Auschwitz III

Til að yfirstíga fordóma, umburðarleysi og blinda fastheldni við öfgatrúar og stjórnmálaskoðunum, og þeim skaða sem þær valda, verðum við í gegnum menntun og sókn eftir visku að reyna að auka lífsgæði okkar allra. Við getum ekki afneitað þeim kaleik, því framtíð barna okkar er að veði.


Þekking, Knowledge, Wissen.

Til að skilja Auschwitz verðum við að skilja fortíðina og fræðast aðeins um hvernig SS böðlarnir hugsuðu og hvaða þarfir knúðu þá til þessara illskuverka. Þessi kafli verður því einungis tileinkaður Adolf Hitler og Nasistaflokknum hans. Hvernig sá stjórnmálaflokkur varð til, og hvaða menn voru burðarmenn hans. Þessi skilningur mun auka þekkingu ykkar á hvernig sterk þjóðerniskend getur svo auðveldlega stökkbreist í hatrammlega öfgastefnu, þar sem fólki er lýst sem sub-humans, eða fólk sem var flokkað sem skríll sem ætti engan rétt, og á endanum var orðið að læknisfræðilegum tilraunardýrum í Auschwitz. Dr. Josef Mengele fór fremstur SS læknanna þar við sínar rannsóknir á börnum, auk þess sem SS læknar sýktu gyðinga og sígauna með ýmsum sjúkdómum eins og hitasótt ofl. Tilgangurinn var að prufa bóluefni sem var framleitt í efnaverksmiðju nasista, IG Farben, sem var í nágrenni Auschwitz. Eins var vinsælt að þjálfa lækna frá átakasvæðunum í Auschwitz, í því að þekkja raunveruleg einkenni sjúklinga sem höfðu orðið fyrir efnavopnum, fórnalömbin fengu hræðilegan dauðadaga.

Adolf Hitler var fljótur að finna sig í pólitík og fyrr en varði var hann orðin formaður hins nýskipaða þýska verkamannaflokks í Munchen, Bæjaralandi.

Meðal þeirra sem gengu í flokkinn var mjög virt stríðshetja sem barðist sem flugmaður og hlaut hina virtu Pour Le Merite orðu. Hann sagði að ástæðan fyrir því að hann gekk í þennan nýskipaða verkamannaflokk var sú að það hafi verið svo byltingarkennt og hulið rómantískum blæ, en ekki fyrir einhverja pólitíska og kjánalega ástæðu. Maðurinn var Hermann Goering, sem seinna meir var skipaður yfirmaður Gestapo, af Hitler, og svo síðar aðalyfirstjórnandi þýska flughersins “Deutsche Luftwaffe”.

Seinna meir er orðspor hins furðulega en samt áhrifamikla ræðusnillings með skrítna skeggið fór að berast um héruð Bæjaralands, fór viss nemandi í landbúnaði að leggja eyrun betur að þeim skilaboðum sem hinn mikli ræðumaður hafði fram að færa. Þessi nemandi í landbúnaði hafði vissar skoðanir á hreinræktun stofna og kynbótum. Þessi einstaklingur sagði að stoð hvers samfélags væri sá maður er fæddist og ólst upp í sveitnni. Þar væru hinar sönnu hetjur fæddar sem myndu leiða ríkið til dýrðar, en í stórborgunum væru ræflarnir og aumingjarnir fæddir. Þessar hugmyndir kynnti hann fyrir hinum nýskapaða leiðtoga verkamannaflokksins. Þær hugmyndir féllu honum einkar vel í geð og með þeim tókst góður vinskapur. Þessi landbúnaðarnemandi var síðan seinna meir yfirmaður SS og Gestapo sveita Hitlers, Heinrich Himmler.

Aðstæður sköpuðust í Þýskalandi sem leiddu til róttækrar byltingar og eru sagnfræðingar agndofa yfir því hvað örlögin leiddu hvert atvik af öðru og komu því til leiðar að fólk missti trú á lýðræðisstefnum og hallaðist til öfgaflokka sem voru annað hvort lengst til hægri eða á hinum endanum til vinstri. Börðust meðal annars kommúnistar á banaspjótum við stjórnarhermenn í Munchen til að ná völdum í Bæjaralandi.

Einn bandarískur sjóliði kenndi mér nokkuð skondið máltæki einu sinni, hann sagði: Common sense isn’t always common.

Almenn skynsemi getur sagt okkur margt, en ekki allt. En okkar hyggjuvit og færni til að komast að sannleikanum er ofarlega í eðli okkar. Í tilfelli helfararinnar hefur aldrei verið eins mikilvægt að við horfum í allar staðreyndir málsins og leggjum okkar mat á hlutina. Ef mannkynssagan hefur ekki kennt okkur þá lexíu að geta lært af mistökum okkar, þá erum við á hraðri leið í hyldýpið.

Þýski heimsspekingurinn Karl Jaspers skrifaði eftir seinni heimstyrjöldina "Það sem að gerðist er viðvörun til okkar. Að gleyma þessum atburðum er saknæmt. Það var mögulegt fyrir þessa atburði að gerast, og sá möguleiki er enn fyrir hendi, þess vegna á næstu mínutum”.


Rót illskunnar.

Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá sagði Jesú sem varnaðarorð til okkar, hvernig við gætum þekkt hvaða manngerð fólk ber með sér, og varast slæman félagsskap.

Hvaða stefnu fylgdi Adolf Hitler fram í rauðan dauðann? Hvaðan kom þetta mikla hatur sem ólgaði inní iðrum þessa merka manns. Hvern hataði Hitler svona mikið og af hverju varð það honum svo mikilvægt að hreinsa hinn þýska kynstofn?

Hvað er það sem fær menn til að myrða milljónir manna án þess að finna til nokkurar sektarkenndar eða samvisku. Af hverju eru einstaklingar í dag sem neita að trúa því að mestu fjöldamorð mannkynssögunar hafi nokkurntíma verið framin og séu ekkert annað en falsanir rússa, gyðinga og bandamanna. En þarna komum við að kjarna málsins og þeim áróðri sem þýski verkamannaflokkurinn hélt fram alla tíð frá því að Hitler steig á stokk í bjórkallaranum í Munchen. Hitler sagði: Versalasamningurinn er svik og neyddur upp á þýsku þjóðina af gyðingum. Marxistar og gyðingar væru höfuðpaurar leynisamsæris sem kallaðist Versalasamningur og hann væri til þess gerður að niðurlægja og sundra þýsku þjóðinni og draga hana lengst aftur í fornaldir.

