Erwin Rommel, kafli 6.
Þó svo að í seinsta kafla ég hafi lokið umfjöllum minni um stríðið í Afríku þá eru nokkur atriði sem mig langar að skrifa aðeins nánar um sem áttu sér þar stað, því þau eru mjög mikilvægur þáttur í að greina frá þessum mikla stríðsherra, hans áhugamálum, ástríðum og persónuleika.
Það er svo sem endalaust hægt að skrifa um tilkomu miklar orrustur þar sem auðvelt er að láta sig gleyma um stund hve ómannúðleg og djöfulleg stríð geta verið. Þar sem árásum er svarað með gagnárásum og himininn lýsist í óteljandi litum undan eldglæringunum. Anti-Tank byssurnar voru það öflugar að fallbyssuturnar skriðdrekanna þeyttust oft tugi metra í loft upp er fallbyssu skotin rifu sig í gegnum þykkar brynvarnir skriðdrekanna, sprungu svo að alefli innanborðs og sprengdi samtímis einnig allt það magn sprengiefnis sem var um borð í skriðdrekunum. En allar þær mannfórnir sem virðast stundum algjörlega tilgangslausar sérstaklega þegar áratugirnir líða eftir áttökin eru mér eftirminnilegast. Vanmáttugir tilburðir mannkynns að hafa stjórn á öfgastefnum og einræðisherrum sem fara með ofsi og eyðingu eins og stjórnlausir hvirfilbylir sem skeita engum mannslífum.
Afríka, 1941.
Flugkappinn Rommel.
Erwin Rommel var einkar fær flugmaður og þegar hann stjórnaði sínum víðfrægu Afríkuherdeild tók Rommel á það ráð að kynna sér það landslag sem framundan var og hvar væri hentugt að gera fyrirsát eða gera stórfelda og gengdarlausa leifturárás á bandamenn.
Eins hafði Rommel mikin áhuga á ljósmyndun og aðeins fáeinum klukkustundum eftir komu hans til Afríku var hann komin um borð í Heinkel 111 flugvél sína og tók meðferðis myndavélinna. Hann sagðist vera að kynnast landinu.
Rommel var gífurlega atorkumikill og var annaðhvort akandi eða fljúgandi að fylgjast með liði sínu og reka það áfram. Eitt sinn þegar fylking hafði orðið að nema staðar um stund, brá foringjanum hennar illilega þegar Fieseler Storch könnunarvél kom og fleygt var niður til hans þessum skilaboðum: “ Ef þú hefur þig ekki að stað undir eins, kem ég niður. Rommel…”
Þarna á þessum tímapunkti í Afríkustríðinu var hinn mikli flótti Bretana sem kallaður var “ Tobruk-kapphlaupið” eða “Banghazi-veðreiðarnar”
Stríðsferill Rommels fékk næstum skjótann endi.
En í svo miklum óravíðáttum og harðnenskjulegu landslagi varð það ekki einungis hjá Bretunum að allt fór á ringulreið. Framsveitir Rommels voru oft komnar úr kallfæri við herstjórninna þannig að Rommel var oft tímunum saman í Storch vélinni sinni til að fá yfirsýn og samhæfa aðgerir sínar. Tíðir sandbylir gerðu það að verkum að oft villtust fylkingar Þjóðverja af leið.
Þegar 5. Brynsveitin undir stjórn Herberts Olbrich ofursta var að sækja fram frá Msus, var hún villt í meira en heilan dag. Rommel var að leita hennar í ofboði þegar atvik kom upp á sem gat leitt til skyndilegs og ótímabærs endi stríðsferils Erwin Rommels.
Rommel var á flugi við mjög erfiðar aðstæður og var búin að leita lengi, þá skyndilega hélt hann hefði komið auga á sveit Olbrichs og lét flugmanninn sinn hringsóla yfir henni meðan hermennirnir voru að breiða dúk í kross á sléttum velli til að vísa honum á lendingarstað. Þeir hefja svo aðflug og rétt áður en hjólin snertu jörðina sá Rommel á hjálmunum að þetta voru Bretar. Vélin tók snögga klifbeygju og um leið dundi vélbyssuskothríðin á flugvélinna. Þeir sluppu heldur betur með skrekkinn því aðeins ein kúla hæði flugvélinna í stélið.
Ljósmyndaáhugi Rommels.
