Æskuár Hitlers 3. hluti Þetta er þriðji hlutinn í trílogíunni; Æskuár Hitlers. Nú er Hitler orðinn 19 ára gamall og að skríða uppúr æsku sinni. Hérna verður fjallað um Hitler eftir að hann flutti til Vínar og þar til hann flutti til Þýskalands 1913. Í fjórða partinum verður svo fjallað um hlut Foringjans í fyrri heimstyrjöldinni.


Árið 1908 flutti hinn nítján ára gamli Adolf Hitler til höfuðborgar Austurríska-Ungverska keisaradæmisins, Vín. Félagi hans frá Linz, August Kubizek kom með og varð herbergisfélagi hans. Í Vín hélt Hitler uppteknum og stundaði letilíf og var atvinnulaus August Kubizek lýsti honum sem nátthrafni sem svaf til hádegis, fékk sér göngutúra, naut fallegu bygginganna í borginni og vakti lengi og ræddi um hugmyndir sínar, allt frá samfélagsumbótum til hugmyndum hans um arkítektúr og borgarplön. Hitler reyndi ekki að fá sér venjulega vinnu þar sem hann taldi sig vera yfir það hafinn. Hann klæddi sig eins og listamaður og á kvöldin var hann klæddur sem ungur herramaður og fór oft að horfa á óperuna.
August sagði einnig að Hiltler hefði stundum sýnt óstöðugan persónuleika. Stundum var hann ljúfmenni en hann hafði stórt skap og varð stundum brjálaður. Sérstaklega ef hann var leiðréttur. Það fór allveg með hann. Hann fékk mikinn innblástur í myndir sínar og hugmyndir í Vín. Hann fékk margar áhugaverðar hugmyndir en kláraði aldrei neitt sem hann byrjaði á.
Hvort sem það var að endurskipuleggja Vínarborg eða skrifa óperu eða mála mynd, byrjaði hann alltaf af miklu kappi en misti fljótt áhugann.

Hitler og kvenfólk

Hitler hafði engan almennilegan áhuga á konum og reyndi að forðast þær. Hann leyddi þær meira að segja framhjá sér ef þær höfðu einhvern áhuga á honum. Hann hélt fast í kaþólsku trú sína og vildi skírlífi fyrir giftingu.
Eftir síðari heimstyrjöld skrifaði August Kubizek bók sem hét “Adolf Hitler, mein Jugendfreund.” Þar talar hann um að Hitler hafi haft áhuga á eldri konum. Hann var sjálfstæður maður með stórar hugmyndir og var hræddur við samband. Hræddur um að verða stjórnað. Sjálfur sagði Hitler sem kanslari:” Hjónaband myndi aðeins koma mér inn í haf af nýjum hlutum til að bera ábyrgð á sem myndu draga hugann frá aðalskyldum mínum sem ég ber við fólkið mitt. Í stuttu máli, yrðu ákvarðanirnar sem ég þyrfti að taka svo alvarlegar að mér yrði ekki leift að gera minnstu mistök. Ef hlutirnir færu illa myndi ég ekki sætta mig við það og eina leiðin útúr því væri: kúla í höfuðið á mér.”Oft er talað um að um leið og hann kom til valda bráðnaði gamli feimni hófsami persónuleikinn eins og snjór undir sólu og hann varð að einhvers konar pervískur sad og masókisti, stríðandi gluggagæjir sem var háður klámi og að margar konur hafi framið sjálfsmorð sem höfðu söfið hjá honum útaf því að þær fylltust viðbjóði útaf þeirra lífi og hans kynferðislegu kröfum. Einnig þær sögur um að hann hafi haft kynferðislegan áhuga á börnum. Það eru mjög líklega illa kryddaðar gróusögur, eflaust lygasögur en þar sem ég þekkti hann ekki sjálfur persónulega er sjálfsagt að það komi fram hér.

