Persía
Heitið Persía hefur verið notað í aldanna rás, einkum á Vesturlöndum, til að merkja svæði í Íran, forðum þekkt sem Persis eða Parsa; nafnið á Indó-Evrópsku hirðingjunum sem fluttust á svæðið í kringum 1000 f.kr., og á endanum velta úr sessi Assýringum og Babýlóníumönnum. Fyrsta umtalið um Parsa á sér stað í einni bók Shalmanesar III, assýrískum konungi, í kringum 850 f.kr. Kýrus II, einnig þekktur sem Kýrus mikli, var erfingi langs ættartrés höfðingja í Mesópótamíu og stofnaði persneska veldið. Kýrus var kallaður faðir fólksins síns af fornum Persum. Um 600 f.kr. gerði Kýrus, prinsinn af Persíu, uppreisn gegn Medíníska konungnum Astyages og blandaði Persum og Medínum saman í eina sterka heild. Kýrus styrkti tök sín á írönsku hásléttunni og stækkaði það síðan í vesturátt, til Litlu-Asíu (Tyrklands). Um 550 f.kr. féll Babýlón, mesta borg hins forna heims, í hendur Persa. Kýrus hafði einnig umsjón með bygginga mikilla vega til að tengja saman svæðin sem hann hafði hertekið. Jafnvel þó að Kýrus hafi verið herskár og frábær “landsigurvegari” var hann einnig þekktur sem sanngjarn leiðtogi; hann leyfði t.d. Gyðingum að snúa til heimalands þeirra í Palestínu frá Babýlón, en þeir höfðu verið herleiddir þangað af Babýlóníumönnum. Konungsætt hans, þekkt sem Akamendíasar, réðu yfir Persía í yfir tvær aldir.
Einn sona Kýrusar var Daríus I, einn fremsti hershöfðingi og einn af prinsum Akamendíasarættarinnar, sem krýndi sjálfan sig konung eftir bælingu nokkurra landsbyggðaruppreisna og áskoranir annarra sem sóttust eftir krúnunni. Daríus var líkur Kýrusi mikla, bæði í útliti sem í persónuleika - sterkur, kraftmikill persónuleiki og atkvæðamikill leiðtogi. Til að þétta embættistöku sína stofnaði hann nýja höfuðborg Persa, þekkt af Grikkjum sem Persepólis (“Persnesk borg”) og stækkaði persónulegan her sinn, þekktir sem Eilífðarsveitin (The immortals (Eilífðarsveitin er eiginlega betra nafn á þeim en Ódauðleikasveitin)). Þessi úrvalshópur dró nafn sitt af þeirri staðreynd að það skipti ekki máli hversu margir dóu, persneski kóngurinn myndi alltaf “fylla á tank” Eilífðarsveitarinnar og kaupa menn og þjálfa þá upp í eins og hinir upphaflegu í sveitinni. En jafnvel þó svo að Daríus styrkti og bætti við landvinningum forfeðra sína, var það sem stjórnandi sem hann lagði mesta framlag sitt til persneskrar sögu. Á meðan á stjórnarárum hans stóð voru blésu pólitískar og “lagalegar” umbætur nýju lífi í héruð Persíu og metnaðarfull verkefni voru framkvæmd til að efla verslun og kaupsýslu; byrjað var að nota mynt, mál og vog voru stuðlaðar, og ný lönd og nýjar sjávarleiðir voru kannaðar og stofnaðar.
Slík starfsemi, samt sem áður, hindraði Daríus ekki við virka útþenslu persneskra stefnumála. Herferðir í austri voru framkvæmdar og stór landsvæði í Norður-Indlandi voru bætt á nú langan lista af umdæmum í vörslu Persa. Frekari útbreiðsla Persíu til vesturs hófst þegar Daríus var að skoða frekar í vestur og sá þá grískar nýlendur. Xerxes, sonur og eftirmaður Daríusar, var staðráðinn í að halda áfram útbreiðslu persneska ríkisins til vesturs. Hann er einna þekktastur fyrir gríðarlega árás sína á Grikkland frá Hellespont, herferð brennimerkt af bardögunum við Salamis, Thermopylae og Plataea. Þrátt fyrir vel heppnaða friðun í Egyptalandi og bælingu babýlónísku uppreisnarinnar, var tap hans gegn sameinuðum grískum borgríkjum stöfuðu upphafin á endalokunum fyrir persneska heimsveldið. Á síðustu árum Xerxesar, sóaði hann hinum fyrrum gríðarstóra ríkissjóði sem Daríus og Kýrus unnu svo hart að í gegnum verslun og skattlagningu með því að koma af stað gríðarmikilli framkvæmdaráætlun, sem aldrei lauk.
Dauði Xerxesar voru síðustu vegamót persneskrar útbreiðslu. Leiftur og þróttur sumra af afkomenda Xerxesar voru of sjaldgæfar til að hindra hrun Persaveldis. Hinsti verknaðurinn var spilaður út á tímabili Daríusar III, sem var samt sigraður af Alexanderi mikla í Orrustunni við Granicus. Persepólis, Babýlon, Pasargadae og Súsa komu öll í röðum hins unga makedóníska sigurvegara, og Daríus, sem var síðasti Akamendíasinn, var myrtur sama sumar og eftir að hafa flúið orrustuna við Granicus. Í baslinu um valdið eftir dauða Alexanders, sameinaði Selesíus I persnesku umdæmin sem Alexander hafði sigrað. En einingin stóð ekki lengi þar sem bylting var gerð innan ríkisins og ríki Selesíusar sundraðist í tvo hluta, Baktríu og Parthíu. Þessir hlutar af ríki Selesíusar lifðu í tvær aldir, en Baktríu var sópað undir sig af Parthíu, sem síðar teygði sig næstum því jafn langt og ríki Persíu undir Akamendíum. Rómaveldi og Parthía börðust í aldir um yfirráð Mesópótamíu, þar sem Parthía réð yfir hinum frjósama hálfmána. En um miðjan fyrri hluta 2. aldar kom ný ætt upp á teninginn, Sassaníd ættin. Þegar þeir komust til valda tóku þeir upp marga siði Akamendíum ættarinnar, t.d. Zoroastrian trúna. Sassanídar börðust lengi og vel við býsanska ríkið í 2. aldir rúmlega. En svo komu Arabar eins og skrattinn úr sauðalæknum. Á minna en 5 árum gerði Arabía það sem verður lengi dáðst að, þeir sigruðu Sassanídaríkið og lögðu í rúst fallegar borgir. Síðan þá hefur Persía að stærstum hluta tilheyrt arabíska heiminum. Siðir og trúarbrögð hinna fornu Persa voru eydd og almenningur dreginn í umhverfi íslamskrar menningar; aðeins um 2,5 milljónir Persa lifa enn í dag.