Myndin er tekin þegar hann er aðeins eldri en á umræddum tíma (13-18 ára.) En ég fann enga aðra mynd af honum yngri svo þessi verður að duga.
Hitler laus undan oki föðurs síns.
Eftir að faðir Hitlers dó árið 1903 þurfti hann ekki lengur að rífast við hann um hvað hann ætti að læra eða hvað hann ætti að vinna við. Faðir hans vildi alltaf að hann yrði einhversskonar embættismaður í skrifstofu hlekkjaður við skrifborð og ritvinnslu. Hitler hafði framandi drauma um að verða myndlistamaður. Honum bauð við tilhugsuninni um pappírsvinnu. En Alois Hitler skildi þau ekki eftir alslaus. Klara, móðir Adolfs fékk helming mánaðarlauna hans plús drjúgann skilding líftrygginganna.
Hitler hættir í skóla
Hitler í heimavistarskóla í Linz og kom heim um helgar. Kennslukona hans sagði síðar að hann hafi verið stressaður og vandræðalegu drengur sem gerði lítið annað en að teikna og lesa. Hitler fann ástríðu í því að teikna og lesa en var latur nemandi. Þegar hann kom aftur í skólann eftir sumarfríið árið 1903 gekk honum verr í náminu og fékk slakar einkunnir. Vitandi það að hann myndi eflaust ekki ná að útskrifast fór hann að haga sér illa, hrekkja og gera grín, sérstaklega að kennurunum sem honum líkaði illa við. Hann gaf kennurunum móðgandi deilugjörn svör við spurningum sem gerðu hann vinsælann hjá ólátabelgunum í bekknum. Með þeim sleppti hann kakkalökkum í skólastofuna, færði til húsgögnin og gerði oft þvert við það sem kennarinn sagði.
Mörgum árum seinna lék hann sem Foringinn stundum hrekki frá þessum tíma eftir meðal hershöfðingja hans í miðri heimsstyrjöld.
Honum líkaði aðeins við einn kennara. Það var Dr. Leopold Pötsch sem kenndi sögu og sagði sögur af þýskum hetjum. En Hitler hafði lítinn áhuga á öðru en þýskri þjóðernishyggju, list og arkítektúr. En flestir aðrir kennarar biðu eftir því að hann yrði rekinn með skömm úr skólanum og eftir því sem vonir hans til þess að mentast urðu dekkri urðu draumar hans um að verða listamðaur bjartari.
Í maí 1904 var Hitler 15 ára og fermdist. Hann hafði misst löngunina sem hann hafði sem barn til þess að vera prestur. Stuttu eftir það hætti hann í gagnfræðaskólanum (myndi vera gagnfræðaskóli hér (8.9.og 10.bekkur) en var samt snemmt framhaldssnám þarna og á þessum tíma) í Linz. Hann fór í annann skóla í bænum Steyr og bjó á heimavistinni og hann og herbergisfélaginn styttu sér stundum stundir með því að skjóta rottur.
Fyrstu önnina þar fékk hann hræðilegar einkunnir. Féll í stærðfræði, frönsku og þýsku og fékk slaka einkunn fyrir skrift þótt hann kynni aldeilis að höndla penna. En seinni önnina gekk honum betur og var sagt að hann gæti jafnvel útskrifast ef hann tæki sérstakt aukapróf um haustið. En um sumarið veiktist hann í lunganu og varð frekar aumur.
En hann fékk heilsu sína aftur og kom sterkur inn um haustið og náði prófinu. Þá hélt hann uppá það með félögunum og datt hressilega í það. Hann vaknaði upp morguninn eftir úti á vegakanti úti á landi, vakinn upp af mjólkurpósti. Eftir það ákvað hann að drekka aldrei framar og stóð við það.
En Hitler tókst ekki að ná prófskírteini. Hann hætti í skólanum þegar hann var 16 ára og notaði slaka heilsu sína sem afsökun. Hér eftir mundi hann læra af sjálfum sér og lestri, lifa áfram í draumaveröld sinni og ákveða sjálfur hvað væri rétt og rangt.
Adolf eyddi næstu árum í iðjuleysi. Móðir hans ýtti stöðugt undir hann að fara og læra eða fá sér vinnu en Hitler fanst sú tilhugsun óbærileg. Þar sem faðir hans var ekki lengur þarna til þess að segja honum hvað hann ætti að gera, eyddi hann tíma sínum í að lesa, mála og teikna skyssur af húsum og fólki. Hann vafraði um borgina Linz, sótti söfn og óperuhús eða sat við bakka Danube fljóts og dreymdi um að verða frægur myndlistamaður.
