Grein 8 endaði á þessum orðum:
Dagin sem Abraham varð forseti sögðu sjö suðurríki sig út úr ríkjasambandinu. Og til þess að bæta gráu ofan á svart þá gengu fjögur fylki til viðbótar í lið suðurríkjanna þegar Abraham lýsti því yfir að þetta þýddi stríð.

to be continued…

Nú verður haldið áfram.

600.000 manns létust í Bandarísku borgarastyrjöldinni og það má í bókstaflegri merkingu segja að þetta marki upphaf BNA. Fram að þessum tímapunkti voru stöðugar deilur um það hvert væri hlutverk ríkjasambandsins en eftir það, var ekki lengur deilt um það hvort Forsetinn og öldungaþingið væri hærra sett en fylkisstjórar. Hið lausa ríkjasamband varð ein heild og hér eftir var það sem forsetinn og þingið ákvað gildandi yfir allt landið.

Það sem mér þykir strax forvitnilegt í sambandi við stríðið er meðal annars hversvegna engin erlend afskipti voru af borgarastyrjöldinni. Nú var jú gullið tækifæri fyrir Evrópulöndin til að ná aftur ítökum í Ameríku, en fram að þessu hafði BNA ógnað öllum tilraunum til þess.
Monroe forseti lýsti því jú yfir á sínum tíma að BNA myndi hindra allar tilraunir Spánar eða annara ríkja til að ná aftur völdum í sínum fyrri nýlendum. Napóleon 3. Frakklandskeisari og afskipti hans af innanríkismálum í Mexíkó er eina dæmið sem ég veit um til þess að nýlenduveldin hafi reynt að taka yfir land í Ameríku síðan yfirlýsingu Monroes lauk.
Samkvæmt mörgum sagnfræðingum hefðu afskipti af þessu stríði frá Evrópu ekki verið ólíkleg. Eins og við vitum var Bómullariðnaðurinn einn sá stærsti í heimi á þessum tíma. Flestir forsetar BNA fram til þessa höfðu verið ríkir bómullarplantekru eigendur í Virginíu sem nú var suðurríkjamegin. Bómullariðnaðurinn byggðist á þrælahaldi.
Evrópuþjóðirnar voru allar búnar að banna þrælahald og almenningur í þeim löndum var mjög andsnúin því. En margir úr efri stétt meðal annars Bretlands höfðu hagsmuni að gæta í bómullariðnaðinum. Svo þegar Abraham Lincoln lét umkringja suðurríkin með flota norðurríkjanna og loka á verslun með bómull þá komu upp hugmyndir í bæði Bretlandi og Frakklandi að grípa inn og aðstoða suðurríkin.

Ástæður: Í fyrsta lagi yrðu Bandaríkin klofin og því mun viðráðanlegri, þar með væri komið í veg fyrir hugsanlegt stórveldi. (Eins og við vitum í dag þá varð þetta hugsanlega stórveldi að veruleika fyrir þá sem óttuðust það).
Í öðru lagi yrðu verð bómulli í framhaldi af þessu ódýrt sem er afar hentugt fyrir vefnaðarverksmiðjur í Bretlandi og Frakklandi.

Svo hversvegna greip Breski sjóherinn ekki inn í málið og batt enda á viðskiptabannið? Hann hefði auðveldlega ráðið við sjóher norðurríkjanna sem ekki var nema brotabrot af þeim Breska. Bretar voru jú með öflugasta sjóher í heimi.

Ástæður: Í fyrsta lagi var almenningur afar andsnúin suðurríkjunum. Í suðurríkjunum var stór og mikil hefðarstétt sem var afar ólýðræðisleg. Verkamenn og þar með hermenn í sjóhernum studdu því norðurríkin.
Í öðru lagi þá varð uppskerubrestur í Evrópu. Veðurfarið kom Lincoln til bjargar en Evrópuþjóðirnar neyddust til að kaupa korn frá norðurríkjunum. Þar sem hveiti frá norðurríkjunum varð nauðsynlegra en Bómull varð ómögulegt að fara í stríð við norðurríkin og hætta því á hungursneyð.

http://www.capmag.com/article.asp?ID=4126 ég bendi á þessa grein sem fjallar um baráttu fyrstu andstæðinga þrælahalds. Skemmtileg lesning sem sýnir svo sannarlega hvernig sagan getur snúist í hringi. Bendir manni einnig á að þótt hvítir menn svo sannarlega beri mikla ábyrgð á hörmungum þrælahalds, þá sé það líka vestrænni menningu að þakka að slíkt viðgangist ekki lengur. (A.m.k. ekki í jafnstórum stíl).