Hitler gaf út bók sem nefnist “Mein Kampf” eða baráttan mín og kom þar berlega í ljós hatur hans á gyðingum. Þar kom einnig fram hvert hugur hans stefndi og hvert örlögin vísuðu þýsku þjóðinni, í austur. Það lífsrými eða Lebensraum sem var þýska þúsund ára ríkinu nauðsynlegt ef það ætti að lifa af baráttuna við önnur heimsveldi eins og Bandaríkin. Hitler horfði á bresku þjóðinna með aðdáunaraugum og taldi þá af aríastofninum. Hann dáðist að því hvernig Bretar náðu að verða heimsveldi og hertaka Indland með fámennum her, og ná að stjórna og halda röð og reglu í Indlandi var honum mjög hugleikið. Hitler sagði er hann skipulagði hernaðaráætlunina Barbarossa eða innrásina í Rússland að þetta væri hans Indland, og vísaði þá í Bretana.

Hitler ætlaði að ráðist inn í Rússland með Blitzkrieg hernaðarskipulagi og mylja rússneska herinn á nokkrum vikum. Þýski herinn réðst inn í Rússland 22. júní 1941. Rússar misstu um 11 milljónir hermanna á móti 1.2 milljónum hermanna Þjóðverja. Rússar misstu einnig um eina milljón hermanna í orrustum við Finna en Rússar voru ekki miklir hernaðarsnillingar enda var Stalin búin að myrða sjálfur alla yfirstjórn hersins til að tryggja sig betur í sessi, Stalin drap um 30 milljón Rússa í þessum hreinsunum sínum.

En ég ætla samt að leiða ykkur aðeins lengra aftur í tímann eða þegar Hitler barðist í fyrri heimstyrjöldinni og útskýra hvaðan hatrið kom og hver rót illskunar var.

Þann 11. nóvember 1918 voru þýskir hermenn á öllum vígstöðvum á óvinalandi og voru í mikilli sókn, en skyndilega var stríðið búið og það var kallað til vopnahlés. Þýskir hermenn vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið og voru sendir heim.

Herbert Richter sem barðist með þýska hernum í fyrri heimstyrjöldinni sagði: Skyndilega var stríðið bara blásið af og okkur skipað að fara heim. Við vorum alls staðar á óvinagrundu og í sókn. Við, ásamt öllum yfirmönnum hersins, vorum illir og okkur fannst við ekki vera sigraðir.

Þarna byrjar ólgan og þegar þýskir hermenn snúa heim úr stríðinu urðu þeir skelfingu lostnir að sjá hvað fjölskyldur þeirra og samborgar þjáðust og hungursneið skók landið. Sú þjóðsaga fór af stað hjá hermönnum að þeir hefðu verið stungnir í bakið. Versalasamningurinn var marxistum og gyðingum að kenna og þeir höfðu 2 milljónir fallinna hermanna á samvisku sinni, þetta var þeim að kenna. Í Þýskalandi voru farnar að gerjast aðstæður fyrir byltingu og allt stefndi í óefni.
Mislingar og inflúensa skók þýsku þjóðina og urðu börn verst úti í þeim hörmungum, sem endra nær. Pólitíkin var einfölduð og þýska þjóðin skiptist upp í tvær öfgafylkingar og um vorið 1919 í öllum gauragangnum reyndu Kommunistar að taka völdin í Munchen undir stjórn “Ratere Publik” flokksins og koma á svokallaðri vinstri stjórn þar. Þýski stjórnarherinn var kallaður inn til að bæla niður átökin og voru miklir skotbardagar í miðborg Munchen.

Þýski stjórnarherinn réði til sín málaliða sem kölluðust “Frei Korps” og samanstóðu þeir af fyrrum hermönnum úr fyrri heimstyrjöldinni.
Í Rússlandi hafði 18 mánuðum áður orðið bylting og náðu bolsjevikar völdum með svipuðum aðferðum.

Fridolin Von Spaun sem var í Frei Korps frá 1919 til 1923 sagði að meðlimir Ratere Republik hefðu bara verið skotnir af handahófi á götunum og við gengum um götur Munchen eins og þeir sem valdið hafa. Við vissum að það sem þeir höfðu fyrir stafni var að leiða þýsku þjóðina niður í svaðið og skapa algera óreiðu.


Hvers konar menn fékk Adolf Hitler með sér í lið?

Frei Korps höfðu stuðning hægri sinnaðra hershöfðingja innan þýska stjórnahersins, og er Frei Korps höfðu stöðvað valdaránstilraun Ratere Publik, marseruðu þeir sigurgöngu um Munchen varð sú þjóðsaga enn sterkari að þetta væri allt gyðingum að kenna. Gyðingar voru orðnir hentugir blórabögglar fyrir slæmu ástandi Þýskalands. Máli sínu til stuðnings var sú staðreynd að stjórn Ratere Republik var nánast eingöngu samsett af gyðingum, af sjö stjónarliðum voru fimm gyðingar. Þannig komst sú kenning að stað að Bolsjevismi og gyðingar væru eitt og hið sama. Yfirmaður Frei Korps var Ernst Röhm og hann hafði kynnst ungum og mjög snjöllum korporál úr fyrri heimstyrjöldinni. Ernst Röhm hreifst strax af ræðusnilld hans og tókst strax með þeim vinskapur og ákvað Röhm að gerast félagi í verkamannaflokknum hans.

Ernst Röhm hafði einfalda heimspeki, “þar sem ég er mjög óþroskaður og illur maður þá höfðar óreiða og stríð frekar til mín en góðir siðir, röð og regla. Ruddar eru virtir og fólkið þarfnast vonar og ótta. Fólkið vill óttast einhvern og eitthvað, það vill að einhver skelfi það og geri það skelfilega undirgefið”

Adolf Hitler hafði tekið við sem stjórnarleiðtogi og formaður þýska verkamannaflokksins “National Sozialistische Deutche Arbeiterpartei” eða Nazis. Þegar hann skráði sig var hann félagi númer 555, en tilfellið var að flokkurinn var það lítill til að byrja með að þeir byrjuðu að skrá alla félagsmenn frá 500 til að sýnast stærri. Hitler hafði uppgötvað hæfileika sína og var loksins búin að finna sig aftur í lífinu eftir að hafa misst bæði föður sinn og móður er hann var á táningsárum. Faðir hans var mikill ruddi og sparaði ekki hnefahöggin á Hitler í uppeldinu. Eftir að Hitler hafði verið hafnað af listaháskólanum í Vín sem var stjórnað megninu til af gyðingum ráfaði Hitler um götur Vínarborgar atvinnulaus, snauður, fátækur og fullur af beiskju.

