Erwin Rommel, Kafli 4. “Sjötta skilningsvit Rommels”

Fingerspitzengefuhl

Þegar goðsagnahetjur verða til þá eru nokkrir megin þættir sem verða að vera til staðar. Rétt skráðar heimildir þannig að ekki sé um neinar ýkjusögur að ræða. Í tilfelli Erwin Rommels þá má segja að allir séu því sammála að hann markaði djúp spor sín í hernaðarsögunna fyrir afburðarhæfileika sem herforingi sem og sannur heiðursmaður því hann kom ávalt mjög vel fram við alla stríðsfanga og sá til þess að þeir fengu sama fæði og hermenn sínir. Hann beiti aldrei neinum óheiðarlegum bolabrögðum í hernaði þrátt fyrir þrýsting undirmanna sinna, hann tók það td. ekki í mál að fangar sem voru í haldi þeirra mundu kalla fram í talsstöðvum að þeir sjálfir væru undir stórskotaliðsárásum, hann benti þeim á það væri ekki leyfilegt.

Erwin Rommel notaði góða aðferð til að meta þrek manna sinna með því að neita ávalt sama fæðis og þeir og var það til mikils ama hjá sumum yfirmanna hans því þeir vildu fá betra fæði en hinn venjulegi óbreitti hermaður. Rommel var ávalt að ræða um baráttu aðferðir og bardaga tilhaganir meðal manna sinna.

Hann var kampakátur og lék á alls oddi með mönnum sínum eftir að hann hafði unnið sigra í orrustum en varð svo ösku illur og óþolinmóður er hann beið lægri hlut, hann sakaði yfirmenn fyrir að leggja sig ekki fram af fullum krafti og sagði þá skorta einbeitingu.

Hann hafði að sama skapi ótrúlega hæfni og svokallað sjötta skilningsvit að skynja hættur og hvernig það ætti að haga til með bardaga tilhögun. Eitt sinn stóð hann hjá stjórnbíl sínum og fylgdist með orrustu í öruggri fjarlægð frá vígvellinum. Hann hafði verið í töluverðan tíma að meta aðstæður og horfa í gegnum sjónaukann sinn þegar hann allt í einu varð mjög órór og ákvað að skipta um staðssetningu og flytja sig annað. Áður en að langt um leið mátti sjá þar sem hann og aðstoðarmenn hans höfðu staðið áður bókstaflega springa í loft upp undan stórkosaliðsárás. Hann skynjaði hættuna og ákvað að taka þessa ákvörðun, kannski ekki án þess að vita það alveg að sjálfur, það var bara eitthvað innra með honum sem sagði að koma sér þaðan í burtu.

Þetta kölluðu Þjóðverjar Fingerspitzengefuhl eða fingurgómatilfinningu.


Bandamenn spöruðu ekki stóru orðin um Rommel.

Í janúar 1942, þegar hersveitir bandamanna í Norður-Afríku börðust við að vinna aftur landssvæði sem Þjóðverjar höfðu náð af þeim, stóð Winston Churchill á fætur í neðri málsstofunni og vottaði með eftirminnilegum hætti einum harðasta fjandmanni Breta virðingu sína: “ Við eigum við djarfan og hæfan andstæðing við að etja, og ég leifi mér að segja það út fyrir styrjaldaruslann – afburðar herforingja!”

Eftirfarandi bréf var sent til æðstu stjórnanda 8. Her breska hersins frá Auchinleck hershöfðingja. Þar lýsir hann stórkostlegum áhyggjum sínum vegna stanslausrar sigurgöngu Erwin Rommels. Sem yfirforingi Afríkuhersins beitti Rommel aðferðum leifturstríðsins af slíkri snilld að Bretum ofbauð. Í munni þeirra sem börðust gegn honum varð nafn hans samheiti yfir sigursæld, svo að ef breskur hermaður stóð sig vel, áttu þeir félagar hans til með að segja að hann hafði “gerst Rommel”.

En bréf Auchinleck var svo hljóðandi:
Það er orðin staðreynd að vinur okkar, hann Rommel er orðin það skæður að það stafar orðið veruleg og hættuleg ógn af honum og er hann orðin í huga hermanna okkar eins konar seiðkarl. Þeir tala orðið allt of mikið um hann. Hann er fyrir enga muni neinn Súperman þótt hann sé án efa verðugur og fjandi fær andstæðingur. Jafnvel þótt hann væri Superman sjálfur, þá er það engan vegin við hæfi að hermennirnir okkar séu að hrósa honum fyrir þessa ofurnáttúrulegu krafta hans.

Þess vegna fyrir alla muni vil ég ítreka það að þið lítið á Rommel bara sem venjulegan þýskan hershöfðingja. Meginatriðið núna er að við séum ekki alltaf að nefna Rommel þegar við erum að tala um óvini okkar í Lýbíu. Við eigum þess vegna að tala um þá sem Þjóðverjarnir, öxulveldið eða óvinirnir, en ekki alltaf að vera að tönglast á nafninu Rommel.

Vinsamlegast sjáið til þess að þessi skipun verði án tafar hrint í framkvæmd og verði kynnt fyrir yfirmönnunum okkar því út frá hernaðarlegu og sálfræðilegu sjónarmiði er þetta mál í fremsta forgangi hjá okkur!

