Á árunum 1930-1945 voru til margar pólitískar stefnur á íslandi. Þó voru allavega tvær stefnur af erlendum uppruna. Ein var Kommúnisminn hin var nasisminn. Ég ætla að fjalla um stofnun og fyrstu ár hins Íslenska bróðurflokk Nationalsocialistische Deuche Arbeitspartei eða þjóðernisjafnaðarmannaflokkinn, sem var stytt í þjóðernisflokkinn eða einfaldlega nasistaflokkinn (Íslenskir nasistar). Góða skemmtun með lesturinn.


islenskir nasistar
Þjóðernishreyfingin sem stofnuð var í apríl 1933 hafði marga fylgjendur undir lögaldri, en náði litlu fylgi í kosningum. Samt var þetta merkilegur flokkur að mörgu leyti. Áður en við getum farið að tala um flokkinn þá er betra að kynnast stofnendum hans fyrst.

Í upphafi 4. áratugsins var bóndi í Þingeyjarsýslu. Hans helsta markmið var að sameina íslensku þjóðina í einn flokk. Þessi bóndi hét Jón H. Þorbergsson og var óðalsbóndi á Laxamýri. Hann var lærður maður og hafði farið víða, svo sem í háskóla í Noregi. Hann hafði líka farið til Skotlands og Danmerkur til að nema ýmis fræði um “nútíma” sauðfjárrækt.
Ætla mætti að Jón væri hinn fullkomni leiðtogi, hann hafði ferðast um allt land og kennt bændum að annast betur sauðfé sitt. Fyrir vikið var hann þjóðþekktur maður.
Seint í febrúar 1932 fór Jón til Reykjavíkur og ætlað að sameina þjóðina í einn flokk.
Ekki er vitað hverja hann hitti eða hvað hann gerði þar, en þegar hann kom heim setti hann saman bækling um hugsjónir sínar og nefndi hann “Þjóðstjórnarflokkur. Drög að stefnuskrá”. ‘Í honum birti Jón hugmyndir sínar um hvernig stjórna ætti landinu og einnig drög að stefnuskrá hins nýja flokks.
Tvær greinar í þessari stefnuskrá hafa á sér greinilegan nasistískan blæ, eins og Ásgeir Geirmundsson sagnfræðingur hefur bent á: “Annars vegar þar sem sagt er að þjóðarheill eigi að sitja í fyrirrúmi og hins vegar þar sem sagt er að eyða þurfi stéttarríg.” Þrátt fyrir þessar tvær greinar er
Jón H. Þorbergsson fjarstæðukennt að kalla Jón nasista. Einu lausnirnar sem hann vildi voru rammíslenskar.
Í aprílbyrjun 1933 fór Jón aftur til Reykjavíkur og í þetta sinn er vitað hverja hann hitti. Hann hitti Gísla Sigurbjörnsson sem var mjög áhugasamur , enn hann var frímerkjakaupmaður og margt bendir til þess að Eiður S. Kvaran, nýútskrifaður cand.mag í sagnfræði hafi verið þar líka.
Í Bókinni Íslenskir nasistar stendur að Eiður hefði líka áhuga á kynbótum eins og Jón en Eiður vildi að vísu kynbæta fólk en ekki sauðfé. Þeir félagar bjuggu til stefnuskrá fyrir nýjan flokk sem þeir nefndu Þjóðernishreyfing íslendinga.
Þjóðstjórnarflokkurinn varð ekki til nema sem heiti á bæklingi. Það var aldrei ætlun Jóns að stofna nasistaflokk, en hann hafði ekki mikil áhrif í þessum nýja flokki. Sumarið 1933 bauð hann sig fram í Þingeyjarsýslu, en fékk ekki nema 35 atkvæði. Þeir sem tóku við af Jóni í Þjóðernishreyfingunni voru flestir ungir og kappsfullir en það voru líka margir miðaldra kaupsýslu- og verslunarmenn. Á blaðsíðu 18 í bókinni Íslenskir nasistar, stendur: “Þetta eru afdráttarlausir tímar, enginn getur vikið sér undan því að mynda sér skoðanir; uppgangur kommúnisma, Gúttóslagurinn og einlæg þjóðernistilfinning rekur margann góðan dreng undir gunnfána nasismans”. En nasistarnir vissu ekki hvaða ofbeldisverk áttu eftir að vera framinn í nafni nasismans.

Nú ætla ég að fjalla um Gísla Sigurbjörnsson.
Gísli fæddist í Reykjavík 29. október 1907 og var af miklum trúboðsættum Faðir hans Sigurbjörn Á Gíslason var guðfræðingur og heimatrúboðsmaður. Móðir hans Guðrún Lárusdóttir var prestsdóttir. Sigurbjörn var þekktastur fyrir að hafa stofnað Elli- og hjúkrunarheimilið Grund, en Guðrún móðir Gísla, fyrir að vera önnur konan sem kosin var á Alþing.
Árið 1927 lauk Gísli námi í Verslunarskóla Íslands og mun ennfremur hafa lært mikið í skólum erlendis. Eftir það fór hann að höndla með frímerki, en hann var fyrsti maðurinn til að gera slíkt á Íslandi. Honum gekk það vel með viðskiptin að hann varð ríkur. Hann stjórnaði verslunarfélaginu Mána í fáeina mánuði 1929-1930 og byrjaði svo aftur í nóvember 1930. Það er umdeilt hversu vel Gísli var til forystu fallinn og hann var mjög stjórnsamur. Eftirfarandi setning er dæmigerð fyrir hann: “Haldiði kjafti, hér ræð ég!” Hins vegar var hann sjálfur sannfærður um að það væri enginn betur til forystu fallinn en hann, nema eftilvill Hitler.

