Árið 1894 varð Stephen Grover Cleveland fyrsti og eini forseti BNA sem átti endurkomu eftir að hafa misst forseta embættið. Í byrjun seinna kjörtímabils síns horfði hann fram á verstu efnahagskreppu sem BNA hafði farið í gegnum hingað til. Þetta ár var atvinnuleysið 18% og það er hörmungarástand í landi sem á þessum tímapunkti hafði engar atvinnuleysisbætur.
Einn af hverjum tíu bankum hafði lokað á lán, og að auki hafði járnbrautastarfsemi hrunið um helming, og stálverð um einn þriðja af því verði sem það hafði.

En hvað í ósköpunum olli þessari kreppu?

Cleveland kenndi vitaskuld stjórn Harrisons og Repúblikönum um. Það má vera að það sé eitthvað til í því, en árið 1890 hafði Harrison skuldbundið Bandaríska ríkið til að kaupa 4,5 milljónir únsa í silfri mánaðarlega til að framleiða silfurpeninga. (Únsa er reyndar ekki nema brot af kílói, en engu að síður er um að ræða stórar upphæðir). Þetta olli því að verð á silfri snarhækkaði en verð á gulli hrundi. Að lokum var silfur orðið verðmætara en gull og kom það markaðinum öllum í kaos.
Cleveland barðist fyrir því að afnema þessi lög en Demókratar í vestri og suðri studdu það ekki og litu á Cleveland sem meiri Repúblikana en Demókrata fyrir það að reyna að víkja sig frá flokksstefnu. (Þessi lög höfðu notið mikils Demókrata stuðnings). Cleveland einangraðist því frá flokk sínum og glataði þingsstuðningi.
Til þess að reyna að hækka gull aftur í verði gerði vildi Cleveland að stjórn BNA myndi kaupa bréf í gulli. Þingið studdi það ekki, en þá leitaði Cleveland til J.P. Morgans, sem var ríkur fjárfestir um lán til BNA fyrir gull bréfunum. Þannig ætlaði hann að koma sér undan reglum ríkisstjórnarinnar.
Cleveland var harðlega gagnrýndur fyrir að vera í slagtogi við Wallstreet auðjöfra í stað þess að standa með meðaljóninum en Cleveland taldi sig ekki eiga neina valkosti en að leita til Wall street til aðstoðar.
Eins og gefur að skilja var ástandið brjálað í landinu og uppþot tíð. Cleveland lét herinn sjá um að bæla uppþotin niður, og aðskildi sig þar með frá fyrri forsetum á borð við Hayes en setti sig í hóp með flestum öðrum forsetum BNA. Í kjölfarið hrundi fylgi Demókrata allsstaðar nema í suðrinu þar sem á þessum tíma voru hvort sem er allir hvítir karlmenn meðlimir í honum.
Svo árið 1896-97 var Cleveland í fremur vonlausri aðstöðu. Hans eigin flokkur hataði hann, fólkið í landinu flest allt fyrirleit hann og stjórnarandstaðan var kominn með yfirburða meirihluta á þinginu.
Stjórn Clevelands var sögð einkennast af einræðistilburðum, staðreyndin er sú að Cleveland hafði þá stefnu í anda Jefferson að reyna að hafa sem minnst áhrif, en þær aðgerðir sem hann tók að sér í örvilnan kreppunar eru samt með afdrifaríkustu mistökum bandarískrar stjórnmálasögu.

Einkamál:
Cleveland gerði líka einn annan skandal. Hann var ógiftur þegar hann varð kjörinn forseti BNA í fyrsta og annað sinn, en hann giftist á miðju kjörtímabilinu 21 árs gamalli stúlku. (Þá rúmlega 60 ára). Fyrir utan það þá var hann með marga kynlífsskandala tengdum framhjáhaldi og óskilgetnum börnum. Fjölmiðlar virkilega snerust gegn forsetanum og jafnvel Bill Clinton nær eflaust ekki að toppa Cleveland hvað varðar slúður í kynferðismálum.

Mannréttindamál:
Hann er líka mjög merkilegur forseti að því leytinu til að hann var fyrsti forseti BNA frá tímum Lincolns sem var ekki hlynntur réttindum blökkumanna, en þrátt fyrir það barðist hann fyrir réttindum kínverja og annarra innflytjenda. (Sem að vísu voru mikilvægir kjósendur, ekki gleyma því). Hvað varðar kvenréttindamál sem voru þá mjög áberandi, (súffragetturnar komu fram á tíma Clevelands) þá gaf forsetinn aldrei út neinar yfirlýsingar.
Hann leit á sig sem helsta vin Indíána í landinu, og taldi sig vera að vernda þá gegn ágengni hvítra með lagasetningu sem hann studdi, en sú lagasetning lokaði Indíánana inn á enn minni verndarsvæðum en þeir voru þegar á og heimiluðu valdbeitingu til að þvinga þá til að aðlagast siðum hvítra manna.

Utanríkismál:
Cleveland tókst líka að koma sér í klandur í utanríkismálum þegar hann kom næstum í stríð við Bretland (sem á þeim tíma var mun voldugra en BNA) út af landamæradeilu Breta við Venesúela. Þar kom Cleveland Venesúela mönnum til hjálpar og kom Monroe stefnunni aftur á kortið í bandarískri utanríkismálastefnu.

Þegar ég las um þetta kjörtímabil hreinlega gapti ég af undrun yfir hversu miklu maðurinn gat klúðrað. Að vísu var hann í erfiðri stöðu, og hafa verður í huga að jafnvel Washington sem hugarar og sagnfræðingar telja með betri forsetum BNA notuðu her til að berja niður mótmæli. En svo má benda á móti á að ekki gerði t.d. Rutherford Hayes það en hann er mun nærri Cleveland heldur en Washington í tíma. Og aðstæður þeirra voru svipaðar.
Nú spyr ég fólk, því ég er sjálfur að velta því fyrir mér, hvor er verri forseti að ykkar mati Ulysses S. Grant eða Cleveland? Berið þá endilega saman. (Ég fjalla um Ulysses í grein nr.14).


Smá tilkynning áður en haldið er áfram. (ÉG ER HÁLFNAÐUR!!!). Og jafnvel aðeins meira 

Næstu kosningar unnu Repúblikanar og ég get ekki sagt að það hafi komið mér neitt sérlega á óvart. Þeirra frambjóðandi var úr Ohio eins og svo margir aðrir, en hann var eins og fjölmargir aðrir hermaður úr borgarastyrjöldinni. Hann var einnig aðstoðarmaður og pólitískur lærlingur Rutherford Hayes. Nafn hans var William McKinley.

McKinley og stefna hans markar tímamót í sögu BNA. Þegar hann tekur við völdum er efnahagurinn tekinn að batna og BNA má segja að séu orðin stórveldi. Einungis þrjú ár voru í nýja öld og eflaust hefur fæstum grunað hversu voldug BNA ættu eftir að verða á henni. William var svo sannarlega fyrirboði þess sem koma skyldi því hann átti eftir að beita bandaríska hernum til að verja alþjóðleg ítök þeirra meira en nokkur annar forseti hafði gert fram til þessa tíma.