Honum var sannarlega margt til listana lagt. Hann hafði þegar skrifað eina bók um hvernig best væri að beita fótgönguliði í hernaði sem bygð var á reynslu hans úr fyrri heimstyrjöldinni og kom út á milli heimstyrjaldanna. Hitler las bókina og varð mjög heillaður af því sem Rommel hafði fram að færa. Adolf Hitler bauð honum starf og Rommel vann sér upp metorðastigann í Deutche Wehramcht.
Erwin Rommel tók þúsundir ljósmynda meðan hann dvaldist í eyðimörkinni og var fjölskrúðug minningadagbók hans yfirfull af yfirlitsmyndum og sundurskotnum breskum skriðdrekum. Rommel ráðgerði að skrifa bók sína að stríði loknu en þá bók átti ekki fyrir honum að liggja.
Frægu ljósmyndirnar af Erwin Rommel þar sem hann er í rykfrakkanum sínum með svart-hvíta trefilinn, foringjahúfunna og á skyggninu hvíla bresk sól og rykgleraugu. Hann náði þessum hlífðargleraugum eftir orrustunna við Mechili 7. apríl.
Rommel hafði náð að króa og loka inni það sem var eftir af 2. bryndeildinni og 3. indverska vélbúna fylki og aðra nokkra breska flokka sem ekki höfðu náð að forða sér í tæka tíð.
Æðsti foringi þessa liðs var Micheal Gambier-Parry sem stýrði 2. bryndeildinni. Rommel krafðist þess að hann gæfist upp.
Rommel skrifaði í dagbók sína og hreint ekki undrandi: Auðvitað neitaði hann.
Bærinn féll í hendur Þjóðverja daginn eftir og Rommel stóð hróðugur þar sem verið var að taka af birgðarvagni breska hershöfðingjans. Rommel teygði sig fram og greip upp heljarmikil sand- og sólgleraugu. “Herfang,” sagði hann og glotti. “Ég má taka það, er það ekki, þó ekki nema ég sé hershöfðingi?”.
Þarna festi hann gleraugun ofan á gullbúið skyggnið á einkennishúfunni og þjóðsagan um “Eyðimerkurrefinn” var að verða til.
Eftir fræknasta sigur Erwin Rommel í Afríku eða þegar hann náði Tobruk á sitt vald sagði Rommel eftirfarandi orð við bresku hermenninna:
“Herrar mínir! Fyrir ykkur er stríðinu lokið. Þið hafið barist eins og ljón en verið stjórnað af ösnum.”
Daginn eftir frétti Rommel að Hitler hafi gert hann að Field Marshall og seinna meir eftir að hann hafði tekið formlega við hermarskálkssprotanum úr hendi Adolf Hitlers, sagði Rommel við Lucie konu sína: “Ég hefði miklu heldur að hann hefði látið mig fá eina herdeild í viðbót.”
Þegar fór að síga á ógæfuhliðina hjá öxulveldinu í Afríku og endalokin voru innan seilingar sagði Rommel þau spöku orð:
“Árstraumum af blóði var úthelt fyrir vesælar landræmur, sem aumasti Arabi hefði ekki litið við undir eðlilegum kringumstæðum!”
Evrópa, 1944.
“Er soll nur kommen” sagði Joseph Goebbels, eða “Látum þá koma!”
Þriðja ríkið var búið að lofsama Hitlers-æskuna í mörg ár, og nú sagði Goebbels, “sjáum við hvernig þessir ofdekruðu krakka-kanar munu reiða sig gegn hinni glæstu æsku þýskalands og er laus við alla vestræna spillingu.
Þegar nokkrar klukkustundir voru liðnar af D-Day, höfðu bandamenn handsamað tékknenska, ungverska og rússnenska stríðsfanga. Það voru þeir sem áttu að verja hin órjúfanlega ”Atlandshafsvegg Hitlers“. Þetta var stolt þýska hersins, Deutche Wermacth, elítan. Sumir þýskir hermenn voru á barnsaldri eða rétt um 14-15 ára. Eitt frægasta dæmið um ”Þýskann“ stríðsfanga í Normandy var þegar bandamenn handsömuðu mann sem var að því virtist frá Suður-Kóreu. Það er talið að hann hafi verið þræll sem þýski herinn komst yfir og ástæða þessa alls var sú að þeir settu þeim þá kosti að vinna annaðhvort í þrælabúðum við hörmulegar aðstæður, eða fá góðan mat og búnað í hernum. Þetta var bara smá dæmi um þá ringulreið sem ríkti oft í Arnarhreiðrinu og Úlfagreninu undir það seinasta, máttlausar tilraunir að fylla upp í stór skörð í hernum og undir það seinasta voru börn um 12 til 13 ára farin að berjast við bandamenn sem þýskir hermenn….