Líf eftir skólann
Hitler vaknaði seint og klæddi sig í fín föt, og fór út seinni part dags með fínan fílabeinsstaf og kom svo heim á kvöldin og vakti oft fram yfir miðnæti, að lesa eða teikna. Seinna sagði hann að þessi ábyrgðarlausu ár hefðu verið besti tími lífs hans. Eini vinur hans var August Kubizek sem var annar ungur draumóramaður. Hann dreymdi um að verða frægur tónlistarmaður. Hann var þolinmóður drengur sem hlustaði oft á Hitler segja frá draumum sínum og vonum. Þeir kynntust í óperuhúsinu í Linz og urðu góðir vinir strax. Hitler átti aldrei kærustu á þessum árum. En hann varð ástfanginn af stúlku sem hét Stephanie. Hann gat starað á hana heillengi og stundum elti hann hana. Hann skrifaði til hennar mörg ástarljóð en þorði aldrei að láta hana fá þau, eða kynna sig og hann var mjög afbrýðisamur þegar hún sýndi öðrum mönnum áhuga. Hann sagði félaga sínum Kubizek að hann gæti náð sambandi við hana með hugskeytum og að hún væri hrifin af honum en hún vissi ekkert að hann væri ástfanginn af henni. Seinna eftir að Hitler var orðinn heimsfrægur var henni sagt það og hún varð mjög hissa og hún sagðist muna eftir einu óundirrituðu ástarbréfi.
Heimssýn Hitlers fór að myndast á þessum árum. Hún varð fyrir áhrifum frá bókum sem hann fékk lánaðar á bókasafninu um þýska sögur og norræna goðafræði. Hann varð einnig fyrir miklum áhrifum frá óperum Wagners. Eftir að hafa séð Wagneróperuna,“Rienzi” fór Hitler með Kubizek upp á hæð og talaði um köllun sína í lífinu til þess að leiða þjóðina til frelsis, svipað því sem hann hafði séð í óperurunni. Nú hafði hann mikinn áhuga á öllu sem tengdist Þýskalandi og því sem var þýskt og fór að finna fyrir óbeit á ógermönsku kynþáttunum sem voru í Austurríska-Ungverska keisaradæminu sem höfðu ráðið yfir Austurríki og löndunum þar í kring.
Hitler flytur til Vínarborgar
Vorið 1906 var Hitler sautján ára og fór í fyrsta sinn til Vínarborgar sem var miðstöð lista, menningar og höfuðborg keisaradæmisins. Hann fór með pening frá móður sinni og ætlaði að skoða söfn og fara á óperur og varð gagntekinn af hinni stórmerkilegu byggingalist borgarinnar. Hann stóð og staraði á bygginarnar og ferðaðist um miðborgina og skoðaði hver einustu smáatriði í merku byggingunum eins og þinghúsinu og óperuhúsinu svo eitthvað sé nefnt.
Þar sem Hitler var ósamvinnuþýður og latur féll hann úr skóla. En hann varð ósammvinnuþýður og latur vegna þess hversu illa hann sá venjulega vinnu. Sérstaklega skrifborðsvinnu. Til að flýja hina hræðilegu veröld hins vinnandi manns og til þess að bæta upp fyrir skólamisbrestinn lagði hann enn meira á sig til þess að afreka mikilfengleika í myndlist. Í október 1907 þá átján ára tók hann út peningana sem hann fékk í arf til þess að búa og læra í Vín. Hann ákvað fara í listaháskólann í Vín. Þrátt fyrir það að elsku móðir hans var veik af brjóstakrabbameini og hafði farið í misheppnaða aðgerð í janúar 1907 keyrði metnaðurinn hann til þess að gera þetta.
Hann fór sjálfsöruggur í tveggja daga inntökuprófið og beið rólegur eftir niðurstöðunum og bjóst við því að komast inn en það sló hann eins og þruma ur heiðskýru lofti að myndirnar hans þóttu ófullnægjandi og honum var hafnað inngöngu. Hann var illa særður og fór til þess að fá útskýringu og honum var sagt að hann vantaði hæfileikann til að teikna mannslíkamann en einnig að hann væri góður að teikna bygginar. Hitler snéri þá vonsvikinn aftur heim til deyjandi móður sinnar.
Móðir Hitlers deyr
Klara Hitler hafði greinst með brjóstakrabbamein í janúar 1907. Hitler var hjá henni allann sólahringinn og hlúði að henni og sá um húsið síðustu daga hennar. Læknirinn Dr. Bloch sem var gyðingur, kom öðru hverju og Hitler aðstoðaði við meðferðina sem átti að bjarga lífi hennar. En það tókst ekki og hún lést 21. desember 1907. Hitler þjáðist allann tímann meðan hún kvaldist af krabbameininu. Hún var jörðuð daginn eftir í kirkjugarðinum við gamla húsið þeirra þar sem Alois og Edmund, faðir og yngri bróðir Hitlers voru grafnir. Hitler var eyðilagður og Dr. Bloch sagði síðar að hann hefði aldrei séð neinn jafn niðurbrotinn og Adolf Hitler þennan dag.
Gyðingurinn Dr. Bloch sleppti Hitler og systrum hans við það að borga fyrir allar heimsóknirnar og Hitler lýsti djúpa þakklætisínu og sagði: “Ég verð þér æfinlega þakklátur.”
Hver veit hvað varð um hann og gyðingaafkomendur hans eftir innlimun Austurríkis árið 1938.
Nú var Hitler foreldralaus átján ára og snéri sér aftur að Vín og listaháskólanum og þangað flutti hann í febrúar árið 1908.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,