Auschwitz Kafli VI Josef Mengele kemur til Auschwitz

Mengele hafði sett sjálfur sér það takmark að gera sig öðrum SS læknum frábrugðin í Auschwitz. Mengele var eini SS læknirinn í Auschwitz sem hafði einhverja reynslu af vígvellinum og þekkingu þaðan sem skurðlæknir. Mengele hafði sinn vel straujaða foringjabúning tandurhreinan og óaðfinnanlegan og það skein greinilega í allar orðurnar sem hann hafði unnið á vígvellinum. Josef Mengele hafði sérkunnáttu og þekkingu sem allir læknar dáðust og öfunduðu hann af. Mengele var duglegur að vitna í reynslu sína af vígvellinum og var augljóslega mjög svo stoltur og umhugað um allar orðurnar sem hann hafði unnið sér inn. En það var ekki einungis reynsla hans af vígvellinum sem greindi Mengele af frá öðrum SS læknum heldur varð það einnig hans ótrúlega tryggð á starfi sínu í Auschwitz sem leiddi til þess orðspor hans sem vægðarlaus, kaldrifjaður morðingi og vakti nafn hans jafnt óhug hjá SS læknum sem og föngum í Auschwitz, völd hans voru í raun ótakmörkuð og má segja að hann hafi verið haldin svokölluðu Guðfári (e. „God-Complex”) – einkenni sem eru þekkt hjá læknum og valdamiklu fólki, því það virðist hegða sér eins og Guð hafi skipað því fyrir verkum og ekkert geti stoppað það.

Hann var fljótur að sína fram á að hann gæti fyrirskipað tilgangslaus fjöldamorð þegar flekkusótt (typhus) geisaði í fangabúðunum aðeins nokkrum dögum eftir að Mengele hafði komið þangað. Hann gaf skipun um að þúsundir sígauna, konur og börn sem höfðu sjúkdóminn ættu að fara umsvifalaust í gasklefann, en samt sem áður þyrmdi hann lífi þýsku sígaunanna og var ástæðan talin vera að Mengele sjálfur hafði þessi einkenni sígauna, dökk húð, dökkt hár og augu og var ekki þessi dæmigerða fyrirmynd aríastofnsins. Án nokkurrar umhugsunar ákvað Mengele að þúsundir manna yrðu tekin af lífi fyrir þá staðreynd að þau voru honum lík í útliti og hann hataði þá staðreynd.

En hvaða langanir eða þarfir það voru sem knúðu Mengele áfram til þessara illskuverka þá héldu þær samt sem áður að kynda undir þessa dráp fíkn hans og fyrirskipanir um að senda þúsunda manna í gasklefana. Hvergi annarsstaðar var þetta svo augljóst og þegar valið fór fram á þeim föngum sem komu til Auschwitz, vinstri eða hægri.

Haft var eftir Ella Lingens sem var Austurrískur læknir sem var fangi í Auschwitz og hafði verið dæmd þangað fyrir að fela Gyðinga í heimalandinu, að Mengele naut til hins ýtrasta að velja hver fengi þann dóm að fara beint í gasklefann eða í þrælkunarbúðirnar.

Sumir SS foringjar eins og Werner Rhode og Hans Konig höfðu viðbjóð á starfi sínu við þetta hrikalega starf að velja hverjir færu beint í gasklefann. Þeir vanalega þurftu að vera undir áhrifum áfengis til að deyfa tilfinningar sínar og geta klárað dagsverkið. En það voru aðeins tveir læknar sem gátu unnið þessi verk án nokkurra vímugjafa og það voru þeir Dr. Josef Mengele og Dr. Fritz Klein. En Mengele var einkar kaldhæðin við fanganna. Hann sagði mér að það væru einungis tveir kynstofnar mannkyns sem höfðu yfirburði og það væru Þjóðverjar og Gyðingar og þetta væri aðeins spurning um hver væri fyrri til og æðri stofninn þar af leiðandi. Þess vegna væri það þeim nauðsynlegt að útrýma Gyðingum.