Ein merkustu stjórnmálaátök mannkynssögunar voru að gerjast mitt í Bæjaralandi og er það mín skoðun sem greinarhöfundar og sagnfræðiáhugamanns að skella skuldinni ekki á þýsku þjóðina þeim hörmungum sem gerðust seinna meir. Við getum ekki sett okkur í þeirra spor og aðstæður þar sem börn okkar og vinir svelta. Lýðræðið hafði ekki gengið sem stjórnmálastefna og þegar eymdin skekur og fólkið kvartar og sú skoðun kom hjá þjóðinni að hún þurfti nauðsynlega á einhverjum sterkum einstakling sem mundi geta snúið við þessari gúrkitíð. “Ein starke man warte kommen” eða einhver sterkur maður verður að koma, að þá birtist Hitler eins og skrattinn úr Bæjaralandi.

Emil Klein var skráður í þýska verkamannaflokkinn “Nazi Partei” 1921 til 1945 sagði að það hafi verið fáránlegt að borga 4 billjónir þýskra marka fyrir brauðhleif. Heimilismæður kveiktu upp í eldavélum heimilana með peningaseðlum því þeir voru orðnir verðlausir.


Kúgun og niðurlæging í Ruhr héraði.

Eitt mesta klúður Versalasamningsins var að ætla að knúa eina þjóð til að viðurkenna að þetta væri bara allt Þjóðverjum að kenna, og þeir ættu að borga fáránlega háar stríðsskaðabætur. Eitt ákvæði samningsins var að þýskur her mætti ekki vera í hinu mikilvæga og gjöfula Ruhr héraði Þýskalands, þannig að franski herinn hafði öll tögl og hagldir þar á bæ.

Jutta Rudiger sem bjó í Ruhr héraðinu lýsti ástandinu eftirfarandi: Frakkarnir stjórnuðu okkur með járnaga og við fengum ekki einu sinni að ganga á götunum okkar, okkur var hrint út í ræsin af frönsku hermönnunum, þeir sögðu okkur nógu góð að vera þarna í ræsinu. Allt var gert til að sýna mátt Frakkanna og þeirra megn og megin.

Myndu Íslendingar sætta sig sig við slíka kúgun? Það er í eðli okkar að sporna við óréttlæti og þegar Adolf Hitler bauð sig fram í kosningunum 1933 gegn Hindenburg, kom Hitler sérstaklega til Ruhr héraðs og stappaði stálinu í fólkið. Hann lofaði því að aldrei aftur myndi það þurfa að þola slíka niðurlægingu, nú væri tími þess er þýska ríkið væri komið með sitt jálfstæði og þá sálu fólks í landinu til að knýja fram sigur og að atvinnuleysi yrði útrýmt.


Hitler dæmdur í fangelsi fyrir valdaránstilraun.

Árið 1924 fannst Hitler sem hinn nýskapaði Nasistaflokkur hans hafa nægt fylgi til að geta náð völdum í Bæjaralandi og síðar marsera til Berlínar í einni allsherjar sigurgöngu. En honum skjátlaðist hrapalega. Valdarán hans var stöðvað og er fimm lögregluþjónar og fimmtán Nasistar létust í valdaráninu virtist sem heilladísirnar hefðu yfirgefið Hitler. En svo var ekki, langt frá því, vegna þess að aðaldómarinn í málinu gegn Hitler var honum hliðhollur og stjórnað af mönnum sem voru valdamiklir í iðnaði þýskalands.

Hitler hafði reynt valdaránstilraun og skipulagt bankarán undir formerkjum Nasistaflokksins, en slapp með lágmarksrefsingu. Þarna sjáum við hvernig Hitler hugsaði og hvaða leiðir hann notaði til að ná völdum. En þýska þjóðin gleymdi öllu þessu írafári sem minnti helst á réttarhöld O.J. Simpson á okkar tímum. Seldir voru miðar inn á réttarhöld Hitlers, en þetta dofnaði allt saman undir nýrri og yndislegri framþróun.

Weimar stjórnin svokallaða í þýskalandi hafði fengið skammtímalán frá Bandaríkjamönnum og góðærið var fjármagnað með frekar óskynsamlegum hætti. Fólk í Þýskalandi virtist gleyma í bili öllum öfgastefnum og gat loksins um frjálst höfuð strokið, og vonin um bjarta framtíð virtist vera endurreist.


“Deutschland erwachen” eða Vaknið Þjóðverjar.
En samt var viss hópur sem hélt í gamlar hefðir og trúði enn á traust og sterkt Þýskalnd. Þessi hópur var byggður mjög svipað upp í dag eins og skátarnir. Allir fyrir einn og einn fyrir alla. Útilegur og ferðir voru oft skipulagðar og gist var í tjöldum og sungið var við eldstæðið. Samheldnin var gífurlega og þessi hópur trúði statt og stöðugt á sitt málefni.

Tjaldferðir og miðnætureldsamkundur voru undirstaðan, unglingsstrákar sem kunnu að binda hnúta og bjarga fólki úr ýmsum aðstæðum var grunnurinn.

Árin liðu og áður en nokkur maður gat rönd við reist náði snilldar stjórnmálasérfræðingur að læða sér inn í þessa reglu. Við fengum að sjá nýja kynslóð ungra drengja “Hitlers Jugend” þramma að stað til að innleiða nýja meðlimi og hópurinn stækkaði hægt og bítandi.

Á einum af fjölmörgum samkundum sem Hitler hélt um allt Þýskaland, voru samankomnir um 40.000 Hitlers Jugend (Hitlers æskan) meðlimir. Þessi var haldin í Nuremberg og er Hitler steig á stokk á hinum risavaxna íþróttaleikvangi sem var nýbyggður byrjaði Hitler ræðu sína eftirfarandi:

Heil mein Jugend! Blessaðir séu þið ungliðar mínir.
Til baka svara allir sem einn og hávaðinn var rosalegur: Heil mein Fuhrer! Blessaður sértu foringi minn! Og á nákvæmlega sama augnabliki létu allir ungliðasveinarnir hægri hönd sína falla niður. Samhæfingin og aginn var aðdáunarverður og mátti sjá stolt skína úr andliti Adolf Hitler.

Hitler heldur svo áfram með ræðuna:

Við viljum vera aðeins sem ein þjóð og eitt fólk, og þið mínir kæru ungliðar eruð þetta fólk.
Þið getið ekki lagt hönd á plóginn nema að ganga í lið með oss.
Í dag eru flokkar okkar, sem stækka með hverri stund, marserandi um Þýskaland. Ég er þess fullviss að allir eigi eftir að sameinast flokkum okkar. Því að við vitum a fyrir okkur liggur Þýskaland, og Þýskaland mun marsera sigurgönguna með oss, því á bak við okkur stendur Þýskaland.

Adolf Hitler var lúmskur og einkar snall í að laða nýjan mannauð í framtíðarher sinn.


Persónan Adolf Hitler.

