Í um 500 ár réðu Rómverjar yfir mest allri Evrópu. Veldi þeirra náði frá Bretlandi til Norður Afríku og frá Spáni til Zagrosfjalla rétt hjá Íran.
Einn af keisurum Rómvarveldis var Konstantín I (275-337 e.kr.)eða Konstantín mikli eins og þeir vildu oft kalla sig þessi stórmenni. Hann var fyrsti kristni keisari Rómvarveldis og hann færði höfuðborg veldisins til borgarinnar Býsans. Býsans var stofnuð af Forn Grikkjum og er hún í Tyrklandi og heitir hún Istanbul núna. Konstantín nefndi Býsans í höfuðið á sér og hét hún þá Konstantínópel.
Þegar á þessu stóð var Rómarveldi á bakka endaloka sinna. Þ.e.a.s. Rómarveldi eins og flestir þekkja það. Ríkið skiptist svona óopinberlega í Austur og Vesturrómversku ríkin. “Skiptingin” var í gegun Balkanskaga eða þar sem Júgóslavíuríkin eru núna og niðri hjá Lýbíu.
Á seinni hluta 4. aldar var Vesturrómverska ríkið þjakað af deilum um erfingja keisaradæmisins sem leiddu til borgarastyrjalda og óaldar. Þetta allt leiddi til þess að Rómverski herinn veiktist og var nauðsynlegt að ráða barbara í herinn. Vesturrómverska ríkið féll síðan árið 476 en Austurrómverska ríkið hélt velli. Austurrómverska ríkið var auðvitað bara það sem eftir var af Rómvarveldi en svo með tímanum breyttist það og varð að egin landi. Þess vegna er það kallað Býsanska ríkið.
Býsanska ríkið var sem stærst á valdatíð Jústiníanusar keisara. Þá náði það frá norður strönd Afríku niður Egyptaland allveg langt suður og upp að Zargosfjöllum að Svartahafi, Grikkland, meðframm dóná allveg að Ítalíu. Aðal hershöfðingi Jústiníanusar, Belaríus vann margar orrustur og lagði Ítalíu undir Býsanska ríkið. Jústiníanus lét skrá lögbókina“Corpus Juris Civilis”sem varð síðar lögð til grundvallar réttarkerfum margra Evrópuríkja.
Í Býsanska ríkinu varðveittist Grísk og Rómversk menntun og menning og Býsanskir listamenn bjuggu til undurfagrar mósaíkmyndir út lituðum stein-og glerflísum og skreyttu kirkjur sínar með þeim. Tónlist, skáldskapur og aðrar listgreinar voru í háveigum hafðar. Flestir þegnar ríkissins voru bændur sem lifðu í smáþorpum. Í þorpunum seldu kaupmenn vörur sínar og Konstantínópel var fjölfarin hafnarborg. Ríkinu var stjórnað af keisurum þar. Hún var miðstöð auturkirkjunar (grískrómversku réttrúnaðarkirkjunar) og alls viðskiptalífs í landinu. Þar hittust menn frá mörgum heimshornum eins og Spáni, Rússlandi og Kína.
En uppúr 1200 fór ríkið að leysast í sundur vegna fjöldanum allra af árásum herskárra barbaraþjóðflokka og Tyrkja. Býsanska ríkið tók að minnka og veikjast allt frá þeim tíma og á endanum var það mjög lítið og vanmáttugt og ríkti borgarastyrjöld á árunum 1341-54 og árið 1353 tóku Tyrkir höfuðborgina Konstantínópel og þá féll Býsanska ríkið allveg.
“One God, One Empire, One Religion”- Jústiníanus Keisari.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,