Mengele hafði mikla nautn á starfi sínu og birtist oft mjög svo óvænt við val á föngunum án þess að hafa verið boðaður í viðkomandi verkefni og auðvitað var Mengele ávalt klæddur í sínum óaðfinnanlega einkennisbúningi. Hann bar sig einkar glæsilega og með miklum þokka og það mátti sjá spegilmynd sína í gljáfægðum leðurstígvélunum, buxurnar og jakinn var stífpressaður og auðvitað bar hann skjannahvítu bómullarhanskanna sína og það var heilt haf af eymd og vonleysi sem streymdi að honum í formi soltinna og máttvana fanga. Dr.Olga Lengyel, annar læknir sem var í fangabúðunum, minnist með hryllingi hvaða háttarlag Mengele viðhafði á brautarpallinum:

Hvað við hötuðum hans ópersónulegu og kærulauslegu framkomu og hann blístraði stöðugt og það skein sterkt í rólega en kuldalega manngerð hans. Illskan var þarna stödd holdi klædd. Dag eftir dag var hann við vinnustöð sína og horfði á vesalings fólkið, konur og börn haltra framhjá honum seinustu skref sín í gasklefana, eftir hræðilega og ómannlegu ferðar sinnar til Auschwitz. Hann benti þeim rólegur með reiðsvipu sinni annað hvort til hægri eða vinstri. Hann virtist njóta til hins ýtrasta þetta hræðilega verkefni.

Þessi rólega og kuldalega framkoma hans eins og Dr. Lengyels sagði frá vék oft á tíðum fyrir ofsafengnum og brjálæðislegum æðisköstum sem hann leysti úr læðingi án nokkurs fyrirvara gagnvart þeim sem mótmæltu eða hlýddu ekki fyrirmælum hans. Annar fangi sem einnig var menntaður sem læknir Dr. Gisella Perl minnist atviks er Mengele náði konu í hennar sjöttu flótta tilraun af pallbíl sem var á leiðinni í gasklefana:

Hann greip um háls hennar og um leið byrjaði hann að berja hana í andlitið alveg þar til að það var orðið að einni óþekkjanlegri blóðklessu. Hann löðrungaði hana og barði ávalt í andlitið og öskraði um leið hástöfum “Þig langar til að sleppa er það ekki? En þú sleppur ekki í þetta skiptið. Þú átt eftir að brenna eins og allir hinir og þú átt eftir að kafna þú skítugi Gyðingur.” Er ég fylgdist með þessu sá ég er þessi fallegu og greindu augu hennar sukku inn í djúpa blóðklessu. Á nokkrum sekúndum hafði beina og mjóa nefið hennar orðið flatt, það var ekki nokkur leið að greina neina andlitsdrætti frá öðrum. Hálftíma síðar snéri Dr. Mengele aftur til spítalans . Hann náði í ilmsápu úr töskunni sinni og er hann þvoði á sér hendurnar blístraði hann brosandi Riennze eftir Richard Wagner.

Margbreytilegar persónur Dr. Josef Mengele…
En en þrátt fyrir að Mengele hafði sýnt getu sína á að vera bæði tilfinningalega kaldur og gersamlega ótengdur umhverfinu og leisti úr læðingi sjúkleg reiðiköst, að þá hafði Dr.Mengele enn eina hlið á persónu sinni.
Dr. Josef Mengele gat sýnt á sér þá hlið að virðast vera mjög umhyggjusamur og töfrandi einstaklingur, en Mengele notaði þessa hæfileika sína til að vinna fólk á sitt band og um leið felldi fólk niður svokallaðar sálrænar varnir. Hann notaði þessa aðferð jafnt á vinnufélaga sem og fanga. Hann kom oft mjög blíðlega fram við konur á brautarpöllunum sem höfðu börnin sín meðferðist og þær umsvifalaust hlíddu beðnum hans óafvitandi þess að hann var einungis að senda þau beina leið í gasklefann aðein fáeinum mínútum síðar. Sjálfsöryggi og framkoma hans sem var nánast með sama sjarma og töfraanda og frægustu kvikmyndastjörnur höfðu og gerði hann mjög svo eftirsóttan og meira að segja voru þeir kvenmenn sem hann pyntaði og tók svo af lífi hrifnar af þessum þokka og sjálfsöryggi hans.

Það voru þessir meginþættir að óútreiknalegum persónuleika Mengele sem stuðluðu að velgengni hans og ollu mjög svo djúpstæðum ótta frá föngum jafnt sem öðrum SS læknum, sem hann vann með þann tíma sem hann var í Auschwitz.

Auk þess að vera iðinn við kolann þegar kom að því að velja þá er skildu ganga beint í gasklefana og einnig að stunda reglulegar barsmíðar á föngum, þá tók hann upp á ýmsum tilraunum sem að virtust ekki þjóna neinum læknisfræðilegum tilgangi, heldur var eini tilgangurinn sá að stunda pyntingar á föngum með hræðilegum aðferðum.

