Hann fæddist árið 1889 í litla bænum Braunau Am Inn í Austurríki klukkan 18:30 þann
20. apríl. Ættartré Hitlers var í dálitlu rugli og var aldrei vitað með vissu hver afi hans var. Þetta átti eftir að fara mjög í Hitler og verða honum mikil skömm og smán. Miklar eru líkurnar á því að afi hans hafi verið gyðingastrákur í ríkri gyðingafjölskyldu sem amma hans vann fyrir sem kokkur. En Hitler leit á eiginmann ömmu sinnar sem afa sem hún giftist seinna en hann vissi aldrei hver hinn raunverulegi afi sinn var.
Faðir Hitlers, Alois Schicklgruber flutti frá stjúpföður sinum þegar móðir hans dó og fór að búa hjá fátækum bónda sem var frændi hans og hét Johann von Nepomuk Hiedler. Þegar Alois var orðinn eldri og lét eitthvað verða úr sér í Vín sannfærði Hiedler hann um að breyta eftirnafninu Schicklgruber í Hiedler þar sem hann leit á hann sem son sinn. Það er tilviljun að þúsundir Þjóðverja skyldu kalla “Heil Hitler” í stað “Heil Hiedler” því þegar Alois 37 ára ætlaði hann að breyta eftirnafninu sínu en þegar hann skrifaði Hiedler var það stafað sem Hitler og varð setið við það.
Eftir tvö misheppnuð hjónabönd var Alois Hitler 48 ára og giftist hann Klöru Pölzl sem var 24 ára barnabarn Hiedler frænda. Vegna þess að Alois hafði tekið upp ættarnafnið þurftu þau sérstakt leyfi frá kaþólsku kirkjunni til þess að giftast þar sem þau voru “náskyld”.
Hálfsystkyni Hitlers úr fyrri hjónaböndum Alois bjuggu með þeim það sem eftir var af þeirra ungdómi, og Klara eignaðist tvö önnur börn sem dóu bæði stuttu seinna. Svo árið 1889 eignuðust þau sitt fjórða barn Adolf en þá var Alois 52 ára gamall. Svo eignuðust þau tvö önnur börn seinna. Móðir Hitlers var hrædd um að missa hann eins og hinn tvö fyrri börnin svo hún hélt mikið uppá hann. Faðir hans gaf honum litla athygli enda var hann mikið að vinna og þegar hann var ekki að vinna var hann mikið að sinna uppáhaldsáhugamálinu sínu sem var að rækta býflugur. Árið 1895 var Hitler litli 6 ára og fór í grunnskóla í þorpinu Fischlham nálægt bænum Linz. En árið 1895 fór Alois á eftirlaun þá 58 ára gamall.
Þetta þýddi að ekki var nóg með strangann aga og skipanir af kennurunum í gamaldagsskólanum sem Hitler gekk í heldur einnig bættist við strangi faðir hans heima sem hafði verið vanur að gefa skipanir og að þeim sé hlýtt og bjóst við því sama frá börnum sínum. Hann hafði unnið alla sína æfi sem opinber strafsmaður Austuríska ríkisins. Þ.a.e.a.s. Austurríska–Ungverska keisaradæmisins.
Árið 1896 bjó Hitler fjölskyldan á litlum bóndabæ rétt utan við bæinn Linz og þurftu börnin nú að sinna mörgum verkum bóndabæjarins auk heimavinnunar. Þá var heimilishaldið svona: Alois, Klara, Alois yngri sem var eldri hálfbróðir Adolfs og Eldri hálfsystir hans, Angela, Adolf, Edmund litli bróðir hans og Paula litla systir hans.
Alois yngri vaðr verst fyrir barðinu á hinni hörðu meðferð föður þeirra. Barsmíðar og fúkyrði urðu til þess að hann flúði heiman þegar hann var fjórtán ára. Þetta gerði hinn sjö ára Adolf að næsta “fórnarlambi.”
Á þessum tíma flutti fjölskyldan til bæjarins Lambach sem var mitt á milli Linz og Salzburgar. Þetta þýddi að nú var engin vinna í sambandi við bóndabæinn og meiri tími til þess að leika sér. Í Lambach var klausturskóli benediktusarreglunar sem Adolf litli sótti. Þess má til gamans geta að klaustrið var skreytt með hakakrossum sem höfðu verið þar síðan um 1800 og hafði Hitler þá alltaf fyrir augunum.
Hann stóð sig vel í skólanum og tók þátt í drengjakórnum. Hann þótti hafa fallega söngrödd og þegar hann var 9 ára fór hann að taka þátt í smávegis strákalátum og hrekkjum. Einn presturinn kom að honum reykjandi sígarettu en honum var fyrirgefið.
Hitler hafði mikinn áhuga á prestunum í klausturskólanum, sérstaklega yfirráðum ábótans yfir hinum munkunum og í tvö ár ætlaði hann að gerast prestur og lék sér oft í prestaleikjum heima og bjó oft til langar athafnir. En uppáhaldsleikurinn hans var indjána og kúrekaleikur. Hann hafði sérstaklega gaman að bókum frá vilta vestrinu. Enda voru þær mjög vinsælar meðal austurrískra og þýskra stráka á þessum árum. Rithöfundurinn Karl May bjó til persónuna Old Shatterhand sem buffaði indíána í Ameríku og Hitler litli dýrkaði hann. Hann las bækurnar um hann aftur og aftur þangað til hann kunni þær næstum utanað.
