Upp úr 1935 tóku tveir hlutir að einkenna stefnu Roosevelts í baráttunni gegn kreppunni miklu. Í fyrsta lagi þá tók “nýji samningurinn” (New Deal) vinstri sinnaðri stefnu. Það var á þessum tímapunkti sem ríkisstjórnin fór að dæla peningum beint í hendur atvinnuleysingja. Sum sé í staðinn fyrir að reyna að skaffa vinnu, að gefa mat og styrkja hjálparstofnanir greiddi ríkið nú út atvinnuleysisbætur. Auk þess voru sett á ný lög sem gáfu verkalýðshreyfingum meiri réttindi og leyfðu þeim að vinna saman. Einnig urðu almannatryggingar til.
Önnur nýjung sem Roosevelt kynnti var að hann ávarpaði þjóðina í beinni útsendingu í gegnum útvarp. Þetta voru kölluð “fireside chats” en hugmyndin var sú að fólk ætti að sjá fyrir sér Roosevelt sitjandi upp við eldstæðið í hvíta húsinu.
Ræður hans gengu út á að róa fólk og draga úr áhyggjum. Auðvitað hefur það líka verið meðvitað hjá Roosevelt að byggja upp vinsældir fyrir næstu forseta kosningar. En það sem mér líkar við þessa stefnu er þó eitt atriði. Í stað þess að vera með hræðsluáróður eins og tíðkast í stjórnmálum í dag, þá var Roosevelt að reyna fylla þjóðina bjartsýni. Sú setning sem Roosevelt er frægastur fyrir að hafa notað er:
We have nothing to fear but fear itself.
Við höfum ekkert að óttast nema óttan sjálfan.

(Það sem ég á við með stjórnmálum í dag eru menn á borð við Bush sem hræða fólk til fylgis við sig með tali um hættur hryðjuverka í stað þess að reyna að draga úr áhyggjum eins og Roosevelt gerði. Ég er reyndar heldur ekki hrifin af hvernig stjórnmálamenn á Íslandi nýta efnahags mál í sama tilgangi).

En hvort sem eldstæðis samtölin voru kosningabrella eður ei þá nýttust þau Roosevelt vel því hann vann kosningarnar 1936 tiltölulega auðveldlega. Árið 1936 fengu Demókratar 523 þingsæti en Repúblikanar 8.
Því má í raun kalla þessar kosningar bust. En þessar tölur eru blekkjandi því kosningakerfi BNA er flókið fyrirbrigði. Demókratar fengu 60.8% fylgi á landsvísu en Repúblikanar 36.5%. Vissulega voru Repúblikanar teknir illa í rassgatið en hefðu getað með öðrum kosningakerfum getað fengið mun fleiri sæti.

Miklar hræringar voru í pólitíkinni á þessum tíma. Í Evrópu sögðu ungir menntamenn að lýðræðið væri dautt, annað hvort væri það fasismi eða kommúnismi og ekkert væri þar á milli.
Á Spáni var borgarastyrjöld. Anarkistar náðu völdum á nokkrum stöðum en töpuðu loks fyrir fasistum. George Orwell lýsir þessu í bók sinni Homage to Catalonia. Í upphafi berst hann þar með lýðræðissinnum, og upplifir það þegar Syndikalistar ná völdum í Barcelona. Þeir vilja skapa anarkístískt lýðræði en liðsaukar sem berast þeim frá Moskvu breyta borginni í ráðstjórnaríki að höfði Stalíns. En í lokin tapa bæði kommúnistar, syndikalistar og lýðræðissinnar fyrir Falangistaflokki Francos. Bæði Hitler, Mussolini og Stalín höfðu hönd í bagga í stríðinu.
BNA menn höfðu áhyggjur af ástandi mála í Evrópu og ekki að ástæðulausu. Eftir því sem á leið kjörtímabil Roosevelts tóku ískyggilegir hlutir að gerast. Japanir uku umsvif sín í Asíu til muna og árið 1936 voru þeir vel á veg komnir með að hertaka Kína. 1938 Hertók Þýskaland Austurríki (sem reyndar var fasistaríki fyrir) og stuttu síðar fylgdi Tékkland með. BNA menn voru flestir á því áliti að þeir ættu ekki að skipta sér af því sem gerðist, og Roosevelt hét því að þeir myndu halda uppi einangrunarstefnu eins og hafði tíðkast í frá lokum fyrri heimsstyrjaldar.

En heima fyrir var líka ýmislegt á seyði og hér skiptir miklu máli að skoða sögu Demókrata flokksins og Repúblikana.

Demókratar voru stofnaðir af Andrew Jackson með þessi markmið:

Að viðhalda þrælahaldi og tryggja sem minnst ríkisafskipti. Segja má að stefna Demókrata hafi verið fremur frjálshyggjuleg ef við undanskiljum þrælahaldið, en þeir voru á móti seðlabönkum, tollum, sköttum, ríkisrekinni vegagerð og svo framvegis. Hér erum við að tala um Demókrata í sem öfgafyllstri mynd.
Eftir því sem á leið varð flokkurinn miðjusinnaðri, (það gera stjórnmálaflokkar til að fá fleiri atkvæði ;) ). Eftir tapið í borgarastyrjöldinni (Aðskilnaðarsinnar voru flestir Demókratar) urðu Demókratar að bóndaflokk sem náði sjaldan stjórn. Þeir voru mótfallnir iðnaðinum í norðri, en hlynntir málefnum bænda í suðurríkjum. (Þar með réttindum svertingja).
Vissar breytingar áttu sér stað þegar Woodrow Wilson varð forseti. Demókrötum úr borgarbyggð fjölgaði og viðhorf þeirra urðu meira til vinstri. Wilson t.d. bannaði barnaþrælkun og gerði Gyðing að hæstarréttardómara.
Roosevelt var sjálfur eflaust meira vinstri heldur en hægri ef við miðum við framkvæmdir hans í stjórnartíð hans. Þetta þótti gömlum Demókrötum ekki þóknanlegt og eftir kosningarnar 1936 streymdu þeir úr flokknum og inn í Repúblikana flokkinn.

