Júlíus Caesar 1. hluti Þar sem mikil umræða hefur verið að undanförnu um að greinar sem innihalda seinni heimsstyrjöldina séu of margar og það vanti eitthvað bitastæðara frá öðrum tímum, þá hef ég tekið að mér að skrifa um Júlíus Caesar, merkan herforingja og keisara Rómarveldis. Verði ykkur af því.

Ætterni, nám og fyrstu störf.

Júlíus Caesar rakti ætt sína til Eneasar, sonar Venusar, dóttur Júpíters, og trúði því að hann yrði tekinn í guðatölu þegar hann myndi kveðja
þennan heim. Ætt Caesar var ein af þeim elstu og tignustu á gjörvallri Ítlalíu.

Fjölmargir ræðismenn hétu Júlíus eins og Caesar og má þar nefna Caius Júlíus (473), Sextus Júlíus (157) og annar með því sama nafni árið 91 f. Kr. Caesar fæddist þann 12. júlí árið 100 f. Kr. í einu af borgarhverfunum sem voru ekki í miklum metum. Þar voru sölubúðir, veitingahús og síðast en ekki síst vændishús.

“Caesar þessi var furðulega námsfús og góður lærisveinn.” - Súetóníus

Hann var furðulega námsfús og góður lærissveinn. Kennari hans í latínu, grísku og mælskulist var Galli og er talið að hann hafi búið Caesar undir mestu landvinniga sína á allri ævi sinni. Ungur að aldri hamaðist Caesar við ritstörf og ræðumennsku. En það féll í gleymsku þegar Caesar var gerður að aðstoðarforingja Marcusar Thermusar í Asíu.

Hann sneri aftur heim til Rómar árið 84 f.Kr. Hann gekk að eiga Cossútíu að vilja föður síns.
Þegar faðir hans dó skildi hann við hana og gekk að eiga Cornelíu sér sem konu.

Þegar Súlla komst til valda sagði hann við Caesar að hann yrði að skilja við Cornelíu. Þegar Caesar neitaði reiddist Súlla og gerði föðurarf hans upptækan og setti nafn hans á dauðaskrá. Caesar flúði nú Ítalíu og slóst í för með Rómverjum í Kilikíu. Hann fór aftur til Rómar eftir dauða Súllu en heyrði að óvinirnir væru enn á sveimi. Sneri hann þangað aftur.
Þar var hann tekinn höndum af víkingum og þurfti að greiða lausnagjald fyrir hann aftur. Lausnagjaldið var um 20 talentur en hann bauðst að greiða þeim 50 ef þeir létu hann lausan.
Þeir samþykktu það og lét Caesar menn sína fara og sækja það. Eftir að þeir komu aftur með lausnagjaldið og Caesar var látinn laus fór hann og náði sér í skip og menn og þeysti aftur til að ná víkingunum og greiða þeim makleg málagjöld. Hann tók þá alla til fanga og lét krossfesta þá. Hann var þá mjög á ánægður.

Ferill Caesars var mjög skrautlegur og byrjaði hann þann feril sem dulinn bandamaður Catilínu en þegar leið að lokum ferils hans hafði hann endurreist Rómarveldi eiginlega frá grunni. Árið 68 f. Kr. var hann kjörinn kvestor og skipaður til herþjónustu á Spáni.

Hann stjórnaði ferðum gegn innbornum flokkum, rændi stórar borgir og borgaði skuldir sínar með því að afla sér fjár úr þessum borgum. Árið 65 f. Kr. var hann kjörinn edíll eða umsjónarmaður ríkisverka. Hann eyddi þessu fé aðallega í að skreyta Rómarborg með nýjum byggingum og súlnagöngum og eyddi sem mestu í leikrit til að heilla almúgan.

