Velkomin í lestur elleftu greinarinnar, ég er svei mér þá komin langt með þetta stórvirki. (Tja stórvirki á huga.is mælikvarða). Stór hluti þess efnis sem ég nota við greinar mínar kemur frá síðunni www.americanpresidents.org sem er fræðslusíða sem reynir að fræða sem flesta um bandaríska sögu og hvetur fólk til að nota endilega efni síðunnar svo lengi sem maður geti heimilda. Bara að láta fólk vita .

Þessi grein mun fjalla um ævi Abraham Lincolns og ýmsa hluti í tengslum við hann.

Abraham fæddist árið 1809. Faðir hans var ólæs og bóndi, og móðir hans sem lést þegar Abe var níu var það einnig. Stjúpmóðir Abes sem tók hann miklu ástfóstri kenndi honum að lesa og gerði það að verkum að hann varð sá maður sem hann seinna varð.
Abraham ólst upp í Kentucky sem á þeim tíma var að mestu ónumið. Í raun bjó hann út í óbyggðum og því var það ekki algengt að fólk kunni að lesa. Einungis hinir allra fátækustu fluttu svona langt frá borgunum í von um að eignast landsvæði. Á þeim tíma sem Abe er fjagra ára gengur yfir annað stríð Bretlands og BNA um landsvæði í Ameríku, höfuðborgin sjálf brennur til grunna og nýja ríkið var á barmi þess að hrynja í stjórnleysi. (Þetta fór eflaust að mestu fram hjá fjölskyldu Abes sem bjó jú ekki í mikilli byggð og eflaust hafa fréttir borist með mánaða millibili).
Sautján ára fór hann að vinna á fljótabátum sem sigldu upp eftir Missisippi. Þar lærði hann sjómanna störf og tveim árum síðar byggði hann flekapramma og sigldi suður eftir stærsta fljóti N.Ameríku og seldi landbúnaðarafurðir alla leið niður í New Orleans. Þegar hann kom tilbaka úr þessari för lét hann föður sinn fá allan peninginn sem hann græddi af þessu.
Stuttu síðar flutti Abe með fjölskyldu sinni til Illinois. Á þeim tuttugu árum sem Abe hafði búið í Kentucky hafði fylkið fjölgað og í því voru nú komnir stórir bæjir og vegakerfi. Eftir að hafa aðstoðað föður sinn við að reisa nýtt og stærra hús í Illinois fór hann á fljótapramma sínum aðra kaupferð niður Missisippi en í þetta sinn nýtti hann peninganna til að kaupa sér hús í bænum New Salem í Illinois. Þetta er árið 1831. (Sem á ekki að rugla saman við Salem bæjinn þar sem nornabrennur fóru fram 200 árum áður).
Í New Salem fékk hann vinnu sem afgreiðslumaður í búð. Þar kynntist hann flestum bæjarbúum og varð afar vinsæll. Þótti bæði greindur og skemmtilegur. Hann átti í útistöðum við mann sem kúgaði þennan litla bæ og stóð upp í hárinu á honum. Einnig varð Abe mjög mikilvægur fyrir bæjinn sökum þess að hann var einn af þeim fáu sem gat lesið í honum.
Sex mánuðum eftir að hafa flutt til New Salem bauð hann sig fram til Illinois þingsins, en þar tapaði hann með stórum mun þrátt fyrir yfirþyrmandi sigur í New Salem. Á sama tíma braust út stríð við „Blackhawk” indíána og varð Lincoln foringji þeirra sjálfboðaliða sem börðust við þá. Hann lenti þó aldrei í neinum átökum, og ferill hans sem hermaður var stuttur.
Eftir heimkomuna tók hann að útvega sér lögfræðibækur og kynna sér lögfræði. Hann tók að sér ýmis mál fyrir íbúa sýslunnar þrátt fyrir að hann hefði en ekki náð lögfræðiprófi. Héraðsdómstólar tóku hann þó sem löggildan lögfræðing og árið 1836 náði hann prófinu.
Lincoln gekk í Whigsflokkin og þrátt fyrir að vera meðlimur í stjórnarandstöðuflokkinum þá lýsti Demókrata forsetinn Andrew Jackson Lincoln yfirmann póstmála í sýslunni. Sennilega af því að enginn Demókrati sóttist sérlega eftir starfinu og í öðru lagi var Lincoln það vinsæll í sýslunni að flestir töldu skynsamlegt að gefa honum bara starfið og forðast mótmæli.
Lincoln var afar merkilegur pólitíkus, árið 1834 náði hann sæti í þingi Illinois og það gerði hann án þess að koma með nein kosningaloforð, yfirlýsingar eða halda nokkrar ræður. Lincoln forðaðist að koma með nokkrar umdeildar skoðanir, í stað þess ferðaðist hann um héraðið, bankaði upp á hjá nærri öllum fjölskyldum, heilsaði þeim, sagði nokkra brandara, var vinalegur við hundanna og börnin og fór svo. Það fór þannig að jafnvel Demókratar studdu Lincoln rétt eins og Whigs. Lincoln var svo endurkjörinn 1836, 1838 og 1840.
Árið 1837 tók Lincoln í fyrsta sinn afstöðu í umdeildu máli. Elijah nokkur Parish Lovejoy var myrtur í prentsmiðju sinni, hann hafði prentað út blöð sem börðust fyrir frelsun þrælanna en hafði verið lamin til bana af hópi stuðningsmanna þrælahalds. Abraham Lincoln lýsti yfir vanþóknun á þessu atviki, þar sem það ógnaði lýðræði að borgarar tækju lögin í sínar eigin hendur. Ekki gáfu allir pólitíkusar út yfirlýsingar um þetta málefni.
Árið 1841 tók Lincoln þátt í forseta baráttu William Harrisons sem þá sigraði Van Buren og Demókrataflokkin og varð fyrsti forseti Whigflokksins. Það sem er athyglisvert við þessar kosningar er það að Van Buren sem var af fátækum uppruna eins og Lincoln var stuðningsmaður þess að svartir fengju kosningarétt, en Lincoln sjálfur fordæmdi hann fyrir það. Á þessum tímapunkti voru línurnar milli andstæðinga þrælahalds og stuðningsmanna þess en ekki skýrar. Sumir Demókratar studdu afnám þrælahalds, sumir Whigs studdu þrælahald, þrátt fyrir að vanalega væri þetta öfugt. Aðaldeilurnar voru um hvað ætti að gera í Texas málinu og hvort ríkið ætti að reka seðlabanka eða ekki.
Nokkru síðar varð Lincoln óvinsæll á þinginu. Þetta var árið 1846. Lincoln hafði verið kjörin þingmaður Illinois enn eina ferðina og hafði beitt sömu aðferð og vanalega: Algjört hlutleysi.
En um leið og hann var komin inn á þing gagnrýndi þáverandi Demókrata forseta James Polk fyrir stríðið við Mexíkó. Polk var rosalega vinsæll og stríðið naut ríkulegs stuðnings, en þrátt fyrir að heimafylki Lincolns styddi innrásina nánast sem einn maður þá synti Lincoln gegn straumnum og mótmælti stríðinu harðlega. Ásakanir hans um að BNA menn en ekki Mexíkanar hefðu hafið stríðið voru réttar, en meirihluta Bandarísku þjóðarinnar stóð á sama. Lincoln var ekki þekktur þingmaður og James Polk var forseti sem var með öflugan meirihluta á þingi. Lincoln varð frægur fyrir þessa andstöðu en missti vinsældir sínar í Illinois og endaði án þingsætis tveim árum síðar.
Sem skipti litlu máli fyrir Lincoln sem hafði lýst því yfir að hann ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram. Í stað þess tók hann nú þátt í kosningabaráttu Zachary Taylors sem varð forseti. Síðan settist hann að í bænum Springfield og einbeitti sér að lögmannsstörfum. Þannig varð hann mjög vel efnaður.
Árið 1854 sneri hann aftur inn á þing, en í þetta sinn sagði hann af sér, svo hann gæti boðið sig fram til að verða öldungardeildarþingmaður. Þar tapaði Lincoln með stórum mun, og eftir það hætti hann í Whig flokknum. Hann gekk í hinn nýstofnaða Repúblikanaflokk sem ætlaði að einbeita sér að því að hindra að fleiri ríkji leyfðu þrælahald.
Lincoln var tilnefndur sem mögulegt varaforsetaefni en hafði ekki betur á landsmóti Repúblikana. Engu að síður lagði hann sig allan fram í forsetabaráttu Repúblikana. Öllum að óvörum þá náðu Repúblikanar meirihluta í norðurríkjunum og þrjátíu prósentum yfir allt landið. (P.S. Norðurríkin eru bláu ríkin sem kusu ekki Bush en hey ég er ekki að segja að léleg dómgreind sé arfgeng, ok. Ég er kannski að ýja að því  )