Sem dæmi þá fjarlægði Mengele oft lifandi fóstur úr móðurkvið, geldingar á strákum og mönnum án þess að notast við nokkur deyfilyf. Hann gerðir tilraunir á kvenfólki með því að hleypa gífurlega háum straum í gegnum líkama þeirra aðeins til að athuga þol og getu þeirra við þessum pyntingum. Konurnar fengu aðeins lítil brunasár þar sem rafmagnspólarnir voru tengdir en því hærri sem spennan var þá orsakaðist því meiri bruni á innri líffærum. Stundum brunnu bókstaflega kjöt og bein að innanverðum líkama þeirra og sum líffærri hreinlega soðnuðu undan hitanum.

Eitt skiptið ákvað Mengele að gera hóp pólskra nunna ófrjóar með því að nota risa stóra röntgen vél og brunasárin voru vægast sagt hrikaleg fyrir greyið nunnurnar sem höfðu stundað einlífi allt sitt líf.

Árið 1981 dró saksóknari Vestur-Þýskalands upp meira en 78 mismunandi ákærur gegn Mengele þar sem hann var ákærður fyrir þá hræðilegustu og grimmilegustu glæpi gegn mannkyni sem um getur í sögu mannkyns. Það sem hann var meðal annars ákærður fyrir var eftirfarandi:

Mengele er ákærður fyrir að hafa tekið þátt með beinum eða óbeinum hætti við val á föngum sem voru í sjúkraskýlum og þar á meðal voru sjúklingar sem þjáðust alvarlega af hungri, vosbúð, ofþreytu, veikindum, sjúkdómum eða sem þjáðust af annarri kúgun og ofbeldi og Mengele viðhafðist ekkert við að þessir sjúklingar fengu skjótan bata… Þeir fangar sem voru valdir úr hópnum voru teknir af lífi með bannvænum sprautum, aftökusveitum eða með því að vera settir í gasklefana og notast var við Prussic-acid eða Blásýru til að útrýma föngunum og skapa rými fyrir fanga sem voru færir að vinna þrælkunarvinnu, þessir fangar voru valdir beint af Josef Mengele eða öðrum SS læknum.
Aðferðirnar sem notaðar voru við bannvæna sprautu í æðakerfi fanganna voru að bensíni, sótthreinsiefni, karbólsýra (Phenol), Evipal og klór, jafnvel var lofti dælt inn í blóðrásarkerfi fangana og þá sérstaklega í hjartahólfin þar sem Mengele sá sjálfur um að gera það eða sá til þess að aðrir SS hjúkrunar læknar framkvæmdu banvænu sprauturnar, kvalirnar voru sjúklingunum hrikalegar og í krampaköstunum var algengt að þeir bitu tungur sínar í sundur.


Auk þess var Mengele sekur um að vera með kynferðislega niðurlægingu á föngum sem höfðu þegar verið rændir allri mannlegri virðingu. Kvenföngum var safnað fyrir framan hann og þær afklæddar. Þegar þær svo gengu framhjá honum stöðvaði hann þær með reiðsvipunni sinni og heimtaði að þær ættu að lýsa ítarlega þeirra bestu kynlífsstundum. Hann ákallaði kvenfanganna ávalt sem skítugar hórur og er líkum að því leitt að grimmd Mengele hafi stafað að þeirri staðreynd að það var bannað (þýska: verboten) að eiga kynmök við konur sem voru Gyðingar.

Mengele var mjög duglegur að sanna hollustu sína til Nasistaflokksins og allar þær tilgangslausu pyntingar og öll þau morð sem hann framdi sanna það.

Eitt skiptið komst upp um einn kapóa sem vann við að aðstoða koma föngunum í gasklefana, að hann hafði reynt að ná föngum úr þeirri línu fanga sem voru ætlað í gasklefana og koma þeim fyrir í línunni fyrir verkamenn. Mengele varð svo illur að hann skaut kapóann beint í höfuðið fyrir þetta.

Annað atvik gerðist þegar líkbrennsluofnarnir fóru að yfirfyllast vegna þeirra gífurlegs fjölda af fólki sem var ætlað til útrýmingar í gasklefunum. Mengele lét grafa stóra skurði og það var hellt bensíni í botninn á þeim og kveikt var í, þar næst byrjuðu kapóarnir að henda bæði dauðum sem og lifandi föngum á bálið jafnt konum, börnum og kornabörnum, hitinn var gífurlegur er eldurinn magnaðist, og Mengele fylgdist rólegur með þessu öllu.

