Hatshepsut var fyrsta drottning Egyptalands og einn merkasti egypsku faraóana.
Hún var fyrsta valdamikla konan sem skráðar heimildir eru til um og ríkti yfir Egyptalandi á tímum friðar og viðskiptaþennslu. Hún sendi könnunarleiðangra niður Rauðahafið og reisti tvær gríðarstórar steinsnálar við musteri Amons við Karnak – Allt voru þetta atburðir sem skráðir voru í gífurlega fallegar veggmyndir í musteri hennar við Deir el-Bahri.
Frá fyrstu tíð voru konur mikills metnar í Egyptalandi. Snemma í tíð 18 konungsveldisins þá voru sterkar tilhneigingar til þess að ríkisvald væri tengt hjónabandi. Hatshepsut var dóttir hins mikla stríðskonungs Tuthmosis I. Hálfbróðir hennar Tuthmosis II tók við af föður sínum eftir að tveir af bræðrum hennar létust. Brjóstmyndir sýna Tuthmosis II sem mjúkan og undirlátan dreng enn hálfsystir hans sem er nokkrum árum ber höfðuðið upprétt, hefur formfagurt nef og sterka höku sem stendur þónokkuð út sem gefur henni líflegt og áræðið yfirbragð. Hún giftist hálfbróðir sínum og hann lækkaði í tign við það, og Hatshepsut varð helsti áhrifavaldurinn í ríkisstjórninni.
Eftir aðeins nokkur ár endaði sameiginleg stjórn þeirra með morði á Tuthmosis II, hugsanlega vegna samsæris. Hatshepsut tók sér stöðu ríkisstjóra fyrir hönd sonar hansTuthmosis III sem var getinn af lágsettri konu úr kvennabúri Tuthmosis II og á meðann hann tók sér stöðu sem prests Amun þá tók Hatshepsut yfir hásætið og varð að Faraó.
Í áletrunum á minnismerkjum hennar þá skiptast á karlmannlegar og kvennlegar lýsingar á. Hún er bæði sonur og dóttir Amun. Styttur og málverk sýna hana með gerviskegg og í karlklæðum. Þótt að áletranir ruglist í því að lýsa henni á karlmannlegan og kvennlegan hátt eru þær sem snúa að persónulegum einkennum og eigum að mestu leyti kvennlegar, þótt að stundum sé hún nefnd “hans hæstvirta hátign hún sjálf”.
Sem Faraó var tími hennar í hásætinu frekar friðsæll og þetta leyfði henni að hefja gífurlega stórvirka verslunarleiðangra til annara landa. Leiðangrar hennar til landsins Punt(ríki sem var uppi sennilega þarsem sómalía er nútildags) niður Rauðahafið eru helst eitthvað sem hægt væri að líkja við uppgötvunarleiðangra Endurreisnarinnar sem átti sér stað í Evrópu. Hið gífurlega fallega muster hennar við Deir el-Bahri hefur upphleyptar myndir sem sýna þennan leiðangur. Það er fágætt að einhver sérstakur atburður sögunnar sé svo nákvæmlega lýst einsog leiðangri Hatshepsut.
Leiðangrinum er lýst þannig að fimm stór skip hafi verið reist í hlutum á landi og flutt að strönd Rauðhafsins þarsem þau voru sett saman. Eitt meginmarkmið leiðangursins var að finna reykelsistré; þau vaxa einungis í Arabíu og Sómalíu. Myndskreytingarnar í hofinu við Der el-Bahri sýna hringlaga kofa reista á stólpum með aðgengi úr stigum auk kókoshnetupálma, reykelsistré og myrru við hliðiná nógsamlegri á með gífurlegri fjölbreytni af fiskum. Einnig eru sýndir gíraffar, hundar, flóðhestar og apar.
Tekið var á móti leiðangrinum af prinsinum af Punt Parehu og drottningu hans Eti.
