Morðið á Franz Ferdinand Þetta eru meðal annars þýðingar mínar á sama efni á Wikipedia.

Árið 1894 fæddist Gavrilo Princip í bænum Obljaj í Bosníu Hersegóvínu. Foreldrar hans Petar og Marija Nana née Micic höfðu fætt níu börn en sex af þeim dóu í bernsku. Heilsa Gavrilo var slök þar sem hann var berklasjúklingur sem leiddi til dauða hans árið 1918.
Sem námsmaður skaraði Gavrilo fram úr bekkjarfélögum sínum, sérstaklega í sögu. Þegar hann var þrettán ára, stefndi hann á að ganga í herinn og fór til Sarajevo til þess að skrá sig í herskóla. En þegar þangað var komið hætti hann við herframa og vildi verða viðskiptamaður. Svo hann lærði viðskiptafræði í þrjú ár. Þvert við það sem flestir halda var hann ekki meðlimur í samtökunum Svarta Hendin (Crna ruka) heldur var hann í Mlada Bosna eða Unga Bosnía sem hann gekk í árið 1911. Mlada Bosna var hópur af Serbum, Króötum, og bosnískum múslímum sem börðust fyrir sjálfstæði Bosníu. Eftir að hafa gengið til liðs við við Mlada Bosna varð hann virkur í pólitík. Í febrúar 1912 tók hann þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum í Sarajevo. Fyrir það var hann rekinn úr borgini aðeins 18 ára. Í kjölfar brottrekstursins fór hann til Belgrad. Hann reyndi svo að hefja nám í Belgrad en féll á inntökuprófinu.

Árið 1912 var liðssöfnun serbneska hersins á vígstöðvarnar vegna þess að Fyrsta Balkanska stríðið var hafið og meðlimir Mlada Bosna buðu sig framm í herinn. Hann vildi ganga til liðs við komite sem voru óskipulagðar skæruliðasveitir sem börðust með serbneska hernum undir stjórn serbneska majórsins Vojislav Tankosic sem hafði barist í Makedóníu gegn hermönnum Ottoman-veldisins. Hann var meðlimur í samtökunum, Sameining eða Dauði. Gavrilo var hafnað í herdeildina vegna smávægilegum líkamsvexti hans. Gavrilo vissi að það væri vegna þess að majórinn vissi að hann var í sjálfstæðisbaráttunni. Þá fór hann í persónulegt viðtal við Tankosic. Tankosic sagði honum þá beint; “Þú ert of lítill og veikbyggður.” Eftir þetta varð Gavrilo ákveðinn í því að sanna það að hann væri ekki aumingi og vildi gera eitthvað rosalegt til þess að sanna fyrir öðrum að hann væri jafningi þeirra.


Oskar Potiorek hershöfðingi og ríkisstjóri Bosníu-Hersegóvínu bauð Franz Ferdinand erkihertoga og ríkiserfingja til Sarajevo til að fylgjast með herssýningu. Frændi erkihertogans Franz Josep keisari hafði lent í morðtilraun árið 1911 svo Ferdinand vissi að heimsóknin gæti verið hættuleg. Yfirmaður í serbneska hernum og höfuðsmaður Svörtu Handarinnar, Dragutin Dimitrijevic; vissi af komu erkihertogans svo hann planaði morð hans. Hann sendi tvo menn frá Serbíu ásamt Gavrilo til þess að drepa Franz. Þeir þrír hittu svo fleiri meðlimi í Sarajevo og voru þeir allir vopnaðir skammbyssu, tvem sprengjum og cyanide eitri ef þeir yrðu handsmamaðir.

Rétt fyrir klukkan 10 Sunnudaginn 28. júní árið 1914 kom bílalest erkihertogans til Sarjevo. Í fremsta bílnum var borgarstjórinn í Sarajevo og lögregluforingi. Í næsta bíl var Franz Ferdinand og kona hans ásamt fleira fyrirfólki.
Tilræðismennirnir stiltu sér upp hjá Appel Quay sem var stór gata sem bílalestin keyrði eftir. Hver og einn þeirra hafði aðeins eitt verkefni, að reyna að drepa hann þegar hann kæmi nálægt þeim. Þegar bílalestin keyrð framhjá hinum nítján ára Nedeljko Cabrivonic sem var einn af tilræðismönnunum kastaði hann hansprengju að bíl erkihertogans. Þegar bílstjórinn sá sprengjuna gaf hann í og sprengjan lenti á næsta bíl. Fólkið í þeim bíl slasaðist alvarlega auk fjölda áhorfenda. Eftir þetta varð erfitt fyrir Gavrilo og fleiri tilræðismenn að láta til skarar skríða vegna fjölda fólks sem safnaðist við bílana og vegna þess hversu hratt bíll Ferdinands keyrði. Þá varð Cabrivonic hræddur og gleypti cyanide og stökk út í á. En sjálfsmorðstilraunin mistókst vegna þess að hann ældi eitrinu og lögreglan dró hann uppúr ánni. Þá fannst Gavrilo eins og þeim hefði mistekist morðtilræðið svo hann fór inná kaffíhús og fékk sér samloku.

Þá ákvað Franz Ferdinand að fara niður á spítala með fórnarlömbum sprengjunar og votta þeim virðingu sína til þess að forðast miðbæinn. Þar væri meira fólk og frekari líkur á annari morðtilraun. Einn af þeim sem í bílnum voru lagði til að fara til spítalans í gegnum Appel Quay en gleymdi að láta bílstjórann vita svo hann beygði til hægri niður Franz Joseph stræti, framhjá kaffihúsinu sem Gavrilo sat og borðaði samlokuna sína. Eftir að hafa verið leiðréttur bremsaði bílstjórinn og byrjaði að bakka og þá nýtti Gavrilo sér tækifærið og fór út.
Gavrilo stóð rúmlega metra frá bílnum, dró upp byssuna sína og skaut mörgum skotum að bílnum. Franz var skotinn í hálsinn en kona hans í magann.
Gavrilo tók inn eitrið en ældi því líkt og Caprivonic en þá reyndi hann að skjóta sig en byssan var hrifsuð af honum. Hann var of ungur til að vera tekinn af lífi svo hann fékk tuttugu ára fangelsisvist. Svo lést hann af berklum árið 1918.

Erkihertoginn Franz Ferdinand (eða titill hans á ensku: His Imperial and Royal Highness Archduke Franz Ferdinand Karl Ludwig Joseph of Austria-Este)
fæddist í Graz í Austurríki árið 1863. Hann var erfingi Austurísku-Ungversku keisarakrúnunar. Dauði hans gerði útslagið á hinni miklu spennu sem var á milli hinna stóru ríkja Evrópu á þessum tíma. Bretar, Frakkar, Þjóðverjar og Austurríska-Ungverska keisaradæmið höfðu verið að byggja upp heri sína með nýrri tækni í hernaði, hernaði sem hafði aldrei sést fyrr. Flugvélar, vélbyssur, brynvarðir bílar og fleiri slíkar nýjungar. Í kjölfar dauða erkihertogans réðst Austuríska-Ungverska keisaradæmið á Serbíu. Þá réðst Samúðarbandalagið á þá og þannig dróst Þríveldabandalagið í stríðið.

Heimildir: Wikipedia (www.wikipedia.com)
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,