Þann 16. desember í bænum Timisoara þegar að yfirvöld ætluðu að handtaka erkiklerkinn Laszlo Tökes sem hafði espað yfirvöld en umhverfis kirkju hans hafði fólk safnast saman og neitaði fólkið að hafa sig á brott. Þá fengu hermenn þau fyrirmæli að skjóta á mannfjöldann og glumdi skothríð alla nóttina og fjölmargir saklausra borgarar sem gerðu það aðeins að sök að verja eina manninn sem þorði að standa upp í hárinu á yfirvöldum. Mikill fjöldi saklausra borgara lágu í valnum og til umheimsins bárust gróusögur um mikil fjöldamorð af hálfu yfirvalda. Ceausescu setti að vísu allan frétta flutning í hömlur og þ.v voru það bara óljósar gróusögur sem að fólkið fékk að heyra af voðaverkunum í Rúmeníu en sögurnar í erlendum fjölmiðlum hljóðuðu fyrirsagnir upp á þúsundir látinna borgara. Í Rúmeníu slökti Ceausescu á öllum fjölmiðlum í sambandi við morðin en þrátt fyrir það breiddist sá orðrómur um átökin út eins og eldur í sinu og breiddust því mótmælaaðgerðir út til annarra bæja og í kjölfar þess og þess í stað hafði leiðtoginn Ceausescu boðað til útifundar t.þ að róa landa sína niður, messa yfir þeim til hlýðni og sanna fyrir fólkinu hversu dáður hann var af löndum sínum.
Þann 21. desember 1989 var ætlun Nicolae Ceausescu að efna til fjöldafundar í miðborg Búkarest. Sama yfirbragð var á fjöldafundinum rétt eins og venjulega enda hafði fólk verið kallað saman frá vinnustöðum og nú stóð það í röðum fyrir framan aðalbækistöðvarnar með fána, borða, blöðrur og læti til þess að heilla leiðtoga sinn Nicolae Ceausescu, og konu hans Elenu. Foringinn steig út á svalirnar gjörsmanlega grunlaus því sem átti eftir að bíða hans þarna fyrir utan. Leiðtoginn kom kokhraustur út á svalirnar með opna arma til að taka á móti fagnaðarlátunum en síðan var ekki eins og hann tryði sínum eigin eyrum þegar að það glumdi í eyrum hans “Niður með Ceausescu” í fyrsta skipti í valdatíð hans. Bylting var hafin í Rúmeníu. Maður spratt upp að baki Ceausescu og þegar í stað voru sjónvarps og útvarpslýsingar frá viðburðinum rofnar. Byltingin hafði aðeins byrjað fimm dögum áður eftir voðaverk stjórnar Ceausescu í Timisoara fimm dögum áður. Eftir að Ceausescu hafði verið komið í skjól hóf herinn að plaffa á mótmælendurna og féllu margir mótmælendur í óreiðunum. Daginn eftir gerðust síðan merkir atburðir þegar að Rúmenski herinn ákvað að snúa baki við Ceausescu forseta og ganga til liðs við mótmælendur sem að höfðu verið kúgaðir meira og minna síðan í seinni heimstyrjöld. Herinn og fólkið réðst inn á Rúmenska þingið og inn í forseta höllina og ætlaði að handtaka Ceausescu forseta en á síðustu stundu náði hann að bjarga sér þegar hann flúði upp í þyrlu af þaki forseta hallarinnar. Á Jóladag aðeins þremur dögum síðar náðust Ceausescu og kona hans og var Ceausescu skotinn eins og hundur ásamt eiginkonu sinni Elenu á jóladag 1989 að undangengnum sýni réttarhöldum. Hvergi í neinu af Sovét löndunum hafði verið eins blóðug bylting og aftaka leiðtogans vakt mikla athygli enda hafði hann kúgað þegna sína meira en gerðist algengt í öðrum kommúnista ríkjum á meðan á kaldastríðinu stóð.
