Kína - vagga austrænnar menningar Kína

Þrátt fyrir bæði þá pólitísku og félagslegu “hlekki” sem hafa fylgt Kína í gegnum söguna, er landið sérstakt fyrir það leiti að það hefur aldrei fallið pólitísk-menningarlega séð. Ég viðurkenni það núna. Ég skoðaði á netinu og fann það, já, Ok. Kína sem pólítík og menning hefur aldrei fallið þó að landfræðilega hafi þeir fallið. Þá er það komið á hreint. Menning Kína hefur samt verið með einhver bönd sem hafa ekki komist lengra en út fyrir þar sem nú er Kína (og ég vil endilega ekki telja Tíbet sem hluta af Kína, þó að landfræðilega sé það það, frá 1950 að mig minnir). Jafnvel þegar landinu var stjórnað af “barbörum” ef það mætti kalla þá það – þjóðflokkar á borð við Tsjína og Mongóla, sugust þau inn í kínverska menningu og blönduðust Kína. Talað er fyrst um Kína sem landsvæði frá 1600 f.kr. en fyrstu mennirnir bjuggu þar langt, langt, á undan. En þá bjuggu þeir á því landsvæði þar sem nú er Norðaustur horn Kína, þar sem höfuðborgin var Beijing (Peking). Þegar tími Shang-ættarinnar leið undir lok tóku við þrjár kynslóðir af Chou-ættinni. Þá fór menningarhjólið að snúast hratt. Þá komu fram tveir af helstu heimsspekingum fyrr og síðar; Konfúsíus og Lao-Tze, sem einmitt eru frumkvöðlar tveggja trúarbragða, konfísusarhyggja og taóismi. En næstu tvær aldir var Kína logandi í borgarastyrjölunum, þekkt sem “Warring States tímabilið”.

Ofbeldið leið undir lok þegar Qin Shi Huang náði að sigra og leggja undir sig alla óvini sína og kom á fót keisaralegu Ch’in ættinni. Huang varð fyrsti kínverski keisarinn og fyrsti maðurinn til að sameina Kína undir stjórn eins manns. En Ch’in ættin gat ekki lifað af dauða hans. Liu Pang kom á fót Han ættinni, en hann varð seinna keisari. Í þær fjórar aldir sem Han-ættin var við völd varð mest breyting á Kína frá upphafi sögu þess. Pólítískar, menningarlegar, og félagslegar breytingar. Han-arnir tóku á sig gríðarstór verkefni í uppbyggingu lands, varnar og menningarlegs blómsturs (þar á meðal bygging Kínamúrsins) og “tryggðu” með því (eins og þeir sögðu) að kínversk menning þrauki hvaða árásir “barbara” sem var og hvaða óhöpp sem skildu verða.

Við lok 2.aldar e.kr. dó seinasti erfingi Han ættarinnar, barnalaus. Þá brast á langt og blóðugt tímabil við óvinaþjóðir sem lauk ekki fyrr en um miðja 6. öld, þegar Tang ættin komst til valda. Tang ættinni fylgdi Sung ættin, sem var eytt af Mongólum. En með því að tryggja sambandið við Ning Hsia ættflokkinn í Tíbet, gerði Genghis Khan árás bæði úr suðri og norðri inn í Kína. Í nokkra tugi ára eyddu Mongólar miklum hluta landsins og brenndu fallega bæi og akra og loks, árið 1214, náði Genghis höfuðborginni Beijing. Á næstu áratugum var órólegur logi á milli Mongólanna í norðri og Sung ættarinnar í suðri. Mongólar gerðu aðra árás í Kína um miðja 12. öld undir stjórn Kublai Khan, sonarsonar Genghis.

Frá miðjum síðari hluta 12. aldar og lengur, Mongólar, í þetta skipti betur vopnaðir hestum og bogmönnum og gerðu árás á morgun stöðum í einu sem var Kínverjum ofurefli. Þegar skipulögð verndaráætlun Kínverja var brotin á bak aftur, réðu útlendingar í eina skiptið í mannkynssögu yfir öllu Kína. Mongólar réðu ríkjum í Kína í tæplega öld, en rifrildi um hver á rétt á krúnunni og hver ekki og fjandskapur á milli hershöfðingja veikti stjórn þeirra. Útúr þessu öllu saman greip kínversk ætt, Ming-ættin, tækifærið og tók við keisaradæminu. Ming ættin var þekkt fyrir listir og verslun og versluðu við Indverja og Araba aðallega silki og hrísgrjónum. Einmitt á silkiveginum. En menn trúa því að kannski hafi siglingarmenn Ming ættarinnar farið til Ameríku á undan Kólumbusi. Ming-ættinni fylgdi Manchú ættin sem var seinasta keisaralega ætt í Kína, brennimerkt með stöðugum átökum, gríðarlegri spillingu og grimmri framkomu við fólkið sem í landinu bjó.

Við Boxarabyltinguna gat keisaralegi rétturinn ekki lengur haldið á floti efnahagi í hermálum og landbúnaðarmálum; því fylgdi önnur bylting. Fyrsta hluta 20. aldar sá keisaraættin hvað var að gerast. En það var of seint því fjölskyldan var myrt af byltingarsinnuðum, og þá hófst hið stutta tímabil lýðveldis í Kína sem stóð í 8 ár, en varð fljótt bara einræðisstjórn Chiang Kai-shek. Ný bylting, sem var leidd af Þjóðernisflokknum (KMT) og Kínverska kommúnistaflokknum (CCP) sprakk út. Jafnvel þó að þeir hefðu sameinast gegn Japönum við enda Seinni heimsstyrjaldarinnar kepptust flokkarnir samt um að taka sem mest af japönsku svæði, og börðust mikið innbyrðis. Samt virtist KMT alltaf hafa betur, en herkænska jafnaði út málin fyrir CCP og þeir heilluðu fólkið, sem virtist líka vel við þessar kenningar Marx og Engels og nágraninn Sovíetríkin sem voru “fyrirmyndarríkið” í öllum bókum sem fólk las (að sjálfsögðu voru það kommúnistar sem sögðu það og leyfðu aðeins bækur sem sýndu kommúnísma í góðu ljósi) voru að “spjara sig ágætlega”. En fjórum árum eftir að Japanir gáfust upp, var bylting í október 1949 í Kína. Mao Zedong lýsti Kína sem People’s Republic of China. Árið 1966 kom Mao á stað hinni misheppnuðu og hrottafengnu “menningarbyltingu” sem var 10 ára árás á “gamlar hefðir” og “gamaldags hugsun” sem í endann skildi landið eftir í hrottafengilegri stöðu. Eftir dauða Maos árið 1976, komst óvinur hans Deng Xiaopeng til valda og hóf sósíalískt og efnahagslegt kerfi sem myndi sjá Kína fyrir að komast aftur í sess með heimsveldum. Kína er í dag eitt af rísandi öflum heimsins, en nákvæmlega hvað leiðtogar landsins gera næst með það er ennþá óljóst.