Lincoln komst aftur í landsfréttirnar þegar hann bauð sig fram til að vera öldungardeildarþingmaður í Illinois. Hann stóð í sögufrægum kappræðum við Douglas frambjóðanda Demókrata sem mótuðu mikið stefnu Repúblikana. Í þessum kappræðum reyndi Abe að fara vissan milliveg, hann játaði það að svertingjar myndu aldrei njóta fulls rétts á við hvíta menn af líkamlegum og andlegum ástæðum, hann sagðist einnig vera á móti hjónaböndum milli svertingja og hvítra manna. En hann sagði líka að þrátt fyrir þetta þá væru þeir óneitanlega manneskjur og ættu því að njóta allra stjórnarskrárbundina réttinda svo sem að lifa og vinna frjálst, þótt þeir mættu auðvitað ekki kjósa.
Staðreyndin er sú að Lincoln gerði sér aldrei von um að geta endað þrælahald, hann vonaðist bara til að hindra að það breyddist út.
Hann tapaði fyrir Douglas út af kosningalögum, en hlaut þó meirihluta atkvæða.

En baráttan var bara rétt að byrja. Sökum þess hversu þekktur Lincoln var orðin hlaut hann forsetatilnefningu Repúblikana. Engin bjóst við að Repúblikanar myndu hljóta forsetaembættið, eða að Lincoln yrði forseti, til þess voru Demókratar of öflugir. Ef Demókratar hefðu ekki tvístrast hefðu þeir unnið. Stephen Douglas bauð sig fram fyrir hönd þeirra sem forseti og miðjumaður, en harðkjarna Demókratar voru á móti miðjustefnunni og töldu tíma á að bjóða fram öflugt framboð sem vildi víkka út þrælahald.
En í stað þess klofnaði Demókrataflokkurinn og Lincoln var öllum að óvörum komin í stól forsetans.

Jæja, hér er ævi Lincolns komin fram. Þá er næst á dagskrá að segja frá morðinu og því sem fylgdi eftir það.