Hershöfðingjarnir Rommel og Dollman voru báðir sammála að vegna þess að það var spáð stormi næstu daga væru allar horfur þeim í hag, innrásar væri ekki að vænta bráðlega.
Bandamenn höfðu ávalt gert innrás í góðu veðri hingað til og veðurspáin var nokkuð slæm.
Dollman hafði fyrirskipað að halda kortaæfingu 6 júní í Rennes og allir sveitarforingjar voru skildugir að mæta. Flotaforinginn Krancke, hætti við kafbátaeftirlyt á flóanum vegna stormins.
En það var einn hershöfðingi sem hafði barist við Rússa á austurvígsstöðvunum og misst annan fótinn í þeirri baráttu, sem varð mjög órór. Það var Erich Marcks hershöfðingi sem var yfir þýsku LXXXIV sveitini sem var staðsett við Calvados og náði til Contentin. Hann sagði að þar sem þetta voru yfir 50 kílómetra svæði, og aðeins tvær herfylkingar sem vernduðu þetta svæði var þetta eini veiki hlekkurinn sem hann óttaðist. Marcks sagði við einn af kapteinunum sínum ”Ef ég þekki Bretana rétt, munu þeir fara í kirkju á sunnudaginn í seinast sinn, og á mánudaginn (5-júní) munu þeir leggja af stað“. Army Group B segir að ”Þeir munu ekki koma í bráð, og þegar þeir koma, mun það verða í Calais“. En ég held að ”Það verður nákámlega hér sem við munum taka á móti þeim á mánudaginn!"….
Þremur mánuðum eftir D-Day voru Hitler og hans aðstoðarmenn ennþá að undirbúa sig fyrir aðalinnrás bandamanna við Calais. Ástæðan var sú að nokkrum árum áður höfðu Hitler og fleiri hershöfðingjar gert mjög nákvæma áætlun um innrás í Bretland, og hún miðaðist öll við að fara frá Calais og yfir Ermasund styðstu leið. Þess vegna bjuggust Hitler og aðrir hershöfðingjar við því að bandamenn mundu gera sömu áætlum um innrás og þeir…
Rétt eins og með Seasar og Hitler, voru það samstarfsmenn þeirra sem ráðgerðu valdarán…..
Þegar Rommel fékk til sín Hans Speidel í byrjun árs 1944, varð til atburðarrás sem leiddi til þess að Speidel fær Rommel með sér í lið til að koma Hitler frá völdum. Rommel vildi hins vegar ekki myrða Hitler heldur að dæmt yrði yfir honum í Þýskalandi fyrir stríðsglæpi og svik við föðurlandið.
Það er hér sem við sjáum í fyrsta sinn þann eina mun sem var á Rommel og Eisenhower. Á hvaða málstað þeir trúðu. Eisenhower trúði með öllu sínu hjarta á sinn málsstað. Það varð að koma helstefnu Nasistaflokksins frá og allt lá undir. Nasistar mættu aldrei ná þeirri fótfestu í evrópu aftur sem þeir voru búnir að ná. Samt vissu bandamenn ekki af þeim fjöldamorðum sem Nasistar stóðu fyrir á Gyðingum. Það höfðu borist óljósar fréttir en ekkert sem hægt var að staðfesta, nema það að Gyðingum var smalað saman í búðir og þeir neyddir í nauðungarvinnu í vopna verksmiðjur.
Eisenhower hataði nasista og allt sem þeir stóðu fyrir.
En Rommel trúði ekki á sinn málsstað nema það að hann elskaði föðurland sitt af öllu hjarta og það er þess vegna sem hann fann sig tilneyddan til að bjarga föðurlandinu, eins og hann orðaði það sjálfur…
Þótt Erwin Rommel væri mikill þjóðernissinni var hann ekki nasisti, þótt hann hafi verið í vinnu hjá Hitler. Rommel var ekki pólitíkus og í Afríkustríðinu óhlíðnaðist hann oft og iðulega öllum skipunum frá herstjórn Hitlers.
