Erwin Rommel 3 kafli “The Desert Fox”
Vágestur borinn af vindi…
Bretar kölluðu hann Khamsin, Þjóðverjar ghibli.
Hvortveggja eru arabísk nöfn á heitum vindinum sdem stendur af Sahara eyðimörkinni. Þegar þessi vindur blés sem gerðist helst á vorin jókst hitinn allt um 20 stig á tveimur tímum. Allur máttur manna var kjarksoginn á svipstundu. Lög innfæddra Bedúína sögðu að það mætti deyða eiginkonu sinna ef þessi helvindur stæði lengur en í fimm daga!
Þessi lýsing er aðeins ein af mörgum sem má lýsa varðandi þá hrikalegu sandstorma sem geystu á köflum, sama hvað var gert þá tókst hermönnum ekki að að draga andann nema með erfiðismunum, sandbylurinn var komin eins og dómsdagur því svæðið sem var lagt undir algera eyðileggingu nam mörghundruð ferkílómetra. Til samanburðar mátti líkja eyðileggingunni við ef sandstormur kæmi frá Grænlandi til Íslands mætti segja að öll suðurnesin, Reykjavík til og með Snæfelsnes stæðu undir þessum sandstorm, en þá er ekki öll sagan sögð því vestfirðir og austurland sem og Vestmannaeyjar fengju sinn skammt af þeirri eyðimerkur auðn vegna sólmyrkviss og reykmengunnar.
Það sem er mörgum Íslendingum svo erfitt að ímynda sér er að hvernig er að vinna við að berjast í aðstæðum þar sem þú getur ekki andað vegna ryks, sjónleysis og algjörri óreiðu….
“Pappaherdeildin hans Rommels”
Það vandamál sem Rommel fékkst við var að hann hafði og smáan her. Hann átti bara að vera varstöð þar sem Þjóðverjar héldu sínu liði án átaka! Í marsmánuðinum eða mánuði eftir að hann kom til Libýu var hann staddur í aðalstöðvum hersins í Berlín um að fá að sækja fram á við og ráðast á Breskar framvarðasveitir sem voru í Mersa Brega og El Agheila.
Rommel lagði þær áætlanir fyrir Hershöfðingjaráðið, sem hafði aldrei tekið hann sem einn af þeim vegna skjóts frama hans, þar af leiðandi mislíkaði þeim áætlanir Rommels og höfnuðu þeim algjörlega frá a til ö! Rommel átti einungis að halda kyrru fyrir og tryggja að Tripólí félli ekki í hendur Bretana.
Rommel flaug aftur til Afríku og hunsaði fyrirskipanir hershöfðingjana.
Sturm, Schwung, Wucht eða áhlaup, skriður þungi voru kjörorð Rommels í hernaði.
Daginn eftir að Rommel kom til Libýu var fullur undirbúningur hafin við árás á Bretana og þau rök sem Rommel færði fyrir því að breskir herflokkar höfðu valdið miklum usla í flutningalestum á leið til þýsk-Ítalska útvirkisins í Marada, tæpum 150km sunnar. Til að halda þessu útvirki varð hann að hrekja Breta burt úr El Agheila.
El Agheila var ekki sérlega vel varin, og breska setuliðið þar var sammála Wavell hershöfðingja um að engin bráð hætta stafaði af óvininum. En í dögun 24 mars réðst Rommel til atlögu. Skriðdrekar og brynvagnar 3. könnunarfylkis undir stjórn Irmfrieds von Wechmars majórs dreifðu sér á nærri kílómetra víglínu og brunuðu í átt til El Agheila. Á eftir þeim komu svo vörubílar og ökumennirnir kepptust við að framfylgja skipun Rommels: “”Eftirökutæki eiga að þyrla upp ryki! Ryki og aftur ryki!”
Það herbragð að villa óvininum sýn gekk nú undir sitt fyrsta próf í eyðimörkinni. Margir af skriðdrekum von Wechmars gátu ekki einu sinni hleypt af einu skoti. Þetta voru gerviskriðdrekarnir sem Rommel lét búa til. Undirvagnar Volkswagen voru notaðir og yfir þá voru settar grindur sem á voru festar pappaspjöld.
Þetta er Pappaherdeildin hans Rommels og í rykmekkinum mátti af lögun þeirra halda að hér færi ægilegur herafli.
