Einsatzgruppen eða “Drápssveitirnar” á ensku Killing-units voru samansettar af SS-Hermönnum og voru myndaðar í Nazista-Þýskalandi eftir hugmyndum Adolf Hitlers. Hitler hafði ávalt sagt að Gyðingar stæðu á bak við Kommunisma og krossferð hans í austri var tilraun hans að útrýma þessu bæði í einu höggi. Þessar dauðasveitir tilheyrðu Heinrich Himmler yfirmanni SS og fylgdu Wehrmacht (beinlínis: varnar afl. Wehrmacht saman stóða af þremur greinum: hernum, sjóhernum og lofthernum) í fyrstu árásum sínum á Pólland og Sovétríkin.
Tilgangur drápssveitanna var einfaldur, að útrýma öllum hugsanlegum hindrunum gegn yfirráðum Þjóðverja, sem í vaxandi mæli urðu róttækari í öllum viðhorfum sínum gagnvart vissum kynþáttum. Þeir drápu “óæskilegt” fólk (“alla þá sem líta á okkur hornauga”, eins og Hitler sagði), sem voru næstum einungis óbreyttir borgarar, og þeir drápu þá næstum án dóms og laga og seinna án nokkurs lögmætis (engin hernaðar- eða stjórnunar lög lesin), byrjað var á Pólska intelligentsia (vitsmunalegt heldra fólk samfélagsins) og að lokum einnig Gyðinga konur og börn.
Saga:
Eftir hernám Póllands árið 1939, drap Einsatzgruppen Pólverja sem til heyrðu intelligentsia, s.s. presta og kennara. Nasistar töldu allt slavneskt fólk Untermenschen, eða annars flokks manneskjur, og vildu nota Pólskar neðri stéttir sem þjóna og þræla. Ætlun Einstatzgruppen var því átakafullt afnám stjórnmála og útrýming hópa sem tengdir voru Pólskum þjóðar einkennum.
Eftir innrásina í Sovétríkin árið 1941, var aðal verkefni Einsatzgruppen að drepa kommúnistaforingja og gyðinga sem þeir gerðu í miklu meira mæli en í Póllandi. Þeir voru undir stjórn RSHA (Reichssicherheitshauptamt), sem var undir stjórn Reinhard Heydricht og eftirmanni hans Ernst Kaltenbrunner. Þeir myrtu meira en milljón gyðinga, kommúnista, stríðsfanga, og sígauna í heildina. Þeir aðstoðuðu einnig Wehrmacht deildir og staðbundna gyðinga hatara að drepa hálfa milljón í viðbót, Þeir voru færanlegt afl í byrjun hernámsins, en settust að eftir hersetuna.
Dauðasveitirnar voru fjórar og var þeim öllum stjórnað af vel menntuðum mönnum.
Einsatzgruppen A: Var stjórnuð af Dr. Walther Stahlecker sem hafði meistara gráðu í lögfræði.
Einsatzgruppen B: Var stjórnuð af Arthur Nebe yfirmanni glæpalögreglu Þjóðverja.
Einsatzgruppen C: Var stjórnuð af Otto Rasch, hann hafði tvær meistara gráður önnur var í stjórnmálafræði og hin í lögfræði, þannig að hann var betur þekktur sem Dr.Dr. Rasch.
Einsatzgruppen D: Var stjórnuð af Otto Ohlendorf sem var mjög fær efnahagsfræðingur og sá sem bar af varðandi greind og gáfum af öllum þeim sem stjórnuðu dauðasveittunum.
En sú sveit sem ölli mestum hörmungum og dauðsföllum var Dauðasveit A sem vann við iðju sína í Baltic ríkjunum.
Eitt mesta voða verk Einsatzgruppe A voru morðin í Vilna-Kaunas sem er svæði í Litháen. Þann 4. júlí til 25. Nóvember er talið að A-sveitin hafi myrt u.þ.b. 130.000 gyðinga.