Hershöðingjarnir voru brjálaðir fyrir óhlíðni Rommels og kvörtuðu sáran til Hitlers, en hann glotti bara og gerði hann síðar að “Field Marshall” og fékk sinn einkaljósmyndara til að taka mynd af Rommel við það tækifæri. En fyrir það hversu geysivinsæll Rommel var hjá þjóðinni var ekki hægt að hrófla við “Eyðimerkurrefinum”, og Joseph Goebbel nýtti sér vinsældir Erwin Rommels heimafyrir óspart í áróður…
Fyrir Rommel var komandi orrusta við her bandamanna, stríð við óvin sem Rommel hataði alls ekki, heldur bar Rommel ómælda virðingu fyrir bandamönnum og þeirra hæfu stjórnendum. (Stephen E. Ambrose, D-Day, bls.70.). Rommel tók á komandi orrustu með mikilli fagmennsku og kappsemi frekar en að líta á komandi raun sem einhver krossferð……
Eyðimerkurrefurinn skiptir úr sókn í vörn, en það var gegn hans innra eðli.
Eftir að Hitler hafði skipað Rommel sem yfirmann varna í vestri tók Rommel upp þá iðju, að styrkja hin ógurlega “Atlandshafsvegg”.
Rommel gaf skipanir um að milljónum tonna af steypu yrði dælt í styrkingar á fallbyssuhreiðrum sem lágu á lykilstöðum eftir ströndum Frakklands í Normandy. Mörg hver hin rómantísku hús við Frakklandsstörnd virtust saklaus, er þau mændu fram á hafið fyrir framan þau, en inni í forstofu þeirra voru, hermenn tilbúnir að sinna skildum sínum, fyrir aftan vel hulina varnarbyssum þeirra.
Dæmi um hve sterk fallbyssuhreiðurinn við strendurnar voru að veggir sumra þeirra voru um 4 metra þykkir. Bandamenn létu sprengjum rigna á þessi víghreiður þýska hersins, úr fallbyssum orrustuskipa bandamanna sem voru í tugkílómetra fjarlægð úti á hafi, og eins vörpuðu þeir hundruðu þúsundir tonna af sprengjum úr sprengjuvélum sem að mestu voru af gerðinni B-17 og B-26 vélum. Sprengjuvélarnar fór í meira en 14.000 sprengiferðir á D-Day, þegar mestu loftárásirnar stóðu yfir. Tveimur dögum eftir innrásina í Normandy voru þessar fallbyssur ennþá í fullu fjöri og létu kúlnahríðinni dynja á her bandamanna.
Sumar sprengjuvélar flugu í fullkomnu öryggi í 20.000 feta hæð, og oft slepptu þær sprengifarmi sínum án þess að hafa neitt skyggni fyrir neðan og oft voru þeir ekki vissir, hvort þeir væru í raun að hitta á óvinaskotmörk, eða landgönguliðana sína sem voru að brjóta sér leið upp erfiðar fjörurnar fyrir neðan. Þetta var þó ekki alltaf þannig og þurfti 466-Spengjusveitin (frá Englandi) að snúa til baka með sprengjufarm sinn og þá höfðu aðeins, 32 B-17 vélar, af 68, náð að losa sprengifarm sinn og þeir vörpuð rétt tæpum 100 tonnum á fjörurnar og víghreiður þýska hersins.
En svo voru aðrar sprengjuvélar sem flugu neðar en 1000fet (um 300 metrar). Sergant Lovelace sem var skytta á B-17 vél, í turnbyssunni og átti að verja sprengjuvélina fyrir árásum þýskra flughersins að ofanverði sprengjuvélinni, lýsti eitt sinn slíkri sprengjuferð. Hann sagði eftir að sprengjuvélin hafði flogið með fram sjávarlínuni og í leit að skotmarki hafi hann tekið eftir vélbyssuskyttu sem var búin að koma sér fyrir við hlöðu sem var við fjöruna. Eitt augnablik leit Lovelace bókstaflega inn í hlaupið hjá vélbyssuskyttuni sem lét kúlnahríðinna dynja á B-17 sprengjuvélinna sína, og þar sem Lovelace var í turn-byssuni gat hann ekki beint henni niður á skyttuna fyrir neðan hann. Hann vonaði að sá sem var á hliðar-byssuni (waist-gunner) eða skott-byssuni (tail-gunner) mundi svara í sömu mynt.
