Lýðveldið fellur og borgarastyrjöld byrjar
Meðan Pompeius og Crassus voru ræðismenn notuðu þeir ýmist mútur ógnanir eða morð þegar þurfti að grípa til. Hin síðari ár sem Caesar var í Gallíu ríkti óstjórn og spilling heima í Róm. En árið 54 f.Kr. dó Júlía, kona Pompeiusar af barnsförum. Þar með rofnuðu sterkustu tengsl milli Caesars og Pompeiusar. Ári seinna dó Crassus og þrísjórnarveldið liðaðist í sundur.
Upp frá þessu veitti Pompeius afturhaldsmönnum opinberan stuðning sinn. Nú var aðeins eitt sem stóð í veginum – herstyrkur Caesars og metorðagirnd. Pompeius vissi að landssjtórnartíð Caesars var á enda árið 49 f.Kr. en hann kippti í nokkra lausa enda og stjórnartíð Caesars stóð til ársins 46 f.Kr.
En nú var Crassus farinn með mikinn her til Sýrlands, en var drepinn með svikum þegar hann fór á fund með foringjum Parþa. Hann hafði áður tapað fyrir þeim við Carrhae, en þá hafði hann misst son sinn og herinn hans hafði flúið og sundrast í allar áttir. Höfuðið hans var sent til Parþakonungs og látið leika hlutverk Penþeifs nokkurs við sýningu á Brúðum Bakkusar eftir Evripídes. En Caesar var með áætlanir vegna þess að Pompeius var að fara með her sinn og klára að ljúka hertöku Spánar.
En Pompeius fór aldrei með her sinn til Spánar að ljúka verkinu sem hann hafði sett sér. Áætlun Caesars var þannig að Pompeius ætlaði að taka vesturhluta Spánar, Crassus Armeníu og Parþíu og hann norður að Tempsá og Rín. Pompeius hélt bara kyrru fyrir í Róm en lét Caesari eftir eina hersveit til afnota þegar verst gekk á í stríði hans við Gallana. Glæpamenn voru byrjaðir að hlaupa um borgina og stigamenn á vegum úti. Þar sem engin lögregla var á staðnum gripu auðmenn til þess að leigja skylmingarþræla til að vernda sig og aðra.
Lögum var breytt af hverjum þeim sem gat keypt sér atkvæði. Cíceró lýsti ástandi á þennan veg ”Tíber var alsett dauðra manna búkum, þeir stífluðu skólpræsin og þrælar máttu þurrka með njarðarvöttum blóðið sem rann út af Rómartorgi.”
Þegar borgarastyrjöldin hófst var Caesar orðinn 54 ára og vafalaust orðinn þreyttur á stríðum sínum á móti Göllunum. Hann vissi að stjórnartíð sín var að ljúka 49 f.Kr. og leitaði því til vina sinna um að fá að bjóða sig aftur fram sem ræðismann þótt að hann væri ekki þarna. En öldungaráðið synjaði þeirri beiðni og heimtaði að Caesar sendi frá sér herinn sinn. Caesar þótti þá sem að herinn hans væri hans eina vörn gegn þeim. Caesar lagði til að hann og Pompeius legðu niður störf og almenningur í Rómarborg fannst það góð hugmynd.
Ráðið samþykkti tilöguna með fjölda atkvæða en
Pompeius kom og eyðilagði málið. Í lok svo ársins 50 f.Kr. lýsti öldungaraðið því yfir að Caesar væru nú opinberlega orðinn óvinur ríkisins ef hann legði ekki niður völd þann fyrsta júlímánaðar.
Fyrsta dag ársins las Cúríó upp bréf sem honum hafði borist frá Caesari. Þar stóð að hann bauðst til að leysa upp átta af tíu hersveitum sínu ef hann fengi að halda landstjóravöldum til ársins 48 f.Kr. Cíceró var hlynntur þessu skipulagi og líka Pompeius en Lentúlus var það ekki og sá hann til þess að liðsmenn Caesars, Cíceró og Antoníus yrðu gerðir brotrækir úr ráðhúsinu.