Þar sem það er ekki nokkur leið að greina á milli hvaða morð voru verri en hin sem Mengele framkvæmdi, nema kannski það dæmi sem er nefnt hér á eftir mun skýra ljóslega í raun hversu djöfullega manngerð Dr.Josef Mengele hafði að geyma. Rússnenskur fangi að nafni Annani Silovich Pet’ko varð vitni að þessum atburði sem ögrar bæði skilning og getu minni til að lýsa þessum hræðilega atburði:

Eftir þó nokkra stund kom hópur SS manna á mótorhjólum og var Dr.Josef Mengele á meðal þeirra. Þeir keyrðu inn í garðinn og fóru af mótorhjólunum. Áður höfðu þeir farið nokkra hringi í kringum eldhafið sem virtist brenna lárétt því gígurinn var það djúpur þar sem eldurinn kom upp úr og við fylgdumst með hvað koma skildi. Eftir smá stund komu svo um það bil tíu vörubílar með stórum palli aftan á.
Vörubílunum var bakkað rólega upp að eldgígnum og um leið og hlerarnir á vörubílunum opnuðust mátti heyra hundruð barna byrja öskra er þau sáu hver örlög sín væru og hvað átti að gera við þau.

SS liðarnir hófust handa við að kasta börnunum ofan í elddýkið og er börnin byrjuðu að stikna í eldhafinu mátti heyra þau hrikalegustu harmakvein sem nokkrum manni er nær ómögulegt að ímynda sér. Hermenn sem urðu vitni að því er skriðdrekaliðar brunnu lifandi inni í skriðdrekunum hafa lýst þeirri reynslu sem hinni verstu í sínu lífi, hvað má þá segja um þennan hræðilegasta glæp sem hér er lýst.

Sum barnanna náðu að klóra sér alelda og sárkvalin upp úr eldhafinu en þá var þeim ávalt ýtt jafnóðum aftur ofan í eldahafið með löngum prikum sem SS liðarnir voru búnir að útbúa.
Hoess yfirmaður Auschwitz og Josef Mengele fylgdust með þessu öllu og gáfu jafnóðum skipanir til hinna SS mannanna.


Sá fjöldi sannana gegn Mengele er ofbjóðandi bæði í stærð og umfangi í ljósi þess að hann komst undan réttvísinni og lymskuleg fór huldu höfði í mörgum ríkjum víða um heiminn. Meira að segja hin klóka og færa leyniþjónusta Ísraels, Mossad, tókst ekki að hafa hendur í hári hans en tókst samt sem áður að handsama annan illræmdan nasista Adolf Eichmann sem hafði komið sér þægilega fyrir í Suður-Ameríku.

Háttsemi Mengele er hægt að lýsa og koma orðum yfir en hvaða hvatir lágu á bak við gjörðir hans er næstum óútskýranlegar og ekki nokkur leið að kryfja til mergjar nema að geta í eyðurnar og reyna að fræðast um hvaðan þessar þarfir komu og hver kenndi honum þau.

Dr. Tobias Brocher hélt því fram að Mengele hafi ekki notið þess að sjá fangana þjást heldur naut hann þeirra ógurlegu valda sem honum var fengið í Auschwitz.

En það var von Verschuer sem sá til þess að Mengele yrði sendur til Auschwitz. Áður en leiðir þeirra tveggja lágu saman hafði von Verschuer stundað viðamiklar rannsóknir á tvíburum og hátterni þeirra. Honum hafði verið bannað að stunda rannsóknir sínar á lifandi tvíburum vegna þeirra siðalaga sem ríktu þannig að hendur hans voru bundnar áður en völd Nasista urðu alger.

Næsti kafli mun fjalla um rannsóknir Mengele á tvíburasystkynunum…


Sérstakar þakkir fyrir frábæra aðstoð:Damphir

Heimildir:

Sybille Steinbacher
Steinbacher er aðstoðarprófessor við Nútíma og Samtíðar-Sagnfræðideild við Háskólann í Ruhr héraði Þýskalandi.

Fangi Nr: 119,104 Auschwitz
The Encyclopedia of the war years, World War II
Gerald Astor. The Last Nazy: The Life and Times of Dr.Josef Mengele
Donald I Fine
Robert J Lifton
Sheila Chon
Lucette Matalon