Erwin Rommel, 5 kafli Rommel sá um að vernda Adolf Hitler.

Áður en seinni heimstyrjöldin skall á var eitt af aðalverkefnum Erwin Rommels að sjá um öryggi og verndun Adolf Hitlers. Rommel skipulagði allt varðandi hvaða leiðir bílalest Hitlers keyrði í opinberum heimsóknum Hitlers, hann sá um hvar lífvarðasveitir yrðu niðurkomnar og hvar leyniskyttur væru staðsettar.
Adolf Hitler hafði niðurlægt Hacka forseta Tékklands og neitt hann til að láta skrifa undir skjalið þar sem hann afsalaði Tékklandi til Adolf Hitler eftir að hann hafði hótað innrás og loftárásum á Prag færi Hacka ekki eftir kröfum sínum.

Hacka hafði verið látin bíða langt fram eftir nóttu því Hitler var upptekin við að horfa á nýjustu bíómyndinna sem Josef Goebbels hafði látið gera fyrir Der Fuhrer. Hacka var orðin aldraðaur og var komin að niðurlotum þegar Hitler hafði loksins tíma fyrir hann, þetta var allt þrælhugsað hjá Hitler og hann vissi að Hacka mundi ekki hafa þrek í að svara Hitler fullum hálsi.

Þegar Adolf Hitler ákvað að fara í sigurför og skoða Prag í Tékklandi leitaði Hitler til Rommels og spurði hann álits varðandi hvort hann ætti að vera í brynvörðum bíl þegar hann keyrði um borgina?

Rommel svaraði um hæl og sagði án efa ætti Adolf Hitler að fara í opnum bíl eða blæjubíl eins og við þekkjum það. Hitler dáðist af hreinskilni og snilli Rommels og tók orð hans sem sönn og gild.

Bíll Adolf Hitlers var opin og honum varð fagnað af sumum en ekki öllum.


“Masters and Commanders”

General Dwight D. Eisenhower varð fyrir valinu til að stjórna sameiginlegri innrás í Normandy eftir að Joseph Stalin hafði sett pressu á Winston Churchill og Franklin D. Roosevelt eftir fund þeirra í Teheran í nóvember 1943. Roosevelt spurði George Marshall yfirmann herafla Bandaríkjana álits og hann sagðist styðja forsetann sama hvern hann mundi velja í verkið, þrátt fyrir að hann kæmi sjálfur til greina sem aðalstjórnandi.

“Overlord”.

Roosevelt valdi Eisenhower og þar sem hann hafði áður stjórnað þremur sameiginlegum innrásum gegn þjóðverjum með fullkomnum árangri, virtis sem forsetinn hafi valið rétta manninn í verkið. Bretarnir virtu Eisenhower mikið því hann undirstrikaði það alltaf, að allir yrðu að vinna sem eitt lið að sameiginlegu markmiði, engin mistök mætti gera því þau yrðu of dýrikeypt.

Mistök var aldrei möguleiki í augum Eisenhower, engin vandamál, aðeins lausnir við komandi hindrunum. Þegar hann fór svo til London að leggja drögin að innrásinni var búið að finna fyrir hann dýrasta hótelið í London og herbergin voru með svörtum marmara og skíra gulli, svefnherbergið var bleikt og það voru penir hótel þjónar í hverju herbergi. Eisenhower fannst þetta bara ógeðfelt og flutti þaðan strax og bað um lítið hús sem hann hafði áður notað í skóglendi fyrir utan London. Það hét Telegraph Cottage. Ástæðan fyrir þessu öllu var meðal annars stöðugt ónæði af Churchill og hans endalausu símhringingum. Starfsfólk Eisenhower vildi frekar þægindin á lúxus hótelinu en Eisenhower þráaðist við og stóð á sínu.

Þegar Rommel kom til Parísar í janúarbyrjun 1944 til að hitta von Rundstedt sem bjó á George V hótelinu í góðu yfirlæti, fannst Rommel borgin líkjast hinni fornu og heiðnu borg í austri, Babel. Rommel vildi hafa höfuðstöðvar sínar annars staðar. Aðstoðamaður Rommels stakk upp á stað sem hann hafði séð í sveitinni, hann heitir Chateu La Roche-Guyon, Rommel líkaði það vel og valdi fallegt hús sem maður að nafni Thommas Jefferson hafði eitt sinn gist í….

Eisenhower vildi fá sér hund sem félaga og hann fékk skoskann hvolp og nefndi hann Telek eftir húsinu, stytting á Telegraph Cottage.

