Jæja, þá er komið að fjórðu raðmorðingjagreininni minni. Þetta er áhugamál mitt og það má segja að ég dái þessa sjúku menn. Þessi grein verður í styttra lagi, ég ætla lauslega að segja frá fjórum af mínum uppáhalds morðingjum.
John Wayne Gacy
Árið 1978 fundust 33 lík grafinn undir húsi John Wayne Gacy. Augljóslega var þetta gríðarlegt sjokk, ekki síst þar sem Gacy, sem vann sem byggingarverktaki, var dáður af öllum sem bjuggu nálægt honum vegna góðmennsku hans. Hann hafði oft haldið veislur þar sem hann bauð nágrönnum sínum upp á veitingar. Hann klæddi sig líka oft upp sem trúður og skemmti meðal annars langveikum börnum á spítala. Gacy batt fórnarlömbin sín sem allt voru ungir drengir, nauðgaði þeim og barði og bjó til samlokur fyrir þá eftir. Svo las hann upp nokkur vers úr biblíunni og kyrkti þá til dauða. Eitt af því sem hafði líklega áhrif á það hversu klikkaður Gacy var, var sennilega slys sem hann lenti í þegar hann var 11 ára. Þá fékk hann rólu í hausinn og það blæddi inn á heilann á honum sem varð til þess að hann datt oft út og missti minnið árin eftir. Eftir að hann var handtekinn eyddi hann mestum tíma sínum í klefanum í það að mála listaverk af trúðum. Hann var tekinn af lífi árið 1994.
H.H. Holmes
Hinn stórmerkilegi H.H. Holmes stundaði tryggingarsvindl þegar hann varð ungur og stofnaði seinna lyfjabúða keðju sem gerði hann að milljónamæringi. Hann lét byggja hálfgerðann kastala, risavaxið hús með yfir hundrað herbergjum. Í þessu húsi voru gasklefar, allskonar gildrur, gryfjur og leynistaðir. Hann leigði út mörg herbergi og drap gestina. Hann plataði margar konur til að skrifa undir samning sem gaf honum allar eignir þeirra, og kastaði þeim svo niður gryfjur eða kæfði með gasi. Í kjallaranum var hann svo með herbergi sem hann notaði til að gera tilraunir á líkunum. Hann var hengdur árið 1896, yfir 200 lík fundust í rústum kastala hans sem hann brenndi niður stuttu fyrir andlát sitt.
Gilles de Rais
Gilles de Rais var frönsk stríðshetja sem var bandamaður Jóhönnu af Örk. Eftir stríðið eignaðist hann sinn eiginn kastala og gerðist barónn. Hann var þó með einhverjar sjúkar þarfir og fór að ræna fólki, aðallega ungum drengjum, og drepa það og nauðga í kastala sínum. Stundum lét hann sér þó nægja að láta aðstoðarmenn sína drepa þau og hann runkaði sér yfir líkunum. Þegar það komst upp um þetta var hann hengdur og brenndur á sama tíma. Gilles de Rais gekk aftur eftir dauða sinn og hefur meðal annars ofsótt mig um næturnar.
Bruce Lee
Smá grínsaga hérna í lokin, þetta er ekki beint raðmorðingji en ég ætla samt að skella honum í þessa grein. Þessi breski geðsjúklingur var brjálaður aðdáandi Kung-Fu mynda goðsagnarinnar Bruce Lee og breytti því nafni sínu honum til heiðurs. Hann lennti einu sinni í rifrildi við gamalmenni þar hann var að gefa dúfum að éta, hann kveikti í kallinum og síðar elliheimili þar sem 11 manns létust. Hann var handtekinn af lögreglu á klósetti sem hommar nota til að totta hvorn annann og lokaður inn á geðveikrahæli þar sem hann leikur sér alla daga að æfa Kung-Fu spörk.
Og smá að lokum. Til þess að menn megi teljast raðmorðingjar verða þeir að hafa drepið 3-4 manneskjur. Fórnarlömbin þurfa helst að vera ókunnugt fólk, oftast fólk sem er viðkvæmt eins og vændiskonur. Einnig eru morðin oftast ekki gerð vegna gróða, heldur er sálfræðileg ástæða á bak við þau.