Ég var að lesa merkilega, en þunglesna bók; “The Dictators” eftir Richard Overy, þar sem hann setur fram þá kenningu að Þjóðverjar hafi alls ekki nýtt þá möguleika sem þeir höfðu til framleiðsluaukningar með hernámi mestallrar Evrópu og Rússlands.
Nokkrar athyglisverðar tölur um framleiðslu frá 1941, og hafið í huga að það er árið sem Þjóðverjar gera innrá í Sovétríkin;
Rússar tvöfalda framleiðslu á áli til 1944 á meðan Þjóðverjar standa nánast í stað, og rúmlega tvöfalda flugvélaframleiðslu til 1943 meðan Þjóðverjar rúmlega tvöfalda hana. Í Skriðdrekaframleiðslu fara Rússar úr 6590 í 28963 1943, á meðan Þjóðverjar fara úr 5200 í 27300 stk. Í Fallbyssum er bilið enn breiðara, Rússar í úr 42300stk. í 122400 stk. 1944, meðan Þjóðverjar geta bara framleitt 56100 það ár.
Tvennt ber að hafa í huga; fyrripart tímabilsins ættu Þjóðverjar að hafa getað nýtt sér “þrælavinnuafl” og nýjar auðlindir betur, en á móti kemur seinni part stríðisins hafa þeir þurft að láta mikið af hendi í staðinn. Albert Speer gerði þrekvirki í að auka framleiðini í Þýskum verkskmiðum seinni part stríðsins, en það er skoðun margra að og háir staðlar hafið háð iðnaðinum, þannig að t.d. var lagður of mikill metnaður í vopn sem kannski átti ekki langan tíma fyrir höndum á vígvellinum og ódýrari og einfaldari vopn hefðu getað dugað.
Gott dæmi um sparnað er hinn frægi þýski hjálmur; 1942 er ákveðið að hætt að “rúlla” á honum brúnirnar, þannig að hann sé nánast tilbúinn úr “pressunni” og þannig sparast nokkrar vinnustundir við að framleiða hann. Þetta voru Rússar góðir í og framleiddu vopn og verjur, með litlum tilkostnaði en yfirleitt endingargóðum og þolnum fyrir veðurfari og aðstæðum.
Frá sagnfræðilegu sjónarmiði er gaman að spá í orsakir fyrir hvernig hlutirnir fara, en ég segi bara að það er bara gott að Nasistarnir töpuðu.
Kveðja,
IDF