Nær allir hafa velt þeirri spurningu fyrir sér, hvernig Adolf Hitler náði að dáleiða heila þjóð með sér í sannfæringu sinni um að reisa hið mesta heimsveldi fyrr og síðar á jörðinni.

Meðlimur Nasistaflokksins Emil Klein sagði eitt sinn, að hann hafi aldrei verið svona hrifinn af honum og hans skrítnu framkomu og skrítna skegginu hans.
Svo bara gerðist eitthvað er hann byrjaði að halda ræður sínar. Krafturinn og einbeitingin í ræðum hans náði að dáleiða fjöldann. Allir urðu dáleiddir um leið og hann fyllti okkur af krafti og von.

En ef þið skoðið þær ljósmyndir sem til eru af Adolf Hitler og þið opnið hug ykkar og veltið fyrir ykkur hvað er eitt það fyrsta sem þið takið eftir? Fyrir utan skrítna skeggið og hárgreiðsluna. Hugsið aðeins áður en þið lesið lengra.

Hvernig klæddist hann og kom fram fyrir þjóð sinni og alheim? Í jakkafötum og sem rólegur fulltrúi Þýskalands? Nei. Yfirleitt í fullum herskrúða og með járnkrossinn sinn, frekar klæddur eins og hann væri tilbúinn í orrustu.

En ef við lesum um hvernig nánustu samstarfsmenn Hitlers lýstu honum þá er dregin fram nokkuð skondin sýn af honum. Fritz Wiedemann lýsti honum í raun sem lötum manni sem svaf lengi frameftir. Hitler glápti mikið á bíómyndir er hann gisti í Berhoff, og þá sérstaklega um hernám Breta á Indlandi. Hann varð fúll er honum líkaði ekki myndin og bað um aðra og að hringt yrði tafarlaust í Goebbels til að redda sér einhverjum betri.
Daginn eftir þegar hann vaknaði leit hann snögglega yfir blaðaúrklippurnar sem Dietrich hafði valið fyrir hann, svo var farið í mat. Því næst skellti hann sér í göngutúr. Það sem kom mér mest á óvart er hann skrifaði undir mjög mikilvæg skjöl er vörðuðu ríkismál þá bað hann ekkert um að fá að sjá viðeigandi gögn sem fylgdu með þeim. hann sagði að flest mál leystust bara á sinn máta, ef hann væri ekki að skipta sér af um of.

Til að lifa af hið mikla kapphlaup sem framundan var við stærstu iðnríki heims sá Hitler fyrir sér að það yrði að vinnast svokallað hjarta fyrir þriðja ríkið. Þetta Hjarta sæi ríkinu fyrir nægum birgðum af málmi, olíu og mannauð í komandi framtíð. Þetta hjarta var samansett af ríkjum Evrópu, Rússlandi, norður Afríku og Indlandi. Þegar það væri búið að sigra þessi lönd lægi leiðin til Ameríku. Hann ætlaði sér heimsyfirráð og drottna yfir jarðkringunni okkar, og deyja svo alsæll.

Hver var einn besti vinur Hitlers og hvaða stefnu fylgdi hann? Benito Mussolini og hann var fasisti, og Hitler leit upp til hans og eftir að hann hafði frelsað hann eftir að hann hafði verið handtekinn og steypt af stóli á Ítalíu, sendi Hitler sérsveit sína, þýsku fallhlífarliðana, til að bjarga Mussolini, sagði Hitler, haldið þið að maður gleymi bara vinum sínum.

Er Alexander hinn mikli sá hve stórt og mikilfenglegt ríki hans var orðið, grét hann. Alexander sá hve stórkostlegt ríki hans var orðið, og þess vegna grét hann er hann hafði engin önnur ríki til að sigra.

Flestir af þessum einstaklingum sem mörkuðu djúp spor í mannkynssöguna höfðu þann hæfileika að ná fólksfjöldanum með sér, hvort tilgangurinn hafi verið réttlætanlegur get ég ekki dæmt um.


Kosningar.

Eftir að Hitler hafði reynt að bjóða sig fram gegn Hindenburg forseta Þýskalands 1933, og tapað þeim kosningum fór Hitler fram á að fá sæti sem Kanslari Þýskalnds, vegna þess að flokkur hans náði meirihluta í kosningunum. Því var um leið hafnað af Hindenborgh, vegna stefnu flokks Hitlers og öfga hans.

En eftir að Hindenburg hafði verið beittur þrýstingi af helstu ráðamönnum í þýskum iðnaði og fjármálageiranum og fundað með þeim, þá komust þeir að vægast sagt ótrúlegri og umdeildri niðurstöðu. Nasistar reyndu að hylma yfir hana eftir að seinni heimsstyrjöldin hafði byrjað en fjöldi gagna varðveittist eftir heimsstyrjöldina, sem sanna hvaða atburðir leiddu til þess að Hitler var gefið annað tækifæri. Margir áhrifamenn innan atvinnulífs Þýskalands trúðu því að hægri sinnaði flokkur Hitlers væri líklegri til að sína fram á góðæri og velferð í Þýskalandi en vinstri sinnaðir kommúnistar. Þess vegna varð raunin sú að Hindeburgh ákvað að gera Hitler að kanslara þýskalands, en Hitler fékk aðeins tvo flokksmenn með sér í stjórn því fyrrverandi kanslari Þýskalands, Von Pappen hélt þeirri kenningu fram að Hitler yrði haldið niðri, og stjórnað af íhaldsmönnum. En þeim skjátlaðist hrapalega.

Þannig að örlögin hjálpuðu Hitler til valda í Þýskalandi, en sumir sáu ekkert nema myrkur framundan og slæma tíma.


Einn viss maður sá fyrir fall og hrun Þýskalands, der untergang, og hann varaði Hindenburg forseta þýska ríkisins við komandi leiðtoga!

Eftir að Adolf Hitler hafði smogið sig svo laumulega inn í þýsk stjórnmál, að með eindæmum þótti, ákvað viss maður að vara Hindenburg Forseta Ríkisins við þessum laumulega og stórhættulega manni.

Þetta bréf er eitt það merkasta sagnfræðilega gagn að mínu mati, um fyrirboða seinni heimstyrjaldarinnar. Einn nánasti samstarfsmaður Hindenburg, sem var fyrrum hershöfðingi í fyrri heimstyrjöldinni, General Ludendorf, sagði í bréfi sínu til Hindenburg og skrifaði vægast sagt sterk varnaðarorð til hans.

“Ég spái sannarlega til þín sem hershöfðingi og vinur, að þessi fordæmdi maður, muni taka ríki okkar og sökkva því niður í hyldýpið!”


Hvaða menn stóðu á bak við Hitler?

