjar. Ég held það sé einungis til að öðlast æðri skilning á þá verknaði sem fólk telur sig nauðugt í að fremja.
Í lokin langar mig að þýða nokkrar tilvitnanir og ljóð eftir 14. dalai lama sem ég gaf mér það bessaleifi að þýða…
„Samúð og umburðarlindi er ekki tákn um veikleika, heldur styrk“
„Trú mín er einföld, trú mín er velvild“
„Ef þú vilt öðrum vel skaltu æfa samúð, ef þú vilt sjálfum þér vel skaltu æfa samúð“
„Allar betri trúarhefðir bera í aðalatriðum nákvæmlega sama boðskapinn, ást, samúð og fyrirgefningu… mikilvægi þátturinn er að þau ættu að vera hluti af voru daglega lífi“
„Jafn lengi og himininn varir,
jafn lengi og verur heims vaka.
En uns þá, þá á ég og lofa
að aflétta veraldar eymd“
Heimildir
Gyatso, Tenzin Freedom in Exile: The Autobiography of the Dalai Lama, Little, Brown and Co, London: 1990
6. nóvember 2005 Thuptien Gyatso, http://en.wikipedia.org/wiki/Thubten_Gyatso%2C_13th_Dalai_Lama.
6. nóvember 2005 Tenzin Gyatso, http://en.wikipedia.org/wiki/Tenzin_Gyatso%2C_14th_Dalai_Lama.
6. nóvember 2005 Vefsetur Tíbets http://www.tibet.com/.