Heimilislaus í Vín
Í október 1908 reyndi Hitler í annað sinn að komast inn í Listaháskólann. En í þetta sinn þóttu myndirnar hans vera lélegar og fékk ekki einusinni að komast inn í inntökuprófið. Hitler varð bitur útí listasamfélagið í Vín og varð öfundsjúkur út í vin sinn August Kubizek sem hafði gengið vel í tónlistarnámi sínu. Er Kubizek kom heim úr tveggja mánaða herþjónustu sinni 1908 var Hitler fluttur út úr sameiginlegu íbúðinni þeirra og skildi ekki eftir neinn miða um nýtt heimilisfang. Hitler reyndi aldrei að ná í vin sinn aftur. Hann bjó einn og flutti inn og út úr íbúðum víðsvegar um borgina. Sparifé hans fór dvínandi og lífsstíll hans fór versnandi.
(ég veit nú ekki hvort hann hafi yfirgefið félaga sinn fyrir fullt og allt án þess að segja neitt en það hefur eflaust ekki verið bara öfundsýki, hann hefur verið orðinn eitthvað þunglyndur því honum hafði verið hafnað tvisvar)
Þrátt fyrir þörfina fyrir peninga fékk hann sér ekki vinnu heldur seldi eigur sínar og svaf á bekkjum í almenningsgörðum, betlaði mat og varð að skítugum, illa lygtandi, órökuðum útigangsmanni í rifnum fötum. I desember 1909 flutti hann inn í skýli fyrir heimilislausa. Hann borðaði súpu úr eldhúsi sem nunnur voru með handa heimilsleysingjum.
Í febrúar 1910 flutti hann inná heimili fyrir fátæklinga þar sem hann gat verið næstu árin. Stundum gat hann þénað smá aur sem einsdagsverkamaður eða að bera töskur fyrir farþega lestarstöðvarinnar. Hann málaði myndir eftir póstkortum sem hann seldi og voru notaðar til að fylla upp í tóma ramma sem til sölu voru í búðum. Hann málaði einnig myndir fyrir veggspjöld í búðargluggum. Hann seldi nokkrar myndir til búðareigenda sem voru gyðingar og átti meira að segja einn gyðingavin sem hét Josef Neumann og aðstoðaði hann og keypti af honum margar myndir. Honum var lýst af Reinhold Hanish, vistmanni á fátækraheimilinu, sem skapmiklum manni sem hékk oft á heimilinu og vildi ræða pólitík og flutti oft ræður yfir hinum íbúunum. Hann varð oftast brjálaður ef einhver mótmælti honum og reifst oft við Hanish og ásakaði hann um að stela eigum sínum eitt sinn bar hann ljúgvitni gegn honum í ágúst 1910 sem fékk Hanish í átta daga fangelsi. Árið 1938 lét Hitler myrða hann eftir að hann hafði talað um Foringjann við fjölmiðla.

Skoðanir Hitlers mótast

Hitler elskaði að lesa. Hann las daglega blöðin sem voru til staðar í fátækraheimilinu og fékk lánaðar bækur af bókasafninu um þýska sögu og goðafræði. Hann fékk margar öfgahugmyndir á þessum tíma er hann dvaldist á fátækraheimilinu. Rasískar þjóðernishugmyndir urðu til sem kynntu undir komandi gyðingahaturi hans. Hin mikla þjáning sem fylgir því að vera betlandi heimilisleysingi setti djúpt sár í Hitler. Hann fékk harða sjálfsbjargarviðleitni sem tók frá honum blíðleika og samúð. Þetta var attitjút sem fylgdi honum í gröfina.
”Það var á því tímabili sem ég varð harður og ég get ennþá verið harður.” Sagði Hitler í Mein Kampf. Jafnvel fyrir þennan tíma hafði hann litla samúð og góðmennsku. Margir sagnfræðingar halda því fram að það stafi af hinu harða uppeldi og óhamingjusömu barnæsku sem hann fékk frá sínum stranga föður sem var ráðríkur og stundum illur. (sem var barn síns tíma). Í Vín og seinna eftir það þjáðist Hitler af vægu þunglyndi sem kom í bylgjum. Stundum varð hann voðalega ánægður, stefndi á stóra drauma en því fylgdu miklar lægðir þunglyndis sem varð að hálfgerðu móðursýkiskasti þegar einhver fór í taugarnar á honum. Árið 1910 var Hitler 21 árs og varð orðinn mjög áhugasamur um pólitík. Hann fylgdist með öllum pólitískum atburðum sem áttu sér stað í Vín. Eftir að hafa fylgst með verkamönnum mótmæla fékk hann mikinn áhuga á Sósíal-Demúkrataflokknum sem var verkamannaflokkur þar í landi. Honum fannst merkilegt hvernig þeir sköpuðu áróðursherferðir og notuðu áróður og ótta sem pólitísk vopn. Svo fylgdist hann einnig aðeins með tvem öðrum stórum flokkum annars vegar Kristilega Sósíalistaflokknum og öðrum flokki sem byggðist á þýskri þjóðernishyggju. Þetta hækkaði ennþá meir þráhyggju Hitlers á þýskalandi og þjóðernishyggjunni og hann fór að finna fyrir meiri óbeit á öðrum kynþáttum.

