Bað að heilsa Hess!

Eftirfarandi atburður gerðist í Danmörku þegar Nasistar réða þar lögum og lofum í seinni heimstyrjöldinni.

Það var verið að sýnafréttakvikmynd, og þar sást Hitler vera að stíga í flugvél. Þá heyrðist rödd meðal áhorfendanna: " Vertu blessaður og sæll - við biðjum að heilsa Hess!"

Kvikmyndin var stöðvuð þegar í stað, og þýskir eftirlytsmenn kröfðust þess að maðurinn sem hefði kallað þessi orð gæfi sig fram og það án tafar. En enginn vildi segja hver það hefði verið. Eftir dálitla stund hófst kvikmyndin aftur eftir að eftirlytsmennirnir höfðu beðið afsökunar á þessari truflun.

En um leið og ljósin voru slökt heyrðist aftur kallað: “Það er ekkert að fyrirgefa!”
Þjóðverjarnir höfðu ekki upp á sökudólgnum.

Heimildir:
Eru fengnar í seinni heimstyrjöldinni frá Dönum og voru ritaðar meðal annars í Lesbók Morgunblaðsins 1942 þar sem Árni Óli gerði undur og stórmerki með snilldar skrifum og stjórn.

Kær kveðja,
Lecter

ps.

ps.
Ég mun á næstu misserum senda hér inn svona skemmtilegar stuttar mola-greinar um WWII og vona að ykkur líki lesturinn…