Hér er stutt greinagerð sem ég gerði um Henry Ford í sögu 203. Þetta er ekki tæmandi.
Henry Ford var ansi merkilegur maður. Hann fæddist inní bændafjölskyldu í Michiganfylki í Bandaríkjunum þann 30. júlí árið 1863. Hann hætti svo í skóla 15 ára að aldri til þess að fara að vinna á búgarðinum en fluttist fljótlega til Detroit og fór að vinna sem lærlingur í einhverskonar vélabúð. Eftir það var leiðin nokkuð greið og á endanum tókst honum að gera það sem hann var hvað þekktastur fyrir, að smíða söluhæfan bíl. Það var T-Módelið svokallaða. Áður en yfir lauk var búið að framleiða yfir 20 milljónir slíkra bíla. Það var við eitthvað tilefni að hann sagði þessi fleygu orð: “People can have the Model T in any color–so long as it's black.” Sem útleggst á íslensku: “Fólk getur fengið T-Módelið í hvaða lit sem er – svo lengi sem bíllinn er svartur.”
Henry Ford lést svo í hárri elli á heimili sínu þann 7. apríl 1947, og var þá 84 ára að aldri.