Rommel fór fram á að fá hund sér sem félaga og aðstoðarmenn hans fundu handa Rommel lítin hvolp. Báðir hundarnir áttu sitt sérherbergi í sveitakofunum, sem voru í kyrrðini langt frá skarkala stórborgana. Þessir tveir en samt ótrúlega líku, hersöfðingjar voru nú báðir búnir að stilla sig inn á sín mikilvægustu verkefni lífs síns og ekkert utanaðkomandi gat truflað þá….

Undir lok seinni heimstyrjaldarinnar varð þýski herinn alltaf betri í að verjast og ekki síst eftir að geðveiki og sú heimska stefna Adolf Hitlers að gefa aldrei neitt landssvæði eftir og berjast til seinasta manns var farin að höggva stórt skarð í þýska herinn. Það varð öllum ljóst hvert stefndi. Hitler sendi inn í Rússland 3.7 milljónir hermanna. Þegar þýski herinn kom til baka í Þýskaland með skottið á milli lappana eftir ömurlega illa skipulagða áætlun í Rússlandi, var tala þýsku hermannana komin niður í 2.5 milljónir.

Undir lok stríðsins í Rússlandi var rússnenski herinn sem nam um 6 milljónir manna komin með nýja skriðdreka og hæfari herstjórnendur eins og Zhukov sem var án efa sá færasti hershöfðingi Rússa í seinni heimstyrjöldinni.

Rommel var mjög bitur út í Hitler eftir að hafa glatað úrvalssveit sinni í norður-Afríku. Rommel fanst nær að hefja ætti undanhald frá Afríku miklu fyrr og bjarga Afríkuhernum sem hefði getað myndað vægast sagt færan varnarher í Frakklandi.

þegar Rommel rak svo einn af undirmönnum sínum í janúar 1944, fær hann til liðs við sig mann að nafni Hans Spiedel, hann var frá Swabia rétt eins og Rommel og hafði barist með honum í fyrri heimstyrjöldinni…

Það var þá sem Spiedel fær Rommel með sér í að undirbúa samsæri gegn Hitler……..


Erwin Rommel var farin að púsla saman mikilvægum staðreyndum varðandi Adolf Hitler…

Manfred Rommel sonur Erwin lýsti því það sem gerðist eftir að Adolf Hitler komst til valda og með einu pennastriki þurkaði hann út lýðræði í Þýskalandi. Manfred Rommel sagði:

Áður fyrr og þegar lýðræðið var við völd gerðu dagblöðin ekkert annað en að gagnrína stjórnmálamenn og hvað þeir gerðu rangt. Eftir að Adolf Hitler komst til valda gátu þau varla fundið nógu sterk lýsingarorð til að tjá hrifningu sína á Adolf Hitler.

Eitt sinn er Adolf Hitler og Erwin Rommel voru að spjalla saman áður en seinni heimstyrjöldin hófst fór Hitler allt í einu að tala um sinn Guð og þann Guð sem Rommel trúði á.

Hitler sagði við Erwin Rommel að hans Guð væri fyrir þá veikburðu en minn Guð er fyrir þá sterku!

Fáir sáu í gegnum hina þykku geðveiki og múgsefjun sem líkja má við er gerðist á tímum Bítlanna, því fólk varð heltekið og svo huglægt af ranghugmyndum að það hálfa var nóg.

Erwin Rommel sá geðveikina og tók á henni seinna meir!


“The Atlantic Wall”

Það var seint í október 1943 þegar hershöfðinginn Alfred Jodl, yfirmaður heraðgerða í þýska hernum, Oberkommando der Wermacht (OKW), stakk upp á því við Hitler að Rommel fengi að vera yfirmaður aðgerða í vestri og sem undirmaður Field Marshal Gerd von Rundstedt sem var yfirmaður vestur vígstöðvana og yfirsá byggingu Atlanshafsveggsins.

Sunnan við Pas-de-Calais hafði sama sem lítið sem ekkert verið byggt af “Atlandshafsveggnum”.

Pas-de-Calais er lítið franskt þorp og Þjóðverjar voru næstum vissir um að herir bandamanna mundu reyna strandhögg þar, því þar var styðst á milli Englands og Frakklands, og njósnadeildir bandamanna höfðu unnið sitt verk vel að láta líta svo út að undirbúningur bandamanna bygðist á því að fara þessa stuttu leið. Alfed Jodl hafði þá trú að Rommel mundi gefa verkinu þann aukakraft sem von Rundstedt skorti því hann var orðin 69 ára og of gamall til að stjórna orustum á vígvellinum.

