Orðið endurreisn er oftast, eiginlega alltaf, notað um tímabilið sem tók við af miðöldum.
Á ýmsum erlendum tungumálum er orðið ‘renaissance’ notað en það merkir bókstaflega „endurfæðing“. Þetta orð er vísun í löngun endurreisnarmanna til að endurreisa klassíska menningu Rómverja og Forngrikkja sem hafði fallið í gleymsku. Hugtakið sjálft, endurreisn, var fyrst notað til að tákna tímabil í bókmenntastórvirkinu ,,Saga Frakklands” eftir Jules Michelet. Áður fyrr höfðu menn aðeins talað um endurreisn á ákveðnum sviðum.
Hefðbundin aðgreining á list miðalda og endurreisnarinnar er trúfræðileg, í endurreisninni hafa listamenn sagt skilið við einingu guðdómsins, sem miðaldarlistarmenn hylltu mikið, og farið að líta upp á við. Sagnfræðingar hafi sagt að þarna hafi veraldleg ytri sýn tekið við af trúarlegri innri leit. Menningarsöguleg skil miðalda og endurreisnar eru þó ekki eins glögg og oft er látið í veðri vaka.
Endurreisnarstefnan byrjaði sem hugmyndafræðileg, samfélagsfræðileg og vísindaleg bylting seint á 13. öld. Endurreisnarstefnan átti sér stað vegna hraðrar framgöngu vísindanna á þessum tíma. Þessi öra framganga, ásamt hraðri útbreiðslu, markaði spor sín á hugsunarhátt almennings og listamanna miðalda og víkkaði sjóndeildarhring hins almenna borgara. Margir af okkar frægustu málurum, rithöfundum og heimspekingum komu fram í kjölfar hennar.
Upphaf endurreisnarstefnunnar er oftast rakið til suður Ítalíu og spannar þessi einstæða stefna nokkur hundruð ár, eða frá seinni hluta 13. aldar til miðrar 15. aldar.
Margir vilja samt meina að endurreisnarstefnan hafi byrjað fyrir alvöru við fall Konstantínópels árið 1453. Við fall þeirra merku borgar, sem nú ber nafnið Istanbúl, flúðu margir af merkustu vísindamönnum þessa tíma frá borginni og héldu til Ítalíu. Þessir einstaklingar urðu helteknir af mikilfengleika Rómverja og tóku upp þá lista- og byggingarstefnu er kennd er við endurreisnina.
Fylgjendur endurreisnarstefnunar vildu endurvekja menningu og listir Forngrikkja og Rómverja. Þeim fannst eins og að menning Evrópu biði hnekki vegna þröngsýni kirkjunnar og undirokun stjórnvalda.
Margir sagnfræðingar vilja meina að endurreisnarstefnan eigi uppruna sinn í huga og hjarta manns sem var mikill unnandi fornrar frægðar Grikkja og Rómverja. Þessi maður, sem er með þekktari rithöfundum allra tíma og ber nafnið Dante Alighieri. Dante var einn af fyrstu rithöfundum Evrópu sem skrifuðu í stíl endurreisnarstefnunnar og hafði hann aðsetur í menningarhöfuðborg þess tíma, Flórens. Dante er þekktastur fyrir bókmenntalegt meistaraverk sitt “The Divine Comedia” eða Gleðileikinn Guðdómlega í íslenskaðri mynd.
Af öllum þeim löndum sem endurreisnarstefnan hélt innreið sína inn í þá hafði hún hvergi meiri áhrif en á Ítalíu. Eins og sagt var hér að ofan þá var fæðingarstaður endurreisnarstefnunar Ítalía og að baki þess lágu margar ástæður. Almenningur í Evrópu var að brjótast út úr þeim þrönga kassa sem hugurinn hafði verið settur í af kirkjunni og stjórnvöldum. Þessir atburðir áttu sér stað seint á 13. öldinni og var það því spurningin hvar en ekki hvort fyrsta endurreisnarhreyfingin myndi rísa upp. Upplýsing almennings Evrópu náði hámarki í þeirri merku borg sem Flórens er og þar byrjaði endurreisnarstefnan að hafa mikill áhrif á íbúana, jafnt listamenn sem hinn almenna borgara. Myndhöggvarar byrjuðu að nota sér hinn sérstæða rómverska höggmyndastíl óspart og myndlistamenn máluðu myndir af fornum köppum Rómverja og Grikkja í þúsundatali. Klassíska tímabilið í Flórens (seint á 15. öldinni), þegar endurreisnarstefnan stóð sem hæst, hefur oft verið líkt við klassíska tímabilið hjá Rómverjum og Grikkjum. Menning í Flórens stóð þá í miklum blóma, almenningur fagnaði nýjum kenningum og hugsunarhætti framsýnna endurreisnarsinna og var þeim tekið fagnandi á strætum Flórens.
Það leið ekki á löngu þar til endurreisnarstefnan byrjaði að berast til annarra landa Evrópu, hún ferðaðist eins og eldur um sinu. Frakkland varð fyrsta landið, fyrir utan Ítalíu, til að taka endurreisnarstefnunni opnum örmum. Hún barst þangað fyrir tilstilli Karls áttunda, konungs Frakka. Konungurinn sem ríkti á eftir Karli áttunda, Francis fyrsti, átti mikinn þátt í því að innleiða endurreisnarstefnuna enn frekar í hug og hjarta hins almenna Frakka. Francis fyrsti flutti inn aragrúa af verkum eftir fræga ítalska listamenn, allt frá lítilmótlegum myndverkum til höggmyndarinnar David eftir Michaelangelo. Hann fékk sjálfan Leonardo Da Vinci til að reisa íburðarmiklar og skrautlegar hallir í landi sínu með gríðarlegum tilkostnaði.
Ítalskir ferðamenn og heimskönnuðir fluttu endurreisnarstefnuna, og stílinn, með sér til fjarlægra landa. Pólland varð fyrir hálfgerðri innrás ítalskra listamanna, þegar hin fræga Bono Sforza fluttist þangað ásamt fylgdarliði sínu og hélt endurreisnarstefnan innreið sína í landið samferða henni. Í Englandi þá markaði Elísabetar tímabilið upphaf endurreisnarstefnunar, í kjölfar hennar komu fram á sjónarsviðið þekktir rithöfundar og listamenn. Á meðal þeirra sem hylltu endurreisnarstefnuna í Englandi má nefna William Shakespeare og John Milton. Hinn heimsfrægi Miguel de Cervantes, höfundur Don Kíkóta, var mikill fylgismaður endurreisnarstefnunnar og hjálpaði hann til við að koma henni til Spánar og Portúgals.
Endurreisnarstefnan hafði ekki aðeins áhrif á myndlistar-, byggingar- og ritunarstíl, heldur hafði hún einnig áhrif á hugsunarhátt almennings. Hún var í rauninni fyrsta fullmótaða hugmyndafræðilega stefna Evrópu og hafði hún mikil áhrif sem slík.