Til að vita betur um rót illskunar er best að fara aftur í tímann og fræðast aðeins betur um þessa einstaklinga og þeirra kenningar og lífssjónarmið. Hvaða hvatir lágu á bak við grimmdarverk þessa manna og hvað knúði þá áfram í illskuverkum sínum.

Um sumarið 1934 vissi Adolf Hitler að völd Ernst Röhm yrðu að vera minnkuð því hann var farinn að sýna fram á að hann vildi taka yfir þýska herinn og gerast aðalstjórnandi hans. Yfirmenn þýska hersins fylltust óhug og hver og einn einasti hermaður hataði og fyrirleit SA liðana. Þetta voru ruddar, með enga siði né heiður.

En það sem að Ernst Röhm vissi ekki að hann hafði skapað sinn versta óvin í allri andúðinni. Heinrich Himmler var en skipaður undirmaður Röhms en Himmler kom því áleiðis til Hitler að Ernst Röhm fyrirhugaði valdarán. Þessu trúði Hitler og er Röhm var í fríi í Bæjaralandi fyrirskipaði Adolf Hitler handtöku Röhms án tafar. Tveimur dögum síðar var hann tekin af lífi.

Allur þýski herinn eins og hann lagði sig varð himinn lifandi að vera leistur undan þessu oki Röhm og hinna alræmdu sveita hans, SA liðanna.

Þýski herinn ákvað að sýna Adolf Hitler hollustu sína með að sverja heilagann samning við Adolf Hitler. Þessi sáttmáli var gerður meðal annar í Nuremberg, vöggu Nasistmans.

Sáttmálinn var eftirfarandi:
Ich schwert um mein godt, Ég sver við Guð minn,
dieser Heilig beeden, þennan heilaga eið,
zu Der Furher, til foringjans,
zu Deutche Reich, til þýska ríkisins,
und ze Deutche volk, og til þýska fólksins,
Adolf Hitler…..

Örlögin voru Adolf Hitler hliðholl því forsetinn, Hindenburg, var látinn og þar af leiðandi var Adolf Hitler ekki aðeins ríkiskanslari Þýskalands heldur var hann orðinn einvaldur og hæstráðandi Þýskalnds.

Adolf Hitler og Nasistaflokkurinn skipaði eitt það skrýtnasta stjórnkerfi sem sögur fara af. Hitler var umvafinn mönnum sem kepptust hatrammlega sín á milli um að ná hylli hans. Adolf Hitler gaf oft tveimur mönnum sama eða svipað verkefni. Þetta skapaði mikla úlfúð á milli manna.

Josph Goebbels helsti hugmyndafræðingur Hitlers þoldi ekki Hermann Goering, Von Ribbentrop og Martin Bormann.

Hermann Goering þoldi ekki Goebbles, Albert Speer sem var menntaður arkitekt og var svokallaður yfirhönnuður Adolf Hitlers.

Von Ribbentrop untanríkisráðherra Þýskalands þoldi ekki neinn af áðurnefndum.

Valdabaráttan var sjúkleg og ákvarðanir um hin mikilvægustu mál voru oft teknar á hinn furðulegasta máta. Heinrich Himmler var eitt sinn í orðakiptum við Hans Frank sem var annar af tveim ríkisstjórum Póllands. Himmler vildi að Frank mundi flytja alla Pólverja yfir í þann hluta Póllands sem Arthur Greiser stjórnaði. Ástæðan var einföld. Heinrich Himmler hafði fengið kvörtun frá Greiser um það að Hans Frank væri að “Germinize” Pólverja sem fylltu ekki skilyrðin sem Himmler setti. Hans Frank, Germanavæddi flesta Pólverja og um leið bjargaði þúsundum manna frá einangrunarbúðum og þrælkunarvinnu. Heinrich Himmler fór á fund Adolf Hitler til að leggja þetta mál fyrir hann. Eina sem Hitler gerði var að kinka kolli, skrifaði ekki undir nein skjöl eða þvíumlíkt. Heinrich Himmler gerði þar af leiðandi skýrslu sem í stóð að Der Furher hafi sagt um þetta ákveðana mál að það væri “Sehr gut und richtig” eða mjög gott og rétt. Svona voru margar af lykilákvörðunum teknar í þriðja ríkinu.


Sieg heil! sigur og frelsun!

Í Berlín voru sömu grimmilegu valdabaráttuaðferðum beitt til að heilla Hitler og vinna aðdáun hans. Einn þeirra sem vann í Kanslarahöllinni í Berlín tókst að ná tökum og stjórn á einu af eftirsóttustu störfum fyrir Adolf Hitler og það var að vera með yfirumsjón yfir öllum bréfum sem bárust til Hitler. Þessi maður hét Philipp Bouhler. Vægast sagt mjög metnaðarfullur Nasisti. Árið 1938 fékk hann í hendur bréf sem var stílað til Adolf Hitler og efni bréfsins var að föður einn bað Adolf Hitler um leyfi til að fá að taka andlega fatlað barn sitt af lífi.
Bouhler bar þessa bón undir Hitler og hann samþykkti hana. Þá hafði Hitler þegar fyrirskipað að allir andlega fatlaðir skildu verða einangraðir algjörlega frá samfélaginu. Út frá þessu bréfi byrjaði svo skipulögð útrýming allra fatlaðra barna eftir beina tilskipun frá Philipp Bouhler. Það var útbúið eyðublað eða skjal sem að þrír mismunandi læknar þurfta að leggja mat sitt á hvort barnið félli í þann flokk að vera tekið af lífi, og þurfti hver og einn læknir að merkja inn á skýrsluna með rauðum kross ef viðkomandi barn félli undir skilyrðin. Læknarnir sáu aldrei börnin né hittu þeir hvorn annan til að rökræða skýrslunar og ýmis vafaatriði. Börnin voru tekin af lífi með því að gefa þeim banvænan skammt af morfíni. Heimildir eru frá Uwe Bitzel þýskum sagnfræðingi sem rannsakaði dauða barnanna og skýrslur.

Síðar þróaðist þetta svo áfram að allir fatlaðir einstaklingar í Þýskalandi, börn sem fullorðnir, ættu von á að verða teknir af heimilum sínum og settir inn á svokallaðar sjúkrastofnanir. Þar byrjuðu þýskir læknar á aðferð við aftöku einstaklinga, sem seinna meir þróaðist yfir í hina alræmdu gasklefa sem notaðir voru undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar af böðlum Nasista.
Hinir fötluðu einstaklingar voru beðnir um að afklæða sig og búa sig undir að fara í sturtu. Hverjum og einum var gefið sápustykki og fólkinu var svo hleypt inn í klefa sem var búið að útbúa sem sturtuklefa og séð var til þess að allir gluggar og hurðir voru vel þéttar. Eftir að dyrnar voru lokaðar var hleypt gasi inn í klefann. Gasið sem var notað heitir karbon-mónoxíð, og var geymt í öðru herbergi.