Gyðingahatur Hitlers verður til

Í Vín bjuggu um tvær milljónir manna. Gyðingar sem bjuggu þar voru undir tvö hundruð þúsund þar á meðal marga hefðbundna, þjóðlega, svarthattaða gyðinga. Í Linz hafði Hitler aðeins þekkt nokkra “germanized” gyðinga. Fátækraheimilið sem Hitler bjó í var nálægt gyðingahverfi. Í miðstétt Vínarborgar var and-semítisminn hálfgert tískufyrirbrigði. Borgarstjórinn, Karl Lueger var and-semítisti og var meðlimur í Kristilega Sósíalistaflokknum sem hafði þýska þjóðernishyggju og and-semítisma að leiðarljósi. Hann var öflugur stjórnmálamaður og var góður í ræðuhaldi og notaði áróður til að fá hylli almúgans. Hitler dáðist að hæfileikum Luegers til að stjórna og ráðskast með rótgrónar stofnanir til dæmis kaþólsku kirkjuna. Hitler lærði margt af Lueger sem hann notaði seinna sem merkur stjórnmálamaður. Á þessum tímapunkti er gyðingahatur Hitlers að taka á sig mynd. Það var að mestu útaf hann dýrkun hans á þýsku menninguna. Í Mein Kampf segir Hitler frá álitsbreytingum sínum í garð gyðinga og segjir frá einu sérstöku atriði sem hafði áhrif á þær:
“Eitt sinn var ég á gangi í miðborginni þegar ég allt í einu sá útundan mér svartann serk og svarta hárlokka. Er þetta gyðingur? Hugsaði ég fyrst.”

“Þeir litu ekki svona út í Linz. Ég skoðaði manninn í laumi og vandlega. Því lengur sem ég starði á útlenda andlitið hans, grandskoðaði hvert einasta einkenni þróaðist fyrsta spurning mín út í: Er þetta þjóðverji?”

Til að fá svar við þessu sökkti hann sér ofan í and-semítískar bókmenntir og eftir það fór hann út og rannsakaði gyðingana sem áttu leið hjá. Hann lýsti í bókinni hvernig hann fylltist meira og meira ógeði á þeim eftir því sem hann fylgdist betur með þeim og hefur eflaust horft á þá með krydduðum augum eftir allt and-semítíska efnið sem hann las. “Hjá mér var þetta tími mestu andlegu umróta sem ég hef gengið í gegnum. Ég hafði hætt að vera veikgeðja heimsborgari og varð orðinn að and-semítista.” Segir hann í Mein Kampf. En þarna var and-semítisminn ekki enþá farinn að hafa áhrif á persónuleg sambönd hans við gyðinga. Hann hélt áfram að selja myndir sínar til gyðingaversana og hélt sambandi við félaga sinn, gyðinginn Josef Neumann. En þarna höfðu orðið til ræturnar að helförini.

Hitler yfirgefur Vín

Þegar Adolf Hitler var orðinn 24 ára þurfti hann að gegna herskyldu. Heimaland hans Austurríki-Ungverjaland var of alþjóðlegt fyrir hann. Þar bjuggu auk germana, m.a. slavar og gyðingar svo hann vildi ekki þjóna í her þess lands. Hann flutti þess vegna til fyrirheitna landsins sem hann hafði dreymt um frá því að hann var barn. Þýskaland beið hans hinu megin við landamærin. Í maí 1913 flutti hann til Münhen. Tuttugu og fjórum árum seinna kom hann aftur sem Führer þriðja ríkisins með margar milljónir manna hrópandi nafn hans.
Í Münhen hélt Hitler áfram að mála og lifði á því að selja eina og eina mynd. Eitt sinn spurði kunningi hans hann hvernig hann ætlaði að halda áfram að lifa þannig. Hitler sagði honum að það skipti ekki máli þar sem það myndi brátt koma stríð.
Hann hafði rétt fyrir sér. 1. Ágúst 1914 fagnaði þýski almúginn m.a. Hitler þýsku stríðsyfirlýsinguni. Þegar hann frétti þetta fyrst féll hann á kné og þakkaði guði fyrir að vera lifandi. Tvem dögum síðar gekk hann í herinn. Þetta fannst honum stórmerkilegt og skrifaði síðar: “Fyrir mig, eins og hvern einasta Þjóðverja, hófst mesti og ógleymanlegasti tími minnar jarðlegu vistar. Miðað við þennann merkisatburð virtist allt annað einskisvert.”

M.a. þýðingar af http://www.historyplace.com/
Heimildir:
http://www.porges.net/
http://www.angelfire.com/
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,