Lieutenant Havener sá B-17 sprengjuvél verða fyrir skoti 88mmFlak byssu, og sprengjuvélin snérist í heilhring, náði síðan að rétta sig við og hélt svo sínu “Bomb-run” eða fyrirfram ákveðni sprengjuleið sinni að skotmarkinu, án þess að hörfa.
Sprengjufarminum var sleppt og það var eins og sprengjuvélin ætlaði að rifna í sundur í látunum undan sprengikraftinum og höggbylgjunni neðan frá.
Lt.John Robbinson tilkynnir í kallkerfi sprengjuvélarinar “Við höfum verið hæfðir!”, “We've been hit!”, en aðstoðarflugamaðurinn Lt.Havener svarar í kallkerfið um hæl “Nei strákar, við vorum ekki hæfðir, þetta voru sprengjurnar okkar sem voru að springa!”.
Lt. John Robbinson sagði “Sprengingarnar kíldu vélina mína virkilega upp í þessari hæð um 800 fet, krafturinn var það mikill. Það var eins og að keyra bíl yfir járnbrautarteina!”.. Margir aðrir komu með svipaðar sögur úr sprengjuleiðangrum bandamanna, slíkur var krafturinn undan sprengjunum.
Hérna er ein af meginástæðum þess að Erwin Rommel var með aðra höndinna bundna fyrir aftan bak í þessari ójöfnu orrustu. Herman Goering hafði lofað stórglæsilegum Luftwaffe en hann var orðin bara skugginn af sjálfum sér. Rommel hafði engar Junker Stuka dýfu-sprengivélar til varnar Atlandshafssveggnum. Rommel hafði ekki eina bryndeild sem hafði ráð yfir, Hitler treysti ekki neinum með þær.
Aspasinn hans Rommels……
En Rommel var í vörn og hugsaði allt öðruvísi en hann var vanur að gera í mörgum glæstum sigrum hans. Hann var í raun sóknarmaður og kunni best við að sækja, ryðjast áfram með skriðdrekana sína og koma óvininum á óvart. Hann eins og Eisenhower átti erfitt með að vera á einum stað lengi, þeir báðir voru ótrúlega atorkumiklir og menn á þrítugsaldri þurftu að hafa sig alla við til að halda í við þá. Þeir voru vaknaðir um 06:00 til að skipuleggja daginn. Fóru svo á milli herdeilda allan daginn til að brína mannsskapinn og voru komnir í bækistöðvarnar eftir að rökva tók.
Þeim dugði yfirleitt fjögra tíma svefn. Þeir voru báðir í mjög góðu formi. En á meðan Eisenhower gat sokkið sig niður í hvernig hann ætlaði að sækja á þýsku víglínurnar var Rommel sokkin niður í að undirbúa varnir sínar. Hann dældi niður milljónum tonna af sementi, lagði hundruðu þúsunda sprengjur víð og dreif. Lagði skriðdrekagildrur og lagði svo milljóna staura um akra Normandy sem fengu svo nafnið “Aspasinn hans Rommels”.
Þetta var til að torvelda svifflugum bandamanna sem komu svífandi inn með fótgönguliða og búnað. Stundum var búið að strengja víra á milli staurana þannig að þegar vélarnar lentu á þessum hindrunum var ekki spurt að leikslokum. Menn og búnaður bókstaflega bútuðust í sundur, og voru fjölmargir flugmenn sem voru höfðinu styttri eftir D-Day.
En undirbúningur fyrir innrásina hafði verið næstum lokið um miðjan maí 1944, allt niður í minnsta smáatriði. Leyniþjónustumenn höfðu fylgst vel með öllum framkvæmdum “Atlantshasveggins”, bandamönnum til mikillar hamingju hafði fullt af hindrunum og girðingum verið bara hrúgað upp í einn haug frekar en að gera úr þeim nothæfar hindranir. En við Omaha-strönd hafði áhöfn B-17 sprengjuvélar varpað öllum sínum sprengifarmi á bæði mannvirkin og eins á Omaha-ströndina. Major Kenneth Lord, sem var aðstoðamaður í njósnadeild G-3 fyrir 1-Herdeild, hafði skoðað ljósmynd sem tekin hafði verið úr B-17 spregjuvélinni þegar sprengjufarmurinn lenti á Omaha ströndini og honum var nokkuð brugðið við það sem hann sá á þeim ljósmyndum.