Þessi hræðilegi aftökustaður var í útjaðri Dresden og voru meira en 70.000 þýskir andlega fatlaðir einstaklingar teknir af lífi þar. Þar á meðal þúsundir barna sem voru kanski aðeins eftir á í námi og getu. Í dag á Íslandi eru mörg börn sem flokkast með AMO. Ég er einstæður þriggja barna faðir og tvö barna minna eru með AMO, eða Athyglisbrest M Ofvirkni. Sonur minn og frumburður er það kurteisasta og prúðasta barn sem fyrir finnst. Hann er ofboðslega blíður og ástríkt barn. En hann á ofboðslega erfitt með að bindast vinaböndum við önnur börn og er mjög félagslega einangraður. Hann er mikið á eftir jafnöldrum sínum í námi og íþróttum.

En af hverju er ég að segja ykkur þetta allt? Ég hugsa bara hvað ég er þakklátur fyrir að búa hér og nú á Íslandi, en ekki í Þýskalandi á tímum Adolf Hitler. Því ég veit fyrir víst að vegna fötlunar frumburðar míns, væri hann einn af þeim sem hefðu verið kallaðir til “Læknisskoðunar” á þessarri stofnun sem var rétt fyrir utan Dresden.

Vissulega var ekki sagt í læknaskýrslunum að viðkomandi barn/einstaklingur/fullorðin hafi verið tekin af lífi. Nei, Nasistarnir voru vissulega ekki heimskir. Alls ekki, en upp komast svik um síðir og þýskir sagnfræðingar og fleiri eru að fyrirbyggja að slíkar aðgerðir verði nokkurntíman viðhafðar í framtíðinni gagnvart andlega fötluðum einstaklingum, því þeir í allri sinni auðmýkt vilja ekki að sagan endurtaki sig.

Í frægri þýskri áróðursmynd var sagt um hina andlega fötluðu einstaklinga: Das Deutche volk, eða þýska þjóðin veit ekki um alla þessa eymd. Þessir þvoglumælandi fávitar verða að vera nærðir og klæddir og við verðum að halda úti hjúkrunarfólki til að annast þá. Við getum ekki látið slíka arfleifð til okkar glæstu framtíðar kynslóða!

Þetta er skjalfest, á myndbandi, frá Goebbels og hans liði, sannað í bak og fyrir, er eitthvað meira sem þarf að segja um Nasista og þeirra eðli? Voru þeir bara enn og aftur saklaus fórnarlömb alheimssamsæriskenningar?

Sannarnirnar liggja allar í eina átt. Að halda að alheimssamsæri hafi verið gegn Nasistum eftir stríð og að grimmdarverk þeirra séu ekkert annað en falsanir er hrein og bein firra.

Margir góðir vinir mínir hér inni á hugi.is eru ekki alveg sannfærðir um að helförin hafi gerst. Þeir bera fyrir sig að tölur stemmi ekki við tölur látinna í einangrunar- og útrýmingarbúðum Nasista.

Vissulega hafa ýmsar tölur ekki alveg verið á hreinu í gegn um árin um hvað margir dóu í hvaða útrýmingarbúðum. Dóu 1.5 milljón manna í Auswitsch eða ein milljón?

Voru Treblinka útrýmingarbúðirnar bara áróður og falsanir alheimssamsæris gyðinga? En sárafáum einstaklingum tókst að strjúka frá Treblinka, meðal annars Martin Grey sem skrifaði síðar bók sína, Ég Lifi, og er mörgum Íslendingum vel kunn.


Joseph Goebbels.

Goebbels var sá einstaklingur sem hafði einna auðveldustu leið að Hitler og hann fann endalaust upp á nýjum aðferðum og ráðum til að ganga í augun á Hitler. Sem dæmi má nefna er þýskur erindreki, Ernst Von Rath, var myrtur í París um haustið 1938, ákvað Goebbels að nýta sér þann hörmulega atburð sér til framdráttar. Sá sem myrti Von Rath var gyðingur að nafni Hershel Grynszpan og ástæða morðsins var að hann var að hefna sín á þýska erindrekanum fyrir slæma meðferð Þjóðverja á gyðingum.

Þýska Nasistaelítan var samankomin í Munchen til að fagna afmælisdegi Bjórkjallara-Valdaránsins og er Goebbels lagði hugmynd sína fyrir Adolf Hitler, gaf hann samþykki sitt fyrir hefndaraðgerðunum. Joseph Goebbles fyrirskipaði öllum SA liðum að ráðast á alla gyðinga í Þýskalandi í hefndarskini um miðja nótt.

Þessi nótt var síðar kölluð “Kristallnacht” eða Nótt Brotina Glerbrota.

Rudi Bamber var aðeins barn er atburðirnir riðu yfir og hann lýsti því svo er SA liðarnir eða “Hitlers Storm-Troopers” eins og þeir voru kallaðir, réðust inn á heimili hans í Nuremberg: Þeir komu um miðja nótt og byrjuðu strax að rústa öllu og misþyrma okkur. Ég varð fyrir barsmíðum og endaði að lokum ofan í kjallaranum þar sem eldhúsið okkar var. Þar héldu barsmíðarnar áfram og er ég loks komst aftur upp úr kjallarunum gekk ég inn í stofuna okkar og horfði upp á faðir minn berjast fyrir lífi sínu á stofugólfinu. Ég brast strax í grát en reyndi samt að hjálpa honum með því að veita honum blástursmeðferð. Ég var nú frekar lélégur í skyndihjálp og kunni ekkert til verka og þurfti að horfa upp á faðir minn deyja í fanginu á mér.
Morgunin eftir er almennir borgarar fóru að halda til vinnu kom ekki einn einasti okkur til aðstoðar. Heldur héldu ofsóknirnar áfram því fólkið fór að grýta steinum inn á heimili okkar.

Seinna meir komst Rudi Bamber að því hvaða kúgun og ofstæki faðir hans, og fleiri gyðingar þurftu að horfa upp á frá Nasistum í Nuremberg. Rudi horfði upp á er faðir hans var numinn á brott frá heimili þeirra af SA Storm-Troopers. Seint um kvöldið kom faðir hans heim, algjörlega að niðurlotum komin. En faðir hans hafði sitt stolt og talaði aldrei um þann atburð.
Það sem Rudi Bamber komst að var að Nasistar hefðu tekið alla karlmenn sem voru gyðingar og leitt þá inn á hinn risastóra íþróttavöll í Nuremberg sem var nýbyggður, og neitt alla gyðingana til að éta grasið á íþróttavellinum og vera svokallaðar mennskar slátturvélar fyrir komandi viðburð sem átti að halda þar. gyðingarnir voru neyddir til að éta grasið og tilgangurinn var aðeins einn. Eins og Rudi vitnaði um að Nasistar voru aðeins að þessu bara til að gera þetta að látbragði, “A Gesture”, til að lítillækka alla sem voru gyðingar og segja þeim oft og ítrekað að þeir voru það lægsta af því lægsta sem fyrirfinnst á þessu jarðríki. Ástæðan var blint hatur eins manns á vissum kynstofni, sem hafði hafnað honum við Listaháskólann í Vín, sem að hans mati voru örlagavaldar að falli hins máttuga Þýskalands og því oki sem var þvingað upp á það, Versalasamningnum.