Hitler sagði, “Niðurstaða þessa mats væri mjög veigamikil því þegar óvinurinn gerir innrás í vestri mun það verða örlagastund þessa stríðs, hvernig útkoman mun verða og sú útkoma verður að vera okkur í hag!”, og “við verðum nauðsynlega og grimmilega að fá hvern og einn til að leggja allt sitt af mörkum í þessa úrslitastund!”…

Rommel var tæpar tvær vikur að leggja sitt mat á varnarvegginn og honum brá við því sem hann sá. Hann lýsti því yfir að Atlandshafsveggurinn væri skrípaleikur. “Sýnishorn af hugarheim Hitlers” sem Rommel lýsti sem kúkú-skíjalandi, (Wolken-kuckuckscheim)…. risastórt gabb… frekar gert fyrir þýsku þjóðina sem blekking heldur en að reyna að halda burtu óvinaherjum…

Rommel sagði, “Óvinaherinn veit meira um Atlandshafsvegginn en við, fyrir frábæra tilstuðlan leyniþjónustu þeirra”.

Rommel var kallaður heim eftir að hann hafði veikst í Afríku, en raunin var sú að Rommel hafði þráðbeðið Hitler um birgðir og vistir fyrir 250.000 hermenn sína í Afríku og vildi ólmur styðja betur við Afríkuherdeild sína. Rommel hafði marg oft skrifað til sinnar heitt elskuðu eiginkonu og lýst yfir vaxandi áhyggjum með það að hann væri farin að missa trú á Hitler og að hann væri með geðheilsu til að leiða þýsku þjóðina sem Rommel elskaði svo heitt. Hin glæsta herdeild Erwin Rommels “Afrika Korps” varð hann að skilja eftir…

Martin Blumenson Sagnfræðingur fékk frá eiginkonu og syni Rommels, allar dagbækur og bréf frá honum og eru þetta allt vitnanir þaðan um hugarástand þessa mikla riddara eins og sumir hershöfðingjar bandamanna sögðu um hann. Meira að segja var það sagt að hann stæði samanburð við aðra riddara Arthurs Konungs og við andlát hans hafi í raun seinasti sanni riddarinn farið yfir móðuna miklu….

En Rommel var hokin af reynslu úr Afríkustríðinu og frá henni tók Rommel þá afstöðu vegna yfirburða bandamanna í lofthernaði ættu herir öxulveldana mjög erfitt með að koma liðsauka til átakasvæðana “þannig að eini raunverulegi möguleikinn sem var fyrir hendi væri að stoppa óvinin á ströndinni - þar sem hann væri algjörlega berskjaldaður”.

Þannig að til að gera raunverulegann “Atlanshafsvegg”, sagði hann, “þá vil ég fá jarðsprengjur sem granda landgönguliðum, ég vil fá jarðsprengjur sem granda skriðdrekum. Ég vil jarðsprengjur sem granda fallhlífarhermönnum, ég vil fá jarðsprengjur sem granda skipum, ég vil fá jarðsprengjur sem granda landgönguprömmum. Ég vil fá jarðsprengjur sem granda ekki landgönguliðum en þegar skriðdrekar koma á eftir og þyngri tæki mun allt springa. Ég vil sprengjur sem springa þegar vír er snertur, ég vil sprengjur sem springa þegar vírinn er slitin í sundur. Ég vil sprengjur sem eru sprengdar með fjarstýringu og ég vil sprengju sem springa þegar ljósgeisli er rofin!”…

Rommel spáði því fyrir að bandamenn mundu byrja árásina með því að sprengju-vélar kæmu fyrst með loftárás og herskipin með sinn ógurlega skotkraft fylgdu strax á eftir svo munu fallhlífarhersveitir koma svo svífandi og loks munu landgönguliðarnir koma á prömmum, svokallaðir “Higgins boat” sem höfðu stóran stál pramma fremst sem féll niður þegar báturinn var komin að landi, td. sem við sáum í byrjunaratriðinu í “Saving Private Ryan”…

Nafnið “Higgins boat” kom frá manninum sem hannaði og smíðaði bátinn. Hann hét Andrew Higgins, var kani en fæddist í Írlandi. Eisenhower tók svo sterkt til orða að hann sagði að “The Higgins boat” hafi unnið stríðið fyrir bandamenn, því hönnun bátsins var hrein snilld og sagan á bak við þennan þrjóska og mjög svo drykkfelda Íra var ótrúleg. Hann var alltaf mjúkur í vinnuni og með whisky pelann alltaf við hendina.

