Nasista-hópurinn, undir stjórn Adolfs Hitlers, komst til valda í Þýskalandi árið 1933, byggðu upp mikinn her þvert á reglur Versalasamningsins og innlimuðu Austurríki inn í ríki sitt árið 1938. Austurríki var greinilega ekki nóg fyrir Hitler þar sem Þýskaland hertók líka Tékkóslóvakíu árið 1939.
Á meðan Þýskaland stóð í ströngu við Tékkóslóvakíu fór Hitler líka að hugsa um Pólland. Hann ætlaði að fara öðruvísi að með Pólland en Tékkóslóvakíu, hann vildi fá þá í bandalag við sig og gera þá að bandamönnum. Þar með fengi hann laglegan liðstyrk við sig fyrir uppgjörið við Sovétríkin. Honum fannst Pólland vera vænlegir bandamenn. Fyrst og fremst vegna þess að gyðingahatur var mikið í Póllandi og þar var hálfasísk ríkisstjórn. Pólland hafði einnig tekið þátt með Þýskalandi við sundurlimun Tékkóslóvakíu og tekið sér til fyrirmyndar ofbeldi nasista og neyddu Litháen gefa eftir borgina Vilnu.
Strax að loknum Münchenarsamningnum bauð hann utanríkisráðherra Póllands, Jósef Beck, til Þýskalands og hitti hann við Berchtesgaden. Hitler bauð Pólverjum góð boð þar sem hann hét því að fella niður allar kröfur til Slesíu og Pósenlands sem Pólverjar höfðu hertekið af þýskalandi í fyrri heimstyrjöldinni. Það eina sem Hitler vildi gera var að leggja veg yfir Pólska hliðið (lítil landræmi við eystrarsalt sem klauf Prússland í tvennt) og fá að innlima alþýsku hafnarborgina Danzig sem var þó ein mikilvægasta höfn Pólverja því hún var hlutlaust svæði undir eftirliti Þjóðabandalagsins. Hann bauð þeim einnig vænar sneiðar af landi ef þeir hjálpuðu honum með Sovétríkin.
Þetta voru mjög góð boð og næstum því óskiljanlegt að Pólverjar skyldu neita, þeir samþykktu vegalagninguna en ekki innlimun Danzig. Hitler varð óneitlanlega hissa og brást hinn versti við því að við þetta röskuðust áætlunir hans um uppjgörið við kommúnistana í Rússlandi og allt í einu fór hann að hata Pólverja í staðinn fyrir Rússa og um það leiti sem hann kláraði Tékkóslóvakíu fór hann að einbeita sér að Póllandi.
Hann byrjaði á því að auka kröfur sínar til Póllands þangað til hann vildi fá allt Pólland eins og það lagði sig. Pólverjar neituðu að sjálfsögðu og þá gaf Hitler herforingjum sínum að framkvæma hina svokölluðu “Fall Weiss” eða “Hvítu Áætlun”. 3. Apríl var þýski herinn tilbúinn að framkvæma hana.
Á svipuðum tíma og “Fall Weiss” var tilbúin hófu Þjóðverjar ógnunarherferð gegn Póllandi en þá gerðist dálítið sem Hitler hafði ekki séð fyrir: Forsætisráðherra Breta, Neville Chamberlain lýsti því yfir ótilneyddur að ef Þjóðverjar réðust inn í Pólland myndu Bretar fara í stríð við Þjóðverja. Þetta var algjörlega óskiljanleg yfirlýsing af því að í fyrsta lagi voru Bretar ekki í neinu bandalagi við Pólland og höfðu sjálfir ekkert út úr þessu nema mannfall og peningaeyðslu. Í öðru lagi vegna þess að þeir voru ekki í neinni aðstöðu til að koma þeim til hjálpar. Þeir gerðu þetta aðeins vegna svika Þjóðverja á Münchenarsamningnum. Frakkar voru hinsvegar í bandalagi við Pólverja en vildu ekkert vera með í þessu þannig að Bretar drógu þá nauðuga með sér í þetta.
Bretar reyndu líka að fá Rússa með sér í lið og sendu sendinefnd til höfuðborgarinnar, Mosku. Þeir héldu að Rússar væru meira en til í að vera með þeim þar sem þeir fyrirlitu nasismann og framsókn hans. Þrátt fyrir það voru Rússar fremur neikvæðir um þetta þar sem að þeir höfðu enga ást á Vesturlöndunum og voru gramir yfir því að fá ekki að vera með í Münchenarsamningnum.
