Gott fólk. Í þessari grein ætla ég að tala um Þrjátíu ára stríðið sem var fyrsta stríðið sem hægt er að kalla heimstyrjöld. Stríðið stóð í um 30 ár, (1618-1648), og skildi eftir sig svo mikil skörð í mannfjölda sumra ríkja að þau voru marga áratugi að jafna sig. Stríðið var á milli mótmælenda og Kaþólikka og skiptust löndin í þessar fylkingar. Mótmælendur = Norður Þýskaland, Frakkland, ( þó ríkistrúin í Frakklandi væri Kaþólska), England, (þó þeir tækju aldrei beinan þátt í stríðinu), Svíðjóð, Danmörk og Holland. Kaþólikkar = Suður Þýskaland, Habsborgarar, Spánn og Danmörk, (eftir 1629). Ég ætla nú bara að skrifa stutta samantekt um málið því ef farið er of mikið í efnið væri hægt að skrifa 100 blaðsíðna ritgerð um það. Njótið.
Upphafið
Mótmælendur og Kaþólikkar höfðu verið að berjast í hartnær 100 ár, eða eginlega frá stofnun mótmælendatrúar, en hafði nú slotað á með friðarsamningum Spánar, ( Kaþólikkar), og Hollands, ( mótmælendur). Fólk bjós semsagt ekki við stríði í bráð því samningurinn gillti til ársins 1621. Það fór nú samt á annan veg og nú hófst ófryðurinn ekki í Hollandi eða Spáni heldur í Kaþólska ríkinu Bæheimi, ( löndum Habsborgarana).
Það bar svo við eitt kvöld í Maí 1618, að tvemur Kaþólskum ráðamönnum, (útsendurum Ferdinands II Spánarkonungs), var hent út um glugga í Hardcany kastala í Prag. Reindar voru það ekki beint Mótmælendur sem hentu þeim út, því það voru þrír Kalvaínistar sem hentu þeim út. Það má til gamans geta að Kaþólska útgáfan segir að tveir englar hafi bjargað þeim en útgáfa Mótmælenda var sú að þeir hafi lent í kúamykju.
Nú varð mikil uppreisn og var konungi Bæheims tekin frá völdum og við tók Friðrik V, (mótmælandi). Gekk nú frekar illa hjá Mótmælendum og endaði það með því að Spánarher ,undir stjórn Von Tillys, vann stórsigur undir Weisserberg, ( Hvítafjalli). Nú tók Ferdinand við sjórn Bæheims og var nú Mótmælandatrú bönnuð. Héldu nú áfram einhverjar minni háttar herferðir Mótmælanda gegn Kaðólikkum en ekkert merkilegt gerðist fyrr en 1625.
Danski tímabilið
Ástæða þess að Danir flæktust inní stríðið var sú að þeir óttuðust um það að missa réttindi sín sem Mótmælenda þjóð. Þessvegna áhvað Kristján IV að hjálpa Mótmælendahluta Þýskalands, ( Norðurhlutanum), með því að senda 20000 manna her inní Þýskaland til að sameinast Mótmælendaherjum. Ekki gerðu Danir mikið í þessari herför og gerðist í raun ekkert fyrr en 1626 þegar Albert nokkur Wallenstein gekk til liðs við Kaþólikka með um 100000 manns.
Albert hafði eignast miklar eignir í Moldovíu eftir andlát konu sinnar 1614 og hafði hann notað það til að koma á fót 100000 manna málaliða her. Þennan her notaði hann svo í gegnum stríðið. Nú hafði 20000 manna her Krisjáns ekki bolmagn til að standa í vegi fyrir Wallenstein og töpuðu þeir fyrsta bardaga sínum við Dessau 1626. Unnu nú Von Tilly og Wallenstein saman í því að brjóta á bak Mótmælendur í norðurhluta Þýskalands og dóu margir Þjóðverjar því Wallenstein rændi allt sem hann sá, vinveitt eður ei. Gekk ósigur Dana svo lángt að þeir þurftu að hörfa alla leið inn í Danmörku aftur og ellti Wallenstein þá og rændi sveitir Jótlands í nokkur ár! Wallenstein ætlaði að ráðast á Kaupmannahöfn en gat það ekki sökum þess að hann hafði ekki flota. Það má þess geta að ef Wallenstein hefði náð kaupmannahöfn og Krisjáni IV hefðum við Íslendingar kanski verið innlimaðir við Habsborgarríki, eða jafnvel gefið sjálfstæði, því afhverju ættu Habsborgarar að vilja okkar littlu eyju.