Caesar vissi að borgarastyrjöld gæti vakið uppreisn í Gallíu og leitt líka hörmungar yfir Ítalíu. En þá barst honum fregn að einn af bestu vinum hans og stjórnamönnum Títus Labíenus hefði gengið í lið með Pompeiusi.
Kallaði hann nú saman dyggustu hersveit sína og ávarpaði hana með þessu orði : ”Commilitones” eða ”Samherjar”. Hann hafði ávarpað þá á þennan hátt fremur en með hinu snögga ávarpi ”Milites”, sem var notað af ómildari herstjórnarmönnum. Spurði hann síðan hvort þeir væru tilbúnir til að fylgja honum og játuðu þeir í einum róm. En hann sagði að hann gæti ekki borgað þeim laun, en þeir komu aftur með allt sem þeir höfðu sparað saman.
Tíunda janúar árið 49 f.Kr. fór hann yfir Rúbícon fljót áleiðis til Rómar. Þjóðsagan segir að þar hafi hann mætt risa sem lokkaði hann út í ánna með fögrum trompetleik sínum. Þar á hann að hafa sagt ”Iacta est alea” eða ”Teningunum er kastað”.
Margir töldu að þetta væri mesta fífldirfskubragð sem hann hafði gert á allri ævi sinni en Pompeius var með 60.000 manna lið á leiðinni. Caesar hélt áfram og kom að hverri borginni á fætur annarri. Hver borgin opnaði hlið sitt fyrir honum og margir flykktust alveg út bara til að bjóða hann velkominn. Hann myndaði svo þrjár nýjar hersveitir úr föngum, sjálfboðaliðum og heimamönnum. Hann sendi boð til Lentúlusar til að reyna að láta hann miðla málum sem ræðismaður. Hann ritar Cíceró bréf um að hann myndi fara og láta Pompeiusi ef hann mætti lifa það sem eftir var í friði.
Nú hörfar Pompeius úr höfuðborginni þó hann væri liðsmeiri með lið sitt yfir Adírahaf til Brúndisíum. Hann taldi að þeir þyrftu meiri þjálfun.
En meðan þetta gerðist hélt Caesar inn í Róm þann 16. mars og var ekkert viðnám á móti honum. Hann kom lögum og reglu í borginni og gaf öllum upp sakir. Alþýðumenn boðuðu öldungaráðið til fundar og spurði Caesar þá hvort hann mætti vera skipaður alræðismaður en því var neitað, önnur spurning hans var hvort það yrðu gerðir menn út til að semja frið við Pompeius en því var líka neitað.
Caesar vildi taka peninga úr sjóði ríkisins en Lúcíus Metellus mælti gegn því en lét undan þegar Caesar sagði honum að honum fyndist erfiðara að bera upp ógnanirnar en að fremja þær. Eftir það notaði hann sjóði ríkisins óspart en skilaði öllum ránsfeng sem hann hafði sankað að sér gegnum tíðina í ránsferðum sínum.
Fór hann svo aftur til manna sinna og ætlaði að mæta her þeim sem Pompeius var að skipuleggja í Afríku, Grikklandi og Spáni.
En þegar Caesar fattar að korngeymslur síkisins eru af skornum skammti sendir hann Cúríó til Sikileyjar og bað hann að taka hana. Það gerir hann og Cató gefst upp en flýr til Afríku.
Cúríó eltir hann og háir við hann orrustu en tapar og deyr í orrustunni. Á sama tíma fór Caesar til Spánar til að efla kornflutninga til Ítalíu. En þar gerði hann margar hernaðarskyssur en gat alltaf breytt þeim með hernaðarsnilld sinni. Hann breytti farvegi ár einnar og vann Spán. Þetta gerðist í ágústmánuði 49 f.Kr.