Menn í bandaríska flotanum urðu stórhneikslaðir þegar hann ætlaði að smíða bátinn úr timbri eins og hann hafði gert 1000 sinnum áður með svipaða fljótabáta. En Higgins var þverari en andskotinn og bauð hverjum sem er í flotanum ef þeir gætu fundið einhvern sem gæti smíðað betri bát en hann úr stáldraslinu sem flotinn vildi, þá var þeim það alveg frjást.

Flotinn auðvitað notaði “The Higgins Boat” sem var úr timbri, en með stállendigarpramma. Um 20.000 slíkir bátar voru smíðaðir. Higgins fór svo á hausinn eftir stríðið með skipasmíðastöðina sína. En frægt var skiltið í lofti risastóru skipasmíðastöðinni hans er stóð á, “The one who relaxes, is helping the Axis!”, sá sem slakar á, er að hjálpa öxulveldinu…

Eisenhower var fæddur 1890 og var ári eldri en Rommel. Þeir ólust báðir upp í litlum bæ, Eisenhower í Abilene, Kansas; en Rommel í Gmund, Swabia. Faðir Eisenhower var vélvirki en faðir Rommels var kennari. Báðir feður þeirra voru miklir agameistarar og spöruðu ekki vöndinn við að aga soninn. Bæði Eisenhower og Rommel voru miklir íþróttamenn, Eisenhower lék fótbolta og hafnarbolta, en Rommel var hjólreiðamaður, lék tennis, stundaði skauta, róður og skíðamennsku.

Þeir voru báðir af fjöldskyldu þar sem hermennska hafði aldrei verið stunduð. En þeir báðir fóru í samt herskóla, Rommel sótti Royal Officer Cadet skólann í Danzig meðan Eisenhower sótti Herskólann í West Point. Hvorugur þeirra voru nú afburðar nemendur en þeir báðir voru miklir keppnismenn og sóttu stíft eftir sínum sannfæringum. Í fyrri heimstyrjöldinni fékk frami Rommels góðan byr undir báða vængi og hann varð herstjórnandi í Frakklandi og Ítalíu og var meðal annar sættur Járnkrossinum og hinu eftirsóttu og virtu orðu ‘Pour le Merite’.

Því miður fyrir frama Eisenhower varð hann eftir í bandaríkjunum sem þjálfari fyrir hermenn og var það mikið áfall fyrir frama hans og var hann mjög smeikur að frami hans mundi aldrei ná því flugi sem hann óskaði. Samt sem ungliðaforingi sýndi hann yfirburðar stjórnunarhæfileika rétt eins og jafnoki hans Rommel.

Theodor Werner einn af stjórnendum herfylkum Rommels lýsti eitt sinn: "Þegar ég sá hann fyrst (1915) var hann mjög grannur og næstum eins og skólastrákur, en hann var innblásinn af einhverjum ólýsanlegum og heilagum verndarhjúp, alltaf ákafur og viljugur að taka á skarið. Á einhvern forvitnilegann hátt varð það eldmóður hans sem keyrði alla hersveitina áfram frá fyrstu stundu, rólega og nákvæmlega í fyrstu og svo smátt og smátt jók hann eldmóðinn þar til allir voru orðnir innblásnir af frumkvæði og hugrekki hans. Allir sem einn tilbáðu hann og höfðu óbylandi trú á þessum mikla hershöfðingja sem vann hjörtu allra fyrir prúðmennsku og hugprýði. Hann sýndi aldrei fram á hrottaskap gagnvart óvininum og fór eftir settum reglum í hernaði í hvívetna…

Sergant Major Claude Harris, lýsti Eisenhower sem miklum agameistara, fæddum hermanni með kosti heramanns að það var gott að eiga við, Eisenhower og hann áttu mjög auðvelt að fá fólk til að vinna með sér. Þrátt fyrir ungan aldur sýndi hann ótrúlegan skilning á öllu hernaðarskipulagi… Þessir kostir urðu til þess að yfirmenn hans filtust af aðdáun á þessum unga manni og var honum lýst sem einum af bestu herforingjum sem bandaríski herinn hafði. Yfirmaður herafla Bandaríkjana, Douglas McArthur var sama sinnis.