Hér er svo brot af hinni svokölluðu “Jaeger skýrslu”:
29.10.41 Kauen-F.IX 2,007 Karlar, 2,290 Konur, 4,273 BörnOg er ofantalið fólk allt gyðingar!
3.11.41 Lazdjai 485 Karlar, 511 Konur, 539 Börn
15.11.41 Wilkowski 36 Karlar, 48 Konur 31 Börn
25.11.41 Kauen-F.IX 1.159 Karlar 1,600 Konur, 175 Börn
Sú aðferð sem Einsatzgruppen notaði yfirleitt var að auglýsa opinberlegar skipanir um að allir gyðingar og annað fordæmt fólk myndi safnast saman á hernumið svæði á tilteknum degi. Þegar fórnarlömbin höfðu safnast saman, leiddu flokkarnir þau að staðnum þar sem þau yrðu drepin, sem var vanalega opið og afskekkt svæði þar sem fjöldagrafir höfðu verið undirbúnar. Stundum, voru náttúrlegat áferðir landlagsins eins og í gljúfrum Babi Yar (gljúfur fyrir utan Kiev í norðanverðir Úkraínu) notaðar. Fórnalömbin voru neidd til uppgjafar eigna sinna og klæða, og síðan sett á brún eða ofan í gröfinna og skotin til bana.
Nasistarnir vildu finna upp nýja aðferð við fjöldamorðin sem væri “More Humain” eða mannlegri, en ekki gagnvart fórnarlömbunum, heldur böðlunum sjálfum!
Nazistarnir voru samt sem áður ekki ánægðir með þessa aðferð við fjöldamorðin. Hún var kostnaðarsöm í skotfærum og vinnu, það voru of mörg hugsanleg vitni og morðin á varnarlausum konum og börnum tók gífurlegan sálfræðilegan toll af böðlunum sjálfum. Þeir menn sem stjórnuðu “Lokalausninni” (Sú lausn nasista um algjöra útrýmingu gyðinga á öllum hernumdum svæðum nasista) byrjuðu að leita að nýrri lausn.
Á sumum svæðum tók Einsatzgruppen með sér sérútbúna trukka sem kallaðir voru gastrukkar, þróaðir fyrir síðan afturkallað T4 euthansia prógram (prógram sem Hitler setti á fót til að viðhalda genatískum hreinleika þýsku þjóðarinnar með að fjarlæga fatlaða, vanskapaða og farlama fólk og einnig geðveika) sem starfaði undir stjórn Reich Chancellery. Fórnarlömbin voru neidd aftan í bakrími trukkana og pústið leitt aftan í bakrímið. Fórnarlömbunum var þá eitrað með ýmsum hætti, og/eða kæfð með koltvíoxíði sem flaut um í rýminu á meðan trukkurinn keyrði að næsta grafarsvæði. Gastrukkarnir voru síðar notaðir í Chelmo útrýmingarbúðunum.
Kyrrstæðu gasklefarnir sem síðar voru notaðir í búðum í Póllandi voru bein framþróun gastrukkanna, sem voru úrræði starfsmanna T4 vegna lána til SS.
Í enda Seinni heimsstyrjaldarinnar, voru yfirmenn Einsatzgruppen færðir fyrir rétt Ameríska hersetuliðsins, ýmist ákærðir fyrir glæpi gegn mannkyninu, stríðsglæpi, og aðild að SS ( sem hafði verið yfirlýst sem glæpasamtök), sem seinna var þekkt sem Einsatzgruppen og síðar Nuremberg réttarhöldin. Fjórtán dauðadómar og tveir lífstíðardómar voru á meðal dóma, þó að aðeins fjórar aftökur hafi verið framkvæmdar þann 7. júní 1951, og restin af dómunum voru mildaðir.
Sérstakar þakkir fær Lecter fyrir góða ráðgjöf, stuðning og innlegg. Takk Lecter!
Heimildir:
http://www.holocaust-history.org/intro-einsatz/#iv
http://www.answers.com/einstatzgruppen
http://en.wikipedia.org/wiki/Einsatzgruppen