5. maí 1939 skipaði Stalín Litiniv utanríkisráðherra að hætta störfum og kom þá Molotov í staðinn fyrir hann sem gerbreytti utanríkisstefnu Rússa. Allt sumarið árið 1939 stóðu yfir samningaviðræður, annars vegar á milli Rússa og Þjóðverja og hins vegar á milli Rússa og Bandamanna. Rússar gátu þar með skoðað tilboð beggja aðila.
Þjóðverjar buðu þeim að taka þátt í skiptingu Póllands, að fá Eystrarsaltslöndin og svo máttu Rússar taka Kirjálaeiði frá Finnum. Bandamenn höfðu lítið sem ekkert að bjóða Rússum nema samstöðu gegn nasismanum.
23. ágúst fengust þær fréttir að utanríkisráðherra Þýskalands, Joachim von Ribbentrop, og utanríkisráðherra Rússlands, Vyacheslav Mikhailovich Molotov, höfðu undiritað vináttusamning í Kreml, honum fylgdi jafnframt leynisamningur sem fæstir vissu af, en hann innihélt hvað gert yrði við smáþjóðirnar í A-Evrópu.
Þessi samningur auðveldaði Hitler mjög að klára Pólland og það fyrsta sem hann sagði þegar hann frétta að Stalín hafði samþykkt þennan samning var: ,,Nú hef ég allan heiminn í vasanum.”
Innrásin í Pólland átti að hefjast 1. september en eftir að hann frétti af samningunum lét hann flýta Fall Weiss þegar í stað til 26. ágúst. Hann hélt að þetta myndi verða svo mikið áfall fyrir bandamenn að ríkisstjórnir þeirra myndu falla en þær sátu áfram og þá ákvað Hitler að gera Bretum friðarboð sem var þannig háttað að bandamenn myndu ekki skipta sér af Póllandi heldur ganga til liðs við Þýskaland. Bretar slepptu því og skrifuðu yndir hernaðarbandalag við Pólland og svöruðu Þjóðverjum með því að ef þeir létu Pólland í friði myndu Bretar semja frið við Þjóðverja.
Þetta kom Hitler svo á óvart að hann skipaði mönnum sínum að hætta við, þýski herinn var þá næstum kominn að landamærunum en náði þó með mjög mikilli fyrirhöfn að snúa til baka.
Þýski herinn réðst svo að lokum inn í Pólland 1. september 1939. Sr. Neville Henderson afhenti von Ribbentrop úrslitakost klukkan 08:45 3. september sem hljóðuðu svona : ,, Ef innrásin inn í Pólland hefur ekki verið stöðvuð fyrir klukkan 11:00 og brottflutningur þýska hersins úr landinu hafinn, mun ríkja frá því augnabliki styrjaldarástand á milli Bretkands og Þýskalands.” Þjóðverjar svöruðu ekki og rétt eftir 11 heyrðist í Chamberlain flytja ávarp í breska útvarpinu þar sem hann sagði með rólegri rödd: ,,Styrjaldarástand ríkir milli lands okkar og Þýskalands. Þið getið ímyndað ykkur, hve mikið áfall þetta er fyrir mig. Allar mínar tilraunir mínar til að viðhalda friði hafa mistekist.” Áður en hann flutti þessa ræðu hafði hann breytt ríkisstjórninni í stríðsstjórn og meðal annars skipað Winston Churchill flotamálaráðherra.
Forsætisráðherra Frakka var mun seinni á sér til að láta til skarar skríða en gerði það þó að lokum og þá var Póllandsstríðið orðið að seinni heimstyrjöldinni.
Bandamenn ráðgerðu árás eftir 2-3 mánuðu og ætluðu að láta Pólverjar veita
mótspyrnu á meðan. Þótt svo að Pólverjar voru næstum jafn margir og Þjóðverjar var þýski herinn eða “Wehrmacht” eins og hann kallaðist mun stærri en sá pólski.
Þýski herinn hafði um 48 virk herfylki og 6 varaherfylki, þar á meðal voru um 2400 skriðdrekar sem voru skipt niður í 6 skriðdrekadeildir, þeir unnu svo með öðrum deildum við að brjóta göt á varnarlínur óvinanna og einangra valdar óvinasveitir sem fótgönguliðið kæmi svo og eyddi. Þetta var svo endurtekið eins oft og þurfti.
