Arabía
Fyrir dreifingu Íslam og arabíska tungumálinu, hugtakið “Arabískt” vísaði til hirðingjum Arabíuskagans. Þegar notað í nútímalegu samhengi, “Arabískt” bendir til einhvers arabískumælandi fólki sem búa við Afríkuströnd Miðjarðarhafs, Íran, Egyptalands, Súdan, löndunum á Sádí-Arabíuskaga, lönd við botn Miðjarðarhafs (fyrir utan Ísrael), Írak og alla leið til Indónesíu. Fyrstu íbúar Arabíuskaga, hirðingjarnir, rak hjörðina sína, kameldýr, kindur og geitur, yfir ófyrirgefandi eyðimerkur umhverfið, meðan þeir Arabar sem settust að við vinjar ræktuðu döðlur og allskyns kornlandbúnað sem aðalframleiðsluvörur fyrir Arabíska verslunarmenn sem seldu krydd, fílabein og gull frá Suður-Arabíu og Horni Afríku til þjóða lengra norður.
Á 7. öld sameinaði spámaðurinn Múhammeð araba undir trúnni Íslam, sem var tekið opnum örmum í arabísku umhverfi. Íslam var sameiningartákn hirðingja og þeirra sem bjuggu við vinjarnar, og með tíð og tíma, dreifðist til mestallra nútíma íslamskra ríkja ef hægt er að orða það þannig. Þessi nýfunda félagslega hreyfing sem fylgdi Íslam bauð upp á nýja möguleika fyrir Araba í landbúnaðarlegum kostum og verslun milli borga, einkum í “lúxusvörum” og þannig óx efnahagskerfið í miklum mæli. Smám saman, spruttu upp musteri (moskur), dómshús? (þar sem þið vitið rétturinn er og það, veit ekki hvort þetta er rétt nafn), og markaðir, auk þess sem skipulagður stíll af skriftum á lögum og öðrum textum (m.a. endurrituðu arabar margar grískar sögur og þar með björguðu þeim frá eyðingu, eins og við Íslendingar með gömlu ásatrúna, í Snorra-Eddu sem barst mann frá manni og loks ritað af Snorra Sturlusyni). Nýjar innleiðingar mynduðust einnig, t.d. notkun peninga, svæðisstjóra, bæjarstjóra og borgarstjóra, stjörnufræði, læknaskóla, konunglegra prestsembætta og að sjálfsögðu rísandi herir, sem síðar meir var mesti afli araba.
Þegar tími Krossferðanna var, arabíski heimurinn varð fyrir áhlaupi hinnar kristnu Evrópu. Mesti hershöfðingi þessa tímabils var Salah al-Dinh (betur þekktur á Vesturlöndum sem Saladín vitri), sem með árangri braut á bak aftur þriðju Krossferðina og endurhertók Jerúsalem fyrir araba. Plús herhæfileika Saladíns var hann þekktur sem ráðavandur maður og vel virtur, bæði af óvinum hans og vinum hans sem var vissulega mjög undarlegt fyrir þetta tímabil.
Á mestum hluta síðustu 5. alda, hefur stór hluti arabíska heimsins verið stjórnaður af erlendum mönnum; fyrst ósmannaríkið (Ottóman ríkið eins og margir vilja kalla það), síðan af vestur nýlenduríkjunum (Frakklandi og Bretlandi aðallega). Síðan nýlendustefnan var afnumin á 5. áratugnum hafa arabískar hefðir og gildi verið breyttar í gegnum sameinaðan þrýsting stórborgarmenningar, iðnvæðingar og vestrænna áhrifa yfir höfuð. Meðan stórborga-arabar skilgreina sig meira af þjóðerni en af hvaða ættflokk þeir eru. Smáþorpa bændur halda í heiðri sveitalífs-hirðingja rómantík (veit ekki hvernig ég á að orða þetta) og stunda viðskipti við önnur lítil þorp og gifta í ættir og þess háttar og minnast stöðugt fortíðarinnar, sem erfingjar hins forna Egyptalands, Babýlóníu, Persíu, gyðinga og jafnvel Grikkja og Indverja, og samfélag skapað af íslamskri brú, tíma og rými. Upprunalegu arabísku ættflokkarnir, á minna en 20 árum eftir lát Múhammeðs, sigruðu Persa og komust að landamærum Evrópu með því að sigra Konstantínópel (í býsanska ríkinu þá, en kristnir menn mega þakka Býsanska ríkinu því ef þeir hefðu ekki haldið aröbum í skefjum hefði öll Evrópa örugglega verið múslimar í dag!) og réðu yfir víðáttumiklu ríki allt frá Marokkó til Indlands, jafnvel til Indónesíu og þróaðist þá í arabíska, eða íslamska, heimsveldið sem er þekkt nú í dag.