Allir vita hvað Titanic er. Ef ekki þá varð það skip sem sökk 15. apríl 1912. Um borð í skipinu voru 2.227 manns en aðeins 705 lifðu af.
Það sem gerðist var það að skipið sigldi á ísjaka á miðri leið. Skipið hefði getað náð þessu en það fór of mikill sjór inn. Skipstjórinn lét loka öllum hólfum svo sjórinn mundi ekki geta farið um allt skipið, en það mistókst því 5 af 16 hólfum fylltust og þá var ómögulegt fyrir skipið að haldast á floti. Sagt var að það þyldi bara 4 hólf full af vatni.
Mesta hneykslið sem átti sér stað var það að björgunarbátur nr. 1 fór með 12 manns um borð en svona bátur gat borið 40 manns. Fyrsti báturinn sem var látinn í sjóinn kl. 12:45 um kvöld var bátur nr. 7. Í hann fóru 28 manns en hann gat tekið 65 manns. Bátur nr. 3 fór með 32 um borð og bátur nr. 5 fór með 41 farþega. Báðir þessir bátar gátu tekið 65 farþega.
Hljómsveitin spilaði allan tímann á meðan skipið var að sökkva. Síðasta lagið sem þeir spiluðu var Nearer My God To Thee eða Songe d'Automne. Ekki er búið að sanna hvort þessara laga var spilað síðast. Þegar lengra var komið byrjuðu starfsmenn í skipinu að skjóta upp flugeldum og vonuðust til þess að önnur skip myndu sjá þau í loftinu og koma þeim til hjálpar en það virkaði ekki. Síðasta neyðarkallið frá Titanic kom frá þessum slóðum: breiddargráðu, 41º46' N, lengdargráðu, 50º14' V.
Þegar fólk var farið að átta sig á því að það voru ekki nóu margir bátar eftir byrjaði það að hoppa upp á bátana á leiðinni niður og líka út í sjóinn. Tók þá 1sti stýrimaðurinn, Murdoch, upp byssu og skipaði fólkinu að hoppa ekki eða ryðjast. Þá fóru að heyrast ógurleg hljóð og skipið byrjaði að lyftast á einum endanum og allt datt niður, fólk var að missa takið og detta niður.
Síðan kl. 2:18 klofnaði Titanic frá þriðja og að fjórða hluta og fór í tveimru hlutum niður í sjóinn. Meðann annat búturinn af Titanic stóð upp í loftið kom þöggn í nokkrar mínútur en síðan fór hann einnig niður í sjóinn. Kl. 2:20 var skipið sokkið. Það tók 2 tíma og 40 mínútur að sökkva.
Bakarinn Charles Joughin (sem var með þeim uppi á í myndinni Titanic í endanum með pelann) lifði þetta af út af öllu áfenginu sem hann drakk áður. Hann fór niður með skipinu og synti smá og fann fleka og hékk á honum með 3/4 af líkamanum sínum í vatninu. Áfengið virkaði eins og mannlegur frostlögur. Yfir þúsund manns lést þarna í sjónum og fólkið í bátunum sat þarna og hlustaði á fólki grátandi og öskrandi biðja um hjálp en sneri ekki við. Sagt er að fullt af þessu fólki hafi tekið þetta með sér í gröfina. Einn bátur sneri við. Vatnið var ískalt eða um -2ºC.
Og síðan eftir smá stund var alveg þöggn. Kl. 3:30 kom björgunarskipið Carpathia og bjargaði 705 manns. Eina sem eftir er að þessu skipi eru björgunarbátarnir og nokkrar minjar.