Þýski flugherinn eða “Luftwaffe”var besti flugherinn árið 1939. Hann innihélt um 1180 flugvélar, þar á meðal 290 Ju 87 Stuka sprengjuvélar, þónokkrar Heinkel He 111 sprengjuvélar og um 240 sjóflugvélar. Þýski flugherinn hafði þó mun fleiri flugvélar sem voru þó ekki taldar hernaðarlegar. Flugherinn var óspart notaður í að ráðast á óhernaðarleg skotmörk eins og borgir. Hann eyðilaggði einnig mikið af járnbrautarlínum Pólverja og lamaði þar með að stórum hluta flutningakerfi þeirra.
Pólski herinn var frekar fjölmennur en illa búinn stórum byssum, svo sem loftvarna- og skriðdrekabyssum, en það var einmitt það sem þeir hefðu þurft til að hafa eitthvað í Þjóðverjana. Þeir trúðu einnig mikið á riddaralið sitt og studdust mjög við það sem var fráleitt því það gat lítið sem ekkert gert á móti skriðdrekum Þjóðverja.
Varnaráætlun Pólverja fólt í því að dreyfa mest öllum sínum her á landamæri Þýskalands og Tékkóslóvakíu sem voru um 5000 kílómetra löng, um þriðjungur hersins var sendur til pólska hliðsins, restinni var svo dreyft á Slesíu og suðurlandamærin. Þetta var eitt versta varnarformið gegn vélhernaði Þjóðverja og auðveldaði þetta mjög fyrir Þjóðverjum.
Þjóðverjar sóttu inn í Pólland frá Pommaralandi að vestan, A – Prússlandi, og frá Slesíu og Slóvakíu, þetta ruglaði Pólverja svo mikið að fyrr en varði hafði þýski herinn náð pólska hliðinu og sótti úr öllum áttum í átt að Lodz og Kraká.
Kraká var hertekin 6. september, aðeins 6 dögum eftir að innrásin hófst og var þá meginhluti pólska hersins flúinn eða innikróaður. 8. september voru Þjóðverjar komnir að úthverfum Varsjár en þá tók yfirhershöfðingi Pólverja, Rydz-Smigly, til sinni mála. 10 september safnaði hann stórum her fyrir vestan Varsjá og sótti suður yfri Bsúra-fljót þvert fyrir sóknarálmu Þjóðverja. Þetta var eina hernaðaraðgerð Pólverja sem ógnaði Þjóðverjum að einhverju leiti. Þar hófust heiftarlegir bardagar þar sem pólska hernum var fórnað í endalausum úthlaupum. Pólverjar voru þó yfirbugaðir eftir um 9 daga og gafst þá upp þessi her, um 100.000 manns.
Þjóðverjar umkringdu Varsjá og biðu svo þangað til að Rússar kæmu og hirtu sitt. 17. september létu Rússar svo sjá sig og tilkynnti Molotov að Rússar sægju sig neydda til að grípa til varrúðarráðstafana, þó svo að þeir væru aðeins að framfylgja leynisamningnum sínum við Þjóðverja. Rússar sögðu að þeir væru komnir til að frelsa Pólland og studdi það orðróminn að stundum lenti herdeildum Rússa og Þjóðverja saman en þeir voru fljótir að jafna það út.
Í lokin var það aðeins Varsjá sem enn barðist en eftir miklar stórskota- og loftárásir gafst borgin upp 28. september 1939. Pólski herinn hafði næstum því verið útþurrkaður, 300.000 manns höfðu dáið, 900.000 höfðu verið teknir til fanga og 100.000 náð að flýja yfir til nágrannalanda, mest allir flúðu til Rúmeníu en þangað flúði einnig ríkisstjórn Póllands.
Með falli Póllands varð sem tilgangur stríðsaðildar vesturveldanna væri enginn. Hitler hélt ræðu 6. október þar sem hann lofaði frið ef bandamenn viðurkenndu fall Póllands og leyfðu honum að snúa sér að Rússlandi, annars þyrftu bandamenn að fara að undirbúa sig fyrir stríð. Bandamenn neituðu og þar með byrjaði seinni heimstyrjöldin.
Stoltur meðlimur Team-ADAM