Hérna ætla ég að fjalla meira um nánustu framtíð nasistaflokksins
Eftir Gúttóslaginn í nóvember 1932 óx fylgi við hugmynd Gísla að mynda mótvægi við kommúnista smátt og smátt. Margir töldu að nasisminn ætti mikla framtíð fyrir sér eftir að Hitler var skipaður kanslari í Þýskalandi.. Fljótlega eftir valdatöku Hitlers varð mönnum ljóst að hann myndi ekki láta staðar numið fyrr en nasistar hefðu hrifsað til sín öll völd í landinu. Sá stórhugur var Gísla að skapi. Skömmu síðar varð fyrst vart við flokk ungra manna sem töldu sig stuðningmenn Hitlers og verjendur þjóðarinnar gegn yfirgangi kommúnista, í Reykjavík. Fyrstu fylgismenn þeirrar þjóðernishreyfingar sem Gísli Sigurbjörnsson stofnaði, voru óánægðir sjálfstæðismenn sem töldu að flokkur sinn væri allt of linur í baráttunni við kommúnista.
Fyrstu mánuðina eftir valdatöku Hitlers byrjaði Gísli að láta dreifa sendimiðum og blöðum sem snérust um lítið annað en að niðurlægja kommúnista og upphefja þjóðernisflokkinn. Eftir það var nasistahreyfingin stofnuð.
Bæði kommúnista- og nasistaflokkurinn beittu sérstökum áróðursaðferðum, til að ná til barna og unglinga en nasistar gáfu til dæmis sælgæti með hakakrossi, á fundum og samkomum en slíkt sælgæti var líka selt í nokkrum verslunum.
Haft er eftir barni í Reykjavík 7 Maí 1933 “Je ekki lengu kommúnisti baða nazisti, þa miki betða, þá fæ je brjóstsyku.” Greinin hértil hliðar er úr Nýja dagblaðinu í maí 1933 (sjá mynd).
Við gerð stjórnarskrár hins nýja flokks voru það tveir menn sem stóðu aðallega að stjórnarskránni með Gísla, en það voru Jón H. Þorbergson og Eiður S. Kvaran. Einnig komu til liðs við þremenningana nokkrir ungir menn innan við tvítugt sem hrifist höfðu af Hitler og stefnu hans gegn kommúnistum.
Nasistar lentu oft í skærum við kommúnista og eftirfarandi texti er frásögn af einum af þessum atburðum
Síðdegis við Kalkofnsgötu sunnudaginn 23. apríl. Kommúnistaflokkurinn var með mótmælafund. Þegar Stefán Pétursson (kommúnisti) var að mótmæla Ríkislögreglunni og krefjast atvinnubóta komu upp atburðir sem sagt var frá á mismunandi hátt bæjarblöðunum. Morgunblaðið sagði “Nokkrir unglingspiltar stóðu upp á kolabing þar skammt frá. Þeir hófu söng og voru háværir, svo lítt heyrðist mál Stefáns.”
Verkalýðsblaðið var með aðrar áherslur: ”En brátt sýndi sig að fasistahópur Gísla í Ási (Gísla Sigurbjörnssonar) hafði ákveðið að spilla fundarfriðnum”. Seinna í sömi grein stendur að fasistarnir hefðu aðalega hrópað “Niður með verkalýðinn”, og annað í þeim dúr.
Þá réðust kommúnistar á þá upp á kolabingnum. Gísli Sigurbjörnsson kom þar að og ætlaði að tala við menn sína og reyna að stilla til friðar og leyfa kommúnistunum að hafa sinn mótmælafund í friði. Áður en hann var kominn að mönnum sínum var hann laminn í hægra augað svo fast að hann lá, og var færður á sjúkrahús.

Hér að framan hef ég sagt frá upphafi þjóðernishreyfingarinnar og hvernig hún varð nasistaflokkur íslendinga.

Starfsemi þjóðernis-(nasista)flokksins náði hámarkið árið 1936, en þá voru um 300 skráðir flokksmenn. Fjölmennustu deildirnar voru í Reykjavík, Vestmannaeyjum, Keflavík og á Siglufirði. Eftir 1936 dró úr starfsemi flokksins.
Í Alþingiskosningum 1937 bauð flokkur þjóðernissinna aðeins fram í Gullbringu- og Kjósasýslu og fékk 4,9 % atkvæða sem dugði ekki til að koma manni á þing. Síðasta flokksþing þjóðernissinna var í október 1938, en sama ár hætti blaðið Ísland að koma út sem var helsta málgagn þeirra. Þeir gáfu að vísu út bæklinginn “ Markmið Flokks Þjóðernissinna” sem var það síðasta sem þeir gáfu út ,í mars 1939. Eftir það lagðist starfsemi flokksins niður. “ hernám Breta 1940, ásamt litlu gengi þjóðernissinna undanfarin ár , leiddi til endaloka þeirra hérlendis.”(Íslandssaga s-ö)
CoD2/CoD4->Chimera