Súlla hafði flutt öll sigurmerki Maríusar af Kapítólhæð, hermerki, myndir og ránsgripir sem sýndu stefnu og sigurvinninga hins forna foringja. Hann Caesar lét setja þetta allt aftur upp og með þeim aðgerðum sýndi hann fram á að hann stefndi í átt til byltingar. Árið 64 f. Kr. var hann forseti nefndar sem rannsakaði ýmis morðmál og kvaddi hann fyrir dómstól menn sem höfðu verið hliðhollir Súllu og og höfðu tekið þátt í manndrápum hans. Árið 61 f. Kr. var hann kosinn landssjtóri (properator) yfir Spáni.

Hann átti sigurgöngu sína að þakka Pompeiusi sem hann fékk til liðs við sig við málsstað frjálshyggjumanna. Pompeius var ný kominn úr austri þar sem hann hafi unnið marga sigra, stofnað 39 borgir, hreinsað landið af víkingum og hvarvetna komið á friði, lögum og reglum. Hann hafði auðgast gífurlega og var annar ríkasti maður í Róm á eftir Crassusi. Ráðamenn urðu smeykir um að Pompeius mundi taka völdin þar sem hann var með mjög öflugan og hliðhollan her sem var undir hans stjórn. Það kom svo í ljós að hann splundraði hersveitum sínum og hélt inn í Róm með einkasveitunum sínum, þær einu sem ekki voru splundraðar.

Sigurförin hans stóð í tvo daga, en vanþakkláta öldungaráðið synjaði beiðni hans um að ríkisjarðir yrðu gefnar hermönnum hans og neitaði að staðfesta samninga hans við aðra sigraða konunga. Caesar sá þá leik á borði og stofnaði með Pompeiusi og Crassusi þrístjórarveldið fyrra árið 60 f. Kr. Það gekk út á það að Pompeius féllst á að styðja Caesar til ræðismennskunnar en Caesar lofaði að ef hann næði kosningu að bera fram tilögur Pompeiusar sem ráðið hafi synjað.

Það var mikið um mútur á þessum tíma og þegar Casear loks settist í ræðismannastól bar hann fram tilögur Pompeiusar og fékk þær samþykktar. Jarðeignum skildi skipt milli 20.000 fátækra borgara, þeirra á meðal hermanna Pompeiusar. Skipan Pompeiusar skyldi standa og lækkuð um þriðjung fjárhæð sú sem tollheimtumenn höfðu lofað að innheimta í skattlöndunum í Asíu.

Öldungarráðið barðist á móti þessu en Caesar barðist á móti og fékk þetta samþykkt með sömu aðferð og Gracchusarbræður notuðu á sínum tíma. Caesar lagði fram annað búnaðarfrumvarp sitt en samkvæmt því skildu ríkislönd í Campaníu skiptast milli hjóna með þrjú eða fleiri börn. En áður en þetta gerðist hafði Pompeius gifst Júlíu, dóttur Caesars og snerist svo samlyndi lýðs og efnamanna í sælu hjónabandsins. En öldungarráðið var virt að vettugi og þjóðþingið samþykkti frumvarp Caesars og sigraði stefna Cracchusarbræðra eftir hundrað ár.

Gallíuárin

Þegar leið að lokum hjá honum í ræðismannastarfi sínu lét hann skipa sig landstjóra í Gallíu Cisalpínu og Gallíu Narbónensis sem eru landsvæðin Norður Ítalía og Suður-Frakkland hjá okkur í dag. Árið 56 f. Kr. fékk Cícero öldungarráðið til að veita hersveitum Caesars í Gallíu allmikla fjárhæð til að launa sveitum hans. Árið 71 f. Kr. hafði Aríóvistus nokkur germanaforingi farið með 15000 Garmana inn í Gallíu að beiðni nokkurra Galla sem áttu í erjum við frændur sína. Þegar hann var búinn að gera það sem hann var beðinn um ætlaði hann að setjast þarna að og hneppa alla þjóðflokka Galla í Norður-Frakklandi undir veldi sitt. Þjóflokkur nokkur að nafni Aedúar báðu Rómverja að hjálpa sér í stríðinu við þá.

