Að mínu mati voru hernaðaraðferðir Mongóla þær bestu sem notaðar hafa verið.
Ég tel líka að sigur getur auðveldlega unnist með hraða eins og Mongólar og seinna Þjóðverjar sýndu og sönnuðu. Langstærsti kostur Mongólska hersins var leifturhraði þeirra. Enginn her á þeim tíma komst nálægt því sem mongólskar könnunarsveitir gátu farið á 1-2 dögum eða 300 kílómetrar.
Klæðnaður/verjur: Allir mongólskir hermenn báru síða silkiskyrtu undir brynjunni. Þetta var mjög þægilegt þegar þurfti að fjarlæga ör úr líkama hermannsins því þá var bara einfaldlega togað í silkiskyrtuna og örin fylgdi með. Þessi aðferð leiddi líka til minna sárs af völdum örvarinnar. Þeir notuðu línklæði á sumrin og húðir og skinn á veturna.
Brynjur þeirra voru annaðhvort úr brynplötum eða uxahúðum þótt brynplöturnar væru algengari eftir því sem færðust lengra vestur( létta riddaraliðið bar þó alltaf leðurbrynjur ). Þeir notuðu annaðhvort loðinn leðurhatt með þykkum börðum sem siður var fyrir í Mongólíu eða járnhjálma sem voru algengari hjá þungvopnuðu riddurunum.
Hattbarðið á hjálmunum þeirra gaf til kynna hvar þær væru settir í hernum, liðsforingjar báru úlfa, refa, greifingja og jafnvel apaskinn og venjulegir hermenn hunda eða geitaskinn.
Þeir notuðu fæturna til að stjórna hestunum svo þeir gætu notað báðar hendur í bardaga.
Vopn: Langmikilvægasta vopn Mongólska hersins var boginn. Þeir báru oftast tvo boga, annan fyrir stuttar vegalengdir og hinn fyrir lengri vegalengdir og hver hermaður bar a.m.k. 60 örvar. Örvar Mongólar voru þykkari og lengri en þær sem Evrópumenn áttu að venjast. Þeir áttu líka margar gerðir af þeim, örvar fyrir stutt og löng færi, örvar sem boruðu sig í gegnum þykkar brynjur, örvar sem framkölluðu ýluhljóð til að hræða óvininn ( þessa aðferð notuðu Þjóðverjar líka í leifturstríðum sínum, þeir settu flautur á vængi Stuka-steypiflugvélanna sinna sem framkallaði hræðilegt ískur þegar þær steyptu sér ) og meira að segja örvar sem sprungu!
Þungvopnuðu riddararnir báru stutt sverð, exi eða kylfu og 3,5 metra langt spjót.
Léttvopnuðu riddararnir báru stutt sverð, nokkur kastspjót og auðvitað boga.
Venjulega átti hver Mongólskur hermaður 2-3 aukahesta sem hann ferðaðist með og skiptist á að ríða. Þessir hestar voru ekki stórir en mjög harðgerðir og var það siður hjá þeim að skera sár á háls hestsins þegar þeim þyrsti á hestbaki og drekka úr því.
Í bardaga notaði Mongólski herinn hraða og hræðslu af miklum móð. Þeir umkringdu oft fótgönguliða, riðu hringi í kringum þá og skutu þá niður einn af öðrum án þess að fótgönguliðarnir gætu svarað fyrir sig.
Einnig var mjög vinsæl aðferð að senda létta riddara til árásar og láta þá leggja á flótta eftir smá bardaga. Þegar óvinaherinn fylgdi þeim eftir lokaði fótgönguliðið ( sem oftast samanstóð af hermönnum frá herteknum löndum eða þrælum) leiðinni og riddarliðið fór hring í kringum óvininn og kom að honum aftan frá. Þeir sigruðu oft bardaga þótt þeir væru með miklu minni her og nefni ég sem dæmi þegar þeir mættu Persneska hernum sem var 500.000 manna her studdur af fílum á móti 250.000 manna her Mongóla. Mongólar slátruðu Persum og riðu rakleitt inní heimaland þeirra.
Mongólar voru mjög miskunnarlausir í garð fanga og hertekinna borga. Þeir drápu oftast þá óvinahermenn sem gáfust upp eða flúðu sinn eigin her og lögðu heilu borgirnar í rúst ef þeim var sýnd mótspyrna.Ég hef heyrt að þeir hafi drepið 1/10 af þálifandi mannkyni þótt ég selji það ekki dýrara en ég keypti það.
Það er engu að síður staðreynd að Mongólski herinn undir stjórn Khananna var einn sá blóðþyrstasti og miskunnarlausasti sem sögur fara af. Það er sagt að þegar þeir tóku Samarknad ( sem var á þeim tíma stærsta verslunarborg mið-Asíu ) hafi þeir búið til heilu fjöllin af hauskúpum.
Heimildir:
www.Wikipedia.org
www.members.cox.net/houseargent/mongols.html
www.visindavefur.is
Saga veraldar frá Vöku-Helgafell
Strike!