Það hafði orðið keðjuverkun af sprengingum neðansjávar eftir að sprengjufarmurinn hafði sprungið. Þetta var ný framþróun því í leynilegum sendiförum sem njósnarar höfðu farið áður voru engar neðansjávar-sprengjur til staðar, og þær mundu gera lendingu á “Higgins-boat” nær ómögulegar þarna ef þessar sprengjur yrðu ekki aftengdar áður. Aðalhausverkurinn sem sjóherinn hafði var að vita hverskonar búnaður væri þarna á ferð, og sendu yrði njósnara til að kanna þetta. Voru þetta sprengjur sem voru með segla, þrýstibúnað eða rafmagnstengdar?
Sá sem valin var í njósnaleiðangurinn hét Captein George Lane. Hann hafði farið í svona ferð í apríl og kom með til baka sprengju og búnað sem gerði yfirmann hans skíthræddan þegar hann sá búnaðinn, því hann var hannaður til að vera ofansjávar og þoldi ekki það að vera neðansjávar þannig að saltið var búið að valda ryðmyndun í búnaðinum og þetta gat sprungið á staðnum án nokkurs fyrirvara. Hann fór í annan leiðangur til að mynda allar sprengjur neðansjávar með innrauðri myndavél, og núna var hann að fara í en eina njósnaferðina.
En því miður var hann ekki eins heppin og í fyrri njósnaferðum sínum því áhöfn á þýskum eftirlits bát, “German E-Boat”, náði honum. Captain George Lane var fluttur eins og skot til La Roche-Guyon til að verða yfirheirður. Mjög glæsilegur yfirmaður herráðsskrifstofunar kom inn í herbergið til Lane og spurði hann, “Jæja, hvernig eru hlutum nú háttað í Englandi núna? Veðrið hlítur að vera yndislegt, í lok maí er veðrið alltaf svo yndislegt í Englandi…”, það kom svo í ljós að hann átti enska eiginkonu. Hann fór svo með Lane inn til Rommels “Eyðimerkurrefsins”…
Rommel sagði: Þú ert í mjög alvarlegum málum! Það er af því að við höldum að þú sért skemmdarverkamaður….
Lane snéri sér til túlksins og sagði: Vinsamlegast segðu við hans háttvirta að ef hann trúir því, þá héld ég að hann hefði aldrei boðið mér hingað…
Rommel hló dátt og sagði: Jæja þú heldur að þetta sé boð?.
Lane svaraði: Já innilega held ég að þetta sé boð, og ég tel þetta vera mér mjög mikill heiður, og ánægjan er öll mín herra!.
Rommel hló aftur og sagði: Jæja þá, en hvernig hefur vinur minn Montgomery það?
Lane svaraði: Ég þekki því miður ekki Montgomery.
Rommel: Hvað heldurðu að hann sé að bralla núna?
Lane: Það eina sem ég veit er það sem er skrifað í Times og þar segir að hann sé að undirbúa innrás.
Rommel: Heldur þú virkilega að það verði innrás? Að Bretarnir munu gera árás?
Lane: Það er það sem ég les í Times, þannig að ég trúi því
Rommel: Já, ef þeir gera innrás mun þetta vera í fyrsta skiptið sem Bretarnnir munu þurfa að berjast í orrustu!
Lane: Hvað meinar þú eiginlega?
Rommel: Þeir fá alltaf einhverja aðra til að há orrustur sínar, Ástrali, Ný Sjálendinga, Suður Afríkumenn. Þeir eru mjög klókir þessir Bretar…
Rommel verður mun alvarlegri og spyr: Hvar heldur þú að innrásin verði?
Lane: Ég veit sannarlega ekkert um það, þeir mundu aldrei fara að segja mér það, þar sem ég er bara undirþjálfi í hernum. En ef ég fengi einhverju ráðið með það mundi ég fara yfir sundið þar sem allra styðst væri að fara. (Calais)
Rommel segir þungt hugsi: Já, og kinkar kollinum, þetta er mjög athyglisvert.
Þeir héldu svo áfram samræðunum og töluðu um pólitík og þá skoðun Rommels að honum fyndist að Bretar og Þjóðverjar ættu að berjast hlið við hlið gegn Rússunum. Lane var reyndar ekki á þeirri skoðun.
Þegar þeir höfðu lokið samtali sínu var farið með Lane til Parísar þar sem hann var afhentur Gestapo.