Skopskyn Erwin Rommels kom berlega í ljós er hann sendi Pappaherdeildinna að stað í sína fyrstu árás á Bretasna, sagði Rommel við fyrirliða “Pappaherdeildinnar” von Wechmars, “Ég skal ekki erfa það við þig þó svo að þú missir einn eða tvo af þessum vögnum.” og glotti svo við tönn.
Þegar Bretarnir sáu þann ógnarflota sem stefndi að þeim urðu þeir skelfingu lostnir og sama sagan frá Dunkirk þar sem hinn mikli flótti breska hersins undan þeim þýska endurtók sig hér.
Breska setuliðið hörfaði í skyndi til Mersa Brega, um 50 km norð-austar.
Þegar fregn barst um árás Þjóðverja á El Agheila án þess að minnst væri á gagnárás af hálfu Breta sagði Churchill í skeyti til Wavells 26. mars: “Ég tel að þú sért að bíða eftir því að skjaldbakan reki hausinn svo langt út að hægt sé að höggva hann af.” Í löngu og þvöglulegu svari taldi Wavell upp öll þau vandræði sem her hans í Líbýu ætti nú við að stríða eftir að liðsflutningar til Grykklands höfðu dregið úr honum mátt og tók fram að hann ætti engan liðsauka til að senda Neame sem sá um varnir breska hersins í Mersa Brega. Wavell sendi skeyti til Neame þar sem hann taldi að Þjóðverjar mundu ekki hefja neina stórsókn fyrst um sinn. Í skeytinu til Neames 30. mars bað Wavell hann ekki að hafa ekki of miklar áhyggjur af óvininum. “Ég tel að þeir geti ekki gert neitt sem verulega munar um fyrr en í fyrsta lagi eftir mánuð!”
Daginn eftir réðst Rommel á Mersa Brega.
“Heia Safari!”
Rommel hafði haldið kyrru fyrir í El Agheila í um það bil eina viku en hann varð frekar smeikur því ef hann mundi bíða eftir bryndeildinni sem von var á í maígætu Bretar búist um í skarði á leiðinni til Mersa El Brega sem gerði bæinn að náttúrulegu vígi. Bretar vörðust af hörku í skarðinu og þegar leið á daginn stöðvaðist sóknin. Rommel brá á það bragð seint um kvöldið að senda vélbyssufylki yfir háar sandöldur norðan við vegginn. Rommel hafði séð allt landslagið á þessu svæði úr lofti því hann var einkar góður flugmaður og fór margar rannsóknarferðir sínar á Heinkel 111 flugvél sinni til að kynna sér vígvöllinn til þaula. Hann hafði fyrirfram hugsað alla þætti orrustunar og þarna á þessari stundu er hann sendi vélbyssfylkið að stað yyfir háu sandöldurnar skilaði sú fullkomnunarárrátta Rommels sér til baka svo ekki var um vilst.
Vélbyssufylkið náði að ráðast á Bretana á hlið og hrakti þá til baka úr skarðinu. Bretar yfirgáfu Mersa Brega í skyndi en Afríkuherinn óð fram milli sundurskotinna hvítu húsanna og æpti heróp sitt: “Heia Safari!”- sem er Bantúmál og þýðir “Sækjum fram!”
Í orrusttum var Rommel oftast á flugi eða akanditil að fylgjast með liði sínu og reka það áfram. Eitt sinn þegar fylking hafði orðið að nema staðar um stund, brá foringjanum heldur mikið og illilega.
þegar Fieseler Storch könnunarvél kom fljúgandi yfir fylkið sem var að slaka á og og teigja úr löppunumvar fleygt niður til þeirra þessum skilaboðum sem voru gefin án tafar herstjórnanda fylkisins:
“Ef þú hefur þig ekki af stað undir eins, kem ég niður. Rommel.”
THE EIGHTY EIGHT TANK KILLERS…
Rommel hafði þá útsjónarsemi, þor og greind til að koma óvini sínum sífellt á óvart. Nokkur dæmi um hæfileika þessa mikla meistara sem bæði vinir hans og Bretarnir kölluðu “Eyðimerkurefinn”, vegna hæfileika hans í þessum hernaði, en það er talið af sagnfræðingum að aldrei sem fyrr hafi í raun hin mikla Blitzkrieg tækni verið eins áhrifamikil og gjöful gagnvart Þjóðverjum, harðnenskjulegar lendur eyðimerkurinnar gáfu skriðdrekastjórnendum óendanlegar víðlendur til að athafna sig og beita nýjum bellibrögðum. Rommel hugsði áætlanir sínar eins og um sjóhernað væri um að ræða í Afríku og það skilaði honum forskoti í hvívetna.
