Seinni Heimsstyrjöldin byrjar…
“Draugaherdeildin sækir fram…”
Er Rommel hafði horft álengdar á hvernig þýski herinn hafði malið mélinu smærra þann pólska á fáeinum dögum fór Rommel að ókyrrast og lét Hitler vita af þeirri þrá sinni að komast aftur á vígvöllinn.
“Hvað viltu fá?” spurði Hitler Rommel, “Bryndeild,” svaraði Rommel um hæl. 7 Bryndeildin var honum fengin og átti hún skelfilegan þátt í falli Frakklands.
10 maí hélt Rommel inn fyrir landamæri Belgíu og sótti óstöðvandi hermaskína hans fram á við í fimm vikur. Rommel var einkar vel liðinn á meðal manna sinna og er bryndeild hans kom að brú sem hafði verið sprengd í loft upp, þurfti að hafa snarar hendur við að koma upp bráðabirgðarbrú til að halda sókninni áfram. Andlitin duttu af hermönnunum þegar þeir sáu Rommel standa úti í miðri ánni með þeim og aðstoðaði þá við að setja upp flotbrúnna, vatnið náði upp að bringu þeirra og allt í kringum þá sprungu sprengjur sem skotið var á þá úr sprengivörpum belgíska hersins. Þetta er aðeins eitt dæmi um hvernig Rommel vann sér inn áðdáun og ómælda viirðingu undirmanna sinna, þeir sáu að þeir höfðu ekki aðeins frábæran leiðtoga því Rommel var einnig klókur í að vinna menn á sitt band.
Rommel kom einnig með þá nýung að skjóta úr fallbyssuum skriðdrekana á fullri ferð. Skriðdrekar hans sveifluðu byssuturnunum og skutu á óvinina sem urðu skelfingu lostnir því það var eins og 7 Bryndeildin hafi nánast hrapað úr himnum því þeim tókst að koma þeim algjörlega í opna skjöldu.
Rommel var alltaf vanur að sækja fram og gera árás, og er Rommel setti heimsmet í því að vinna landssvæði í styrjöld, sem hann gerði í Frakklandi 1940, þá náði hann 150 mílna landssvæði á einum degi, það var þá sem sveit hans fékk viðurnefnið “The Ghost Division” og “Knights of the Apocalipse” eða Riddarar Dómsdagsins, Rommel handsamaði 450 skriðdreka og 100.000 stríðsfanga og allt þetta á aðeins fimm dögum.
Rommel var mikils metin hjá Hitler og hann hafði unnið sig upp metorðastigann fyrir að vera útsjónasamur skriðdrekaforingi og hvernig hann beitti hinum fræga Panzer IV gerð D gegn óvinaherjum og skriðdrekum var lýginni líkast. Þjóðverjar smíðuðu aðeins 278 Panzer IV fyrir herferðina í Vestur-Evrópu og munaði minnstu að þeir köstuðu á glæ þeim yfirburðum sem skriðdrekinn veitti þeim.
Þessi skammsýni sem stafaði á ofurtú á þýska hernum, knúði skriðdrekastjórnendur til að beitta þessu öfluga og jafnframt lipra vopni, sparlega. Metið í því átti Rommel. Frægt er það er hann mætti mikilli mótspyrnu Frakka í þorpi einu sendi Rommel aðeins einn Panzer IV gegn 14 frönskum skryðdrekum, Panzerinn var það snöggur að hann komst aftan að þeim og eyðilagði alla 14 skryðdrekana, sem voru allt of svifaseinir til snúninga í þröngum þorpsgötum.
Rommel komst síðar að því að Panzerinn var ekki ósigrandi og missti hann 3 skriðdreka í Arras þegar Frakkar skutu skeyti af stuttu færi í gegnum brynvörn skriðdrekana. Skömmu eftir það betrumbættu Þjóðverjar Panzerinn með því að setja á hann þykkari brynvörn og öflugri byssu. Varð sá Panzer einn sá mest fjölnota skryðdreki Þjóðverja og fær í flest, grindin á honum notuð í fleiri gerðir skriðdreka og svokallaðar færanlegar stórskotaliðs-dreka sem voru án turnanna. Seinna meir ákvöðu ríki eins og Ísrael að taka Panzer IV í sína þjónustu og var hann notaður í hernaði í austurlöndum fjær eins og Víetnam…
Draugaherdeildin birtist skyndilega og mjög óvænt, tók að óvörum skála fulla af frönskum hermönnum, elti uppi hersveitir á flótta og olli skelfingu meðal almennings sem átti sér einskins ills von. Í einu þorpi hnippti kona í Rommel og spurði hann hvort hann væri Englendingur. “Nei” svaraði Rommel á frönsku, “ég er Þjóðverji.”, “Ó, þetta eru villimennirnir!” æpti hún og hljóp eins og skórnir hennar væru alelda heim til sín. Framsókn 7 Bryndeildarinnar var geysihröð og náði allt fram að Ermasundi, þar sagði Rommel þegar hann sá björgin á Englandi og að sama skapi sín megin að sú reynsla hafi snert þá alla sem voru þarna í sjávarmálinu með honum. Sóknin hélt svo áfram til Cherbourg og hertók Rommel hana.