Norðurríkjamenn voru þriggja milljóna manna her, en suðurríkjamenn voru með tveggja milljóna. Að auki gátu norðurríkjamenn framleitt fleiri vopn en suðurríkjamenn, fyrir utan að þar sem suðurríkin voru lokuð frá umheiminum þá gátu norðurríkjamenn líka keypt vopnin.
Mest öll átök stríðsins áttu sér stað í Virginíu og við missisippi fljót, þrátt fyrir að átökin breiddu út frá sér alla leið til Kaliforníu.
Þrátt fyrir borgarastyrjöld aflýsti Abraham Lincoln ekki kosningum. Árið 1864 þegar átök höfðu staðið í þrjú ár, kallaði Abraham hermenn norðurríkjanna frá átakasvæðum til þess að mæta á kjörstað og kjósa. Þar með hætti Abraham á að kosinn yrði einhver annar aðili sem myndi semja við suðurríkin, en svo fór ekki. Þetta er kannski ekki ýkja praktískt upp á stríð að gera, en mjög svo virðingarvert. Þetta sýnir að það er engin möguleg ástæða til þess að aflýsa kosningum nokkurn tímann þar sem BNA mönnum tókst að halda sínar í borgarastyrjöld.
Að vísu þá gerði Lincoln einnig ólýðræðislega hluti, í kjölfar þess að borgarastyrjöld braust út lýsti Lincoln yfir neyðarástandi (dööh…) og hóf að ritskoða fjölmiðla. Ég persónulega lýt á þetta sem fremur vafasamt atferli, en ljóst er að fjölmiðlar eru oftast afar gagnrýnir á stríð og þá væntanlega sérstaklega borgarastyrjaldir.
Það sem að mati Lincolns gerði útslagið í stríðinu að mati Lincolns, var „the emancipation declaration” þar sem Lincoln lýsti yfir frelsi þrælanna og hvatti þá til að gangast til liðs við herinn. Stór hluti hermannana sem börðust í stríðinu (eða um 200,000 manns) voru svartir leysingjaþrælar. Það er misskilningur að halda að Lincoln hafi fyrst lýst þrælanna frjálsa og svo hafið borgarastyrjöld. Í kosningabaráttu sinni lýsti Lincoln því yfir að hann myndi hindra að fleiri fylki leyfðu þrælahald, hann sagðist ekki ætla að afnema það. Þetta gerði hann ekki af því að hann vildi ekki afnema þrælahald, heldur einfaldlega af því að hann vildi eiga möguleika á að verða forseti. Margir suðurríkjamenn voru á móti frekari útbreiðslu þrælahalds en studdu það í heimafylkjum sínum, margir norðurríkjamenn vildu ekki þvinga suðurríkin til að afnema þrælahald. Lincoln vissi að hann ætti eftir að þurfa atkvæði þeirra og staðreyndin var sú að allir seinustu þrír forsetar á undan honum höfðu verið nokkurskonar miðjumenn, eða allaveganna ekki tekið beina afstöðu þótt þeir hafi allir verið hallir undir málstað þrælahaldara. Ef Lincoln hefði boðið sig fram undir þeim formerkjum að hann myndi afnema þrælahald og hætta á borgarastyrjöld hefði hann ekki verið kjörin. En þegar borgarastyrjöldin var í fullum gangi og norðanmenn voru orðnir hatrammir fjendur suðurríkjanna þá var Lincoln komin með nægilegan pólitískan stuðning til að láta verða af því að frelsa þrælanna. Ef Suðurríkin hefðu ekki gert uppreisn er ekki víst að Lincoln hefði getað afnumið þrælahald.
Árið 1865 unnu Norðurríkin endanlegan sigur á Suðurríkjunum í orustunni við Gettysburg. Þá hafði sjálft stríðið geysað í fjögur ár, en að vísu hafði Lincoln lýst því yfir að uppreisnin yrði bæld niður um leið og ríkin sögðu sig úr ríkjasambandinu, svo opinberlega hafði stríðið staðið í fimm ár, þrátt fyrir að herjir ríkjanna hæfu fyrst átök síðar. Reyndar má segja að borgarastyrjöld hafi staðið á í BNA löngu áður þar sem Kansas logaði í átökum um þrælahald í tvö kjörtímabil áður en Lincoln varð forseti.

Við tók merkilegur tími, þar sem suðurríki BNA voru hernumin, norðurríkin fóru með nærri öll völd (ef aðeins svo væri í dag, þá þyrftum við ekki að hafa áhyggjur af næstu uppátækjum Bush stjórnarinnar ). Svartir fengu kosningarétt í suðurríkjunum og virtust fyrst um sinn fá að aðlagast venjulegu samfélagi, þar til gamla valdastéttin náði aftur völdum. (Ég kem að því síðar).
11 Apríl 1865 var Lincoln skotin í Kennedy leikhúsinu í einu dramatískasta atviki Bandarískrar sögu, einungis átta dögum eftir uppgjöf Suðurríkjanna. Ég mun fjalla meira og ýtarlegar um Lincoln, ævi hans, dauða og borgarastríðið í næstu grein.