Þið hafið eflaust heyrt um hinar ógurlegu 88mm Flak loftvarnarbyssur Þjóðvera. Í orrustuni um Frakkland hafði þeim verið beitt gegn skriðdrekum Breta með góðum árangri og fengu þær þá heitið “Tank Killers”….
Rommel beitti þeim óspart í Afríku og gott dæmi um hvernig hann náði yfirhöndinni gegn miklu stærri her Breta, er að hann skipaði fyrir að 88mm byssurnar yrðu grafnar niður í eyðimerkusandinn. Þegar þær stóðu á undirstöðunum sem halda þeim uppi (þær hafa engan hjólabúnað), voru þær tæluvert háar eða um 5 metrar og var auðvelt að koma auga á þær langar leiðir. En við það að grafa þær niður í sandinn stóð aðeins um 30 til 60 sentimetrar upp úr sandhólnum, svo var tjald dregið yfir hólinn þannig að ómögulegt var að sjá þær, og ekki einu sinni með góðum sjónauka, því þetta virtist vera bara einn af fjölmörgum öðrum sandhólum í eyðimörkini.
Rommel hafði skipað svo fyrir að þeim yrði raðað upp í svokallaða U-laga röð.
Allt var tilbúið og Eyðimerkurefurinn sendir svo af stað mjög létta og fljóta skriðdreka. Bresku sveitirnar verða svo varar við mjög freistandi bráð. Bresku herforingjarnir gáfu skipun að ráðast gegn þýsku skriðdrekunum. Þýsku skriðdrekarnir snúa svo við í snarhasti og hörfa til baka í ærslafullum og mjög svo tilkomumiklum flótta, að virtist. Gjörsamlega grandlausir um gildruna, þá elta bresku skriðdrekarnir bráðina og reyna að ná sér loksins niður á þýskurunum sem voru búnir að lumbra svo ærlega á þeim undanfarið, að líkja mætti því við einelti, og voru nú engin samtök til á þessum tímum sem hétu Regnbogabörn. Um leið og færið gafst, og bráðin var komin í gildruna dundi þvílíkur sprengjugnýr og blossar lýstu upp himininn…
Bresku hershöfðingjarnir vissu ekki hvaðan af þeim stóð veðrið, og í óttaslegnum andlitum þeirra mátti lesa undrun og algjöra örvringlun, því það eina sem þeir sáu var eldhaf og reyk sem lagði frá flökum skriðdrekaflota þeirra. Bresku skriðdrekarnir rifnuðu eins og pappír þegar öflugar sprengikúlurnar borðu sig í gegnum brynvarnirnar skriðdrekana og sprungu svo að alefli inni í skriðdrekanum og drap á augabragði alla þá sem voru um borð.
Aflið var það mikið þegar brynkúlurnar komust inn fyrir brynvarnir þeirra að skriðdrekar sem voru meira en 40 tonn þeyttust út í loftið eins og laufblöð og byssuturnar þeirra spruunga að sama skapi í allt aðra átt, allar skotbyrgðar þeirra sprungu um leið og þannig myndaðist þessi ógnar sprengikraftur.
Þó svo að sagan vilji oft setja mjög svo rómantískan blæ á þessar orrustur þá gleymast því miður þær staðreyndir að stríð er afleiðing heimsku mannsins, og sú heimska verður einmitt aldrei skírari en í blóði drifnum stríðsvöllum….
Erfiðustu stundir margra lendgönguliða sem gengu meðfram skriðdrekunum sínum voru erþeir heyrðu áhafnir skriðdrekana brenna til dauða inni í skriðdrekunum því þeir gátu ekki fundið neina leið út vegna elds og hita, skinnið á þeim bókstaflega bráðnaði af þeim í ógnarhitanum sem myndaðist innanborðs.