Ef þið viljið skilja af hverju Hitler lét her sinn marsera framhjá Sigurboganum í París og marsera gæsaganginn eftir Champs Elysées og lét Frakka undirrita skilyrðislausa uppgjöf í sama lestarvagni og Þjóðverjar voru neyddir til að undirrita Versalasamninginn í þann 17 júní 1940, þá munið þið skilja hvaða hefndarhug Hitler var í. Eftir að Frakkar undirrituðu samninginn var hann kátur af gleði, og eflaust hafa sum ykkar séð fréttamyndir af Hitler þar sem hann er ofsakátur og stígur í annan fótinn, með annað hnéð hátt í loft upp og stígur svo niður. Bandamenn notuðu þetta myndskeið til að falsa það er Adolf Hitler átti að hafa dansað af kæti við þetta tilefni. Það efldi bardagasveitir bandamanna til muna og var sálfræðihernaðurinn farinn að virka báðum megin við víglínuna.

Adolf Hitler ásamt sínum helstu ráðgjöfum fór í svokallaða óskaferð um Parísarborg, þeir skoðuðu óperuna og fóru upp stóra stigann þar, Madeleniene og sigurboginn kom þar á eftir, Eiffelturninn og kirkjan í Notre Dame svo eitthvað sé nefnt.

Frakkar hötuðu Þjóðverja og frá fyrstu augnablikum samningsgerðar Versalasamningins var það Bretum ljóst að Frakkar færu offari og með algjörlega ósanngjarnar kröfur. En að sama skapi hötuðu Þjóðverjar Frakka og þeirra viðhorf. Þarna mættust stálin stinn, og við slíkar aðstæður er hroki og þjóðerniskennd ráða, verður útkoman alltaf á einn veg, hrikaleg.


Hver var Heinrich Himmler? Var hann bara nemi í Landbúnaði?

Nei! Heinrich Himmler varð seinna meir kjúklingabóndi og hann trúði innilega á yfirburði ákveðina tegunda og manna. Það væri í manni borið að ná yfirburðum og drottnun. Heinrich Himmler náði að sannfæra Adolf Hitler að Ernst Röhm væri að áætla valdarán og Hitler trúði honum. Heinrich Himmler náði hylli Hitlers og trú og eftir að Herman Goering var færður á milli starfa varð Heirich Himmler gerður að yfirmanni Gestapo og SS sveitum Adolf Hitlers.

SS sveitirnar voru þær er kölluðust Shutz Staffel, eða hinar alræmndu lífvarðar-sveitir Hitlers. Himmler var sá er mótaði og skóp stefnuna að útrýmingu gyðinga ásamt Adolf Hitler. Himmler fór með gríðarlegt vald og hafði hann Arthur konung að leiðarljósi er hann skapaði yfirmenn SS sveitana og varð Wavelsburg kastalinn að svokölluðum helgistað fyrir þjálfun undirmanna hans. Wavel kastalinn varð honum sem helgistaður og í einu af herbergjum kastalans var herbergi sem minnti á hinar framandi sögur um hina vösku riddara hringborðsins.
Himmler trúði því innilega að sínir menn væru þeir ofurmenn sem myndu kremja alla sína óvini.

Eftir snilldar samsæri gegn Ernst Röhm hæstráðanda SA sveitana, um að Röhm fyrirhugaði valdarán, fékk Himmler því framgengt að Röhm yrði tekinn af lífi. Seinna meir gerist Heinrich Himmler yfirmaður SS sveitana og Gestapo, GEheime(Leyni) STAats (Ríkis) POlizei(Lögregla). Öllum er það kunnugt hversu alræmd hún var og hvaða aðferðir Gestapo notaði til að draga fram upplýsingar og vitneskju úr fólki. Eins var fólk oft þvingað til játninga á glæpum sem það framdi ekki.

Í bænum Wurzburg í Þýskalandi fundust gögn frá Gestapo sem bandamenn komust yfir og höfðu ekki verið brennd. Í þessum gögnum kom berlega í ljós hvað saklausum borgurum beið ef það skar sig úr umhverfinu eða heilsaði ekki eins og það átti að gera er fólk sagði heil Hitler. Í tilfelli Illse Sonja Totzke var það að ung þýsk kona sem kvartaði til Gestapo um Ilse Sonju og hennar háttarlag. Hún bjó í bakhúsi í Wurzburg og átti vini sem voru mjög gyðingalegir í útliti. Gestapo handtók hana og hún var tekin af lífi tveimur dögum seinna.

Þegar gengið var á þá konu fyrir nokkrum árum, sem tilkynnti þetta á sínum tíma til Gestapo, Resi Kraus, viðurkenndi hún að þetta væri hennar undirskrift á Gestapo skýrslunni, en að hún hafi aldrei tilkynnt þetta eins og það stóð í skýrslunni. Í viðtalinu verður hún mjög flóttalega og nefnir að hún hafi talað við vinkonu sína um þetta mál og sagðist ekki trúa því að það yrði gert mál úr þessu núna, svona mörgum árum seinna? Hún kveinkar sér í viðtalinu og fer að tala um að það sé nú farið að rigna. Sekt hennar er augljós í mínum augum, ekki nokkur vafi.


Var Hitler bara góður kall sem vildi bara sameina Þjóðverja og þau lönd sem glötuðust eftir WWI? Var hann bara einlægur erindreki og umboðsmaður Þýskalands? NEI! Langt í frá gott fólk…

Hvaða stefnu fylgdi flokkur Adolf Hitler? Notið eigið hyggjuvit og þekkingu. Var Adolf Hitler mannúðarsinni? Bar hann velferð allra í þýska ríki sínu fyrir brjósti?

Nuremberg lögin báru vitneskju um það sem koma skildi í Þýskalandi. Þar var formlega bannað að þýskir borgarar og þýskir gyðingar gætu gifst.

Til að auka undir aðskilnaðinn í Þýskalandi ákvaðu stjórnvöld að rústa stærsta bænahúsi gyðinga í Þýskalandi. Það var í Munchen og ástæðan sem var gefin var að það vantaði meira pláss fyrir bílastæði á svæðinu.