Þekking eyðir ótta…
R. W. Emerson……


Eisenhower hafði það verk að vinna að púsla saman innrásar áætluninni inn í Frakkland sem fékk nafnið “Overlord”. Winston Churchill, var sem oft sem áður ekki sannfærður um ágæti hennar og sýndi ekki þann stuðning sem Eisenhower þurfti. Það var ekki fyrr en í lok maí 1944, að eftir að þeir tveir höfðu snætt saman hádegisverð, að Churchill greip í handlegg Eisenhowers, og sagði að hann væri að harðnast gagnvart þessu mikla verkefni og að hann væri farin að hafa trú á því. Þetta fannst Eisenhower vera full til seint en varð þó sáttur. Churchill var ekkert ennað en drykkfeldur tækifærisinni og í æviminningum sínum hreikti hann sér að því, að hafa sagt Íslendingum að nýta sér jarðhitann til að hita húsin sín í Reykjavík. Það var eftir að hann kom hingað á fund Roosevelt Bandaríkjaforseta í ágúst 1941, þar sem Bandaríkin og Bretar gerðu með sér samning. “Atlantic Charter” eða Atlandshafssamninginn, þar sem þjóðirnar lýstu yfir samvinnu sín á milli í seinni heimstyrjöldinni…

En Eisenhower hafði kynnt sér í hvívetna hvernig þýski herinn vann, helstu galla og kosti. Eisenhower hafði kynnt sér hvernig Rommel hugsaði og hans hernaðartækni. Eisenhower vissi hve vel þjálfuðum sveitum hann hafði á að skipa. Eisenhower hafði á að skipa frábærri leyniþjónustu þar sem Bretar báru höfuð og herðar yfir alla aðra hvað leyniþjónustu snerti. Bretinn var mjög klókur í að leysa dulmál Þjóðverja…

Eisenhower hafði unnið með aðstoðarmönnum sínum áður við undirbúning á orustum við Miðjarðarhafið og hann valdi þá sérstaklega því að vissi að þeir voru starfi sínu vaxnir, og ekkert endilega vegna þess að hann líkaði betur við þá frekar en hitt. Eins valdi Eisenhower alla þá sem stjórnuðu herfylkingum bandamanna. reynda líkaði Eisenhower aldrei við Montgomery en Eisenhower vissi mikilvægi þess að hann yrði að hafa sitt fylki því hann var hetja í sínu landi og var geysi vinsæll leiðtogi og fékk sína hermenn til að leggja allt sitt í verkin.

Rommel aftur á móti þekkti varla neinn af þeim stjórnendum sem hann vann með á vestur vígstöðunum.


Lát mig deyja þegar stundin er komin. Ég óska þess eins að þeir sem þekktu mig best, segi um mig að ég hafi ætíð slitið upp þyrni, og gróðursett blóm þar sem ég hélt, að blóm gætu vaxið……
Abraham Lincoln………….

Rommel var búin að áætla að herir bandamanna mundu gera árás á flóði þar sem það mundi auðvelda landgönguliðinum að komast sem styðstu leiðina í skjól og þurfa ekki að hlaupa langa leið í blautri fjörunni, auk þess var auðveldara fyrir “The Higgins boat” að sigla til baka eftir að allur þunginn undan hermönnum og búnaði mundi lyfta bátnum upp á flóði og auðvelda undankomu. Þetta var rétt spá hjá Rommel. En fyrir tilstuðlan gagn njósnara bandamanna voru þeir búnir að láta Rommel í té falsar upplýsingar, um það að bandamenn ættu nóg af lendingarbátum fyrir landgöngulið og skriðdreka. Það var ekki og þegar Eisenhower lagði fram áætlunina “Overlord” var engin svokölluð “Plan B” eða varaáætlun og ef að bandamenn næðu ekki að ná landsvæði fyrir innrásarherinn “Establish a Beachead”, á D-Day væri önnur innrás aldrei raunhæf fyrr en 1945. Bæði Rommel og Hitler voru búnir að sjá það fyrir…

Rommel las í tunglstöðuna 1 júní hvernig flóð og fjara væru í júnímánuðinum og í bréfi til sinnar heitt elskuðu Lucie skrifaði hann “að það væri en engin merki þess að innrás væri yfirvofandi”…
Hann las þannig að háflóð í dögun væri ekki raunhæfur kostur og eins að veðurspáin fyrir næstu daga var mjög óhagsstæð fyrir innrásarher bandamanna. Hitler gældi við þá vitleysu að innrás væri ekki raunverulegur möguleiki, og sagði " Ég fatta nú bara ekki hvað þeir eru að pukrast þarna hinum megin?"…


Heimildir:
The Encyclopedia of WWII
Stephen A. Ambrose
Martin Blumenson