Harðfengir eyðimerkurvíkingingar áttunda hersinsins…
Breskar sérsveitir voru svo sendar í mjög leynilegan leiðangur til að ráða Rommel af dögum. Sérsveitin átti að laumst inn í höfuðstöðvar hans og myrða hann að nóttu til. Þær náðu að laumast inn í refafylgsnið en Eyðimerkurefurinn var ekki viðlátin, hann var upptekin við að undirbúa fleiri gildrur fyrir bráðir morgundagsins……
Þessar sérsveitir voru skipaðar breskum hermönnum úr tveimur deildum. Önnur sveitin var kölluð “Long Range Desert Group” og hin var “Special Air Service” eða SAS sveitirnar alræmdu. Þessar sveitir höfðu aðsetur lengst inni í Sahara eyðimörkini og var það þeim í blóð borið, að rata um hina risavöxnu eyðimörk, þeir voru sérþjálfaðir í að lifa af með því að neyta aðeins einn bolla af vatni á dag. Þeir óðu inn á flugvelli og eyðilögðu þar flugvélar, stundum gangandi, stundum akandi hiklaust framhjá þýskum varðmönnum á bílum með þýskum einkennismerkjum, klæddir þýskum búningum. Þeir virtust hafa ánægju af starfi sínu og stráðu um sig skelfingu af miklu örlæti. Einn SAS liði mynntist þess einu sinni að þegar hann henti inn handsprengju á þýska herráðsskrifstofu, hafi hann kallað á eftir henni “Hérna, gríptu!”….
Rommel fór með viðurkenningarorðum um þessa sérsveit í dagbók sinni, að þeir höfðu “valdið meiri skaða en nokkrar aðrar jafnfjölmennar sveitir Breta”…
Í júní 1942 var Rommel gerður að “Field Marshal” og var hann sá yngsti í þýska hernum sem hefur verið sæmdur þeim heiðri, hann var 49 ára….
Sumar breskar hersveitir voru þó ekki eins hugrakkar og sérsveitirnar frá Sahara eyðimörkinni. Eitt sinn eftir D-Day voru breskar hersveitir að elta herdeild Þjóðverja sem voru á undanhaldi, þá voru þýsku sveitirnar þess varar að Bretarnir voru hættir að elta þá og þeir voru hvergi sjáanlegir. Þjóðverjarnir senda njósnara til baka til að athuga hvað olli þessu, því þeir voru vægast sagt undrandi, og um leið forvitnir því litlu mátti muna að þeir gæfust upp fyrir Bretunum. Þegar njósnasveitin þýska kemur til baka að tilkynna þýska foringjanum hvað væri á seiði, sprakk hann þá bókstaflega af hlátri. Sendiboðinn tilkynnti það að Bretarnir höfðu stoppað skriðdrekana og allan flotann sinn til þess eins að hita sér te! Mundi maður sjá George S. Patton, Erwin Rommel eða Omar Bradley stoppa því klukkan var orðin 3 og það var komið kaffi?
Eins voru þýsku hermennirnir oft hissa á litlum baráttuvilja bresku hermannana. Oft hættu þeir að berjast vegna þess eins að þeir voru að verða skotfæralitlir. Þjóðverjar undruðu sig á þessu, og um leið hve hersveitir Bandaríkjahers voru miklu harðari í bardögum og gáfu ekki þumlung eftir, samanber 101st Airborne Divison E-Company, (fyrirgefið að ég íslenska stundum ekki hernaðarleg heiti). Þeir voru kallaðir “Börðu bastarðarnir af Bastogne”. Framsóks þýska hersins var þá hrundið að stað í Ardenne fjöllum, og var fallhlífarsveitin í fremstu víglínu bandamanna, matarlitlir og án vetrarklæðnaðar í margar vikur. Þeir þurftu að þola einar þær hörðustu stórskotaliðaliðs árás sem um getur fyrr og síðar, og einu varnir þeirra var frosin jarðvegurinn sem þeir þurftu að grafa sig niður í til að halda lífi…
Sérstakar þakkir: Fá allir þið yndislegu Hugarar sem hvöttu mig hérna áfram til að halda áfram við að skrifa þessar greinar mínar hérna inni á hugi.is!
Heimildir:
Ian Baxter - Blitzkrieg
Richard Collier og hans snilldar bók um Eyðimerkurstríðið sem flestar tilvitnanir mína hérna koma frá!
Germans Campaign of WWII - Chris Bishop og Adam Warne