”Frá upptökum Rínar til Atlandshafs voru Germanar á hreyfingu og ógnuðu löndum vestan Rínar” sagði Mommsen nokkur. Caesar safnaði liði og vígbjó á eigin kostnað her sem innihélt fjórar hersveitir auk fjögurra annarra sem honum höfðu verið fengnar til yfirráða. Sendi hann svo boð til Aríóvítusar að koma á sinn fund en hann neitaði eins og Caesar hafði grunað síðan hann sendi boðin.

Hann lýsti þá stríði á hendur Aríóvítusi og Helvetum sem voru flokkur sem ætlaði að fara gegnum skattland hans án hans leyfis. Fjöldi þjóðarinnar var um 370.000 á leið frá héraði í Þýskalandi og vildi komast niður til Suður-Frakklands. Hann fór með her sinn á stað á móti Helvetum og stöðvaði för þeirra við höfuðborg Aedúa sem nú heitir Autun. Allir Gallarnir þökkuðu honum innilega fyrir hjálpina en Aríóvistus var enn þá við lýði og báðu þeir hann um að reka hann úr landinu.

Caesar fór og háði orrustu við hann árið 58 f. Kr. við Ostheim og drap þá flest alla eða tók til fanga. En hann vildi ekki bara hjálpa þeim, hann vildi líka eignast Gallíu.

Hann fór að taka Gallíu og gera það að rómversku skattlandi. Hann sigraði hvern þjóflokkinn á fætur öðrum en þeir höfðu fengið Belga með sér til að hjálpa sér. Hann vann þá á bökkum Aisnefljóts. Síðan lýsti hann yfir að Gallía væri hertekin. Almenningur í Róm hyllti hann, þann sem barðist í fjarlægu landi. Hann lagði svo að stað yfir Alpana til Gallíu Císalpínu og sýslaði þar í ýmsum stjórnmálum og hvíldi hermenn sína og gerði boð eftir Pompeiusi og Crassusi að hita sig í Lúcu. Áætlun þeirra var á þessa leið að Pompeius og Crassus myndu bjóða sig fram gegn Domitíusi til ræðismennsku árið 55 f. Kr.

Pompeius skyldi síðan verða landsstjóri á Spáni og Crassus í Sýrlandi um 5 ára skeið (54-50 f. Kr.). Caesar skyldi halda áfram landsstjórn sinni í Gallíu önnur 5 ár, en að loknu því tímabili skyldi honum leyft að bjóða sig fram til ræðismanns í annað sinn. Kom mikið fé frá Caesari til atvinnulausra í Róm til að kaupa embætti og til að reisa byggingar sjálfum sér til vegsemdar. Þá bárust fréttir frá Gallíu. Tveir germanskir þjóðflokkar höfðu ráðist inn í Belgísku-Gallíu. Vildu Gallar fá aftur hjálp frá Rómverjum og sérstaklega Caesari. Caesar fór og hóf orrustuna við þá hjá Xanten árið 55 f. Kr. og hrakti þá aftur yfir ánna Rín. Hann felldi nokkra en sumir drukknuðu á leiðinni yfir Rín. Hann lét þá verkfræðinga sína byggja brú yfir Rín.

Þessi brú var tilbúin á 10 dögum og var um 1400 fet á breidd. Fór hann svo með hersveitir sínar og réðast á Germanana. Hann herjaði á þá í um tvær vikur þar til að Germanar skildu það að Rín væru landamærin þeirra og þeir mættu ekki fara yfir. Þegar þessu var lokið datt Caesari í hug að fara að ráðast á Bretland. Kannksi var hann á eftir sinki og járnnámum þeirra til að búa til vopn handa her sínum. Eða kannski var hann að ráðast á þá vegna þess að þeir hjálpuðu Göllum með því að senda herlið til Frakklands. En það var ákveðið að ráðast inn í Bretland. Sagt er að hann hafi farið yfir þar sem nú er Dover-sund. Hann vann mjög skjótan sigur á Bretum vegna þess að þeir voru óviðbúnir og miklu verr vopnaðir heldur en Rómverjar. Hann kom svo aftur ári seinna til Bretlands, vann hershöfðingjan Cassivelánus, komst alla leið að Tempá og lét þá heita sér að borga honum skatt.