Hann las þær meira að segja stundum sem Foringinn mörgum árum seinna. Þegar 80% af þýska hernum í seinni heimstyrjöldinni réðust inn í Sovétríkin líkti hann Rauða hernum við indíána og lét hershöfðingjana sína lesa um Old Shatterhand sér til aðstoðar við innrásina.
Sjálfur lýsti Hitler sér seinna sem deilugjörnum “ring leader” í hóp af krafmiklum strákum. En hálfbróðir hans Alois yngri sem flúði heiman lýsti honum sem uppstökkum dreng sem var dekraður af undanlátssamri móður sinni.
Enn og aftur flutti Hitler fjölskyldan. Þá var það í þorpið Leonding nálægt Linz. Þau bjuggu þar í litlu húsi sem stóð við kirkjugarðinn. Aftur þurfti Hitler litli að skipta um skóla, það gekk vel og hann stóð sig vel í náminu og fékk háar einkunnir. Þar áttaði hann sig á því að hann hafði teiknihæfileika sérstaklega í að teikna byggingar. Hann hafði þann hæfileika að geta horft á byggingar og lagt þær á minnið og teiknað svo hvert einasta smáatriði.
Einn daginn var Hitler að skoða gamla bókasafn föðurs síns og fann þar áhugaverða myndabók um fransk-prússneska stríðið árin 1870-71. Hún varð að þrjáhyggju hjá honum. Hann gat setið löngum stundum og skoðað bókina og sannfærðist um hvað þetta hefði verið mikill merkisatburður.
Hitler var alltaf í stríðsleik og indjána og kúrekaleik og þegar strákarnir nenntu ekki lengur að leika við hann, fór hann bara að finna aðra. Hann gat leikið sér endalaust í þessháttar leikjum.
Þegar Hitler var ellefu ára dó yngri bróðir hans Edmund þá sex ára úr mislingum. Hitler sem hafði alltaf leikið sér í stríðsleikjum og “þykistu” dauða komst nú að alvöru dauða. Edmund var grafinn í kirkjugarðinum við hliðina á húsinu. Nágrannarnir sáu Hitler oft um miðjar nætur sitja úti og stara á leiði bróður síns.
Grunnskólaár Hitlers fóru nú að enda og hann þurfti brátt að ákveða hvers konar framhaldsnám hann ætlaði í, (þarna er hann bara 11 ára og framhaldsnámið byrjaði þá) klassískt eða tækninám. Hitler hafði nú glæsta drauma um að verða myndlistamaður svo honum langaði í klassískt nám. En faðir hans vildi að hann fetaði í fótspor sín og gerðist starfsmaður ríkisins á einhvern hátt. Svo Hitler var sendur í tækninám í borginni Linz. Hann var sveitastrákur í stóru borginni í námi sem hann vildi ekki læra. Hinir strákarnir litu niður á hann og hann var mjög óhamingjusamur og einmana og einkunnirnar hans voru lágar fyrsta árið.
Heimafyrir rifust hann og faðir hans um frama hans og nám. Hinn hefðbundni og ráðríki Alois fannst hugmyndin um að sonur hans yrði myndlistamaður fáránleg en Adolf fanst ekki spennandi að sitja í skrifstofu allan daginn yfir leiðinlegri pappírsvinnu. En draumurinn að verða listamaður leit út fyrir að verða svar við öllum hans vandamálum. En þrjóski faðir hans neitaði að hlusta á slíkt nöldur og bitur spenna hófst á milli feðganna.
Hitler byrjaði seinna ár sitt í framhaldsskóla sem elsti strákurinn í bekknum þar sem hann féll. Þetta gaf honum forskot framfyrir hina strákana og aftur varð hann litli “ring leaderinn” og leiddi strákana í indjána og kúrekaleik eftir skóla og lék Old Shatterhand. Honum tókst að laga einkuninar en hann féll í stærðfræði.
Þýsk þjóðernishyggja náði athygli hans strax meðan hann var 12 ára stráklingur. Hann ólst upp nálægt landamærum Þýskalands og margir Austurríkismenn sem bjuggu þar litu á sig sem austurríska Þjóðverja. Enda voru þeir hluti af Austurríska habsborgaraveldinu sem var fjölmenningarlegt veldi og veittu þeir þýska keisaranum hollusta sína. Einnig var þar sögukennari í skólanum, Dr Leopold Pötsch, sem snart ýmindunarafl Hitlers með spennandi sögum af þýskum hetjum eins og Bismark og Friðrik mikla og brátt varð þýska þjóðernishyggjan að þráhyggju eins og indjánar og kúrekar og stríð. Þegar hann var tólf ára fékk hann sinn fræga áhuga á þýska tónskáldinu Richard Wagner. Hann sá sína fyrstu óperu á þessum tíma og heltekinn af þýskri tónlist og sögum af fornum konungum og riddurum.
Faðir Hitlers, Alois Hitler lést svo árið 1903 úr lungnablæðingu sem gerði Hitler að höfuð heimilisins strax 13 ára.
Heimildir
www.bofhlet.net
Þetta er meðal annars þýðingar mínar af þessari síðu.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,