Niðurlæging gyðinga var algjör sama hvar við komum niður í ríki Nasista, og í Austurríki voru gyðingar neyddir til að skrúbba strætin og göturnar dag sem nótt þeim til niðurlægingar.

En það sem er einna merkast við alla þessa hörmungartíma var að viss þýskur hershöfðingi, General Beck, ásamt fleirum háttsettum hershöfðingjum þýska hersins, lýsti áhyggjum sínum yfir því að Adolf Hitler væri að leiða þjóð sína í næstu heimstyrjöld. Hershöfðinginn Beck ákvað að hafa samaband við breska utanríkisráðuneytið, og þar tók við skilaboðum hans maður að nafni Sir Frank Roberts, þess efnis að vissir og mjög virtir hershöfðingjar innan þýska hersins voru farnir að lýsa ótta sínum gagnvart Adolf Hitler, og þeir lýstu yfir einróma áhyggjum sínum. Þessi gögn sanna að alveg frá því að Adolf Hitler náði völdum voru fjölmargir sem óttuðust um framtíð Þýskalands. En eftir stanslausa sigurgöngu hjá Adolf Hitler við að nema önnur lönd, fóru þessar raddir hershöfðingjana að þagna og á endanum heyrðist engin kvörtun lengur í breska utanríkisráðuneytinu.


Forseti Tékkaslóvakíu niðurlægður af Adolf Hitler.

Þegar Hitler hafði innlimað Austurríki var stefnan tekin á Tékkland. Adolf Hitler fór fram á að allir Þjóðverjar ættu að vera undir einu ríki og hann gerði tilkall til Sudentland í Tékklandi, þar sem að meirihluti íbúa var þýskumælandi. Forsætisráðherra Breta, Chamberlain, komst að samkomulagi við Adolf Hitler um að friður væri tryggður í Evrópu ef hann fengi Sudentland landið sér til umráða. Adolf Hitler skrifaði undir plaggið og Chamberlain veifaði því eins og krakki er hann snéri frá Munchenarráðstefnunni. Hitler var klókur.

Næsta skref Adolf Hitlers var svo að kalla Forstea Tékklands, Hacka, á fund sinn í Berlín. Hacka var orðin háaldraður og Adolf Hitler lét hann bíða stundunum saman því hann var upptekin að horfa á rómanstíska gamanmynd sem Joseph Goebbels hafði látið gera, myndin hét “Glatað málefni”. Það var svo ekki fyrr en um 1:15 um nóttina að Adolf Hitler mætir loks á fund Hacka. Adolf Hitler dró fundinn eins lengi og hann gat og um miðja nóttina, þegar Hacka er að niðulotum komin vegna þreytu tilkynnir Adolf Hitler, Hacka, það að núna í morgunsárið mun þýskur her fara yfir landamærin sem skilja að Sudentland og Tékkland. Ef Hacka vildi farsæla lausn á málinu og það sem væri þjóð hans fyrir bestu ætti Hacka að gera aðeins eitt.
Gersamlega eyðilagður og beygður ákvað Hacka að fela Adolf Hitler þjóð sína. Þarna verða algjör kaflaskil í stefnu Adolf Hitler og kristaltær sönnun þess efnis að megintilgangur Hitler lægi ekki í að sameina bara þýskmæalndi þjóðverja og fyrri lendur Þýskalands. Adolf Hitler hafði horft girndaraugum á hinar miklu Skoda verksmiðjur og voru þær tilvaldar í að auka hernaðarmátt þriðja ríkisins. Þýski herinn steig svo morguninn eftir yfir aldagamla landamæramerkið sem skildi að Súdentanland og Tékkland. Þetta var ekkert annað en hrein og klár INNRÁS.

Manferd Von Schroeder sem var í ráðuneyti Adolf Hitler varð vitni að þessu öllu og lýsti þeirri stemningu sem varð í morgunsárið svo: Adolf Hitler var bara hinn rólegasti og mjög afslappaður, sat til hliðar í hægindarstólnum sínum þannig að lappirnar héngu fram af armpúðunum. Allir skáluðu í kampavíni en Hitler drakk vatnið sitt. Stemningin var ótrúleg og menn fögnuðu lengi og vel.

Sárir og öskrandi reiðir íbúar Tékklands steyttu hnefana framan í þýska herinn er þeir komu í borgir þeirra og bæi. Heil þjóð var beygð og niðurlægð.

Gjörðir Adolf Hitlers og fylgisveina hans sanna að þeir voru valdasjúkir einstaklingar og það kemur fram í máli þeirra og ritum.

Adolf Hitler sagði: Þegar að ég fell frá mun ég erfa ykkur að stórkostlegu og sterku Þýskalandi sem arfleið mína. Þess í stað arfleiddi hann mannkyn okkar að annari og mun hræðilegri arfleið. Nýja þekkingu um hvað mannkynið er fært um að valda náunga sínum miklar og skelfilegar hörmungar….


Næsti kafli um Auschwitz:
Þegar æ fleiri ár hafa liðið frá þesum hroðaverkum Nasista hafa sífelt fleiri vitni gefið sig fram til að gefa sinn vitnisburð um hvað gerðist í raun í Auschwitz. Næsti kafli mun verða tileinkaður fyrrverandi SS liða sem horfði upp á voðaverkin í Auschwitz, hann sá alla líkbrennsuofnana og gasklefana og er saga hans ótrúleg hvernig hann kom sér undan dómi og lögum eftir seinni heimsstyrjöldina. Þessi SS liði vann við eitt af lykilstörfunum í Auschwitz og þið verðið bara að bíða eftir næsta kafla til að fræðast betur um þennan SS liða.
Loksins, loksins munu þið getað lesið ykkur til um þennan vitnisburð og þær raddir sem hljóma hér á Íslandi um að það hafi ekki verið til neinir gasklefar og slík tæki til mannsdrápa í Auschwitz geta loksins, loksins farið að þagna.

Greinarhöfundur:
Ólafur Kr. Sveinsson, Lecter.

Tæknileg ráðgjöf, prófarkarlesari, móralskur stuðningur og góður vinur:
Árni Geir Ómarsson
Stúdent úr MR og núverandi nemi í Háskóla Íslands

Sérstakar þakkir til sannra hugi.is vina fyrir gagnasöfnun:
Jón66
Heinz Guderian

Heimildir:
Ian Kershaw prófesor í sagnfræði
Dr. Angela Schnberger
Dr. Volke Reiss
Dr. Herbert Schott
Luis Jodl
Robert Krötz
Uwe Bitzel
Adolf Hitler
Albert Speer
Gestapo-skýrslu