Þegar Þjóðverjar ákveða að styðja bandaríki sitt Ítali við þá rimmu sem þeir áttu við að etja í Norður-Afríku ákveður Hitler að senda einn sinn færasta og besta skriðdrekaforingja til aðstoðar, Erwin Rommel…
“Eyðimerkurstríðið”
Blekkingarmeistarinn hefst handa.
Breski herinn hafði kjöldregið þann ítalska í Norður-Afríku og tekið til fanga 80.000 hermenn og vígtól í byrjun janúar 1941. Ítalski herinn var algjörlega niðurlægður og ósigurinn kjarksaug hermennina því hann var töluvert stærri en sá breski með mannafla og vopn.
“Þetta er ein leið til að vinna á gigtinni” , sagði Rommel í bréfi til eiginkonu sinnar áður en hann lagði að stað út í skrælþurra sandanna í Líbíu, en þetta var dulmál hans til hennar þar sem hann sagði henni að hann væri á leið til Líbíu.
12. mars 1941 eða þegar fjórar vikur voru liðnar síðan Rommel kom til Norður-Afríku, gat á að líta endalausar raðir Panzer skriðdreka glamra yfir aðaltorgið í Trípóli, Lýbíu. Rommel hafði fyrirskipað að halda mikla hersýningu fyrir ítalska borgara í Trípóli og eins til að vekja ótta hjá breskum njósnurum sem leyndust víða innan um borgara Trípóli borgar. Skriðdrekarnir voru í sandgulum lit sem var þá nýkomin í tísku til dulbúnings í eyðimörkinni.
Skriðdrekaforingjarnir stóðu teinréttir í turnunum og einbeiting skein í andlitum þeirra. Hér sá fólk með berum augum hin alræmda her Rommels sem kallaðist “Afrika Korps” eða “Eyðimerkur-herdeildin”
Rommel stóð stoltur og horfði á glæsilegann skriðdrekaflota sinn aka framhjá áhorfandapöllunum. Við hlið Rommels stóð ungur aðstoðarforingi hans, Heinz-Werner Scmit sem fór að undrast æ meira þegar hann horfði á skriðdrekaflotann glamra þarna framhjá í samfeldri röð, yfir torgið og hverfa svo inn í hliðargötu.
“Ég fór að furða mig á hvílíkur ódæma fjöldi af skriðdrekum fór þarna framhjá.” Eftir stundarfjórðung tók hann eftir Panzer IV með sérkennilega gallað belti og áttaði sig á því að hann hafði séð hann áður í þessari sömu fylkingu. Schmidt glotti við tönn og dáðist af blekkingu Rommels…
Í næsta kafla mun ég fjalla nánar um Eyðimerkurstríðið…
Heimildir:
Martin Blumenson sagnfræðingur og Bók hans um Erwin Rommel, og ævi.
Richard Collier, Ritstjóra Time-Life bóka… Eins bækur hans um Eyðimerkurstríðið.
Robert Wernick ritstjóra Time-Life Bóka
Ronald Heifermann
Stephen E. Ambrose (höfund Band of Brothers)
Wars of the 20th Century
Ritröð Almenna Bókafélagsins
Þjóðarbókhlaðan
Lesbók Morgunblaðsins
Eftirmáli:
Orðið að glotta er náskilt orðinu að glettast, það er oft notað um hluti sem eru glettnir og þá þikir fólki það ansi GLETTIÐ! Ef fyndið atriði kemur í bíómynd þá er það Glettið…
Heimildir eru fengnar úr óútgefinni íslenskri orðabók eftir Hugarann armrdwlf og mun fást í öllum betri bókabúðum fyrir komandi Jól. ;o)