Ekki fór hann alla leið upp til Skotlands enda gátu Rómverjar aldrei unnið þá. Það er sagt að Rómverjar hafi verið hræddir við Skotana þannig að þeir byggðu vegg, Hadrianusarmúrinn á milli Bretlands og Skotlands og stendur hann enn þann dag í dag. Eða það sem er eftir af honum. En um það samdi Harry Lauder um 2000 árum seinna: ”Roamin' in the gloamin' by the bonnie banks of Clyde”.

Árið 52 f. Kr. bárust honum fregnir af því að Vercingetórix nokkur með fáeinum gallaþjóflokkum ætlaði að stofna til frelsisstríðs. Hann þeyttist af stað til að safna saman herliði sínu og fól Decímusi Brútusi stjórnvölinn á meðan hann var í burtu. Hann fór yfir snæviþakinn Cevennafjöllinn í átt að herliði sem hann átti í norðri. Þegar hann kom á staðinn fór hann með þann her og ætlaði að gera út af við Gallana. Hann fór suður í átt að borgunum Avrícum og Cenabum og réðst á þær. Hann gerði út af við íbúana, tók allt sem hann gat s.s. vistir og fés. Hann hélt þá af stað til Gergóvíu. Þegar þangað var komið voru gallarnir með svo mikla mótspyrnu að hann þurfti að hörfa.

Þegar þangað var komið sneru Aedúrar við honum bakinu og gengu til liðs við Germani. Þeir byrjuðu að ráðast á byrgðarstöðvar hans í Soissons og var ætlunarverk þeirra að hrekja hann aftur til Gallíu Narbónersis. Caesar hafði aldrei verið í þessari aðstöðu áður en hann ætlað sér að komast úr henni. Hann ætlaði að taka áhættuna og setjast um borgina Alesíu þar sem aðsetur Vercingetórix var.

Í borginni voru um 30000 menn sem Vercingetórix hafði yfirráð yfir og Caesar var álíka mikið af mönnum. En sú fregn barst að um 250.000 Gallar væru á leiðinni til þeirra. Skipaði þá Caesar að hlaða tvo virkisveggi um borgina, annan fyrir framan og hinn fyrir aftan. Vercingetórix reyndi að gera hverja árásina á fætur annarri en allt kom fyrir ekki. Rómverjar náðu að hrinda öllum áhlaupum þeirra. Skömmu síðar voru vistirnar á þrotum í borginni og þeir buguðust af sulti og Vercingetórix gekk á vald Caesars.

Þetta á að hafa gerst árið 52 f. Kr. Borginni var þyrmt en Vercingetórix prýddi síðan sigurgöngu Caesars en þá hafði hann látið lífið vegna ástarinnar á frelsinu. Umsátur þetta réði örlögum Gallíu í margar aldir á eftir. Hún færði rómverska heimsveldinu land sem var um það bil tvöfalt stærra en Ítalía og opnaði fésjóði og markaði fyrir um 5 milljónir manna fyrir viðskiptum Rómverja. Hún færði líka Caesari aftur frægð og frama en hann hafði verið farinn að dvína þegar þetta gerðist. Næsta árin voru uppreisnir tíður hlutur í Gallíu en barði hann niður alla mótspyrnu með hörku. Rómverjar höfðu kynnst Caesari sem eyðslusegg og svallara en sem pólitískum umbótamanni. Það kom svo líka í ljós að hann var árvakur landstjórnarmaður, slyngur herforingi og enn fremur sýndi hann og sannaði að hann var ágætur sagnaritari. Hann skrifaði síðar minningar sínar um gallastríðin eða Commentarii de Bello Callico sem voru eins konar pólitískt varnarrit fyrir landvinninga hans í Gallíu.
“Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir”