Uppruni mannsins, goðsögur og veruleiki. Þetta er verkefni sem ég vann í sögu tíma, það eru myndir inni í verkefninu en ég mun bara linka á þær.

Túlkun norrænna manna á sköpun mannsins:
.. Óðinn og bræður hans undu illa stjórn Ýmis á heimsmálunum. Þeir drápu hann því. Ýmir virðist þó hafa verið afar stórskorinn og ótrúlega víðáttumikill að vexti, því að í blóði hans drukknuðu allir hrímþursarnir afkomendur hans, nema ein hjón - Bergelmir og kona hans.
Óðinn og bræður hans voru afar máttugir guðir sem var allt mögulegt. Þeir tóku nú til óspilltra málanna. Skrokkinn af Ými notuðu þeir til að skapa þann heim sem við þekkjum. Úr holdi hans gerðu þeir jörðina, úr beinunum björgin. Grjót og urðir urðu til úr tönnum, jöxlum og brotnum beinum og trén úr hári hans. Utan um jörðina var sjórinn sem gerður var úr blóði Ýmis, því sem hrímþursarnir höfðu drukknað í. Úr hausnum gerðu þeir himininn og stjörnur úr eldglæringum frá Múspellsheimi, en heilinn varð að skýjum. Hér sýnast mér fjórða og kannski fimmta náttúruaflið orðin til, jörðin og loftið, auk annarra náttúrufyrirbæra.
Síðasta sameiginlega afreksverk þeirra Borssona var að skapa mannkynið. Eftir það hverfa þeir Vilji og Véi (nema þeir eða annar þeirra hafi orðið ættfaðir Vana, álfa eða annarra vera), en Óðinn verður einn eftir í hásæti. Sköpunin fór þannig fram að þeir bræður fundu tvö tré á sjávarströnd og bjuggu til úr þeim mann og konu, Ask og Emblu, og gáfu þeim síðan líf, andardrátt, hugsun, vit, mál, heyrn og annað sem þurfti. Þeir gáfu þeim einnig bústað við Miðgarð, en svo hét varnarveggurinn sem þeir höfðu byggt umhverfis jörðina. Af Aski og Emblu (Adam og Evu?) er allt mannkyn komið. Samkvæmt þessu hvílir tilvera mannsins á náttúruöflunum öllum, án þeirra væri ekkert mannkyn til…..
Námsbók í ÍSL 212 eftir Guðmund Sæmundsson.

Meðfylgjandi mynd er norsk mynd af Óðni og bræðrum hans að skapa Ask og Emblu.

Engang guderne Odin, Vile og ve gik langes stranden fandt de to træer, som var drevet i land. Af dem skabte de to første mennesker. Odein gav dem ånde og liv, Vile gav dem forstand, bevægelse og Ve gav dem tale, hørelse og syn. De kaldte manden Ask og kvinden Emba.


Sköpun mannsins samkvæmt Biblíunni:

Samkvæmt Biblíunni skapaði Guð Adam og Evu og þau lifðu í paradís (Eden).
Hinn fullkomin Drottinn skapari himins og jarðar á að hafa skapað manninn í sinni mynd en maðurinn er ófullkomin.
Ef sköpunarverkið er ófullkomin hlýtur skaparinn að hafa sína galla líka, nema allt það ófullkomna varðandi manninn sé komið frá eplabitanum hennar Evu, en hún narraði síðan manninn sinn til að fá sér bita líka.

Guð sagði: Vér viljum gjöra manninn eftir vorri mynd, líkan oss, og hann skal drottna yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir fénaðinum og yfir villidýrunum og yfir öllum skriðkvikindum, sem skríða á jörðinni.
Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu. (1. Mósebók, 1. kafli)

http://ee.eng.usf.edu/snider/light/artist/Michaelangelo/adam.jpg
Fæðing Adams, Michaelangelo.



Sköpun mannsins samkvæmt Grískri goðafræði:
Það eru til margar útgáfur af flestum grísku goðsögunum. En samkvæmt einni frægustu frásögninni sem er í Goðakyni eftir Hesíódos (uppi seint á 7. öld f.Kr.) varð heimurinn til þannig að kosmos varð til úr kaosi, þ.e. hinn skipulagði heimur varð til úr óreiðu. Síðan er því lýst hvernig Úranos (himinninn) átti afkvæmi með Gaju (jörðinni) og hvernig afkvæmi þeirra eignuðust ólympsguði, títana og aðrar verur.

Æðstur allra var Seifur. Hann var sonur risanna( títanana) Krónosar og Rheu. Krónos óttaðist mest af öllu að eitthvert barna hans steypti honum af valdastóli og því át hann þau flest upp til agna þegar þau fæddust. Rheu tókst hins vegar að bjarga lífi Seifs með því að fela hann hjá geit þar sem hann ólst síðan upp.

Þegar Seifur var orðinn fullorðinn byrlaði hann Krónosi föður sínum uppsölulyf þannig að hann ældi börnum sínum upp í öfugri röð. Réðst Seifur þá ásamt bræðrum sínum á risana. Bræðurnir höfðu sigur í baráttunni og skiptu heiminum á milli sín. Ríki Seifs og guðanna var á Ólympsfjalli, hæsta tindi Grikklands. Seifur var talin almáttugur og alsjáandi. Seifur var giftur gyðjunni Heru en átti sér margar hjákonur. Á myndum sem gerðar voru af Seifi er hann skeggjaður, virðulegur og vöðvamikill maður. Kennitákn hans voru örn og þrumufleygur. Seifur samsvaraði síðar guðinum Júpíter hjá Rómverjum.

Venjulega er Prómeþeifur, sem var risi og ekki einn af Ólympsguðum, sagður hafa skapað fyrstu mennina. Devkalíon var stundum sagður vera sonur Prómeþeifs og Klýmene en Pyrrha var stundum sögð vera dóttir Epimeþeifs (bróður Prómeþeifs) og Pandóru.

Seifur er sagður hafa sent flóðbylgju til að eyða mannkyni þegar hann sá hversu löstugir mennirnir voru. Prómeeifur á að hafa sannfært hann um að hlífa Devkalíoni og Pyrrhu og sagt þeim að smíða örk. Þau sigldu svo í níu daga og níu nætur en strönduðu loks á fjalli í Þessalíu. Seifur sendi Hermes til þeirra en hann sagði þeim að þau fengju eina ósk uppfyllta. Devkalíon óskaði sér vina og Þess vegna leyfði Seifur þeim að skapa nýtt mannkyn. Devkalíon kastaði steini yfir öxl sér og frá honum spruttu menn, en Pyrrha kastaði steini yfir öxl sér og frá honum spruttu konur.

http://religion-cults.com/Ancient/Europe/greek-gods7.gif
Grísku guðirnir.


Þróunarkenning Darwins:
Charles Darwin var uppi frá 1809 til 1882. Hann var breskur náttúrufræðingur og þekktastur fyrir þróunarkenningu sína. Eftir nám í læknis- og guðfræði fór Darwin í siglingu um Kyrrahafið, á árunum 1831 til 36, til að kanna strönd S-Ameríku og nokkrar kyrrahafseyjar. Hann hélt nákvæma skrá um lífverur sem urðu á vegi hans og birti niðurstöður sínar árið 1859 í ritinu On the Origin of Species by Means og Natural Selection. Þar setur Darwin fram þróunarkenninguna og hugmyndir sínar um náttúruval. Þróunarkenning Darwins olli miklu uppnámi, einkum meðal kirkjunnar manna, því að hún stagaðist á við hugmyndir þeirra um sköpunarsögu Biblíunnar. Kenningar Darwins standa að mestu óhaggaðar og hafa styrkst með síðari tíma rannsóknum. Darwin safnaði miklu af gögnum sem bentu til að dýr og jurtir aðlöguðust umhverfi sínu og að aðeins þeir hæfustu kæmust af. Darwin gerði ráð fyrir að einstaklingarnir breyttust aðeins lítillega með hverri kynslóð. Breytingarnar eru of litlar til að vera merkjanlegar á einstaklingum, en á löngum tíma geta verulegar breytingar orðið á tegundinni. Tegundirnar aðlagast smám saman þeim aðstæðum sem þær búa við. Í huga Darwins var þetta eingöngu aðlögun. Darwin sá heldur engan “tilgang” með þróuninni. Skýring hans var algjörlega vélræn og guð kom þar hvergi nærri. Þetta kallaði á sterk viðbrögð. Með kenningu Darwins var manninum steypt af þeim stalli þróunarsögunnar sem hann hafði áður verið á og gerður að lítillega umbreyttum apa. En kirkjan var ekki ein um að mótmæla. Fræðimenn, sem töldu að þróunin hefði markmið og fæli óhjákvæmilega í sér framfarir, mótmæltu einnig. Það gerðu ennfremur þeir fræðimenn sem álitu tegundirnar óbreytanlegar.
Það er ekki hægt að segja annað en að þróunarkenning Darwins hafi verið ein mesta bylting sem um getur í vísindasögunni. Kenning hans hefur vakið upp svo mikinn fjölda skrifa og málaferla að það er engu líkt. Eitt frægasta dæmið um það eru Aparéttarhöldin sem haldin voru í Tennessee í Bandaríkjunum árið 1925 gegn kennaranum John T. Scopes. Hann var ákærður og dæmdur fyrir að kenna þróunarkenningu Darwins í trássi við lög ríkisins. Áþekkur dómur féll í Arkansas 1965. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað, m.a. 1968 og 1975, að lög sem banna kennurum að fræða nemendur um þróunarkenninguna séu andstæð stjórnarskránni.

http://www.strayreality.com/Lanis_Strayreality/pics2/apemanlineup.jpg
Þróun mannsins.

Takk fyrir mig.