Nú höfðu Danir hinsvegar fengið nóg og sömdu frið 1629, Friðarsamningurinn við Lubeck. Þar sem þeir gáfu upp á bátin Mótmælendatrú.
Sænska tímabilið
Eitt mikilvægasta tímabil Þrjátíu ára stríðsins var án efa Sænska tímabilið. Á því tímabili voru háðir frægustu bardagarnir og einn frægasti maður stríðsins kom framm í sviðsljósið. Gústav II Adolph Svíakonungur. Gústav , sem var Mótmælandi, hafði , eins og Krisján IV nágranni hans , fengið beðni frá Þýskum mótmælendum um hjálp. Við þess brást Gústav við með því að fara fyrir stórum her sínum til Þýskalands. Gekk Svíum svog ótrúlega vel að þeir voru næstum búnir að reka Wallenstein út úr Þýskalandi og meira að segja drápu þeir Von Tilly.
En allt tekur enda og í bardaganum við Lutzen 1632 dó hinn mikkli hernaðarsnillingur Gústav en náðu þeir samt að vinna bardagan. Ná fór fyrst að halla undan fæti hjá Svíum en héldu þeir samt áfram að berjast með miklum kjarki þangað til þeir voru gjörsigraðir við Nördlingen 1634. Þetta sama ár var Wallenstein drepin en ekki á vígvellinum heldur af sínum egin manni, kaptein nokrum, sem drap hann þegar hann reyndi að ná á fundi við Svíana. Kapteininum hafði verið skipað að fylgjas með Wallenstein af Ferdinand sjálfum, sem hafði verið hræddur um að Wallenstein myndi skipta um lið. Nú þegar báðir herir voru svo gott sem búnir var samin friður 1635, sem kendur er við Prag. Á þeim friðarviðræðum voru margar deilur útkljáðar, m.a. var Kalvanista trú leifð, Herir Habsborgara og Heilaga Rómverska ríkisins voru sameinaðir, (Ferdinand Spánarkonungur var líka Keisari Heilaga Rómverska Ríkisins), og trúar ágreiningur var útkljáður.
Franska tímabilið
Þótt trúar ágreiningur væri úr söguni þýddi það samt ekki að stríðið væri búið. Þvert á mnóti voru eftir heil 13 ár af ófriði. Frakkar, ( sem voru Kaþólskir), töldu að það stafaði of mikil hætta af Habsborgurum þannig að þeir gengu í lið með Mótmælendum 1635. Þetta þoldu Spánverjar ekki og réðust inn í Frakkland. Spánverjar herjuðu í Burgundy og nærliggjandi sveitum og komust meira að segja að París 1636. En að lokum var þeim hrint frá 1636 af Bernhard af Saxe-Weimar. Við inrásina breiddist út aftur út um alla Evrópu stríð og voru háðir margir storir, en tilgangslausir bardagar, því svo virtist sem engin væri að vinna né tapa. T.d. vann Svíðjóð Danmörku aftur til mótmælendatrúar en þeð hafði engin meiriháttar áhrif á stöðuna.
En svo árið 1643 dó Loðvík XIV og þar sem sonur hans var einungis 5 var ríkið sett í hendurnar á forráðamanni, Mazarín nokrum. Mazarín reindi nú að öllum mætti að koma á friði. En Nú fóru Habsborgarar að missa tökin. Þeir fóru að tapa hverjum bardaganum á eftir öðrum en samt neitaði Ferdinand að gefast upp fyrr en herir hans voru svo sigraðir í Maí 1648. Var nú skrifaður seinasti Friðars´´attmáli stríðsins, Sáttmálin við Westphalia. Þar var samin friður en ekki var beint tekið framm hver hafði unnið, Mótmælendur eða Kaþóllikkar.
Í stríðinu dóu gífurlega mikið af óbreittum borgurum og m.a. fækkaði íbúum Þýskalands úr 22 milljónum í 13 milljónir. Þetta gífurlega mannfall tæmdi næstum heilu héröðinn og ítti undir borgarmenningu, því flestir sem dóu voru bændur. En samt sem áður vann engin sérstakur stríðið þó Kaþólikkum hafi nú alltaf gengið betur. Breitti stríðið söguni heilmikið og var mikil framþróun í hernaði á þessum tíma, bæði voru fundnar upp nýjar byssur og nýjar hernaðaraðferðir. En þá líkur þessari stuttu. Vonandi skemtu þið ykkur vel.
Afsakið stafsetningar og málfræðivillur.
“The souls of emperors and coblers are cast in the same mould. The same reason that makes us wrangle with neighbours causes war between princes.”