Nú að sögu Repúblikana. Repúblikana flokkurinn var stofnaður til að berjast fyrir réttindum svertingja fyrst og fremst. Eftir borgarastyrjöldina varð þessi flokkur stærstur í norðurríkjunum og fylgi hans í Suðurríkjunum var lítið. (Sér í lagi eftir að hernám lauk og engin gætti lengur að því hvort svertingjum væri meinaður aðgangur að kjörborðinu).
Repúblikanar voru oftast við völd. Þeir voru yfirleitt hlynntir verndartollum og ríkisstyrkjum sem runnu til iðnaðarins í norðri. Þetta var norðanflokkur með hagsmuni borgarbúa í huga. Tíðarandinn sagði ýmislegt til um aðgerðir þeirra, þeir voru engir vinstri menn en margt sem þeir gerðu var þó frábrugðið boðorðum Adams Smiths. Ríkið reisti vegi, járnbrautir, var með seðlabanka, og styrktu rannsóknir. Sumir forsetar Repúblikana settu peninga í ríkisrekið menntakerfi. (Benjamin Harrison) Aðrir friðuðu svæði, stofnuðu þjóðgarða og settu lög á auðhringi. (Theodore Roosevelt. Harrison setti líka lög á auðhringi.)
Eftir 1936 tóku þeir sem stóðu lengst til vinstri í Repúblikana flokknum að streyma inn í Demókrataflokkinn til liðs við Franklin D.Roosevelt. Hvers vegna?
Kannski af því að stefna hans var ekki þeim mótfallin. Fyrir það fyrsta var Roosevelt borgarbúi og ættaður úr norðri eins og frændi hans Repúblikaninn og forsetinn Theodore Roosevelt. Í öðru lagi hafði hann á valdastól sínum oft farið þvert á það sem kjarna Demókratar töldu flokkin standa fyrir. Hugsanlega sáu þeir ekki fram á að ná neinum pólitískum frama svo lengi sem Repúblikanar voru svona óvinsælir?

En hvað sem því líður urðu umskiptin mikil. Repúblikanar skiptu um gír og ruku til hægri innan pólitík þess tíma. Demókratar tóku aftur á móti upp fremur jafnaðarmannalega stefnu.

Árið 1939 tilkynnti Roosevelt að hann hyggðist draga sig úr pólitík ef allt héldist rólegt. Aftur á móti tilkynnti hann líka að ef ástandið versnaði í Evrópu myndi hann bjóða sig fram til forseta aftur, því hann teldi að á slíkum tímum þyrfti reyndan mann í sætið.
Stuttu síðar gerði Hitler innrás í Pólland og segja sumir að Roosevelt hefði þegar verið sannfærður um að slíkt myndi gerast. Í kjölfar þess tilkynnti hann að hann ætlaði sér að bjóða sig fram í þriðja sinn fyrstur allra forseta en það hafði verið óskrifuð regla frá tímum George Washington að engin mætti sitja lengur en tvö kjörtímabil. (George hætti þá og taldi það óskynsamlegt að sitja lengur en átta ár að völdum því þá myndi maður spillast af valdahroka. Hvar er slíka menn að finna í íslenskri pólitík?).

Margir urðu sjokkeraðir yfir ákvörðun Roosevelts en hann vann kosningarnar með góðum yfirburðum. (Fylgi Demókrata lækkaði eilítið en Repúblikanar áttu samt langt í land).

Philipp Roth gerir því skóna í bók sinni The plot against America að fasískir menn innan Demókrataflokks og Repúblikanaflokksins hefðu reynt að fá Charles Lindbergh til að bjóða sig fram gegn honum 1940. En þá hefðu þeir hugsanlega getað nýtt sér vinsældir flugkappans til að vinna.
Lindbergh og sumir stjórnmálamenn voru hlynntir stuðningi við nasista en þeir voru þó í það miklum minnihluta að ég tel ekki að raunveruleg áhætta hafi verið á slíku. Innan við 4% BNA studdu Hitler. OK. það er samt slatti, og innan þessa hóps er að finna forfeður núverandi BNA forseta.
En nóg af slúðri.

Roosevelt vann árið 1940 og hóf þriðja kjörtímabil sitt með loforði um að BNA skyldi ekki dragast út í evrópskt stríð. En við vitum að það fór á annann veg.





P.S. Þessi grein er lituð af stjórnmálaskoðunum þótt ég reyni mitt besta við að halda aftur af mér. Það er staðreynd að afi George Bush átti viðskiptaítök í Þýskalandi og gaf Nasistum fé til að nýta í kosningasjóði.
Það er líka staðreynd að ég hef hátt álit á Roosevelt og grein mín litast af því. Ég reyni að vera gagnrýnin en rökhugsun lesandans ætti þó að duga honum til að skilja að mín skrif eru túlkun eins manns á sögulegum atburðum.

Fabilius.