Þegar hann var á leiðinni aftur heim tafðist hann við Marseilles en var kominn aftur heim til Rómar í desembermánuði sama ár. Staða hans vegna þessarar herfarar styrktist verulega og var nú viss að enginn matvælaskortur myndi koma í bráð í Róm. Öldungarráðið nefndi hann nú sem alræðismann en hann lagði það niður þegar hann var kosinn annar tveggja ræðismanna árið 48 f.Kr. Caesar útbýtti korni meðal fólksins g felldi niður útlegðardóma nema hjá Míló og gaf öllum höfðingjum upp sakir sínar ef þeir vildu snúa heim.
En enginn þakkaði honum fyrir það sem hann hafði gert fyrir þetta fólk. Þegar hann var í Þessílíu að berjast við Pompeius, fóru afturhaldsmenn að brugga honum launráð og gengu í lið með Cessílíusi nokkrum, sem hét að afnema allar skuldir, gera upptækar landeignir og skipta upp öllum löndum á ný. Seint árs 49 f.Kr. fór Caesar til fundar við her sem hjálparmenn hans höfðu dregið saman í Brúndisíum. Þarna var aldrei getið um að her hafi siglt yfir að vetrarlagi en það gerði Caesar og voru með honum í för 12 herskip með 60.000 manns innanborðs.
En flotinn gat bara tekið þriðjung mannskapsins og Pompeius sat fyrir á öllum eyjum og skerjum sem voru á leiðinni en hann tók áhættuna og sigli beint áfram til Epeiros. En á leiðinni heim aftur til Ítalíu brotnuðu skip hans í spón á skerjum en til allrar lukku bjargaðist hann.
Þegar hann vildi fara til liðsmanna sinna reyndi hann að sigla sjálfur yfir hafið á lítilli kænu en allt kom fyrir ekki. Sjórinn bar hann alltaf aftur að landi. Hann varð að fresta áætlun sinni.
Pompeius hafði um þessar mundir unnið borgina Dyrrachíum og hamaðist við að afla sér vista. Hann hefði átt að ráðast á her Caesars sem var aðframkominn af hungri og þorsta. En hann hikaði eins og alltaf en á meðan hafði Marcus Antoníus safnað saman flota til að ná her Caesars yfir hafið. Hann gerði svo árás á Pompeius en hún mistókst illilega og flúði hann þá inn í Þessílíu til að hvíla menn sína sem vildu náttúrulega gera annað áhlaup á Pompeius. Nú gerði Pompeius skissuna sem átti eftir að kosta hann lífið. Herforingjar hans höfðu ráðlaggt honum að fara til Ítalíu þegar færi gafst en hann vildi gera útaf við her Caesars og var úrslitaorrustan háð þann 9. ágúst árið 48 f.Kr.
Í liði Pompeiusar var 48.000 manna fótgöngulið og 7.000 riddara, en Caeasar var bara með 28.000 manna fótgöngulið og 1.000 riddara. Vann Caesar frækilegan sigur og ritar hann sjálfur að hann hafi bara misst 200 manns í þessari orrustu en það er örrugglega bara skáldskapur. Pompeius missti 15,000 hermenn, 20.000 gáfust upp og afgangurinn flýði þar á meðal Pompeius sjálfur eftir að hafa rifið öll tiganrmerki af skikkju sinni og reið í snarhasti til Larissu og hitti þar Marcus Brútus sem hafði verið með honum.
Það var af því að Caesar hafði gefið skipun um að handataka þá báða. Þegar Pompeius kemur til Mytilene bjóða borgarbúar honum að setjast þar að en hann neitar og svo fer hann áfram til Alexandríu. Þegar þangað er komið hittir hann fyrir Póthínus sem er vesír Ptólemajosar XII. Hann heldur að hann komist í náðina hjá Caesari og kannski fær hann pening fyrir Pompeius. Þegar Caesar loks kemur hafa þrælar hans vegið Pompeius og rétta Caesari höfuð hans. Caesar snýr sér strax undan og er sagt að hann hafi tárfellt þegar hann sá höfuð Pompeiusar.
“Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir”