Fyrsta þjóðin til að gefa kvenmönnum kosningarétt var Nýja Sjáland árið 1898. Fyrsta fylki í BNA var Arkansas. (Sem m.a. er fylkið þaðan sem Clinton kom frá). Fyrstu kosningarnar sem konur kusu í voru þegar Harding var kjörinn, 1921. Konur fengu rétt til að kjósa í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar.
Það er ekki hægt að halda því fram að heimsstyrjöldin hafi verið valdur að þessum umbótum. Þrátt fyrir að konur komu meira á vinnumarkaðinn í kjölfar þess, þá má þakka þessu miklum hugarfarsbreytingum í samfélaginu og baráttu kvenna. Kvenfrelsisbaráttan hafði þá hafist fyrir einni og hálfri öld, en hún er almennt talin eiga rætur sínar að rekja til Englands við upphaf 18. aldar.
Þrátt fyrir að repúblikanar höfðu verið við stjórnartaumanna í tvö kjörtímabil hafði enginn forseti setið lengur en eitt. Hoover hafði verið mikilvægur ráðherra í stjórnartíð tveggja forvera sinna og reyndar var hann í mikilvægum embættum í valdatíð demókratans Wilsons líka.
Hoover var með mikla reynslu af stjórnsýslu. Hann varð munaðarlaus við níu ára aldur, og þrátt fyrir mikla námsörðugleika tókst honum að hækka einkunir sínar nóg til að komast inn í Stanford skólann. Þar lærði hann jarðfræði og giftist Lou Henry, eina kvenkyns nemanum í deildinni á þessum tíma. Hoover varð svo nægilega ríkur til þess að sinna stjórnmálum eftir fjárfestingar í suðausturasíu.
Yfir allt kjörtímabil Hoovers hvíldi skuggi kreppunar miklu. Fátækt var mikil, og efnahagslífið í nánast algjörri stöðnun. Hoover var á móti mikilli ívilnun stjórnvalda í efnahagslífið sem hann taldi ekki líklegt til að bæta málin. Hann taldi það jafnvel geta skaðað „ameríska andann”. Undir lok kjörtímabilsins fór hann þó að gæla við ívilnanir. En þegar hann hækkaði tolla vörum, jókst ekki innlend framleiðsla eins og vonast hafði verið heldur versnaði ástandið.
Það hefur verið sagt að kjósendur kjósi fyrst og fremst eftir efnahagsástandi. Því er ekki að undra að Hoover skyldi ekki hafa enst lengi. En ef Hoover hefði ekki lent í þessum vandræðum sem komu aftan af öllum hefði hann eflaust verið á meðal merkustu forseta BNA. Hann barðist fyrir bættum hag Indíána, sem var ekki vinsælt málefni þótt það væri mikilvægt. En það sem hann er fyrst og fremst þekktur fyrir er stíflan sem hann lét hefja byggingu á og var svo síðar skýrð í höfuð hans.
Hoover stíflan í Boulder Canyon sér Las Vegas fyrir rafmagninu sem halda neonljósunum gangandi. Einnig bætti Hoover við tveim milljónum ekrum í verndað þjóðgarðasvæði.
Eitt meginvandamál kreppunar var bágt ástand bænda. (Ég mæli með Þrúgur Reiðarinnar eða Grapes of Wrath eftir Steinbeck). Í kreppunni voru tekjur bænda einungis einn þriðji af tekjum meðal bandaríkjamanns. Ein af ástæðunum fyrir því var eins ótrúlegt og það kann að virðast, framfarir á sviði landbúnaðarmála.
Bætt tækni jók framleiðslu bændanna til muna. Ofan á það jókst innflutningur á matvælavörum. Þar sem offramboð á var á mat hrundi verðið og verðhrunið gerði það að verkum að bændurnir urðu gjaldþrota. Á mörgum stöðum í miðríkjum BNA hafði jörðin líka verið nýtt upp til agna þannig að sandstormar geysuðu og eyðilögðu akurlendi.
En hvað olli kreppunni sjálfri, hvað olli því að allt hrundi niður eins og raun bar vitni í verðbréfahöllum árið 1929.
Í fyrri grein minni minntist ég á það að verðbréfaverð hækkaði og hækkaði. Algengt var að fólk keypti sér bréf og seldi daginn eftir þar sem bréfin höfðu rokið upp í millitíðinni. Í fyrsta sinn í sögunni tók almenningur þátt í fjárfestingum.
Með aukinni eftirspurn í hlutabréf hækkaði verðið, en í raun var lítil innistæða fyrir verðhækkuninni. Það var einungis tímaspursmál hvenær þau færu niður aftur þar sem gróðinn, framleiðslan osfrv. voru ekki að aukast í takt.
Svona getur hlutabréfamarkaðurinn verið blekkjandi. Maður á alltaf að fara varlega.
Sumar sögubækur hafa útskýrt kreppuna með því að svartsýni hefði aukist svo mikið að fólk tók að draga úr neyslu. Þetta setti í gang vítahring, um leið og færri keyptu vörur, því færra fólk þurfti til að búa þær til, og því fleiri sem sagt var upp, því ennþá færri gátu keypt vörur.
Ég hef ekki mótað mér neina skoðun á því hvað olli kreppuni. Eflaust margir hlutir. Gott er að hafa í huga að þótt kreppan hæfist í BNA þá ríkti hún út um allan heim.

Fyrir kreppuna hafði athyglisverð þróun átt sér stað. Í fyrsta sinn í sögunni urðu kjör verkamanna sífellt batnandi. Laun þeirra jukust. Henry Ford átti frumkvæði að því, margir héldu því fram að launahækkanir hans ógnuðu stöðugleikanum. Aðallega vinnuveitendur sem í kjölfarið urðu að hækka laun sinna manna til að halda bestu mönnunum.
Venjulegt fólk gat keypt bíla. Það fór í bíó, sem var talsvert ódýrara en leikhús. Á tímum Hardings og Coolidge, rís Hollywood upp, bílaverksmiðjurnar í Detroit og í raun allur nútímalegi iðnaðurinn sem er að hverfa til Kína í dag.
Ég hef lítið farið inn í þetta, enda er ekkert af þessu forsetunum eða ríkisstjórnunum beint að þakka eða kenna. T.d. hefur það ekkert með Hoover að gera að fyrsta bíómyndin með hljóði, The Jazz singer kom út ári áður en hann varð forseti. En það er samt gott að hafa í hug hverskonar þjóðfélag þetta er.

Það er gott að vera kominn tilbaka. Ég vona að ég hafi tækifæri til að skila nokkrum góðum greinum um Franklin D. Roosevelt. (Nýbúinn að kaupa ævisögu hans). Málið er að talvan mín var að koma úr viðgerð. (Eða talva pabba og mömmu kannski frekar, á ekkert í henni sjálfur). Þar sem hún var biluð varð ég að nýtast við tölvu annara og gat því lítið skrifað. Bara svarað. En þann 23. Júní fer ég til Finnlands svo það kemur pása á greinaskrif mín þá, en ég hef rúman mánuð til að fjalla um Roosevelt. Sem ég hef hugsað mér að gera nokkuð ýtarlega.

:) Það er gott að vera kominn tilbaka.