Bestu baráttukveðjur,
Auchinleck Hershöfingi
8 Her Breta


Rommel geystist um eyðimörkina eins og rjúkandi sandbylur og breitti oft og iðulega hernaðarlegum skólagildum varðandi tilhögun í hernaði, bandamenn rugluðust þannig oft og höfðu engin ráð við þessum galdramanni. Hann var einkar fljótur að hugsa og hafði jafnan ráð undir hverju rifi, eins og sagt var um hann: Hann er 100% hermaður, og var í stríðinu af lífi og sál.

Áróðursvél Josef Goebbels nýtti sér sigursæld og virðingu Rommels í hvívetna og sagði að hann værir sönnun um yfirburði þýsku þjóðarinnar og staðfestingu um hreinleika hennar.

Rommel náði að vinna 8 her Breta í Tobruk og hafði þá rústað 260 skriðdrekum og náð 30.000 stríðsföngum, þrátt fyrir að breski herinn var töluvert stærri og umfangsmeiri, bæði með skriðdreka, mannskap og stórskotalið.

Þrátt fyrir óteljandi og stórkostlega sigra í eyðimörkinni gerðist það eftir að Rommel hafði tapað orrustuni við El Alamein seint um haustið 1942, varð Rommel af þeim manni sem Hitler kallaði ‘sá sem tapar’ en það var aðeins dæmigert fyrir Hitler að halda þannig fyrru fram, en aðrir sem höfði vit á milli eyrnana vildu frekar kalla Rommel raunsæismann.

Síðla nóvember komst Rommel að því af þeim fimmtíu birgðarvélum sem voru á leið til hans með eldsneyti og aðrar nauðsynjar fyrir Afríku-herinn, komust aðeins fimm á leiðarenda. Það var fyrir tilstuðlan leyniþjónustu bandamanna sem ölli því að hægt var að granda flugvélunum.

Rommel fór í kvöldgöngu út í eyðimörkinna og með honum var einn af hans ungu herstjórnendum, Major Baron Luck. Rommel sagði " Þetta eru endalokin!“, ”Við munum ekki einu sinni ná að halda Tripoli, og verðum að hörfa alla leið til Túnis. Þar munum munum við að auki mæta ameríkönum… Okkar stolti Afríku-her auk nýju herdeildina sem eru nýlentar í norður Túnis munu glatast…" Major Luck reyndi að malda í móginn en Rommel tók það ekki í mál og sagði " Birgðirnar eru ekki að berast til okkar. Höfuðstöðvar Hitlers hafa þegar afskrifað þennan kafla hér. Það eina sem hann fer fram á hér er að hver og einn einasti hermaður muni berjast til seinasta manns!'….. Luck, stríðið er tapað!"

Þegar Bandaríkjamenn mættu þýska hernum í fyrsta skiptið í orrustunni við Kassserine skarð, urðu Bandaríkjamenn fyrir miklu áfalli og voru kjöldreignir af þýska hernum. Bandaríkjamenn misstu 6000 hermenn, 183 skriðdreka og 200 stórskotaliðsbyssur en Rommel misst einungis 20 skriðdreka og 1000 hermenn.

Þrátt fyrir allt barðist Rommel áfram og ameríkanar sem komu úr vesturátt, biðu eftir Afríku-hernum í Túnis. Í febrúar 1943 mættust loks hershöfðingjarnir tveir í fyrsta skiptið í orrustuni miklu um Kasserine skarð. Rommel tókst að koma óreyndum og óundirbúnum her Eisenhower algjörlega í opna skjöldu með þvílíkri útsjónasemi og greind og vann Rommel yfirhöndina strax.
Eisenhower gerði margar vitleysur en tókst samt að bjarga sér út úr þeim fljótt aftur. Eisenhower nýtti sér stjórnunarhæfileika sína til hins ýtrasta eins þá yfirburði sem hann hafði á landi í formi skotkrafts, gífurlegum fjölda skriðdreka og að lokum yfirburgði í lofti. Að lokum vann Eisenhower loka orrustuna.

Rommel var farin að þjást af of háum blóðþrýstingi, miklum hausverkjum og var gjörsamlega útkeyrður, þegar hermenn hafa verið í fremstu víglínu svo lengi fer það að hafa þau áhrif á dómgreind þeirra þannig að mikilvægar ákvarðanir voru stundum teknar án þess að hugsa um afleiðingarnar.

Hitler skipaði Rommel að koma heim og leggjast á sjúkrahús og eyddi Rommel megnið af árinu 1943 án nokkurs her til að stjórna. Það hlutverk sem beið hans var það eitt það veiga mesta sem nokkur hershöfðingi gat tekið að sér, það fólst í því að skipuleggja varnir þriðja ríkisins gegn herjum bandamanna, og að reyna að sjá fyrir hvar líklegast væri að bandamenn mundu reyna strandhögg. Varnarveggur Rommels kallaðist “The Atlantic Wall”. Bandamenn reyndu eins og þeir gátu að finna glufur og galla á þessum varnarmúr og sendu þeir njósnara til að kanna hvort sandarnir gætu borið þá þungu skriðdreka sem ætlað var að lenda þar. Allt var lagt undir á báðum pólum og örlögin voru í höndum æðra máttarvalds ….

Stríð skerpir skilningsvitin, fullkomnar þjálfun líkamans, setur menn í svo bráða og þétta snertingu á ögurstundu, að maður metur mann…
R. W. Emerson.

Heimildir:
Ian Baxter - Blitzkrieg
Richard Collier Ritstjóri Time-Life bóka.
Stephen E. Ambrose
Martin Blumenson Sagnfræðingur og höfundur ævisögu Erwin Rommels.