Ég er snúinn aftur, stefni að því að klára þetta en ég get ekkert sagt um hvenær það verður. Eftir seinustu grein varð mikið að gera í skóla og svo fór ég að vinna og fór lokst til útlanda. Svo tók við hörku skóli þegar ég kom heim og mátti ekkert vera að neinum greinaskrifum að viti. En hér kemur fyrsti kaflinn af framhaldinu:
Franklin D. Roosevelt.
Það fer eflaust ekki framhjá mörgum að Franklin og Theodore höfðu sama ættarnafn. Þeir voru líka frændur. Theodore Roosevelt var merkileg týpa, stríðshetja, þingmaður frá New York, loks varaforseti og í raun fyrir hendingu forseti en hann tók við þegar McKinley forseti var skotinn. Hann var þó repúblikani en Franklin var demókrati. Þó leit Franklin mikið upp til Theodore og var hann helsta ástæðan fyrir því að hann stefndi á forsetastólinn.
Franklin var lofandi ungur maður. Hann var vel talandi, þótti laglegur og gáfaður. Frændi hans var forseti þegar hann hóf þátttöku í pólitík. Þeir voru vitaskuld af forríkri ætt í New York sem hefur nú ekki skaðað ýkja mikið. (Reyndar voru Rooseveltarnir þekktir fyrir afar lélegt viðskiptavit. Þeir voru mestmegnis hugsjóna eða draumóramenn, en fjarlægir forfeður þeirra höfðu unnið til ríkisdæmisins.). Árið 1910 varð Franklin þingmaður í New York fylki. Franklin var fæddur 1882 og því hefur hann verið fremur ungur en einungis 28 ára. Fimm árum áður hafði hann gifst frænku sinni Eleanour Roosevelt. (Jebbs, en þau voru ekki náskyld, reyndar var Theodore heldur ekki náskyldur Franklin).
Mikil uppsveifla var í gangi hjá Demókrötum. Repúblikanar sem höfðu verið í meirihluta í mörg ár og haft mikla yfirburði gagnvart þeim tvístruðust. Frændi Franklins Theodore leyddi klofningshóp sem nefndist “The Bullmoose party”. (Ég sagði líka hver fjárinn). Hann leyddi hann gegn Taft forseta Repúblikana sem hann hafði sjálfur stutt eftir að hafa dregið sig úr pólitík. Þetta leyddi til þess að Demókratar unnu sigur og Woodrow Wilson varð forseti. Wilson gerði margar umbætur í BNA sem ég hef fjallað um í fyrri greinum. (Í þeim greinum er aðeins meira talað um Taft og “the bull moose party”).
Wilson útnefndi Franklin sem “assistant secretary of the navy” 1913. Sem væri sennilega best að þýða sem aðstoðar ritara sjávarmála. Það var reyndar stærri staða en hún hljómar þar sem floti BNA var afar mikilvægur, fyrri heimsstyrjöld ný byrjuð og BNA drógust inn í þá styrjöld á endanum.
Franklin varð svo útnefndur sem varaforsetaefni Demókrata árið 1920. Þá var hann 38 ára, brautin lá bein fyrir hann. (Hann varð að vísu ekki varaforsetaefni þeirra heldur tapaði naumlega fyrir mótframbjóðanda sínum). Þegar Demókratar töpuðu lá ljóst fyrir að hann yrði næstur í röðinni þegar kæmi að vali forsetaefnisins og innan skamms væri lokatakmarkið innan seilingar.
En svo einfalt reyndist það ekki verða. Árið 1921. Árið 1921 veiktist hann af pólíó. (Poliomyetilis). Það leiddi til þess að hann varð lamaður í fótleggjunum. Hann varð því að draga sig í hlé og einbeita sér að endurhæfingu á fótleggjunum.
Árið 1924 kom fallna hetjan á hækjum fram á landsfundi Demókrata til að styðja útnefningu Alfred E. Smith til forseta. Alfred átti þó litla möguleika á sigri því efnahagur BNA stóð mjög vel á þessum tíma og sitjandi Repúblikana stjórnin var ólíkleg til að falla.
Fjórum árum síðar hafði þó Franklin tekist að ná tökum á sjúkdómnum. Hann bauð sig fram til að verða fylkisstjóri New York fylkis og varð það. Það var árið 1928, Hoover varð forseta á sama tíma. En allt átti eftir að breytast.
1929 hrundi efnahagur Bandaríkjanna að því er virðist öllum af óvörum. Með sér í fallinu drógu þau öll ríki heimsins nema Sovétríkin. (Sovétríkin voru hvort sem er einangruð viðskiptalega séð og búin að ganga í gegnum miklar hörmungar, þar með talið hungursneyð. Kreppan mikla hafði engin áhrif á Sovétríkin og því fóru margir að líta til þeirra sem fyrirmyndar í efnahagsmálum).
Roosevelt brást við kreppuni á fremur vinstri sinnaðan máta þrátt fyrir að hann hafi eflaust ekki haft Sovétríkin að fyrirmynd. Hann lét borgina útvega atvinnuleysingjum bætur, hann lét aldraða fá ellilífeyrisbætur og kom á tryggingakerfi. Árið 1930 var hann endurkjörinn en nærri því allir aðrir fylkisstjórar annars staðar töpuðu enda er venjan að kenna pólitíkusum um efnahagslegar hrakfarir.
Þess vegna er skiljanlegt að meirihluti Demókrata hafi litið til Roosevelts sem væntanlegan fulltrúa þeirra í forseta kosningum. Á þessum tíma varð hann í raun þeirra vonarstjarna, svipað og Ingibjörg Sólrún var í augum Samfylkingarinnar. Því staðan var sú að Repúblikanar voru öflugir í New York á þessum tíma og ekki nóg með það heldur þá voru Repúblikanar búnir að stýra BNA í þrjú kjörtímabil. Og í miðjum kreppulátunum birtist frammi fyrir Demókrötum fylkisstjóri sem heldur vinsældum sínum þrátt fyrir kreppuástand. Að auki var hann með ættarnafn sem minnti almúgann á betri tíma. (Svipað og þegar frændi Napóleons Bonaparté, Napóleon Bonaparté vann forsetakosningar 1830 í Frakklandi).
Það átti eftir að koma í ljós að ekki var illa veðjað, því Demókratar áttu fram undir höndum sér sitt mesta gullaldarskeið undir forystu Franklins.