Nicolae Ceausescu er sér kapítuli útaf fyrir sig í þessari ritgerð enda stórmerkilegur maður þar á ferð sem var ekki mikið fyrir að gera það sem aðrir sögðu honum að gera heldur fór hann óhikað eigin leiðir í stjórnmálum sem að vakti ekki mikla lukku hjá skoðanabræðrum hans í Moskvu sem að hann átti til að gagnrýna harkalega. Nicolae Ceausescu tók við embætti sem forseti Rúmeníu árið 1965 af Gherorghe Gheorghiu-Dei og var í valdastóli til ársins 1989.
Nicolae Ceausescu var gagntekinn af hugsuninni um sjálfsstæði Rúmeníu og gerði það Nicolae Ceausescu vinsælan í Vestur-Evrópu um hríð og voru leiðtogar vesturlanda fljótir að taka upp budduna fyrir hann þegar honum vantaði fjárhagsaðstoð. En þegar Ceausescu fór að herða tökin á þegnum sínum og kúgunin í landinu varð sífellt meiri fóru vinsældirnar að dvína á honum á Vesturlöndum. Ceausescu var mikill harðstjóri og hélt mikilli ógnarstjórn í landi sínu. Í seinni hluta valdatíð hans þorði fólk ekki að gagnrýna hann á götum úti og var fólk tafarlaust tekið til fanga sem pólitískir andstæðingar ef það hafði einhverjar slæmar skoðanir á forsetanum. Ceausescu vildi fyrir alla muni ekki missa tengsl sín við Vesturlönd og reyndi að halda í vinsældir sínar með því að reyna að borga skuldir sínar til baka til þess að falla ekki í ónáð. En þess í stað sköpuðust vandræði heima fyrir og skall veruleg kreppa á í landinu og varð t.d matvæla skortur gríðarlegur og var þjóðin á barmi hungursneyðar. Mynduðust oft langar biðraðir fyrir framan verslanir í Rúmeníu þegar að kaupmenn fengu egg til sölu og beið fólk daglangt eftir eggjunum og komust ekki einu sinni allir að í goggunarröðinni enda höfðu liðsmenn Ceausescu í kommúnista flokknum forgang í matvælin og sú var reglan að gyðingum var ávalt vísað aftast í bifraðirnar þegar að lítið var til ofan í svanga maga Rúmensku þjóðarinnar. Ástandið var þannig í efnahagsmálunum að Ceausescu og stjórn hans keyptu eins mögulega lítið og hægt var að kaupa og í sama skapi lét hann selja allt sem hægt var að selja og tekjur af útflutningi voru óspart notaðar til að greiða niður skuldir Rúmeníu við Vesturlönd. T.þ að spara taldi Ceausescu nóg að hita upp hús landa sinna gráðu hita og lýsa þau upp með 25 volta ljósaperum og heitt vatn var aðeins hægt að fá árla morguns. En enginn þorði að standa upp gegn harðstjóranum. Áróðursmyndir birtust af forsetanum í blöðum og bókum og lét hann óspart hylla sig á fjöldafundum. Það var ekki fyrr en 16. Desember 1989 sem fólkið þorði að rísa upp gegn þessum harðstjóra enda var kúguð þjóðin löngu komin með upp í kok af Ceausescu og ekki seinna vænna að rísa upp gegn yfirvaldinu og losa um alla reiðina í hjörtum íbúanna sem endaði með því að Ceausescu var steypt af stóli. Eftir byltinguna ríktu því mikil sigurgleði í Rúmeníu og voru áróðurs bækur, myndir og blöð af forsetanum brenndar í tonnatali. Upp komst svo eftir fall Ceausescu að hann hafi logið að þjóðinni um efnahagslega stöðu Rúmeníu og upp komst svo að efnahagurinn í landinu var gjörsamlega að niðurlotum kominn og var ekkert annað en þrotabú og reyndist það mikill hausverkur fyrir Iionescu og nýju stjórnina.