Siðmenning á sér lengri sögu í Kína en í nokkru öðru landi og á sumum tímum hefur hún verið þróaðari þar en annars staðar. Talið er að menn hafi fyrst lifað í Kína í 500.000 ár! Kínverjar reistu borgir fyrir um 5500 árum, langt á undan í Afríku, Evrópu eða Ameríku (reyndar voru borgir komnar fyrr þar sem nú er Tyrkland, og í Mesópótamíu (Írak)). Í Kína var pappírinn, blekið, silkivefnaðurinn, prentlistinn, púðrið, hjólbörur, flugdreka og ég veit ekki hvað og hvað.
Eins og flestir vita er Kínamúrinn í Kína. Hann er 2400 km. langur, 6-15 m hár og allt að 8 m breiður. Hann var upphaflega byggður til að verja Kína frá árásum Mongóla og Húna úr norðri.
Í gegnum tíðina hefur Kína aldrei fallið. Mongólar réðust með “the golden horde”, eða gullnu mergðina
Nafn Kína dregur það af ætt Quin Shi Huang, eða Shin Huangdis, eins og Íslendingar vilja kalla hann. Her hans var ósigrandi og meðal annars byggði hann Kínamúrinn..
Í dag er Kína þriðja stærsta land heims á eftir Rússlandi og Kanada og er laaangfjölmennasta landið.
… ég vona að þetta hafi verið, tssja.. fræðandi? Mig langaði bara að skrifa eitthvað og þegar ég hugsa um sagnfræði hugsa ég um Kína, þannig að … enjoy