Viðskiptafrelsi var komið á og þrjátíu og eitt rekelsistré, pokar af reykelsi, gull, silfur, fílabein, kanel, apar, hundar, þrælar og hlébarðaskinn voru þær vörur sem Egyptarnir fengu í skiptum fyrir þær vörur sem þeir báru með sér.
Drottningin af punt ásamt nokkrum höfðingjum héldu með leiðangrinum aftur til Eyptalands þarsem tekið var á móti þeim í Þebu með stórkostlegum veisluhöldum. Hatshepsut fórnaði vörunum fyrir Amun og reykelsitrjánum var plantað í forgarði musteri hennar við Der el-Bahri.
Byggingaráform Hatshepsut fóru langt framúr þeim sem forverar hennar höfðu haft. Hún byggði útum allt Eyptaland og jafnvel í Núbíu. Þeba fékk mesta athygli og musterið við Der el-Bahri var kallað heilagleiki heilagleika auk þess að vera fullkláraðasta yfirlýsing hennar í efnislegu formi um stjórnartíð hennar. Hún lét höggva út grafhýsi handa sér í dal konungana og musteri Amun við Karnak var stækkað.
Mestu afrek hennar við musterið við Karnak voru tvær risavaxnar steinnálar úr rauðu graníti sem höggnar voru úr grjótnánumum við Aswan á yfir sjö mánaða tímabili, steinsnálarnar eru með þeim fremstu varðandi form, lit og fegurð leturgraftarins.
Upphleyptar myndir í musterinu við Deir el-Bahri sýna það hvernig risastórir prammar með nálunum eru dregnir niður Níl af þónokkrum fjölda af bátum. Það er ótrúlegt hvernig hægt var að færa þessi 100 feta(30.84 metrar) ferlíki voru færð á og af prömmunum og færð í sína stöðu í musterinu við Karnak. Þessar steinnálar eru þaktar með fínlegu myndletri þarsem Hatshepsut lýsir því yfir að þær hafi verið reistar til dýrðar Amun og minningar Tuthmosis I. Toppar og sköft nálana voru svo gyllt.
Á meðan hefur Tuthmosis III orðið kraftmikill leiðtogi hersins og í kringum átjánda stjórnarár Hatshepsut fara helstu stuðningsmenn hennar að hverfa og á tuttugasta eða tuttugasta og fyrsta stjórnarári(1469 f.k.) sínu hverfur Hatshepsut sjálf algjörlega úr sögunni. Hún var um fertug og hafði ríkt í tuttugu og tvö ár.
Tímatal
c1509 f.k.
Fædd, dóttir Tuthmosis I konungs
c1490-1486 f.k.
Ríkir sem Faraó í 18 konungsættini
Ár 7 við völd
Hefst handa við að reisa musterið við Der el-bahri
Ár 9 við völd
Leiðangurinn til Punt
Ár 15-16
Vinna og frágangur við að reisa par af steinnálum við Karnak
Ár 20-21(c1469 f.k.)
Hásætið fer til Tuthmosis III og Hatshepsut hverfur úr sögunni
Svo styttri lýsing fyrir þá lötu eða spurningarkeppnisliða :)
Bygginarmeistari
*Náði óheyrðum völdum sem drottning, ríkti í friði sem leyfði henni að einbeita sér að bæta hag fólksins. Hóf byggingarverkefni sem voru mun stórvirkari enn fyrir áætlanir og þar á meðal hið mikilfenglega musteri við Deir el-Bahri. Musterið er merkasta afrek Hatshepsut og hennar þrautseigasta minnismerki sem geymir glæsilegar lýsingar á afrekum og verkum hennar í lífi sínu.
*Þótt önnur steinnálin við musteri Amun við Karnak sé fallinn þá er sú sem stendur í norðri í sinni upprunalegu stöðu enn sú hæsta sem stendur í Egyptalandi
We are the hollow men