Saddam Hussein fæddist 28. apríl árið 1937 í fátækri fjölskyldu sem lifði á fjárrækt í litla þorpinu al-Auja nærri miðju Íraks. Þegar hann var tíu ára fluttist hann til Baghdad til að búa með frænda sínum Khayrallah Tulfah sem kenndi honum margt um pólitík og það var frá honum sem Saddam fékk biturleika sinn til vestrænna heimsvaldasinna. Eftir að hafa stundað nám í Baghdad gekk hann í Baath flokkinn sem voru sósíalísk pólitísk samtök sem lögðu mikla áherslu á arabíska þjóðernishyggju. Árið 1956 þegar Saddam var aðeins 19 ára tók hann þátt í tilræði gegn sitjandi konungi Íraks, Faisal II. Tvem árum síðar tókst öðrum óróa hóp sem var ekki hliðhollur Baath flokknum að steypa konunginum. Fyrir þeim hópi fór Abdul Qassim hershöfðingi. Eftir að hafa mistekist að myrða hershöfðingjann árið 1959 flýði Saddam til Sýrlands og svo til Egyptalands þar sem hann lærði lögfræði lítillega.
En árið 1963 tókst Baath flokknum að drepa Abdul Qassim og komst til valda í Írak. Þá snéri Saddam heim og fékkst við yfirheyrslur og pyntingar hjá Baath flokknum. Um þetta leiti voru mikil umbrot í flokknum og Saddam var fangelsaður en tókst loks að verða aðalritari Baath flokksins árið 1966 með hjálp frænda síns Ahmad Hassan al-Bakr sem var mjög háttsettur í flokknum. En árið 1968 missti flokksklíka Ahmad Hassans völd innann flokksins en hann sjálfur varð forseti. Við þær breytingar varð Saddam varaformaður uppreysnarstjórnarráðs flokksins og réði yfir miklum aðgerðum flokksins. Nú var Saddam orðinn næstráðandi í landinu. Í gegnum 8. áratuginn kom hann mörgum fjölskyldumeðlimum og félögum úr heimabæ sínum í mikilvægar stöður og stór embætti í írösku ríkisstjórninni og hernum. Fjölskyldutengsl Saddams höfðu mikil áhrif á uppris hans innan ríkisstjórnarinnar og hann réði glæpamenn og illmenni til þess að drepa og pynta andstæðinga hans sem voru ógn við völd hans.
Saddam pressaði mikið á aldraðan og veikann frænda sinn Ahmad Hassan sem var forseti Íraks á að hætta og leggjast í helgann stein. Árið 1979 sagði Hassan skilið við forsetastólinn og Saddam tók undir eins við. Þá byrjaði fyrir alvöru einveldi hans.
Hann hélt frægan flokksfund stuttu eftir valdatöku sína og á þeim fundi las hann upp nokkur nöfn manna sem voru í stjórn flokksins. Þessir menn voru síðan látir fara út úr fundarherberginu og þaðan voru þeir handteknir. Hann lét myrða alla andstæðinga sína og efldi vald sitt með því að ráða fjölskyldumeðlimi í ríkisstjórn hans og bæta herinn og búa til öryggisveitir, sérsveitir og hinar víðfrægu lífvarðasveitir. Rannsóknir sýndu að árið 1984 voru 50% af írösku þjóðinni í ríkisstjórninni, hernum eða áttu einhver skyldmenni þar. Það sýnir hversu margir voru beint undir stjórn einræðisherrans.
Á rúmlega tveggja áratuga valdaskeiði sínu gerði Saddam marga ljóta hluti. Hann ofsótti sjíta og myrti mörg þúsund Kúrda sem búa í landinu auk margra annara. Árið 1980 lýsti hann yfir stríði gegn Íran vegna landamæradeilna sem þeir höfðu ert og varaði stríðð í nokkur ár. Árið 1990 svalaði hann græðgis og yfrgangsþorsta sínum með því að ráðast á litla en ríka olíuríkið Kúwait. Þannig hófst persaflóastríðið sem endaði með tapi Íraka gegn Sameinuðu þjóðunum og Bandaríkjamönnum.
Valdaskeiði Saddams lauk árið 2003 þegar Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra réðust inn í landið og ríkistjórn Baath flokksins leystist upp er Bandarískir hermenn hertóku landið. Saddam var í felum í Írak en var fundinn af Bandaríkjamönnum 15. desember árið 2004. Nú er Saddam í haldi Bandaríkjamanna og hinnar nýju ríkisstjórn Íraks og er réttað yfir stríðsglæpum hans og glæpum gegn mannkyni.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,