Það sem undirstrikar að Rommel var sannur Riddari var að Gestapo yfirheyrði aldrei George Lane, þeir píntuðu hann aldrei né beittu honum aldrei neinum þvingunum. Þeir hefðu ekki vogað sér það þar sem Rommel sjálfur hafði yfirheyrt Lane og um leið slegið verndarskyldi um hann. Lane var heppinn og eins voru bandamenn heppnir því sendiför Lanes var á ströndum Calvados, Frakklandi, þar sem innrásarherinn ráðgerði að ná strandhöggi.
Varnar hugmyndir Rommels voru rangar.Erwin Rommel hugsaði eins og “Battlefield Commender” eða hershöfðingi sem var staddur á vígvellinum. Það varð hans helsti galli við skipulaggningu varna “Atlandshafsveggsins”. Hann rétt eins og George S. Patton var alltaf með hermönnum sínum á vígstöðvunum. Þeir báðir voru um borð í sínum jeppum eða skriðdrekum, kallandi skipanir til sinna manna og gefandi þeim móralskann stuðning. Hermennirnir virtu yfirmenn sína og börðust að alefli fyrir þá.
Stundum kom það fyrir að Rommel var næstum handsamaður að óvinum því framsókn hans var of hröð og byrgðar og flutningsveitir þeirra gátu ekki fylgt á eftir. Eitt sinn var hann staddur á bresku hersjúkrahúsi og Rommel hafði heldur ekki gert sér grein fyrir því, þegar einn særður þýskur hermaður bendir honum á það.
Bretarnir héldu að Rommel væri pólskur hershöfðingi.
Gerge S. Patton var kannski örlítið ýktari en Rommel, en bæði Patton og Rommel vissu hvað það var sem þurfti til að láta hermaskínuna virka! Eitt sinn í Norður-Afríku hafði einn jeppana fest sig rækilega, og Rommel var ekkert minni maður en hver annar og var í drulluni að ýta jeppanum með mönnum sínum. Rommel deildi sömu aðstöðu og sínir undirmenn, oft voru það frekar úr sér slitnir hermannabraggar, og á nóttini varð mjög kalt í eyðimörkinni.
Í maí mánuði hafði Rommel þrár herdeildir við Contendin svæðið. 23 Deild, 709 Deild og 91 Deild. Meðfram Calvados strönd var 352 Deild sem var við Omaha, 716th sem var við (bresku sjávarlínuna) og með 21st skriðdrekadeild við Caen. Þetta var hvorki fugl né fiskur, og megintilgangur hans með því að dæla öllum þessum milljóna tonna af steypu og grafa skurði var að tefja innrásarherinn nóg til að vita hvar hann mundi reyna strandhögg, og þá um leið að koma með öfluga mótspyrnu með skriðdrekum gegn bandamönnum á D-Day. En með svo fáar deildir sem vörðu svo viðamikið og stórt svæði var áætlun hans meingölluð. Hitler að sama skapi neitaði Rommel um að stjórna skriðdrekadeildunum eftir sínu höði og áætlun, og um leið var Hitler að binda hendur Rommels.
Heinz Guderian og von Rundstedt voru gjörsamlega á móti þessum hugmyndum Rommels og Hitlers. Á Sikiley og eins við Salerno höfðu skriðdrekar þýska hersins brotist í gegnum varnarlínu bandamanna og komist niður við sjávarlínuna. Þar tók við hreinasta helvíti á jörð fyrir áhafnir skriðdrekana, því á hafi úti sátu tundurspillar og freigátur bandamanna og þeir þurrkuðu út mótspyrnu Þjóðverja á nokkrum sekúndum og með svo mikilli nákvæmni að ekkert varð eftir af skriðdrekunum er sprengikúlurnar lentu á þeim, það eina sem stóð eftir var bara mjög djúpur gígur… En Rommel vissi þetta ekki og hafði aldrei séð neitt þessu líkt….
4. Júní 1944….. “Örlögin taka til sinna ráða!”..
Rommel ákvað að halda heim til að heimsækja eiginkonu sína og eins til að grátbyðja Hitler um fleiri skriðdrekasveitir. Hann kom heim í Herrlingen rétt til að ná sólsetrinu með eiginkonu sinni Lucie. Þau fóru í kvöldgöngu saman þar Lucie var að prufa nýju skóna sem Rommel hafði fært henni í afmælisgjöf.
Salmuth Hershöfðingi og yfirmaður fimmtánda hersins var í Ardenne fjöllum að veiða.
