Ég ætla að byrja þessa grein á að leiðrétta villu sem átti sér stað í þar seinustu grein. Lincoln lýsti ekki yfir stríði um leið og suðurríkin sögðu sig úr ríkjasambandinu. Hann lýsti ekki yfir stríði fyrr en ári síðar þegar samningarviðræðum lauk. Ég vona að þið finnið það í hjarta ykkar að fyrirgefa mér 
Suðurríkin komu sér saman um að Demókratinn Jefferson Davis yrði forseti. Jefferson Davis var valin af hópi þingmanna og landeigenda en ekki af kjósendum. Þó getur vel verið að hann hefði hlotið stuðning meirihluta suðurríkjamanna, allaveganna áður en blóðsúthellingar hófust.
Suðurríkjamenn bjuggust við því að Lincoln myndi bugast. Lincoln reyndist fús til samningaviðræða. Hann bauð þeim að hann myndi ekki skipta sig að neinu leyti að þrælahaldi innan þeirra fylkja sem það viðgengist nú þegar. Hann var tilbúin til að bæta við aukagrein í stjórnarskrána sem verði þrælahald svipað og t.d. byssueign er varinn núna sem þá. En hann dró mörkin við það að þingið mætti ekki hindra sölu milli fylkja á þrælum og að þrælahald yrði leyft í District of Columbia, sjálfri höfuðborginni. Hann var heldur ekki til í að samþykkja það að þingið myndi endurbæta skaðan fyrir eigendur þræla sem næðu að flýja til norðurríkjanna. Það þótti honum of langt gengið.
Suðurríkjamenn bjuggust við því að Lincoln myndi ekki þora að beita valdi, þeim datt ekki í hug að hann myndi hætta á stríð til að hertaka suðurríkin. Lincoln datt ekki í hug að suðurríkjamenn væru nánast tilbúnir til að berjast til seinasta blóðdropa eins og sumir gerðu.
Hugmyndafræðilegur ágreiningur milli Norðurríkjanna og Suðurríkjanna
(Nokkrar pælingar frá mínu eigin brjósti).
Suðurríkin voru ósammála Norðurríkjunum í mun fleiri hlutum en bara þrælahaldi. Norðurríkin sem voru með fleiri þingmenn enda stærri studdu öfluga verndartolla sem stjórnmálamenn Suðurríkjanna voru á móti. Í Suðurríkjunum áleit fólk að fylkin væru sjálfstæð ríki sem væru bara í sameiginlegu bandalagi, en í Norðurríkjunum leit fólk svo á að fylkin væru öll sameinuð í eitt ríki. Suðurríkin byggðust að mestu upp á landbúnaði en Norðurríkin byggðust upp á iðnaði í stærri stíl, höfðu sterkari borgarhefð og fleiri menntamenn.
Að mörgu leyti má segja að mismunur á Suðurríkjunum og Norðurríkjunum sé en svipaður. Norðurríkin studdu flest Kerry í kosningunum, en Suðurríkin studdu öll Bush sum að vísu tæplega. Mismunur Bush og Kerry er í efnahagsmálum svipaður og á milli Jefferson Davis og Lincoln. Meðan Lincoln kom úr flokk sem studdi mikil ríkisafskipti, eða a.m.k. aukin afskipti af efnahag, var Davis á móti slíku. Það er ennþá sami munur á milli norðurríkjaþingmanna sem margir flokkast undir „Liberals” meðan þingmenn Suðurríkjanna eru meira hallandi undir frjálshyggju a.m.k. á sviði efnahagslífs þótt þeir séu en strangari hvað varðar lög um einstaklingsfrelsi heldur en norðanmenn. T.d. þá voru suðurríkjamenn aðalstuðningsmenn Patriot laganna, lög suðurríkjanna eru meira heftandi hvað varðar samkynhneigð fóstureyðingar og svo framvegis.
En hvað um flokkanna sjálfa?
Á þessum tímapunkti eru tveir flokkar að berjast um völd, þeir sömu tveir og gera það núna. Flokkurinn sem Andrew Jackson stofnaði til að standa vörð um þrælahald, eignarrétt og persónufrelsi, hefur snúist á allt annan máta en Jackson kærir sig eflaust um. Persónulega held ég að Lincoln myndi snúa sér í gröfinni ef hann vissi hver stefnumál Repúblikana eru þessa daganna. Lincoln vildi ekki hætta á stríð fyrr en honum var nauðugur annar valkostur. Suðurríkjamenn og Demókratar skutu fyrsta skotinu í borgarastyrjöldinni þegar þeir skutu niður byrgðaskip norðanmanna, sem sigldu óvopnuð með matarbirgðir til norðurmanna virkis. Það var ekki fyrr en þá sem Lincoln samþykkti tillögur róttækra Repúblikana um að leyfa hernaðaraðgerðir, en Lincoln bjóst sjálfur við því þegar hann hóf hernaðarátök að sunnanmenn myndu gefast upp eftir mánuð.
Stríðið tók fjögur og hálft ár, 600.000 manns dóu eins og ég áður minntist á.
(Biðst afsökunar á því hversu pólitískt litað þetta er, en það verður bara að hafa það, engin er jú hlutlaus.)
Morðið á Lincoln
John Wilkes Booth, sá sem skaut Lincoln í Fords leikhúsinu var frægur Shakespear leikari. Hann kom af virtri ætt leikara. Honum tókst að flýja (greinilega var varðgæsla þá fremur slöpp) og faldist í nokkra daga í hlöðu.
Ég ætla að nýta mér tækifærið og leiðrétta nokkra hluti. Á netinu og annars staðar hefur gengið listi sem ber saman morðið á Kennedy og Clinton og hvað það á sameiginlegt. Í honum segjir að Kennedy hefði verið skotin á Lincoln Avenue en Lincoln í Kennedy Theatre. Þetta apaði ég upp og skrifaði í fyrri greinar að Lincoln hefði verið myrtur í Kennedy Theatre sem er ekki rétt. Það var í Fords Theatre í Washington. (Heimildir: www.americanpresidents.org sem ég tek afar trúanlegar). Ég veit ekkert um hvort Kennedy hafi verið skotin á Lincoln avenue eða ekki. Í öðru lagi segjir að morðingji Kennedy´s hafi skotið hann úr vöruhúsi og falið sig í leikhúsi, en morðingji Lincolns hafi skotið hann í leikhúsi og falið sig í vöruhúsi. Telst hlaða eða „barn” eins og það heitir á enskunni sem vöruhús? Eða er þetta ekki misvillandi? Allaveganna fullyrði ég hér og nú að morðingji Kennedys hafi ekki skotið hann úr heysátu. Takk fyrir það.
John Wilkes Booth mælti víst eftir að hafa skotið Lincoln: Sic semper Tyrannis (ávallt svo fyrir harðstjóra) suðrinu hefur verið hefnt.
Hann var skotin í hlöðunni, en fjölmargir aðrir voru hengdir fyrir samsærið um að myrða Lincoln sem og nokkra aðra meðal annars hershöfðingjann Ulysses Grant (sem við munum sjá meira af síðar) og Andrew Johnson varaforseta.
En nú hleypi ég systur minni í tölvuna svo ég verð að hætta að skrifa. Þetta er víst óvenjustutt grein að þessu sinni. Það verður þá bara meira næst.