Dollmann hershöfðingi yfir sjötta hernum var á leiðinni til Rennes á kortaæfingu.
Feuchtinger hershöfðingi yfir 21 skriðdrekaherdeidinni (21st Panzer Division), ásamt yfirherstjórnanda sínum, voru á leiðinni til Parísar að hitta vinkonu Feuchtinger.
Þýski herinn hafði náð að komast yfir dulmálssendingar til frönsku neðanjarðarmótspyrnunar að innrásar væri að vænta mjög fljótlega, og sveitirnar ættu að vera í viðbragsstöðu.
Einn af leiniþjónustumönnum Rundstedts, sagði að það væri fáranlegt að fara gera innrás á þessum tíma og tilkynna það fyrst til frönsku mótspyrnunar á undan BBC. Í maí höfðu margar svona falskar sendingar komið og þýski herinn hafði verið of oft kallaður í viðbragsstöðu og þurfti því að fórna of mörgum dögum til einskins, þannig að Dollman hershöfðingi ákavað að gera ekki neitt með þessi skilaboð og lagði að stað til Rennes.
5. Júní Lognið á undan storminum…
Það er hádegi og Eisenhower er niðusokkinn í að skrifa niður á blað eftirfarandi…. “Lending okkar… hefur mistekist,” byrjaði hann að skrifa, “ég hef dregið allt herliðið til baka. Ákvörðun mín að gera alsherjar árás á þessum tíma og stað, var tekin eftir bestu vitneskju okkar á þeim tíma. Hermennirnir, flugherinn og sjóherinn lögðu alla sína krafta og hetjudáð í þessa innrás. Ég tek einn alla þá ábyrgð fyrir að þessi aðgerð hafi farið forgörðum…”
Rommel átti mjög rólegann 5 júní. Hann týndi villiblóm í afmælisvönd sem hann var að útbúa handa eiginkonu sinni Lucie.
Hans von Spiedel yfirmaður mannafla Rommels, var að undirbúa veislu í chateau La Roche-Guyon sem átti að vera um kvöldið. Hann ætlaði að bjóða nokkrum vinum og eins og Hans von sagði “Sá gamli er farin í burtu”..
Marcks hershöfðingi hafði miklar áhyggjur að skilja eftir hermennina sína um miðja nótt er hann var kallaður til Rennes. Ráðgert var að halda nætur æfingu þá nótt og er bandamenn fundu skothylki Þjóðverjana eftir innrásina þá tóku þeir eftir því að það voru trékúlur í skothylkjunum. Bandamenn héldu það að þýski herinn ætlaði að gera þetta viljandi til að valda sem mestum skaða á hermönnum bandamanna, en það var nú ekki þannig, heldur voru skothylkin frá þessari næturæfingu…
Í Arnarhreiðrinu, Berchtesgaden, átti Hitler bara venjulegan dag. En eins og Walter Warlimont, næst-hæst-ráðandi yfir herrásskrifsstofuni skrifaði það, “Þann 5 júní…. Höfðu æðstu herráðsskrifsstofur Hitlers ekki nokkurn grun um að þessi miklu kaflaskil í stríðinu, væri yfirvofandi!”….
Þennan eftirmiðdag fara 82nd og 101st Airborne division, að gera sig tilbúna og hlaða á sig allan búnaðinn. Hver fallhlífarhermaður stökk með búnað sem nam 45-50kg og er það ótrúlegt að þeir hafi bara lifað stökkið af, enda týndist oft nær allur búnaður þeirra er þeir stukku út, og aflið af hreyflum Douglas vélana feykti búnaðinum af þeim. Eisenhower fór til þeirra og stappaði í þá stálið. “Go get them guy's!!!” sagði Eisenhower vígreifur…
Um átta leitið að kvöldi 5 júní sendir “Axis Sally” eða eins og hermenn bandamanna kölluðu hana “Bitch of Berlin”, kveðju í útvarpið, “Góða kvöldið 82nd Airborne Division” sagði hún, “í fyrramálið munum við nota blóðið úr yðrum ykkar til að smyrja hjólin á skriðdrekum okkar!”.
Þetta angraði mjög marga en sumir uxu ásmegin við þetta. Málið var að kellinginn var búin að básúna þetta í meira en tíu daga, og þýski herinn vissi heilmargt um sálfræði hernað sem bandamenn vissu ekki.
Heimildir:
Martin Blumenson
Stephen E. Ambrose
Richard Collie